Alþýðublaðið - 22.05.1940, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 22.05.1940, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAG 22. MAÍ 1940 — ALÞTÐUBLAÐIÐ — Ritstjórl: F. R. Valdemarsson. t fjarveru hans: Stefán Pétursson. Símar 4902 og 5021 (heima). Ritstjórn: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4902: Ritstjóri' 4901: Innlendar fréttir. 5021: Stefán Pét- ursson (heima) Sellandsstíg 16. 4903: Vilhj. S. Vilhjálms- son (heima) Brávallagötu 50. Afgreiðslá: Alþýðuhúsinu gengið inn frá Hverfisgötu. Símar: 4900 og 4906. Verð kr. 2,50 á mánuði. 10 aurar í lausasölu. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN H . ,F . Auð valdssty rj öld? AVÍGVÖLLUM Belgíu og Norður-Frakklands, þar sem svo oft áður hefir verið gert út um örlög Evrópu, er nú með ægilegum blóðfórnum barizt um það sólarhring eftir sólar- hring, hvort þau mannréttindi, frelsi og það lýðræði, sem við böfum alizt upp við, skuli ríkja ’áfram í þeim hluta heimsins, sem húum í og halda áfram að vaxa, eða hvort svartnætti nazistískrar harðstjórnar, lieimsku og vilii- mennsku skuli nú taka við og leggjast eins og martröð einnig á þau lönd Evrópu, sem fram á þennan dag hafa haldið merki freisisins og siðmenningarinnar á lofti. í rnörg ár höfum við séð þessa öriagaríku viðureign nálgast. Og margir 'hafa varað við hættunni, en ,þó eqgir hærra en þeir,' sem nú svívirða kenningar Marxism- ans með því að kalla sig komm- únista. Engir hafa boðað eins oft ,,baráttu móti stríði og fas- ismá“, ög „sáméiginlegt 'öryggi" gegn yfirgangi Hitler-Þýzkalands, né liéimtað eins háum rómi „vernd smáþjóðanna, lýðræðisins og verkalýðshreifingarinnar" gegrt þýzka nazismanum eins og þeir ög það ríki, sem þeir á undanförnum árum hafa bent mönnum á sem brjóstvöm frels- isins gegn fasismanum, Sovét- Rússland. En nú, þegar. Sovét-Rússland hefir syikið allt það, sem það þóttist vera að berjast fyrir, gert vináttusamning við þýzka naz- ismann og þegið af honum hlut- kleild í hinum blóðuga ránsfeng hans, en lýðræðisríkin í Vestur- og Norður-Evrópu hafa gripið til vopna til þess að verja öll þau verðmæti menningarinnar, sem Sovét-Rússland sveikst um áð verja, koma kommúnistar og segja okkur, að striðið við þýzka názismann sé ekkert annað en „auðvaldsstríð“, „báðir berjist fyr ir illurn málstað“, og alþýðunni 'megi á. sama standa, hver vinni, eins og dag eftir dag hefir mátt lesa í lygablaði þeirra hér, Þjóð- viljanum. / Öðru vísi okkur áður brá, þeg- ar kommúnistar vora að lýsa enda'okutn \ erkalýðshve:fingarinn ar og litrýmingu frelsisins í landi þýzka nazismans og boða „sam- fylkingu“ innanlands og „hernaö- arbandalag“ við Sovét-Rússland út á við til varnar lýðræðinu gegn ógnum hans. En nú er sá boðskapur ekki aðeins þagnaður og stríðið fyrir frelsi og fram- tíð mannkynsins gegn villi- mennsku nazismans ekki aðeins allt í einu orðið „auðvaldsstrið'1, heldur er nú friður við Hitler- Þýzkaland orðið æðsta boðorð þessára herra undir því yfirskini, að alþýðunni megi á sama standa hyer sigrar í þessu stríði. Við höfum þegar séð, hvaða friður það er, sem konnnúnistar berjast fyir: Það er ósigur Frakk- lands, það er ósigur Englands, sem þeir nú kenna um stríðið, sem Hitler og Stalin