Alþýðublaðið - 20.05.1940, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 20.05.1940, Blaðsíða 3
MANUBAOUB 2«. MAI 1940. ALÞÝÐUBLAÐIÐ |í ----------ALÞÝÐDÐLAÐIÐ — Ritstjóri: F. R. Valdemarsson. í fjarveru hans: Stefán Pétursson. Símar 4902 og 5021 (heima). Ritstjórn: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4902: Ritstjóri. 4901: Innlendar fréttir. 5021: Stefán Pét- ursson (heima) Sellandsstíg 16. 4903: Vilhj. S. Vilhjálms- son (heima) Brávallagötu 50. Afgreiðsla: Alþýðuhúsinu gengið inn frá Hverfisgötu. Símar: 4900 og 4906. Verð kr. 2,50 á mánuði. 10 aurar í lausasölu. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJ AN H . F . 4----------------------———------------------# Óttinn við loftárás. 4- SIÐAN Bretar settu liÖ á lancl hér hefir verið rætt töluvert rnn það, hvort hugsanlegt eða líklegt væri, að til loftárása kæmi af hálfu Þjóðverja á Reykjavík, og ótti við það, að svo kunni að fara, virðist hafa gripið all- mikið um sig meðal almennings. 1 sjálfu sér er það ekkert ó- eðlilpgt, þótt gert sé ráð fyrir slikum möguleika, eftir að annar ófriðaraðilinn hefir brotið hlut- leysi landsins og sent hingað bæði her og flota. Og af yfirvöld- Unum hér var ekki annaÖ verj- andi, en að hefja eftir það nokk- urn undirbúning til loftvarna, meó því hafa til taks útbúnað til aðvörunar um loftárásir, nokkra staði þar sem hægt væri að leita skjóls gegn þeim, og kenna almenningi algengustu var- úðarreglur, ef möguleikinn skyldi verða að veruleika. En við skyn- samlega íhugun virðist það að minnsta kosti nijög ólíklegt að til loftárása komi á bæinn, og því ástæðulítið fyrir almenning, að bera verulegan kvíðboga fyrir því. 1, fyrsta lagi hefir þungamiðja hernaðarins nú aftur færst frá Norðurlöndum til vígstöðvanna í Belgíu og Frakklandi, þar sem augsýnilega fyrr eða síðar verður gert út um það, hver ofan á verður. Og þótt viðureignin skyldi staðna þar um lengri eða skemmri tíma í skotgrafastríði eins og í heimsstyrjöldinni, er ekki líklegt að til stórkostlegra átaka komi aftur á hinum vest- lægari Norðurlöndum fyrr en Iþá í 'stríðslo'k. Mikiu lík- legra er það, að viðureignin bær- izt þá suður á Balkanskaga, þar sem þýðingarmikið hlið er enn í hráefnakví Bandamanna um Þýzkaland og báðir aðilar hafa því mikið að vinna og mikið að verja. Þjóðverjar virðast því i allt önnur og nálægari horn hafa að líta, en að senda flugvélar sin- ar hingað nörður til íslands, sem harla litla þýðingu virðist geta haft úr þessu á úrslit styrjaldar- innar. ; En í öðru lagi er leiðin til Is- lands svo löng og benzínfrek fyr- ir- fiugvélarnar, að ákaflega ólík- legt er, að Þjóðverjum þætti það svara kostnaði, að senda þær með miklu benzíni, en litlum birgðum sprengikúlna til loftá- rása hingað, jafnvel þótt eitthvað annað væri að vinna með því, en að ráðast á varnarlausan og hernaðarlega þýðingarlausan stað eins og Reykjavik. Þá er af tvennu ólíklegu líklegra að reynt yrði að gera loftárás á brezk herskip hér við land. En eins og allir vita hafa þau enga bæki- stöð hér við höfuðborgina. Það mælir því engin skynsemi með því; að nokkur alvarleg hætta sé á loftárás á Reykjavík. Enda er það sannast að segja, að sá ótti við það, að til slíkrar árásar kunni að koma, byggist að mjög verulegu leyti á lævís- um orðasveimi, sem settur hefir verið í gang hér af ráðnum hug af nazistum og kommúnistum, sem gerðu sér vonir um það, að geta eins og í Noregi svalað skapi sínu á pólitískum andstæð- ingum sinum hér í skjóli þýzkra yfirráða, ef Þjóðverjar yrðu fyrri til en Bretar að senda hingað her, en eru nú vonsviknir og reyna að skapa hér andúð gegn Bretum með því að telja fólki trú um að þeir leiði þýzkar loft- árásir yfir Reykjavik. Menn skyldu alvarlega gjalda varhuga við slfkum óþokkaskap þeirra manna, sem ætluðu sér að verða Quislingar Islands. Það starf sem