Alþýðublaðið - 15.05.1940, Page 3

Alþýðublaðið - 15.05.1940, Page 3
ALÞYÐUBLAÐIÐ ----------ALÞÝÐDBLAÐIÐ ---------------------------- Ritstjóri: F. R. Valdemarsson. í fjarveru hans: Stefán Pétursson. Símar 4902 og 5021 (heima). Ritstjórn: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4902: Ritstjóri. 4901: Innlendar fréttir. 5021: Stefán Pét- ursson (hehna) Sellandsstíg 16. 4903: Vilhj. S. Vilhjálms- son (heima) Brávallagötu 50. Afgreiðsla: Alþýðuhúsinu gengið inn frá Hverfisgötu. Símar: 4900 og 4906. Verð kr. 2,50 á mánuði. 10 aurar í lausasölu. ALÞÝÐUPEENTSMIÐJAN H.F. V erzlunarsamningar við Breta FIRLÝSINGAR BRETA um það, að þeir muni í samn- ingaumleitunum þeim, sem nú fara fram hér í bænum um aukin verzlunarviðskipti milli þjóðanna, veita íslendingum hlunnindi, sem þeir hafi ekki áður haft, munu vekja hér nokkrar vonir um það, að eitthvað kunni að rætast úr um atvinnuhorfur og afkomu fólks. Það er Uka að vonum, því að útlitið er eins og stendur langt frá því að vera bjart. Síldarvertíðin og sá atvinnu- vegur, sem hún hefir skapað, hefir verið ein meginstoðin undir afkomu þjóðarinnar á undanförn- um árum, en nú er svo komið, að þeir markaðir, sem við höf- um selt sildina og síldarafurðirn- ar aðallega á, eru lokaðir, svo að þangað er ekki hægt að selja nokkum skapaðan hlut, og veld- ur því hið algera hafnbann, sem Bretar hafa sett á Þýzkaland og Pólland siðan Þjóðverjar lögðu þaÖ undir sig. Þá má heldur ekki gleyma því, að Danmörk er nú komin í hið sama hafnbann og að litlar eða engar líkur em til þess, að við getum verzlað nokkuð við Noreg. Yfirleitt má fullyrða, að öll utanríkisverzlun okkar sé undir Bretum komin; þeir ráða því, livert við seljum eða hvort við seljum nokkuð úr landinu. Það er ekki venja hervelda, að taka tillit til þess í skiptum sin- um við smáþjóðir, sem utan standa, hvort þær bíði tjón Það er algengast, að þau noti vald sitt tii hins ítrasta á styrj- aldartímum og skeyti ekki um aðra, enda er það ekki nema skiljanlegt, þegar vitað er, að þessi veldi em að heyja baráttu um sína eigin tilvem jafnvel um alla framtíð. En það mun nú koma í ljós við þær samninga- umleitanir, sem nú fara fram hér, hvbrt Bretar beita okkur þeirri aðferð, sem herveldin em vön að beita á ófriðartímum gagn- vart smáþjóðunum, sem eru að meira eða minna léyti upp á náð þeirra komin. Yfirlýsing ligg- ur að vísu fyrir um þetta, og fulltrúi brezku stjómarinnar er hingað kominn með fullu umboði til að semja um hagkvæmari verzlunarviðskipti við okkur en við höfum áður haft í viðskiptum okkar við þessa stórþjóð. Aðeins ér eftir að vita, hvað Bretar telja hagkvæmt fyrir okkur og hver þaii hlunnindi em, sem þeir hafa talað um í yfirlýsingum sínum. Á þessu veltur allt, því að reynsla undangenginna mánaða hefir orðið sú, að smáþjóðimar hafa átt bágt með að skilja ýms þau rök, sem stórar og voldugar þjóðir hafa borið fram við þær um það, sem þeim væri oig sé hagkvæmast. En ef svo verður, að mjög verði bætt um í verzlunarvið- skiptum okkar við Breta, þá má gera ráð fyrir, aö nokkuð veru- lega muni rætast úr um afkomu atvinnuvega okkar og þar með afkomu þjöðarinnar í heild. Það má fullyrða, að Bretar eða Bandamenn muni einmitt nú hafa fulla þörf fyrir að fá allar vör- ur okkar, yfirleitt allt, sem við getum út flutt, ef við fá- um það verð fyrir, sem geri okk- ur mögulegt að lifa af fram- leiðslunni og halda henni gang- andi. í sambandi við þetta má minn- ast á það, að nú hefði verið gott fyrir okkur íslendinga, að niðursuðuiðnaður okkar hefði verið kominn á hærra stig en raun er á, því að telja verður lík- legt, að einmitt nú sé hægt að selja ófriðarþjóðunum svo að segjá ótakmarkað af niðursuðu- vörum, þar sem þær eru svo hentugar fyrir hermennina á vígvöllunum. En við því er ekki neitt að gera úr þvi sem komið er; við verðum að telja það gott, ef okkur tekst að reka niðursuðuverksmiðjur okkar, sem til eru, af fullurn krafti og afla hráefnis til þeirra. Nú munu og hraðfrystihúsin ikoma í