hleyptu af stað. Og það er ósigur Noregs og allra þeirra ríkja, sem fyrir frelsi og lýðræði berjast gegn hernaðarbrjálæði þýzka nazism- ans, á sarna hátt og þeir börð- ust fyrir ósigri Finnlands gegn hinni blóðugu og samvizkulausu árás Sovét-Rmslands. Þeir hreifa ekki legg né lið í Þýzkalandi, eða þeim löndum öðrurn, sem Hitler á yfir að ráða, til annars^ en þess, að hvetja til uppgjafar fyrir honum, eins og í Noregi. Þeir unna sér engrar hvíldar fyrir moldvörpustarfi sínu í Englandi og Frakklandi i því skyni að sundra þjóðum þessara landaog veikja viðnámsþrótt þeirra gegn þýzka naziSmahum. Þeir boða þeim frið við Hitler í stað stríðs- ins, sem þeir heimtuðu af þeim fyrir tæpu ári síðan, og fyrir hefir jafnvel komið að flugvélar nazista hafa varpað niður flug- blöðum yfir Frakkland, með þess- uim fagnaðarboðskap kommun- ista áletruðum. Þó að kommúnistar segi við hátíðleg tækifæri að striðið sé „auðvaldsstyrjöld" og að alþýð- unni megi á sama standa, hver sigri í henni, þá er þeirn sjálf- um bersýnilega ekki sama um það. Þeir hafa beygt kné sín fyrir Hitler og gerzt Quislingar hans til aÖ vega aftan að þeim þjóð- I um, sem hafa þorað að rísa upp gegn honum. Það er þeirra bar- átta gegn þýzka nazismanum nú, þegar á reynir. Hvað hefði Karl Marx sagt um slíka „lærisveina? Aldrei talaði hann um „auðvaldsstríð“, sem sama væri fyrir alþýðuna, hver ynni. Ævinlega tók hann í ófriði ákveðna afstöðu með þeim þjóð- urn, sem hann taldi frelsinu, lýð- ræðinu og verkalýðshreifingunni fyrir beztu, að sigruðu, hvað sem hvötum og hagsmunum ófriðar- aðiljanna sjálfra leið. Hann barð- ist 1848 fyrir því, að Vestur-Ev- rópuþjóðirnar gripu til vopna gegn afturhaldinu í Rússlandi og tók ákveðna afstöðu með Eng- landi og Frakklandi í Krímstríð- inu 1854 í þeirri von, að það stríð mætti flýta fyrir falli þess. Hann var með Þjóðverjum í stríð- inu við Frakka 1870 þangað til harðstjórn Napóleons þriðja var steypt á Frakkiandi, en eftir það méð franska lýðveldinu, sem hann vissi, að var meiri stoð fyrir frelsið og verkalýðshreif- inguna í Evrópu, en Þýzkaland Bismarcks. Myndi þess, lærifaðir sósíalismans hafa leyft sér það í dag, að boða verkalýðnum hlut- leysi í þeirri styrjöld, sem nú er háð milli nazismans og lýðræðis- ríkjanna, með þeim ummælum, að ALÞÝÐUBLAÐIÐ ___________ Frumvarpiö til laga nm innheimtn tekjn- og eignaskatts af vaxtafé ----—_- Eftir lón BlðndaL , Hér fer á eftir siðari grein Jóns Blöndals. ÐALATRIÐIN í gagnrýni stjórnar Landsbankans á frv. um innheimtu tekju- og eignarskatts af vaxtafé eru eftir- farandi: 1. Frv. myndi, ef samþykkt yrði, draga úr sparnaðarviðleitni manna. 2. að rnyndi geta orsakað fjárflótta úr bönkum og spari- sjóðum, en einkaútlán og spá- kaupmennska myndu aukast. 3. Gengi verðbréfa myndi lækka. 4. Framkvæmdin myndi verða mjög erfið og leggja láns- stofnunum á herðar stórkostlega aukna fyrirhöfn. 5. Ákvæði þau, er snerta veð- skuldabréf eru ýmsum annmörk- um bundin og auk þess óþörf, þar sem telja má, að veðskulda- bréf öll og tekjur af þeim komi til skattaframtals. 6. í stað þess að ýta undir menn að telja fram vaxtatekjur 'sínár, myndu ákvæði frv. verða til hins gagnstæða. 