Alþýðublaðið - 22.05.1940, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 22.05.1940, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN XXI. ARGANGUR MIÐVIKUDAG 22. MAÍ 1940 116. TÖLUBLAÐ Þjóðverjar nððu Amiens og Arras í gær en misstu Arras aftnr snemma i dag! Þýzkar vélahersveitir. s 3ÉÉ “ ->v* | Frakkland er í hættu segir Paul Reynaud. .. -«----- Bo vér mnonm ni jrfírhSndinnl eins og 1914. -----4^--- "PAUL REYNAUD, forsætisráðherra Frakka, tilkynnti *• hina óvæntu sókn Þjóðverja til Amiens og Arras í áhrifamikilli ræðu, er hann flutti í öldungadeild franska þingsins í gær. Kvaðst hann finna sér skylt, að sýna deildinni og allri þjóð- inni fullkomna hreinskilni, því að þess væri ekki að dyljast, að Frakkland væri í hættu og að mjög alvarlegir tímar færu í hönd fyrir það. Þingheimur hlustaði á ræðu hans í djúpri þögn. Tvisvar sinnum risu þingmennirnir á fætur og svöruðu forsætisráð- herranum með árnaðarópum. Það var þegar hann talaði fögr- uin orðum um þau afrek, sem brezki flugherinn hefði unnið undanfarið í vörninni gegn Þjóðverjum, og þegar hann skýrði frá samvinnu þeirri, er nú væri hafin milli Pétain mar- skálks og Weygands yfirhers- höfðingja, hetjanna úr heims- styrjöldinni miklu. Paul Reynaud komst meðal annars svo að orði: „Ef einhver segði við mig nú: Það þarf kraftaverk til þess að Frakkland geti brotið á bak aft- ur sókn Þjóðverja, þá segi ég hiklaust: Ég trúi á kraftaverk- ið, af því ég trúi á Frakkland. Brezka og franska þjóðin geta ekki dáið, og vér verðum að hera fullkomið traust til þeii-ra foringja, sem vér nú höfum sett fyrir franska herinn.“ Eftir að Reynaud hafði mælt á þessa íeið, skýrði hann frá því, að þegar Þjóðverjar hefðu Frh. á 4. síðu. gAMVINNA heíir tekizt milli bæjarstjórnar Reykjavíkur og ríkisstjórn- arinnar um upptöku og sölu mós hér í bænum. Borgarstjóri snéri sér til rík- isstjórnarinnar og fór fram á samvinnu við hana, sérstaklega hvað það snerti að ríkisstjórn- in gerði bæjarbúum að skyldu að kaupa mó af bænum í hlut- falli við kol. Ríkisstjórnin mun hafa heit- ið þessari aðstoð sinni, en sett Hermannaskálar utan við bæinn OAGT er að hermanna- j; tjöldin, sem búið er j; að setja upp víðs vegar um ;j bæinn séu aðeins til hráða birgða. Ráðgert mun vera «1 að byggja hermannaskála <j utan við bæinn og að von !j sé á miklu af timbri hing- !j að í þessa skála. !; Talið er líklegt, að her- j; mannaskálar verði reistir J; uppi í Mosfellssveit og víð- j; ar. ;! það skilyrði, að mórinn verði seldur við kostnaðarverði, án nokkurrar álagningar. Má nú gera ráð fyrir því, að mótaka hefjast mjög bráð- lega og að allmargir verkamenn fái atvinnu við það. Bæjarráð mun samkvæmt heimild þeirri, sem því var gefin á síðasta bæj- arstjórnarfundi taka allt að 600 þúsund króna bráðabirgðalán til framkvæmdanna, eða meira, ef þurfa þykir. Frh. á 4. síðu. Verða Reykvihiogar skyldaðir til að kanpa ið í hlntfalli við koi? ♦ Borgapstjöri fer fram á f»að9 að stjárnin geri ráðstafanir til pess Hinar æðisgengnu tilraunir peirra til að komast vestur að Ermarsundi halda áfram ------.------ ÝZKA HERSTJÓRNIN tilkynnti í gær, að Þjóðverjar hefðu brotizt í gegnum vígstöðvár Bandamanna við Somme og norður af því fljóti og náð borgunum Amiens, Arrias, sem liggur nokkru norðar, og Abbeville niður við ósa Somme út í Ermarsund, og hefðu þar með króað her Bandamanna í Belgíu og nyrzt og vestast í Frakklandi inni milli fljótanna Somme og Schelde. Það var viðurkennt seinnipartinn í gær öf Bandamönn- um, að Þjóðverjar hefðu komizt til Amiens og Arras í gær- morgun. Engin staðfesting hefir hinsvegar enn fengizt á því, hvort þeir hafi komizt til Abbeville. En Bandamenn lýstu því strax yfir í gær, að það gætu ekki verið nema litlar vélahersveitir, sem komizt hefðu til Amiens og Arras, fram hjá hersveitum þeirra, enda var það tilkynnt í gær- kveldi, að stórorusta stæði enn yfir við Cambrai, sem ligg- ♦ ur alllangt fyrir austan þessar borgir. í dag tilkynnir franska herstjórnin, að Bandamenn hafi tekið Arras aftur eftir blóðuga götubardaga í morgun. Járnbrautarstöðvarnar í Arras og Amiens eru báðar sagð- ar vera í björtu báli. Ekki komizt I kast við aðalher Bandamanna. Það er viðurkennt af Bandamönnum í morgun, að Þjóð- verjar haldi áfram æðisgengnum tilraunum til þess að komast til Ermarsunds, en staðfest að það séu ekki nema fáar þúsundir manna, sem komizt hafi til Amiens og vitnað í ummæli, sem Reichenau, yfirforingi sjötta hers Þjóðverja hefði haft í gær um það, að Þjóðverjar hefðu enn ekki komizt í kast við aðalher Bandamanna. Ástandið á vígstöðvunum við Somme er af Bandamönnum talið alvarlegt eins og áður, en sú yfirlýsing þýzku herstjórnar- innar, að her Bandamanna í Belgíu sé innikróaður, er, að minnsta kosti enn sem komið er, talin vera ýkjur einar, þar eð það séu ekkert annað en fámennar þýzkar skriðdreka- og mótorhjóla- deildir, sem sótt hafi fram niður með Somme, studdar af fall- hlífahermönnum, sem látnir hafi verið svífa til jarðar á bak við vígstöðvar Bandamanna. Bardagarnir halda áfram af fullum krafti á öllum vígstöðv- unum sunnan frá Somme og norður í Belgíu. En það er tekið fram í brezkum fregnum í morgun, að veður hafi skyndilega breyzt á vígstöðvunum. Undanfarið hafi verið sólskin og heið- ríkt veður og flugskilyrði hin beztu, en nú hafi brugðið til úr- komu, og sé það Þjóðverjum mjög í óhag. Sékn vélahersveltanna pýzku nægir ebki. „Það er erfitt að átta sig á þvi, hvað er að gerast í Frakklandi," segir í grein, sem birt var í „Daily Telegraph“ í gay. „Við sjáum viðburðina í þeirri veiku skímu, sem berst oss gegn um ófriðarský og kúlnareyk vestur- vígstöðvanna. Óvinur vor og alls mannkynsins varpar hverju tug- púsundinu á fætur öðru af hinum þægu þjónum sinum í gin dauð- ans. Þeir sækja nú fram el'tir sömu leiðum og hinar óvígu sveitir Þjóðverja sóttu fram eftir 1914, þegar sams konar herför endaði með skelfingu. Vélahersveitir nazista geta ekki Frh. á 4. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.