góðar þarfir, en þau eru nú hringinn í kring um allt land Hæstiréttur sjrbnar bifreiðastjéra af kærn réttvísinnar. NÝLEGA kveð hæstiréttur upp dóm í málinu: Rétt- vísin og valdstjórnin gegn Páli Óskari Guðjónssyni bílstjóra, Kárastíg 2. Málavextir eru þeir, að 4. okt. s.l. ók Páli bílnum R 607 að Sunnuhvoli. Yar einn far- þegi með honum, drukkinn. •—• Vildi farþeginn ekki fara út við Sunnuhvol og átti Páll þar í nokkru þófi við hann. Sá hann þá litla telpu standa hægra megin við bílinn. Þegar ekki tókst að koma farþeganum út, ætlaði bílstjórinn að aka fyrir portdyrnar. En í því bíllinn fór af stað, varð bílstjórinn þess var, að eitthvað varð undir hægra framhjólinu. Hljóp hann þegar út og sá, að barn lá fyr- ir aftan hægra framhjólið. Tók bílstjórinn barnið þegar og ók með það á Landsspítalann, en þar dó það á öðrum degi eftir að slysið varð. Því næst var mál höfðað gegn bílstjöranum fyrir að hafa valdið dauða barnsins af gáleysi. Sakadómari sýknaði Pál og staðfesti Hæstiréttur dóminn. Kappreiðar „Fáks“ 26. maf. KAPPREIÐAR Hestamanna félagsins „Fáks“ fara fram sunnudaginn 26. þ. m. — Hefir sú venja verið, að þær færu fram annað hvítasunnu- dag, en það fórst fyrir að þessu sinni. Verður keppt í stökki 300 og 350 metra, skeiði 250 metra og þolhlaupi. Verða samskonar verðlaun og síðastliðið ár. „Fákur“ hefir efnt til happ- drættis um hestinn „Geysi,“ sem vann flest verðlaunin á kauppreiðunum í fyrra. Verður dregið í happdrættinu eftir kappreiðarnar. og fleiri en eitt á sumum stöðum. Það er áreiðanlegt, að allur verkalýður og raunar allir ls- lendingar bíða þess með óþreyju, að sjá úrslitin af þeim samning- um, sem nú fara fram. Þeir vita, að á þeim getur oltið öll afkoma þjóðarinnar á þeim voðatimum, sem við lifum á. ** hér I hænum eru alvar* legga aðvaraðir um að tiU kynna fiegarf er fðlk hef* ir flutt úr húsum peirra eða I þau. Tekið á móti tilkynning* um I manntalsskrifstofu bæjarins Pésthússtræti 7 og fi Iðgregluvarðstofunni, og fást par að lútandieyðu* blðð á háðum stððum. Þeir, sem ekki tilkynna f lutninga verða kærðir til sekta lðgum samkvæmt. ♦-----;--•--——--^--;-— -----* Til Hreðavatns og Borgarness N-. k. fimtudag hefjast áætlunarbílferðir um Hvalfjörð. Frá Reykjavík: Alla fimtudaga, laugardaga og mánu- iaga. > 8 # Frá Borgarnesi: Alla föstudaga, sunnudaga og þriðju- dagá. BIFREIÐASTÖÐIN HEKLA. — Sími 1515. ♦—:-------------------------------------♦ Það tilkynnist hérmeð, að allir reikningar á hreiska setuliðið verða greiddir í brezku sendiherraskrifstofunni í dag, miðvikudag 15. maí, kl. 2—3 e. h. og framvegis á hverj- um miðvikudegi. ;; f YFIRFORINGINN. — ÚTBREIÐIÐ ALÞÝÐUBLAÐIÐ — OG FASTEIGNASKRIFSTOFU opnað I Hafnarstræti 4f Reykjavfik. LÖGFRÆÐIS - höfum vlð Önnumst kaup og sölu fasteigna, verðbréfa, skipa, bíla og ýmissa annarra verðmæta. Gerum samninga, tökum að okkur innheimtu, málflutning og önnur lögfræðileg störf. Höfum m. a. í umboðssölu: 1. Húseignir bæði við fjölfarnar verzlunargöt- ur og í íbúðarhúsahverfum innan Hringbrautar, í Skerjafirði og á Seltjarnarnesi, þar á meðal nokk- ur gömul hus, ódýr, hentug fyrir trésmiði, til að kaupa og vinna að endurbótum við. Höfum kaup- endur að húseignum hér í bænum, sérstaklega einbýlishúsum, og ennfremur sumarbústöðum. 2. Erfðafestulönd í nágrenhi Reykjavíkur, þar á meðal eitt með íbúðarhúsi og útihúsúm. 3. Marga vélbáta (einn 30 tonna). 4. Nokkrar járðir víðsvegar um land. 5. Sumarhótel úti á landi. Ennfremur viljum við vekja eftirtekt á því, að við munum leggja sérstaka áherzlu á kaup og sölu loðdýra. Við höfum sambönd við nokkur stærstu og beztu.refa- og minkabú landsins. Höfum veðdeildarbréf til sölu. Óskum eftir fasteignum og skipum í umboðs- sölu. — Hús í Reykjavík óskast í skiptum fyrir góðar bújarðir. Gunnar Sigurðssson lðgfræðingnr & Geir Gunnarsson, miðlari ... * - Hafnarstræti 4. (Gengið inn frá Veltusundi). Skrifstofusími 4306. Heimasímar 5314 og 4306; —

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.