Alþýðublaðið - 20.05.1940, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 20.05.1940, Blaðsíða 4
MÁNUDAGUR 2ð. MAI 191. Öll prentun vel og ódýrt af hendi leyst. Alþýðuprentsmiðjan h.f. MÁNUDAGUR ÍSTæturlæknir er Daníel Fjeld- sted, Hverfisgötu 46, sími 3272. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfsapóteki. ÚTVARPIÐ: 20,00 Fréttir. 20,25 Hljómplötur: Norðurlanda- lög. 20,35 Sumarþættir (Jón Eyþórs- son). 20,55 Einsöngur (Hermann Guð- mundsson): Lög eftir Jón Laxdal. 21,20 Útvarpshljómsveitin: ítölsk þjóðlög. 21,45 Fréttir. Dagskrárlok. Halldór Guðmundsson, Frakkastíg 13, er fertugur í dag. Sundfólk Ármanns, sem vill taka þátt í innanfélags- sundmóti 5. n. m., er beðið að mæta á æfingu í Sundhöllinni í kvöld kl. 9. Síldveiði er töluverð frá Akranesi. Tveir bátar fóru á síld í gær og fengu 100 tunnur hvor. Ennfremur er góð þorskveiði og eru 10—20 skip- pund á bát á dag. Um 10 bátar hafa stundað þorskveiðar undan- farna daga. En beituskortur er að verða og er búizt við að þorsk veiðin hætti bráðlega. V eðurspámaðurinn heitir amerísk skemmtimynd frá Columbiafilm, sem Nýja Bíó sýnir núna. Aðalhlutverkin leika: Ida Lupino, Ralph og Walter Connolly. Eplin úr sænska skipinu koma í verzl- anir að líkindum á morgun. Sagt er að þau muni kosta kr. 2,50 kg. Yfir 6 þúsund krónur söfnuðust hér til norsku flótta- mannanna 17. maí. Þeir, sem vilja styðja þessa söfnun, geta afhent framlög sín til blaðanna. Hótel Borg Mánudagskvöld kl. 10.15. Vegna fjölda áskoranna! H. E. Tríólð Syngur „MOOD INDIGO“ og „STARDUST" Áætlunarferð til Kirkjubæjarklausturs er á morgun kl. 8 frá Bifreiðastöð íslands. Siggeir Lárusson. I. O. G. T. ÍÞAKA. Fundur annað kvöld. VíKINGSFUDUR í kvöld. Inn- taka, upplestur o. fl. Ef þér þurfið að láta prenta, þá komið í Alþýðuprentsmiðjuna h.f. WEYGAND. (Frh. af 1. síðu.) sem varð til þess, að Rússar sömdu frið. Síðan, 1923, var Weygand send iur til Sýrlands og var par í tvö ár, meðan órólegast var þar eystra eftir heimsstyrjöldina. Ár- ið 1930 varð hann yfirhershöfð- ingi franska hersins heima fyr- ir, en lét af því starfi árið 1935, og þá tók Gamelin við af hon- lum. Weygand er þekktur rithöfund- ur á sviði hernaðarsögunnar og hefir meðal annars skrifað æfisögu franska hershöfðingjans Turenne, sem var uppi á tímum Lúðviks fjórtánda. Hann er meðlimur í franska akademíinu. Weygand er af öllum álitinn hinn mesti járnkarl. Hann var í mjög miklu áliti hjá Foch, sigur- vegaranum í heimsstyrjöldinni, og er sagt, að hann hafi á bana- beðinu sagt við samverkamenn sína i franska hemum: „Ef Frakkland er í hættu, þá sendið eftir Weygand.