hér er og verður unn- ið til þess að við séum ekki al- veg óviðbúnir, ef, þrátt fyrir allt, svo ólíklega skyldi fara, að ein- hvern tíma i striðinu yrði gerð loftárás á okkur, saklausa af öllu öðru en því, að vera svo litil og varnarlaus þjóð, að við gát- um ekki variö hlutleysi okkar, þá verður það ekki unnið af naz- istum eða kommúnistum, heldur af öðrum. Fyrir nazistum og kommúnistum vakir ekkert annað en að fiska í gruggugu vatni, að heyja hér taugastríð eftir fyr- irmynd hins þýzka undirröðurs, með það fyrir augum að skapa þá hræðslu og brjálsemi í hugum fólksins, sem þeir þurfa allsstað- ar til þess að geta komið ár sinni fyrir borð. Rejrk j avikurmötið (Meistaraflokkur) f kvöld kl. 8,30 keppa Reykjavíkurmeistarar Fram - Valur Hvor vinnur? Allir «lt á vifHS ÞEGAR stjórnarskiptin á Frakklandi í vetur eru athuguð í ljósi alls þess, sem menn vita um þann mann, sem forseti lýðveldis- ins benti þá á sem forsætis- ráðherra, var það engum efa undirorpið, að merkið var gef- ið um nýjan þátt í Evrópustyrj- öldinni. Þingið óskaði eftir að hernaðurinn yrði tekinn á- kveðnari tökum og lét í ljós vantrú sína á Edouard Daladi- er, sem tvö undanfarin ár hafði verið forsætisráðherra. Það var búizt við því, að Daladier gæti sefað óánægjuna með því að taka nýja menn í stjórn sína, en verið sjálfur áfram forsætis- ráðherra. En óskin um stefnu- breytingu var mjög sterk. Hinn 62 ára gamli fyrrverandi fjár- málaráðherra Paul Reynaud var ekki einungis nýtt nafn, heldur var hann einnig fulltrúi nýrrar stefnu í stríðinu. Hann er ákafur í sókn, en Daladier vildi alltaf reyna samningaleið- ina. Hann er gæddur franskri borgarmenningu, en Daladier skynsemi frakkneska bóndans. Frá því eftir heimsstyrjöld- ina hefir Paul Reynaud látið mikið til sín taka í franskri pólitík. Hann hefir tekið þátt í nokkrum stjórnum sem dóms- málaráðherra, nýlendumálaráð- herra og fjármálaráðherra. En það er ekki fyrr en núna að hann er gerður að forsætisráð- herra, enda þótt það hafi oft komið til orða. Þegar Leon Blum reyndi fyrir tveim árum síðan að mynda stjórn á breið- um pólitískum grundvelli, nefndi hann Reynaud, en til- raunin heppnaðist ekki þá, að- allega vegna mótstöðu vinstri flokkanna, sem ekkert höfðu þó út á Reynaud að setja, heldur flokksbróður hans Flandin, sem var á öndverðum meiði við hann í utanríkispólitík. Flandin og Bonnet utanríkismálaráð- herra voru talsmenn þeirrar stefnu, sem leiddi til Múnchen, en Paul Reynaud heimtaði virkar aðgerðir í Austur-Ev- rópu, og í septembermánuði 1938, þegar gert var út um ör- lög Tékkóslóvakíu, hótaði hann hvað eftir annað að fara úr stjórninni. Eins og menn vita, hafa þeir, sem hingað til hafa stjórnað stríðinu gegn Þýzka- landi, verið þeir sömu, sem bera ábyrgðina á Múnchensáttmál- anum. Reynaud er Suðurlandabúi. Hann er lítill vexti, dökkur á brún og brá og hinn fjörlegasti og hæðnissvipur leikur alltaf um andlit hans. Hann er afar mælskur maður. Hann hóf starf sitt sem málaflutningsmaður og vann sér mikið álit, en þó komu kappræðuhæfileikar hans bezt í ljós eftir að hann var orðinn þingmaður. Það er sagt um mælsku hans og sannfæringar- kraft, að hann berjist eins og nautabani, en þó eru ræður hans aldrei utan garna eins og oft vill bera við í franska þing- inu. Setningar hans eru hnit- miðaðar og hann hefir sagt fyr- ir marga pólitíska viðburði. Og óað er máske bezt að lýsa manninum með því að vitna í ummæli, sem hann hefir látið falla við ýms tækifæri í franska þinginu. Þá skulum við byrja á því þegar fjármálaráðherrann Klotz hrópaði úr ræðustóli rétt eftir heimsstyrjöldina: Þýzka- land borgar! Þá stóð ungur málaflutnings- maður á fætur, sem hafði setið á aftasta bekk, og sagði: Þjóð- verjar borga því aðeins, að þér sjáið um gjaldeyrinn handa þeim. Látið Þjóðverja borga stríðsskuldirnar með vörum. Tengið saman