Tíminn - 03.02.1963, Blaðsíða 8

Tíminn - 03.02.1963, Blaðsíða 8
/ FRIÐRIK ÓLAFSSON SKRIFAR UM SKÁK HVERT STEFNIR? HINN 17. október 1962 hlaut Nona Gaprindashvili, 21 árs göm- ul stúdína frá Georgíu, heimsmeist aratitil kvenna í skák meö því að sigra fyrrverandi heimsmeistara, Elizaveta Bykova frá Moskva, í einvígi, er iyktaði 9:2. Þessi yfir- burðasigur bendir eindregið til þess, að Nona beri þegar ægis- hjálm yíir öllum öðmm kynsystr- um sínum í greininni og því hæp- ið, að hún fái aukið skákstyrkleika sinn með því að tefla einungis í þeirra hópi. Hvernlg mundi henni þá farnast, ef hún fengi að mæla getu sína meðal kollega sinna af hinu sterk ara, kyni? Þessari spurningu er vandsvarað. Eina konan, sem hing- að til hefur tekizt að marka spor sitt í skáksögunni við hlið karl- mannanna, er rússneska konan Vera Menehik, sem mikið tefldi í skákmótum á árunum fyrir seinni heimsstyrjöldina. Hún vann márgan góðan sigurinn á þessum skákmótum, en aldrei tókst henni þó fylliíega að kom- ast í þá aðstöðu að geta talizt í hópi þeirra betri. — Hvort skák- styrkleiki Nonu stendur á svip- uðu stigi og Veru MenchLk, er erfitt að dæma um, en geta má þess, að Nonu hefur tekizt að koma ýmsum all-sterkum sovézk- um ákákmönnum á kné, eins og t. d. Gurgenidze, sem er kunnur hér heima síðan hann tefldi á Stúd- entamótinu 1956, og svo Buslayev. Efalaust á hún eftir að sigra fleiri þekkta skákmenn og við skulum vona fyrir hönd kunn- ingja okkar, Fischers, að hann verði ekki meðal fórnardýranna, því að hann hefur margoft lýst því yfir, að kvenfólk hafi ekki hundsvit á skák, og ætti það í rauninni að verða sér úti um ein- hver aðgengilegri áhugamál. — f blaðaviðtali í sumar lét hann þess m. a. getið, að honum mundi ekki veitast það erfitt að sigra hvaða skákkonu, sem væri með riddara í forgjöf. Þetta mun sovézkum hafa þótt heldur stórkarlaleg um- mæli og á Olympíumótinu í Vama, sem haldið var um svipað leyti og 'éinvígi þeirra Nonu og Elizaveti, buðu þeir Fischer upp á einvígi við Nonu meg framangreindum skilmálum. Eitthvað mun tilboðið hafa vafizt fyrir Fischer, en að lokum sagðist hann reiðubúinn til að gera þetta, ef 3000.00 dollarar væru lagðir undir. Munu sovézk- ir nú vera að íhuga þetta gagntil- boð, en það er skoðun flestra, að Fischer muni þarna verða 3000,00 dollurum fátækari, ef af einvíg- inu verður. Þáttur kirkjunnar Hér birtist svo ein skákanna úr einvígi þeirra Nonu og Elizavetu og ætti hún ag geta gefið nokkra hugmynd um styrkleika Nonu. Má það vera mikið, ef Fischer stendur ekki höllum fæti, með manni minna gagnvart svo heilsteyptri tafimennsku, sem Nona sýnir hér. Hvítt: Elizaveta Bykova. Svart: Nona Gaprindashvili. 7. skák. Spánski leikurinn. 1. e4, e5. 2. Rf3, Rc6. 3. Bb5, a6. 4. Ba4, Rf6. 5. o-o, b5. (Tryggara þykir hér fyrst 5. — Be7, en þessi leikjavíxl eiga ekki að koma neitt að sök). 6. Bb3, Be7. 7. d4, d6. 8. dxe5. (8. c3 er vafalaust vænlegra til árangurs hér). 8. — dxe5. 