Alþýðublaðið - 18.05.1940, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 18.05.1940, Blaðsíða 1
ALÞÝÐUBLAÐIÐ RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN XXI. ÁRGANGUR LAUGARDAGUR 18. MAI 1940. 113. TÖLUBLAÐ Sókn íjóáveria nlí aftor f alglevmingi. ÞJóðverJar hafa brotizt Inn í virkja- linu Frakka suðvestnr af Sedan. Ástandið er alvarlegt, segja Bandamenn en ekki alvarlegra en í heimstyrjoldinni. -------*------ ÞJÓÐVERJAR hófu æðisgengnar árásir á ný í gærmorgun á vígstöðvar Bandamanna bæði í Belgíu og Norður-Frakk- iandi. Á Norður-Frakklandi sækja þeir fram fyrir vestan, sunnan og austan Sedan, á 70—80 km. breiðu svæði milli Avesnes og IVIontmedy, og hefir tekizt með látlausum skriðdrekaárásum og loftárásum áb brjóta sér braut inn í varnarvirki Frakka, um 40-50 km. leið þar sem þeir eru lengst komnir, norðaustur af Rethel. Látlausir bardagar héldu áfram á þessum slóðum allan dag- inn í gær og í morgun. Voru bardagarnir harðastir í nótt vest- f ur af Sedan, milli Avesnes og Vervins, en seinnipartinn í gær var áhlaupum Þjóðverja austur við Montmedy hrundið. þjóðverjar eru að reyna að breikka fleyginn, sem þeir hafa rekið inn í varnarlínu Frakka til þess að geta komið við hinu mikla ofurefli liðs^sem þeir hafa á að skipa. Það er viður- kennt f tilkynningum Bandamanna, að ástandið á þessum víg- stöðvum sé alvarlegt, en þó ekki alvarlegra en það hafi oft verið í heímsstyrjöldinni. KjSrorðið er nn: Sigra eða deyja, segir Gamelin. -------4.----- Gamelin yfirhershöfðingi Frakka og alls Bandamannahers- ins á vesturvígstöðvunum, gaf út dagskipun til frönsku her- mannanna í gær, sem þykir benda á það, hve mikið sé nú í húfi. Hún er svohljóðandi: „Örlög föðurlands okkar, bandamanna þess og framtíð alls heimsins er undir þeim orustum komin, sem nú eru háðar. Brezkir, belgískir og pólskir hermenn og erlendir sjálfboðaliðar herjast við hlið okkar, og hrezki flugflotinn tekur fullan þátt í bardögunum. Þeir hermenn, sem ekki geta sótt fram, verða heldur að láta drepa sig, en víkja um cinn þumlung af þeim bletti ættjarðarinnar, sem þeim hefir verið trúað fyrir að verja. Eins og á öllum alvarlegum tím- um í sögu okkar, er kjörorðið nú, að sigra eða deyja. Og við verðum að sigra.“ Bandameim irfirgefa BrOssel -------4------ Norðaustur af Briissel náðu Þjóðverjar Louvain og Malines við ána Dyle á sitt vald snemma í gær. Bandamenn héldu her sínum undan úr vígstöðvunum þar vestur fyrir Briissel, en áður hafði stjórn Belgíu verið flutt þaðan til Ostende, vestur á ströndinni. Seint í gærkveldi tilkynntu Þjóðverjar að Briissel væri tekin. Frh. á 4. síðu. Bréfaskipti milli islenzka og brezkn stjóraarinnar. ....♦ Mánuði áður en Bretar hertóku landið. GAMELIN. Norsk íléttaBauM- skip víð Ejfjar. SJÓMENN úr Vestmanna* eyjum urðu í fyrrakvöld varir við tvo allstóra báta, sem voru á leið frá Noregi méð flóttafólk. Flóttafólkið hafði tal af sjó- möhnuhum, sem voru að veið- um og fékk hjá þeim fisk í soð- ið. Frh. á 4. síðu. A LÞÝÐUBLAÐINU harst í dag frá ríkisstjórn- inni afrit af tveimur hréfum, sem fóru milli íslenzku og brezku ríkisstjórnarinnar mánuði áður en Bretar settu hér her á land. Áður hafa verið birt hér í blaðinu mót- mæli íslenzku ríkisstjórnar- innar gegn hertöku landsins og svar brezku ríkisstjórnar- innar við þeim mótmælum. Bréf bre?ku ríkisstjórnarinn- barst ríkisstjórninni ar um brezku aðalræðismannsskrif- stofuna hér og er bréfið svo- hljóðandi: Brezka aðalkonsúlatið, Rvík. 9. apríl 1940. Herra ráðherra, Ég leyfi mér að tilkynna yð- ur, að það hefir verið lagt fyrir mig af brezka utanríkismála- ráðherranum að tilkynna ís- lenzku ríkisstjórninni án tafar, að með tilliti til þýzku innrás- arinnar í Noreg og hertöku Frh. á 4. síðu. Miklir liðsflutniogar úr brezku skipunum. O TÖÐUGIR liðflutning- ar stóðu yfir í gær- kveldi frá kl. 6 og fram yfir miðnætti í nótt úr flutninga- skipum Breta á ytri höfn- inni. Eitthvað af íslenzkum skipum, þar á meðal „Arc- tic“ voru tekin af Bretum til að aðstoða við flutningana. Auk liðsins, sem flutt var á land í stórum stíl, var mikið flutt í land af matvörum, fatn- aði, ýmsum Öðrum útbúnaði og tækjum, sem fylgja hermönn- unum. í gær voru 40 vöruflutninga- bifreiðar í þjónustu hersins ,og í dag eru einnig 40 bílar önnum kafnir. Hinir erlendu hermenn hafa nú lagt hina stærri bamaskðla alveg undir sig, auk þess Þjóðlcikhúsið og ýms önnur hús, þar sem hægt er að koma mörgum mönnum fyrir. Þá munu þeir og hafa tekið nokkrar lausar íbúðir í bænum og búið um sig þar. í gær og í morgun hefir fjöldi hermanna farið um götur bæj- arins og hafa bæði þeir og bif- leiðar flutt mikið af vistum Frh. á 4. slðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.