Alþýðublaðið - 17.05.1940, Page 1

Alþýðublaðið - 17.05.1940, Page 1
RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSOM VTGEFANDI: ALÞYÐUFLOKKURINN XXI. ÁRGANGUR. FÖSTUDAGUR 17. MAI 1940. 112. TÖLUBLAÐ Sókn ÞJóðverJa stððvnð f blli? Bretar hröktu jþá úr Louvain í gær eftir blóðuga viðureign. -------o------- Bæðl Liége og Namnr eru enn á vaidi Bandamanna. •------❖-------- TWi’ IKLAR ORUSTUR standa enn yfir við Sedan, syðst á i?JL vígstöðvunum við Maas, og við Louvain og Maines, norðaustur af Briissel. En á Maasvígstöðvunum milli Namur og Liége dró heldur úr orustunum í gær og er því enn lýst yfir af Bandamönnum, að báðar þessar rammlega víggirtu borgir séu enn í höndum þeirra, þó að því sé ekki neitað, að Þjóðverjar hafi náð nokkrum virkjum við þær á sitt vald. Talið er víst, að hæði Þjóðverjar og Bandamenn séu að draga að sér aukið lið í Belgíu á vígstöðvunum við Maas, og að orusturnar muni innan skamms harðna á ný og verða háðar af ennþá meira krafti en undanfarna daga. Þær fréttir hafa nú borizt af orustunni austan við Briissel, að Þjóðverjar hafi verið búnir að ná Louvain á sitt vald í fyrrinótt, en Bretar og Belgíumenn hrakið þá úr borginni aftxu: í gærmorg- un eftir blóðuga viðureign á götum borgarinnar. Úthverfi Lou- vain eru sögð vera í rústum, en miðbærinn lítið skemmdur. í nótt gerðu Þjóðverjar nýjar árásir á bæinn, en þeim var einnig hrundið. Ópriegt manatjón ofl. hergagnatjón Þjóöverja Spaak, utanríkismálaráðherra Beigíu, flutti ræðu i gær um stríðið og sagði, að Þióðverjar hefðu þá aðferð, að safna ógur- legu liði og ógrynni af hergögn- urn: flugvélum, skriðdrekum og fallbyssum, saman á litlu svæði og létu hersveitirnar siðan gera áhlaup á þessum svæðum, án þess að skeyta nokkuð um mann- tjón eða hergagnatjón. ' Spaak sagði, að það væri hugs- anlegt, að Þjóðverjum miðaði eitthvað áfram með slíkum á- hlaupum, en manntjónið og her- gagnatjónið væri þegar orðið •egilegt í liði þeirra. Þar sem að- aláhlaupin hefðu verið gerð, væru bókstaflega haugar af hermanna- líkum og eyðilögÖum flugvélum og skriðdrekum. Paul Reynaud forsætisráð- herra Frakklands gerði styrj- öldina einnig að umtalsefni í ræðu, sem hann flutti í franska< þjóðþinginu í gær. Hann sagði, að Þjóðverjar hefðu nú hafið hina miklu sókn sína með árás á þrjár hlutlaus- ar þjóðir og hyggðust því næst að leggja vopnum sínum í hjarta Frakklands. Hann lauk miklu lofsorði á hina frækilegu vörn Hollendinga og Belgíu- manna og lýsti því yfir, að ör- lög þeirra í þessu stríði væru órjúfanlega tengd örlögum Frakklands. Áform Hitlers, sagði Reyn- aud, er, að sigra á tveimur mánuðum. Hann hættir nú Öllu — af því að hann veit, að allt er tapað, ef honum tekst ekki að sigra í sumar. Vér vitum, að saga þjóðanna á næstu öldum Frh. á 4. síðu. Paul Reynaud forsætisráðherra Frakka (tíl vinstri) í samtali við Georges Bonnet fyrrverandi dómsmálaráðherra. Ægilegar loftárásir Breta á samgönguleiðir Þjóðverja. Brezka flugmálaráðuneytið tilkynnti seinnipartinn í gær, að brezki loftflotinn hefði í fyrrinótt gert þær stórkostlegustu árásir á samgönguleiðir og herflutninga Þjóðverja, sem gerðar hefðu verið hingað til, alla leið vest- an frá Maas og austur að Rín. Mörg hundruð sprengjuflugvélar