9. Be2. (Elizaveta stóð hér þegar mjög höllum fæti í einvíginu og fýsti ekki í nein drottningarkaup). 9. — Bg4. 10. c3, o-o. 11. Hdl, De8. (Þessi leikur er leikinn í því skyni að geta haft vald á riddaranum á c6 síðar meir). 12. Bg5. (Hér var 12. h3 tvímælalaust betrj leikur. Svartur verður að taka ákvörðun um, hvað hann hyggst gera við biskup sinn á g4 og hörfi hann með hann undan til h5, gefst ekk- ert ráðrúm til að leika — Rh5 síðar rneir). 12. — h6. 13. Bh4, Rh5. 14. Bg3. (Hvítur vill ógjarn- an að ríddarinn komist óhindraður til f4). 14. — Rc5. 15. Rbd2, Hd8. 16. Rfl, Rf4. 17. Bxf4, exf4. 18. h3, Bxf3. 19. Dxf3, Re5. 20. De2. (Hvíti lízt ekki á þær flækjur, sem eiga sér stað eftir 20. Dxf4, Rd3). 20. — f3! (Skemmtileg fórn, sem brýtur upp hvítu kóngsstöð- una). 21. gxf3, Rg6. 22. Rg3, De5. 23. Khl, Df4. 24. Hxd8, Hxd8. 25. Hdl. („Því færri menn, sem eru á borðinu, því auðveldari er vörn- in“ ályktar hvítur). 25. — Hxdl. 26. Bxdl, Dh4. 27. Kh2, Rf4. 28. Dfl, g6. 29. Bc2. (Hvítur virðist nú vera búinn að koma málum sínum í sæmilegt horf, en þá fell- ur sprengjan). 29. — Bxf2! 30. Dxf2. (Hvítur verður að taka því, sem að höndum ber, hann á ekki annars úrkostar). 30. — Rxh3! (Lítig púður var í 30. — Dxh3f,' eins og auðvelt er að ganga úr skugga um). 31. Del. (Eftir 31. Dfl, Rf4f félli hvíti riddarinn ó- bættur). 31. — Rg5t 32. Kg2. (32. Kgl gekk að sjálfsögðu ekki, vegna — Rxf3f). 32. — Dh3f. 33. Kf2, Dh2f 34. Ke3, Dxc2. (Enda- hnútur fallegrar leikfléttu). 35. Í4, Re6. 36. f5, Rc5. 37. Dd2, DxDt. 38. KxD, Kg7. (Ástæðu- laust er að rekja skák þessa öllu lengra. Svartur vann skákina án mikillar fyrirhafnar). Hver er á stjórnpallinum? Eg las nýlega nokkrar setn- skipstjór;, og við uppgötvuðum ingar eftir enskan rithöfund. einnig að í raun og veru hrakt- Þær voru eitthvað á þessa leið ist skipið stjórnlaust um höf í lauslegri þýðingu: tímans og tilverunnar og áttj í „Eg og öll mín samtíð hafði vændum að steyta á skeri og faríð um borð í ákaflega skraut- brotna í spón hvenær sem legt skip. Vig kölluðum það vera vildi Er þetta ekki ótrú- heimsmenningu. Við vorum lega rétt lýsing? Og ætti ekki sannfærð um, að það stefndi að sama angistin að grípa okkur vissu marki. En þegar við höfð- öll? um dvalið á skipinu mikla um Við erum öll um borg í skraut hríð, komumst við að raun um, legu og iraustlegu skipi, mjög okkur til mikillar undrunar og þægilega útbúnu. Hraðinn er áhyggna, að þar var enginn Framhaio a 13 siðu 8 HUNGUR- GANGA KÍNVERJA 6. grein Svend Lindqvist Eg kom til Peking hinn hræðilega vetur 1960—61. Borg in var sem lífvana. Verzlanir stóðu tómar, veitingahúsum var lokað. Það var ógjörlegt að kaupa nagla, seglgarnsspotta eða pappirsmiða. Götumyndin einkenndist af hinum enda- lausu biðröðum við opinbera matgjafarstaði. Draumurinn um mat, eina einustu máltíð, lá eins og ósýnj leg loftmynd yfir borginni. En enn bá þóttust menn halda fast við markmig Stökksins mikla. Það átti að setja ný met í iðn- aðinum, fólk átti ag loga