“ Breytiigar elniip á frðnsbn stjörnlnni. Á laugardaginn voru einnig gerðar breytingar á frönsku stjórninni, sem vekja alheims- athygli. Petain marskálkur, sem nú er 84 ára að aldri, og undanfar- ið hefir verið sendiherra Frakka í Madrid, var sóttur þangað og gerður að varaforsætisráðherra frönsku stjórnarinnar og aðal ráðunaut Reynaud, sem um leið tók við hermálaráðuneytinu af Daladier, og á nú að gegna því ásamt emhætti forsætisráðherr- ans. Daladier tók hinsvegar við utanríkismálaráðuneytinu, sem Reynaud hefir farið með hingað til. Þá var og Georges Mandel, sem undanfarið hefir verið ný- lendumálaráðherra, gerður að innanríkismálaráðherra. Hann er gamall samverkamaður Cle- menceau úr heimsstyrjöldinni og nýtur mikils trausts meðal stjórnmálamanna á Frakklandi. Sérstaklega mikla athygli vek- ur sú ráðstöfun, að Petain mar- skálkur skyldi á gamals aldri vera sóttur til Madrid til að taka þýÖingarmikið sæti i stjórninni. Það var hann, sem stjómaði vörn Frakka við Verdun í heimsstyrj- öldinni og stöðvaði sókn Þjóð- verja þar. Með skipun hans og Weygand hershöfðingja taka hin- ir gömlu og reyndu hershöfðingj- ar úr heimsstyrjöldinni nú á nýrri örlagastund við forystu franska hersins. Bandamenn á undanhaldi i Belgin. -----------------------» Þjóðverjar búnir að taka Antwerpen. --------♦------- Hin ægilega og hættulega sókn Þjóðverja í Norður-Frakk- Iandi hefir neytt her Bandamanna í Belgíu til þess að halda und- an til að komast hjá því að verða króaður inni þar, ef Þjóðverj- um skyldi takast að brjótast í gegn til frönsku hafnarborganna við Ermarsund. En undanhaldið fer fram í fullkominni röð og reglu og er búist við að Bandamenn muni taka sér svipaða varn- arstöðu í Flandern, syðst og vestast í Belgíu eins og í heimsstyrj- öldinni. Þjóðverjar tóku Antwerpen á laugardagskvÖldið eftir að her Bandamanna var farinn þaðan og hafði eyðilagt allar olíu- og benzínbirgðir. "Brezki flugflotinn heldur uppi látlausum loftárásum á sam- gönguleiðir . og birgðastöðvar þýzka hersins í Belgíu og iangt austur á Þýzkaland. Um heigina gerði hann loft- árásir á olíutanka í Bremen, Hamborg og Hannover og sáust alís staðar himinháar eldsúlur að árásunum loknum. Brezkar orustuflugvélar taka einnig öflugan þátt í bardögun- um á Norður-Frakklandi og láta þar ásamt hinum frægu 75 mm falibyssum sprengikúlunum rigna yfir hinar vélknúnu hersveitir Þjóðverja. Fullyrt er, að Þjóðverjar tefli fram um 3000 skriðdrekum í (sóiírj sinni í Norður-Frakklandi, en skriödrekatjón þeirra er þegar orðið gífurlegt, einkum eftir að Frakkar tóku að beita 75 mm fallbyssum sínum á móti þeim á stuttu, stundum aðeins 100 metra, færi. RÆÐA CHURCHLLS Frh. af í. síðu. yrði um deiit, að þeir hefðu beðið hið ógurlegasta manntjón og her- gagnatjón. En hann reyndi ekki á neinn hátt að gera lítið úr erfiö- leikum þeim, sem við er að etja. Bandamenn ná ekki yfirhöndinni, sagði hann, nema með því að leggja sig alla fram og hef ja hina öflugustu sökn gegn Þjóðverjum. Aðeins lítill hluti franska hersins hefði enn tekið þátt í bardögun- um og sýnt hinn mesta vaskleik, en flugherir Bandamanna hefðu valdið svo miklu tjóni í liði Þjóð- verja, að fyrir hverja 1 franska og brezka flugvél hefðu 3—4 þýzkar verið skotnar niður. Churchill kvað hvern mann verða að leggja fram krafta sína í hinni miklu baráttu, sem fyrir höndum væri, til