7. Heppilegra væri að tryggja framtöl á vaxtafé á einhvern annan hátt. Auk þess er vert að athuga tvær eftirfarandi fullyrðihgar stjórnar Landsbankans: - 8. Öhætt mun að fullyrÖa, að þær hugmyndir, sem margir virðast gera sér um þær fjár- hæðir, sem ekki eru taldar fram til skatts, séu stórum ýktar. 9. Þeir, sem rnest fást við kaup og sölu opinberra veröbréfa, þekkja þess engin dæmi, að þau séu keypt til þess að leyna fé við skattaframtöl! Skal nú hvert þessara atriða fyrir sig gert nokkuð að um- talsefni: 1. Vitanlega má færa nokkrar Iíkur að því, að sparnaðarviðleitni hún væri „auðvaldsstyrjöld", sem alþýðunni mætti á sama standa, hver ynni? Eða myndi hann hafa gerzt Quisling í hendi Hitlers, eins og kommúnistar i dag, til þess að reka rýtinginn í bak þeirra þjóða, sem fyrir frelsi og lýðræði berjast? Það hugsa máske einfaldar sálir meðal kommúnista, sem ekkert hafa til- einkað sér af Marx annað en nafníð, og það aðeins eftir skip- un frá Moskva. En þeir sem þekkja líf hans og lærdóma og bera það saman við liðhlaup kommúnista yfir í herbúðir Hitl- ers, vita, að aldrei hafa óverð- ugri menn skreytt sig með nafni Karls Marx, en þeir. Það var ekki að ástæðulausu, að hann sagði einu sinni með tilliti til nokkurra fáráðlinga, sem héldu að þeir væru Marxistar: „Ég sjálfur er enginn Marxisti"! En hvað hefði hann þá sagt í dag, ef hann hefði mátt horfa upp á þá hundflötu þjóna Hitl- ers og Stalins, harðstjórnarinnar og kúgunarinnar, sem nú leyfa sér að kalla sig kommúnista og Marxista? manna myndi aukast eitthvað, ef engir skattar væru Iagðir á spari- fé. En þá verður að breyta lögun- ium í þá átt, en ekki að láta það viðgangast, aÖ aðeins nokkur híuti sparifjárins sé skattlagður, en meirihlutinn ekki og þannig skapað hróplegt misrétti á meðal skattþegnanna. Hins vegar er á að líta þörf hins opinbera fyrir þessar tekjur og hvort þeir skattar eða tollar, r,em í stað þessa tekjustofns gætu komið, væru ekki jafn skaðsam- legir sparnaðarviðleitninni eða öðrum verðmætum. Þá ber og að gæta þess, sem mörgum sézt yfir, að hið opinbera „sparar“ ár- lega mikið af tekjum sínum í þeim skilningi, aö það leggur þær í framleiðslutæki, vegi, brýr o. s. frv. Ég hygg einnig, að flestir hag- fræðingar nú á dögum séu þeirr- ar skoðunar, að framboð á spari- fé sé tiltölulega óháð vaxtahæð- inni innan þeirra takmarka, sem venjulega koma ti! greina; það hafi t. d. engin veruleg áhrif í þá átt að lokka fram sparifé, hvort innlánsvextir eru hækkaðir úr 4°/o í 5 o/o eða um 25%- Þær hvatir, sem liggja til sparifjársöfnunar, eru margvíslegar, fyrst. og fremst óskin um að sjá fyrir framtíð sinni og sinna, og augnabliks- afrakstur sparifjáreigandans er langt frá þvi að vera sterkasta hvötin til fjársöfnunar. Annað mál er það, að í fjár- magnssnauðu landi eins og ís- landi er nauðsynlegt að útláns- vextir séu nokkuð háir vegna hinnar miklu eftirspurnar eftir lánsfé. Þó hefir eftirspurnin yfir- leitt ekki verið látin ráða vöxt- unum, heldur er framkvæmd eins konar skömmtun á fjár- magninu af stjórnum bankanna. 