af framfarahug. En það var ekk- ert innan í þessu hola skurni og ekkert var gert. Það var eins og þjóðin væri að draga inn andann á uhÖífirmi1<lu''8pí; Núna, tveimur árum síðar, ná erfiðleikarnir miklu dýpra, en ekki er lengur hægt að tala um neinar yfirvofandi hörmung ar. Vörur fást aftur, þótt að- eins fáir geti keypt þær. Opin- beru matstaðirnir hafa lokað, veitingahúsin eru opin. Yfir- völdin geta ekki lengur skipað mönnum í vinnu, þau láta menn frjálsa. Umferðarsalar og iðn- aðarmenn eiga í samkeppni um kaupendur á götunum. Jafnvel í Peking, mestu rétttrúnaðar- borg landsins, hefur lífið geng- ið úr skorðum ríkisskipulagsins og fer sínar eigin leiðir. Menn blekkja ekki sjálfa sig lengur með einhverju Miklu stökki. Borgin hefur lagað sig að örð- ugleikunum og býr sig undir langvarandi umsátursástand. Kínverjum er kornskammt- urinn grundvöllur lífsins. Skammtinum er útdeilt mánað- arlega: tólf kíló til húsmóður, fimmtán kíló til menntamanna, tuttugu kíló til hvers verka- manns. Þessir hafa skammtarn- ir verið síðan 1959, en innihald þeirra er breytilegt. Sé skammt að rís eða hveitimjöl, er skammturinn knappur, en hægt að lifa á honum. En nú hefur um árabil verið blandað í hann kartöflum, byggmjöli og öðrum rýrari korntegundum. Það þýð- ir hungur og vonleysi. Feitmetisskammturinn hefur nýlega verið minnkaður niður í fjórðung kílós á mánuði, tó- baksskammturinn er lítill og lélegur, minnir á mjöl. En kínverjax reykja ekki lengur þurrkuð blöð, eins og þeir gerðu fyrir ári. Á sumum svið- um hefur ástandið batnað. Síð- an í vor fá menn hundrað grömm ai kjöti eða fiski á mán uð'i. Kjöt án seðla er hægt að kaupa löglega fyrir tífalt verð; í allt sumar hefur nóg verið til af ávöxtum og grænmeti, og það er aftur hægt að fá góða máltíð á veitingahúsi. í fyrra kostaði einfaldasta máltíð á veitingahúsum fyrir tvo 15—20 yuan (rúmlega 250—300 kr.) og þann munað gat verkamað- ur, sem vinnur fyrir 60 yuan á mánuði, auðvitað ekki veitt sér. í ár kostar sama veitinga- hússetan nálægt 5 yuan. SAFN HINNA HUNDRAÐ VÖRUGERÐA Nú hefur verið lögð meiri áherzla á léttiðnað og komig á fót nýju skömmtunarkerfi fyrir fjöldaframleiddar neyzluvörur. Nýju ákvæðin komu til fram- kvæmda 25. april. Tómar hill- ur verzlananna fylltust af sýn- ingarbrauði. Vöruhúsið — Vöru hús hinna hundrað vörugerða — í Peking hlaut af almenn- ingi nafnið „Safn hinna hundr- ag vörugerða". Kínverji hefur rétt til að kaupa eina skó, tvö sápustykki og nálægt þremur metrum af baðmullarklæði á ári. Aðrar skammtaðar iðnað- arvörur eru aðeins fyrir þá auð- ugustu. Þær kosta miða, og að- eins einn miði fæst fyrir hver 20 yuan launa. Aðalreglan er sú, að vara kostar nærrí því jafn mikið í miðunum og í yuan. Dýrari neyzluvörur, sem fæstir geta veitt sér sakir verðs ins, kosta þó færri miða en yuan. Kornskammturinn er undirstaSa lífsins i augum Kínverja. / T f M 1 N N, sunnudagur 3. febrúar 1963. — f

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.