þess að fram- leiða fleiri flugvélar, fleiri fall- byssur og fleiri falibyssukúlur. Hagsmunir atvinnurekenda og vinnustundafjöldi verkamanna væri nú algert aukaatriði í sam- anhurði við það, sem í húfi væri. Frakkar og Bretar myndu standa saman sem einn maður til þess að berjast fyrir allar þjóðir gegn hinni viðurstyggilegustu harð- stjóm, sem sagan greindi frá. Drap hann á, hvernig hver þjóð- in á fætur ánnari hefði verið kúg- ■ CSAMLA BIO ■ Bjrltug í Texas. Amerísk stórmynd er ger- ist í lok borgarastyrjald- arinnar í Norður-Ameríku. Aðalhlutverkin leika: JOAN BENNET og RANDOLPH SCOTT. Stríðsfréttamynd: Loftá- rós á Skotland o. fl. Börn fá ekki aðgang. Bráðfyndin amerísk skemmtimynd frá Colum- biafilm um veðurfræði, ástir og stjórnmál. Aðal- hlutverkin leika af miklu fjöri: Ida Lupino, Ralph Bellamy og Walter Con- nolly. Aukamynd: MEÐ BYSSU Á ÖXL. Hernaðarmynd. Uppoð. Opinbert uppboð verður haldið laugardaginn 25. maí n.k. að Víðinesi í Kjalarneshreppi, og hefst kl. IV2 e. h. Selt verður: NOKKRAR KÝR, 2 HESTAR, UM 20 KIND- UR, AKTYGI, VAGN, ÝMSIR INNAN- STOKKSMUNIR OG BÚSÁHÖLD. Greiðsla fari fram við hamarshögg. — Þó verður gjaldfrestur veittur til 15. september n.k. þeim mönnum, sem setja uppboðshaldara tryggingu fyrir boðum sínum, sem hann metur gilda áður en þeir gera boð. Uppboðsskilmálar verða birtir á staðnum. Sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu, 16. maí 1940. BERGUR JÓNSSON. Rauðspetta Stútungur Útbleyttur saltfiskur Reyktur fiskur Sími 1240 og allar útsölur svört og mis lit fatarefni Vestur um land í strandferð n.k. fimmtudag 23. maí kl. 9 sd. Flutningi veitt móttaka til hádegis á miðvikudag. Pantaðir farseðlar sækist fyrir sama tíma. Hvað er að gerast í Reykjavík? 40-50 sölubörn geta unnið sér inn drjúga peninga á morgun með því að selja nýtt rit. Komi kl. 9 í fyrramálið í Hafnarstræti 16 eða ísafoldarprentsmiðju. Há sölulaun. — 5 krónu peningaverðlaun. — Hvað bíður íslands og íslendinga? Bókahúð Æskunnar er í Kirkjuhvoli. Sími 4235. Kaupi gull hæsta verði. Sig- urþór, Hafnarstræti 4. uð: Tékkar, Pólverjar, Danir, Norðmenn, Hollendingar. Það væri betra að deyja, en að sjá allt það vanhelgað, sem þjóðun- um er dýrmætast. „Vér verðum að sigra oig vér skulum sigra,“ sagði hann að endingu. „Verði guðs yilji.“ I---------------------------- KáPPLEIKURINN ,Frh. af 3. s. Þorsteinn Ólafsson og Brandur. í kvöld keppa Franyog Valur og má búast við góðum leik og skemmtilegum. HANNES Á HORNINU gangreitana, en ekki utan við þá? Vantar máske heimild til þess, að lögreglan stjórni umferð af merkjasteinunum eins og áður var?“ „EÐA ER ÞAÐ vegna vöntunar á heimildum, að okkur finnst það nærri viðburður, ef lögregluþjónn sést á götunni? Eða hefir lögregl- an ekki haft heimildir til neins síðan í vetur, nema „fríanna“ á Laugarvatni? Þegar þessum spurn- ingum hefir verið svarað, þarf ég að fá pláss fyrir nokkrar línur aft- ur, Hannes minn.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.