2. Því var haldið fram mjög á- kveðið m. a. af fyrrverandi aðal- bankastjóra Noregsbanka, að vaxtaskattur þar í landi myndi draga úr sparrtaðarviðleitni manna (smbr. 1) og orsaka fjár- flótta úr bönkum og sparisjóÖum, en einkaútlán myndu aukast stórlega. Eftir þeim gögnum, sem ég hefi séð um þetta mál, hefir þetta alls ekki orðið svo i rauninni; vaxtaskatturinn hefir ekki haft þessi skaðlegu áhrif, sem fremstu menn norsku bank- anna höfðu sagt fyrir, þvert á móti þykir hann hafa reynzt vel, og engar líkur til þess, að hann yrði afnuminn, þegar stríðið hófst. Þó var norski skatturinn allt annars eðlis og mikið „hættu- legri“ í ]>essu tilliti, heldur en frumvarp það, sem hér er rætt um. Norski skatturinn er 25o/0 brúttó af öllum bankainnstæðum, og eriginn frádráttur gefinn í tekju- og eignaskatti. Hann hvilir aðeins á banka- og sparisjóðsinnstæð- um, en ekki á verðbréfum. (Það var vegna sérstakra skuldbincl- inga á norsku ríkisskuldabréfun- um.) Það var því nokkur ástæða til að óttast, að spariféð færi úr bönkum og sparisjóðum og yfir í verðbréf, en ekki hafa orðið nein brögð að því. Hér er lagt til, að vaxta-„skatt- urinn“ nái einnig til verðbréfa og veðskuldabréfa og því enn fjar- stæðara að búast við fjárflótta úr bönkum og sparisjóðum. Hvert ætti það fé að fara? í fast- .eignir, í framleiðsluna ef til vill? Þangað er því hvort sem er ætlað að fara úr bönkunum, svo ekki ætti það að vera hættulegt í aug- um þeirra, sem kvarta undan því, að fjármagnið flýi fram- leiðsluna, en hún verði að vera komin upp á náð bankanna. Eða í einkaútlán? Það virðist banka- stjóri Landsbankans óttast mest. Að vísu sé ég ekki, að það geti orðið neitt hættulegt þjóðinni, þó svo færi, en líkurnar til þess eru nauðalitlar. Sparifjáreigendur leggja ekki meira upp úr neinu en öryggi sparifjárins, og myndu velflestir frekar óska að hafa fé 'sitt í öruggum bönkum og spari- sjóðum eða opinberum verðbréf- um, þó þeir yrðu að greiða eiri hvern skatt af því, þeldur en að fela það forsjá braskara og spákaupmanna. 3. Mér skilst, að tilgáta stjórn- ar Landsbankans um lækkun á gengi verðbréfanna eigi aðeins við það, ef lagður yrði sérskatt- ur á verðbréf, en ekki á inn- stæður. Ég geri ráð fyrír, að slíkt komi varla til greina, enda væri það sennilega rnjög misráðið. Þó myndi slík lækkun á gengi bréf- anna þvi aðeins eiga sér stað, að einhverju verulegu af verðbréfum sé leynt við skattaframtöl, þvi annars kemur enginn skattur á þau (smbr. 9. tölulið, þar sem þvi er haldið fram, að engin verð- bréf séu keypt í þessu skyni! Þannig er samræmið!). Verði hins vegar látið jafnt ganga yfir innstæöur og verðbréf, raskast ekki hlutfallið á milli vaxta í bönkum og af verðbréfum, en undir því er gengi verðbréfanna fyrst og fremst komiö, og þarf því ekki að óttast lækkun á gengi þeirra. 4. Því skal ekki neitað, að nokkur fyrirhöfn og erfiði myndi hljótast af framkvæmd "laganna bæði fyrir skattayfirvöld og banka (sem eru opinberar stofn- anir). En hvaða skatta- eða tolia- löggjöf hefir ekki slíkt í för með sér fyrir einhverja aðila? Hins vegar má telja fullvíst, að ríkis- sjóður muni fá svo mikið í aðra hond, beint eða óbeint (smbr. 8. tölulið) að ekki sé í slíkt horf- andi. Þess skal getið, að skattstjór- inn í Reykjavík, sem bezt ætti að geta dæmt um örðugleikana á framkvæmd laganna, hefir að langmestu leyti séð um forms- hlið frumvarpsins, Frh,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.