Alþýðublaðið - 20.05.1940, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 20.05.1940, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN XXI. ÁRGANGUR MÁNUDAGUR 20. MAÍ 1940. 114. TÖLUBLAÐ Sóbn Dpveqa færist nn Þelr hafa verið stoðvaðir sunnan við Sedan, en reyna nií að brjótast i gegn til hafnarborganna við ErmarsundL —-—*—¦— Weygand teknr við yflrstjérn alls Bandamannahersins i stað Gamelin SÓKN ÞJÓÐVERJA í Norður-Frakklandi hefir nú færzt vestur á bóginn frá Sedan og breytt um stefnu. Reyna þeir nú með ægilegum skriðdrekaárásum, eins og í lok vikunnar sem leið, fyrir sunnan Sedan, að brjóta sér braut í gegnum vígstöðvar Frakka í vestur- og suðurátt, frá Maubeuge, Avesnes og Vervins og eru komnir þaðan álíka leið inn í Frakkland eins og hjá Rethel. í gær voru þeir búnir að ná þarna bæjunum Landrecies, Guise, efst við fIjótið Oise, á sitt vald og sóttu fram í suðurátt til La Fére og Laon, og í vesturátt til St. Quentin, efst við fIjótið Somme, sem er frægt úr heimsstyrjöldinni, og Cambrai og standa stórorustur yfir fyrir norðan og austan þessa bæi. Frakkar veita hvarvetna harðvítugt viðnám og öflugar vélahersveitir Breta hafa ráðizt á hægri fylkingararm Þjóðverja, að norðan og vestan, til þess að stöðva sókn þeirra. Er tilgangur hinnar þýzku sóknar á þessum slóðum talinn vera sá, að brjótast til frönsku hafnarborganna við Ermarsund, Dunquerque, Calais og Boulogne, til þess að króa her Bandamanna í Belgíu inni og hindra herflutninga Breta yfir Ermarsund. Sunnan við Sedan virðist sókn Þjóðverja hafa verið stöðvuð, að minnsta kosti i bili, hjá Rethel um 70 km. norðaustan við París .Voru þeir á einum stað komnir yfir fljótið Aisne, einnig frægt úr heimsstyrjöldinni, en voru hraktir til baka og hafa Frakkar tekið tvö þorp af þeim aftur, sitt hvorum megin við Rethel. Þjóðverjar eru nú byrjaðir að bú- ast fyrir í varnarstöðvum á þessum slóðum norðan við Aisne og þykir það benda til þess, að þeir geri sér ekki lengur von um að geta brotizt í gegn suður af Sedan. Suðaustur af Sedan, við Montmedy, við enda hinnar eiginlegu Maginotlínu, hefir öllum áhlaupum Þjóðverja verið hrundið. Gömlu herforingjarnir úr iieiis- styrjolinni taka f i§ herstjórninni ---------------?---------------- Weygand, aðalráðunautur Fochs, og Pétain marskálkur, sem varði Verdun. Tilkynnt var í París í gærkveldi, að Weygand hershöfð- ingi, sem undanfarið hefir haft yfirstjórn Bandamannahers- ins fyrir botni Miðjarðarhafsins, hafi verið skipaður yfir- hershöfðingi Bandamanna í Frakklandi og á öllum vígstöðv- Um, í stað Gamelin. Weygand. Tilskipun um þetta var undirrituð af Lebrun Frakk- , ,,>^^; iandsforseta eftir að Reynaud hafði tekið ákvörðun um her- foringjaskiptin á fundi, sem hann átti méð Petain mar- skálki, sem nú er kominn til Parísar til þess að taka sæti í frönsku stjórninni. Ekkert er kunnugt um það, hyaða starf er framvegis ætlað Gamelin. á bóginn Frönskum fallbyssum ekið fram á vígstöðvarnar. Chorchill vongððw om að sókíi Hitlers verði stððvoð. •-----------------«------------,— 3-4 milljóna her verður ekki yfirbug- aður á nokkrum dðgum segir hann. Pétain. „Sendtð eftir Weypnd, ef Frakkland er i hættn" Hinn n^yíirhersböf&ingi, Wey gand, er 73 ára að aldri og einn af frBegústu og þaulreynd- stu hershöf&ingjum Frakka. Hann var i heimsstyrjöldinni að- alráöunaufur Fochs, sem síbasta ár styjrialdarinnar tófc við yrirstjórn alls Bandamannahersins á vest- urvígstöðvunum. ; Eftir heimsstyrjöldina var hann 1920, sendur til Póllands til þess að skipuleggja vörn Pólverja, sem þá áttu í stríði við Sovét-Rúss- land og voru mjög hœtt komn- ir. Weygand stöðvaði sókn Rússa á næstu grösum við Varsjá og sneri vörn Pólverja upp í sókn, Frh. á 4. síðu. ViriNSTON CHURCHILL, "* hinn nýi forsætisráð- herra Breta, flutti áhrifa- mikla útvarpsræðu í gær- kveldi og var það í fyrsta skipti, sem hann ávarpaði þjóð sína í útvarpið, eftir að hann myndaði stjórn. Churchill sagði, að Þjóðverj- um hefði tekizt að brjótast inn í Frakkland með því að tefla fram ógurlegum skriðdreka- fjölda og flugvélum og án þess að skeyta um manntjón. Hann kvað það heimskulegt, að neita því, að horfurnar væru hinar alvarlegustu, en það væri jafn heimskulegt að missa kjarkinn. Hann kvaðst bera hið mesta traust til Frakka ög franska hersins og það væri ekki ástæða til að ætla, að þótt Þjóðverjum hefði tekizt aS ryðjast inn í Frakkland með vélahersveitir sínar, aS mótspyrna prýðilega skipulegs hers, sem hefði á aS skipa 3~4 millj. hermanna, yrði brotinn á bak oftur á örstuttum tíma. Slíkur her yrði ekki bugaður á nokkrum mánuðum, hvað þá heldur á nokkrum dög- um, þótt ægilegar árásir væru gerðar á hann. Churchill kvaðst gera sér góSar vonir um það, að hægt yrði aS stöSva sókn Þjóðverja á Frakklandi og skapa fastar vígstöðvar þar. —• Lebrun ríkisforseti og Reynaud forsætisráðherra hefðu gefið sér hátíðlegt loforð um það, að Frakkar myndu heldur berjast til hinzta manns, en að láta kúgast. Churchill sagöi, að upplýsingar væru fyrir hendi um það, að Þjóðverjar hefðu teflt fram næst- um öllum vélahersveitum sínum, og það væri sannað, svo að ekki Frh. á 4. síðu. 'l llQi Wóðserjar fáj að ftytja her yflr SvíÞlóö ffl Nanrlfe?! AMERÍKSKA tÍTVARP- IÐ fullyrti um hádegið ; S'dag, að Þjóðverjar hefðu j| farið þess á leit viö Svía, að fá að flytja her yfir Sví- þjóð til Narvikur. Svíar eru sagðir hafa mik- inn viðbúnað til þess að mæta þýzkri árás á hafnar- foorgirnar við Helsingjabotn, ef Þjóðverjar skyldu réyna að setja þar her á land í þessu skyni. !!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.