viðskiptaleg á- hugamál beggja þjóðanna. Sjá- ið svo um, að Þjóðverjar líði ekki neyð. Að öðrum kosti: Varið ykkur á sprengingunni. Þegar rætt var um Rínarhér- aðið og margir óttuðust öryggi Frakklands, sagði Paul Rey- naud í þinginu: Því hærra sem menn hrópa: Locarno dugar ekki, því hærra svara ég: Ein- mitt þess vegna verðum við að hafa meira öryggi. Og hvaða öryggi? Samkomulag við Þjóð- verja. Árið 1935, fimm mánuðum eftir hið fræga hrun í kaup- höllinni í New York, stóð litli fjármálaráðherrann upp í ræðu stól þingsins og andmælti þeim, sem héldu því fram, að krepp- an væri liðin hjá. — Heimskreppan gleypir okkur, umfangsmikil kreppa, sem kemur fram af verðhruni hráefnanna, mun breiðast yfir allan heiminn. FYRSTI knattspyrnukapp- leikurinn á þessu knatt- spyrnuári var fjörugur, en ekki vel. leikinn. Úrslitin urðu þau, að Víking- ur vann K. R. með 3 mörkum gegn engu. Víkingar voru svo heppnir, að þeir fengu að leika undan sterkum vindi í fyrri hálfleik, og settu þeir 2 mörk í þeim hálfleik. í síðari hálfleik léku þeir á móti vindi, en þrátt fyrir það tókst þeim að skora mark snemma í þeim hálfleik. Lið K. R. var ósamstætt, enda mikið af nýjum mönnum. Var t. d. markmaðurinn úr 2. flokki, þar sem Anton var veik- ur, enda var mikill munur á markmönnum Víkings og K. R. Berndsen stóð sig prýðilega. Knötturinn lá allajafna í síð- ari hálfleik á vallarhelmingi Víkinga, en vörn þeirra var á- gæt, sérstaklega Brandur og Berndsen, en K.R.-ingar ákaf- lega óheppnir. Þeir komust hvað eftir annað í ágætt færi, Og á næstu árum þar á eftir sagði Paul Reynaud alltaf fyrir um þau fjármálavandræði, sem koma myndu yfir frönsku þjóðina. Eftir að Hitler kom til valda í Þýzkalandi, reyndi Reynaud aldrei að leyna því, að hann hefði snúið baki við þeirri sam- komulagspólitík við Þjóðverja, sem hann hafði áður gerzt tals- maður fyrir. Eftir að Þjóðverj- ar tóku Austurríki, sagði Rey- naud í áköfum umræðum í franska þinginu um utanríkis- málin: — Til eru þeir menn, sem á- líta að Frakkland geti bjargað friðinum með því að hætta því hlutverki, sem það hefir haft á hendi í Evrópu. Ég álít þvert á móti, að shk uppgjöf leiði til ófriðar. England getur auðvit- að ekki horft á það, að Frakk- land sé molað, en við verðum bara að minnast þess, að þegar um Mið-Evrópu er að ræða, þá verðum við að bera ábyrgðina. Og við því að Frakkland væri öruggt bak við Maginotlínuna, gaf Reynaud svar, sem gott er að minnast einmitt á þeirri stundu, er hann er við völd hjá einni hernaðarþjóðinni: — Enginn metur meira varn- arkerfi okkar en ég. En það er ekki til sá sérfræðingur um þau efni, sem þorir að fullyrða, að nokkur víggirðing geti í það ó- endanlega staðist skriðdreka og skothríð. Þessa setningu sagði Rey- naud með tilliti til Maginotlín- unnar, en hún á við allar víg- girðingar yfirleitt. án þess að ná nokkrum árangri. Vörn K. R. var heldur ekki góð, sérstaklega ekki annar vængurinn. Haraldur stóð sig vel, þegar hann var í vörninni, en hann sótti of glannalega fram og skildi lið sitt eftir varn- arlítið að baki sér. Það getur gefið „sjansa“, eins og hjá Þjóðverjum núna í Frakklandi, en er ,,a desperate gamble“ eins og Englendingurinn kallar sókn Þjóðverja. — Víkingar notuðu sér líka þennan galla á sókn K. R-inga og brutu sér braut fram úr sókn þeirra og að baki þeim, og þar sem markvörðurinn var mistækur, náðu þeir árangri. Eins og vörn K.R.-inga var lé- leg öðrum megin í vörninni, eins var framlína þeirra öðrum megin veik í sókninni, sérstak- lega framvörðurinn, sem er nýr maður. Beztu mennirnir í liði K. R. voru Haraldur Gíslason, Schram og Óli Skúla. Lið Vík- ings var samstæðara en K. R. og beztu mennirnir Berndsen, Frh. á 4. síðu, Fyrsti kappleikurinn: Vikingur vann K. R. með 3 mðrkum gegn engu. .....■» .

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.