Alþýðublaðið - 16.05.1940, Síða 1

Alþýðublaðið - 16.05.1940, Síða 1
Ornstan vlð Maas geisar áf ram en nú er einnlg barizt austan við Briissel HP VÆR stórorustur eru nú háðar samtímis í Belgíu. Er önnur þeirra orustan mikla við Maas, sem heldur látlaust áfram, án þess að nokkur úrslit séu sjáanleg. Hin orustan er háð nokkru norðar og vestar, við ána Dyle, á svæðinu milli Wavre og Lou- vain, og er talið að örlög Briissel séu undir henni komin. Við Maasfljótið er enn barizt á öllu svæðinu frá Liége til Sedan, og ná vígstöðvarnar þar yfir um 450 km. langt Sivæði. Bandamenn halda því fram, þrátt fyrir allar yfirlýs- ingar Þjóðverja um hið gagnstæða, a'ð Liége sé enn á valdi þeirra, og af Þjóðverjum er að minnsta kosti viðurkennt að nokkur hluti virkjanna sé það. En aðalviðureignin við Maas hefir síðan í gær staðið sunnar, eða frá Namur til Sedan. Þjóðverjar segjast vera komnir yfir fljótið á þreni stoðum, hjá Namur, Dinant og Sedah og'því er ekki neitað af Bandamönnum. En flug- vélar Frakka og Breta halda uppi látlausum loftárásum á hersveitir Þjóðverja, sem eru að reyna að komast yfir fljót- ið og er fullyrt að þeim hafi tekizt að eyðileggja margar brýr, sem Þjóðverjar voru búnir að ná. Víða er barizt á bersvæði með skriðdrekum, flugvél- um og öllum mikilvirkustu drápsvélum, en hvergi hefir til neinna úrslita komið. Við Sedan, þar sem Þjóðverjum hafði tekizt, að koma 8 km. löngum fleyg inn í vígstöðvar Frakka, voru þeir hraktir til baka í gær með gagnáhlaupi. Því er afdráttarlaust lýst yfir, að Þjóðverjum hafi hvergi tekizt, að komast inn í Maginotlínuna. Fallbyssadrunur frá Dyle heyrast tll Snður-Englands í orustunni við Dyle, austan við Briissel, á svæðinu milli Louvain og Wavre, berjast Bretar og Belgíumenn við innrás- arher Þjóðverja og eru failbyssudrunurnar svo miklar, að þær heyrast alla leið til Suður-Englands, eins og þegar mest var barizt í Flandern í heimsstyrjöldinni. Bandamenn telja sig hafa stöðvað sókn Þjóðverja þar, að minnsta kosti í bili, en orustan heldur áfram. Leopold Belgíukonungur við liðskönnun. Arctie loksins komin eftir 40 daga ferð. ■ - 4 Skipverjar sáu pýzk hersklp sprengd f loft upp viO Noreg. Leopold Belgíukonungur ávarp- aði þjóð sína í útvarpinu í g;asr og hvatti herinn til þess aö berjast þar til óvinirnir væru reknir úr landi. „Ég er stoltur af ykkur,“ sagöi hann við her- mennina að Tokum. Konungurinn hefir gefið út sér- stakt ávarp til varnarliðsins í Liége og þakkað því fyrir hina frækilegu vöm, sem það heldur uppi gegn áhlaupum Þjóðverja. Knattspyrnnmótin hefjatt ð snnnodag K. E. og Víkingur leika fyrst. NATTSPYRNUMÓTIN eru nú að hefjast og er sjálfsagt fyrir knattspyrnu- menn að hafa mikið fjör í knattspyrnunni í sumar. Það mun verða vinsælt af almenn- ingi. Fyrsta knattspyrnumótið hefst á sunnudag og er það meistaramót Reykjavíkur. — Þann dag keppa K.R. og Vík- ingur, en á mánudagskvöld keppa Valur og Fram. Þá hefst 1. flokksmótið í næstu viku, eða 24. þ. m. og 2. flokks mótið hefst 22. þ. m. Knattspyrnumenn hafa æft sig af miklu kappi í vetur og hafa liðin öll verið skipulögð með það fyrir augum að vinna mikla sigra. Má því búast við að mikið kapp verði og að ýms- ar nýjungar komi í ljós í knatt- spyrnumótum þeim, sem nú eru að hefjast. UneliDoaYinnan befst 17. jðní. Skráning fer fram á mánu> dag og Priðjudag. A KVEÐIÍ) hefir verið, að ung- lingavinna verði í sumar, éins og undanfarin sumur. Þessi ákvör’ðun var tekin í gær, og hefir Vinnumiðlunarskrifstofunni og Ráðningarstoíunni verið falið að láta fara fram skráningu og ráða pilta til vinnunnar. Þeir einir, sem eru 16—18 ára, koma til greina. Unnið verbur í Þingvallavegi, eins og áður, en ennþá er ekkert ákveðið um kaupgreiðslur eða nákvæmt fyr- irkomulag vinnunnar. Skráning mun fara fram á mánudag og þriðjudag, og á að vera búið að ráða til vinnunnar 25. þ. m. Er þetta gert til þess, að piltar þurfi ekki að bíða fram á sumar, i von um að fá Frh. á 4, síðu. A RCTIC, hið nýja skip Fiskimálanefndar, kom hingað frá Færeyjum í gær, en þangað var það að fara til viðgerðar eftir áfall, er það fékk í hafi. Skipið er keypt í Danmörku, er seglskip með hjálparvél og er um 600 tonn — „dauðavigt.“ AlþýðublaÖið náði í morgun tali af 1. stýrimanni á Arctic, Sigurjöni Jónssyni. Sagði hann m. a.: — Skipið er byggt í Svíþjóð 1919. Við sluppum frá Álaborg tveim dögum áður en innrásin var gerð í DanmÖrku. Fórum við því næst meðfram ströndxun Noregs innan skerja. Ætluðum við út að Holmengraa, sem er rétt fyrir norðan Noreg, og það- an til hafs. En þangað máttum við ekki fara um nótt og urðum að bíða birtu. En þrem klukku- tímum eftir birtingu kom varð- bátur og sagði, að við yrðum að fara inn til Fanefjord, því að stríð hefði brotizt út. Þar urð- um við að bíða í fjóra sólar- Frh. á 4. síðu. Nokkir hlati af her Hollend inga komst nndan tll Belgin ------------— Amsterdsun og-Haag í höndum Þjóðverja ------4----- Þ AÐ hefir nú verið tilkynnt, að nokkur hluti hollenzka hers- ins hafi náð að sameinast hersveitum Belgíumanna, Breta og Frakka í Norður-Belgíu, og verði endurskipulagður þar til þess að berjast áfram með þeim gegn innrásarher Þjóðverja. Hersveitirnar í Zeeland, syðsta og vestasta fylki Ilollands, halda einnig vörninni áfram þar. Frh. á 4. síðu. Sviss éttast árás bæði £rá Þýzkalandi og Italíu -----4—--- Þýzkar heræfingar á bátum á Boden~ vatni við norðurtakmörk landsins? ÞAÐ vekur mikinn ugg í Sviss, að menn hafa þar þótzt verða varir við þýzkar heræfingar á bátum á Bodenvatni, sem skilur Þýzkaland og Sviss á löngu svæði. Óttast Svisslendingar, að til árásar geti komið á land þeirra þá og þegar og jafnvel úr tveimur áttum, frá Þýzkalandi og ftalíu. Öll umferð yfir landamæri Þýzkalands og Sviss hefir verið bönnuð öðrum en þeim, sem hafa sendiherravegabréf. Frh. á 4. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.