og orustuflugvélar tóku þátt í árásunum, sem gerðar voi'u í tunglsljósi. Járn- brautarstöðvar voru sprengdar í loft upp, bílvegir eyðilagð- ir og herflutningum á brynvörðum bifreiðum og mótor- hjólum sundrað hingað og þangað. Eru þetta fyrstu kynnin, sem Þjóðverjar fá af loftárás- um í stórum stíl í styrjöldinni. Ef ÞJöðveijar hefðn orð ið ð nndan Bretnn Meira brezkt lið sett ð land hér. OINGAÐ komu í morg- un tvö gríðarstór brezk herflutningaskip, en í fylgd með þeim voru tveir tundurspillar. Tund- urspillarnir sigldu á und- an inn að ytri höfninni, en þar snéri annar við og fór aftur fyrir síðara herflutn- ingaskipið. Oll lögðust þessi skip á ytri höfnina. Á þeim eru brezkir hermenn og brezk hergögn. Uid ero fjðiiin, en aðaiatriðið að vera ð norskri grnnd. Ummæli BOkooat Noregs -Noregi. • • • • Svar brezku stjórnarinnar við mótraæl- ura tslendinga var afhent siðd. í gær. U' R. HOWARD SMITH, ■*■“ sendiherra Breta á ís- landi afhenti ríkisstjórninni í gær svar brezku stjórnarinnar við mótmælum íslenzku stjórn- arinnar gegn hertöku landsins. Var svarið afhent síðari hluta dagsins. Það er svohljóðandi: Brezka sendiherraskrifstofan, Reykjavík. 16. mai 1940. Ég hefi þann heiður að til- kynna yður, herra ráðherra, að ég hefi fengið fyrirskipanir frá utanríkismálaráðherra Hans Hátignar um að senda eftirfar- andi svar við mótmælabréfi því, sem þér stíluðuð til mín þ. 10. maí síðastl. Stjórn Hans Hátignar i Stóra- Bretlandi hefir tekið til meÖferð- ar mótmæli þau, sem íslenzka ríkisstjórnin hefir álitið rétt að bera fram út af landsetningu brezks herafla á íslandi 10. maí síðastliðinn. Brezka rikisstjórnin vill um leið minna á það, að hrezki aðalræðismaðurinn i Reykjavík hafði fyrir hennar hönd tilkynnt íslenzku rikisstjórn- inni 9. apríl, að í augum brezku rikisstjómarinnar væri staða ís- lands orðin mjög tvísýn, vegna Frh. á 4. síðu. TVT ORSKA útvarpið frá London hefir skýrt frá því, að Hákón Noregskonung- ur hafi fyrir nokkru síðan ver- ið tekinn um borð í herskip í Moldö og fluttur til Norður- Noregs. Fór þetta fram kl. 1 að nóttu og voru þýzkar flugvélar þá að hefja loftárásir á bæinn. Konungurinn fór í litlum bát frá skipinu til lands mjög norð- arlega í Noregi og voru snævi- þakin fjöll á allar hliðar. Konungur mælti um leið og hann steig á land: „Köld eru fjöllin, en það skiptir engu, ef ég aðeins er á norskri grund.“ Tilkynning hefir verið gefin út af norsku ríkisstjórninni þess efnis, að aUir Norðmenn erlendis á aldrinum 18 til 35 ára, skuli gefa sig fram til her- þjónustu. Hvernig bæjarbúar hðgnðn sér pegar neyðarmerkið var gefið. Sem betur fór var engin hætta á ferð- uni, en það má aldrei gera ráð fyrir því ------♦----- Nýjar varilðarráðstafasilr gerðar 1T LUKKAN um 11 í gær- kveldi varð skyndilega mikill ótti meðal fólks í bæn- um. Hættumerki kvað við og töldu menn að til flugvéla hefði sést og að um hættu á loftárás væri að ræða. Það var athyglisvert að sjá, hvernig fólki brá við. Gluggar fyltust af fólki, fáir eða engir hlupu til loftvarna- byrgja. Munu menn haga sér þannig, ef raunverulegt hættu- merki er gefið? Sem betur fer var engin hætta á ferðum. Skammhlaup hafði Frh. á 4. síðu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.