Alþýðublaðið - 23.05.1940, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 23.05.1940, Qupperneq 1
RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN XXI. ÁRGANGUR FIMMTUDAG 23. MAÍ 1940 117. TÖLUBLAÐ Látlausar orustur alla leið frá Somme norður í Belgiu. —--4>-- Fyrir sunnan Somme eru Frak%ar að koma sér fyrir i sterkum varnarstððvum STÓRORUSTUR geisa nú á öllu svæðinu sunnan frá Sommefljóti og norður að Gent í Belgíu. Eru orusturnar sérstaklega harðar í grennd við Cam- bíai, sem virðist vera á valdi Þjóðverja, og við Arras, sem Bandamenn tóku aftur af Þjóðverjum í gærmorgun. í tilkynningum Frakka og Breta í morgun er þó sagt frá því, að Frakkar séu aftur komnir inn í úthverfi Cam- brai, og Bretar haldi öllum sínum stöðvum fyrir norðan Arras, en það er viðurkennt, að Þjóðverjar hafi á einum stað, hjá Oudenarde, komizt yfir ána Escaut í Belgíu, hér um bil miðja vegu milli Gent og landamæra Frakklands. Vígstöðvarnar í Belgíu eru ennþá miklu austar en þær voru í heimsstyrjöldinni. Óljóst er enn, hvernig ástandið er á svæðinu frá Arras suður að Sorame, þar sem Þjóðverjar brutust með fámenn- ar vélahersveitir í gegn í fyrradag. Segjast Þjóðverjar halda áfram sókn sinni til Ermarsunds þar á 50 km. breiðu svæði. Tilkynnt var hins vegar af Bandamönnum í gær, að Þjóð- verjar hefðu verið reknir burtu úr Abbeville niður við ósa Somme, og er það því þar með viðurkennt, að þeir hafi komizt þangað í fyrradag. Franskur her var í gærkveldi sagður á næstu grösum við Amiéns, en engar nánari fregnir hafa borizt af bardög- um þar í morgun. Fyrir sunnan Somme eru Frakkar sagðir vera að koma sér fyrir í sterkum varnarstöðv- um, sem ná þaðan austur með fljótinu Aisne, á syðri bakka þess, alla leið til Rethel, en þar beygir herlínan í norðaustur til Montmedy, sem liggur suðaust- ur af Sedan og við enda hinnar ciginlegu Maginotlínu. Wesfoand vonoóður. Reynaud, forsætisráðherra Frakka, átti síðdegis í gær tal við Weygand, yfirhershöfðingja, sem þá var nýkominn til Parísar frá vígstöðvunum í Norður-Frakk- landi. Weygand fullvissaði for- sætisráðherrann unr það, að hann væri viss um úrslitasigur Banda- Heilan mánuð á lelðinni frá Danmðrku hingað! -----<>-- Samtal við Svein Bjðrnsson sendiherra. ^VEINN BJÖRNSSON ^ sendiherra kom heim í nótt með Dettifossi frá Am- eríku. Alþýðublaðið hafði stutt samtal við sendiherr- ann í morgun, en þá var hann í þann veginn að ganga á fund ríkisstjórnarinnar. Sveinn Björnsson fór frá Danmörku 15 dögum eftir her- töku landsins, fór hann um Ber- lín, til Ítalíu og tók þar haf- skipið „Rex“ til New York. Þar tók hann Dettifoss hingað. Með sendiherranum er sonur hans Hinrik, sem undanfarið ár hefir starfað í utanríkis- þjónustu Danmerkur. Annars er fjölskylda sendiherrans enn erlendis. Sendiherrann er mjög orðvar og verst raunverulega allra frétta. Hann kvaðst hafa haft tal af ýmsum forystu- mönnum í dönskum stjórnmál- um, þar á meðal Stauning for- sætisráðherra og Iledtoft Han- sen rétt áður en hann fór. Vit- anlega ber allt líf í Danmörku — og þá fyrst og fi£rnst í Kaup- mannahöfn — svip hertökunn- ar. Blöðin og útvarpið eru und- ir ritskoðun o. s. fiv. — og erf- iðleikar eru miklír á ýmsum sviðum. Ekkert kvaðst i Ændiherrann geta sagt um þab, hve lengi hann dveldi hér. H mn kvað öll- um íslendingum í Danmörku líða vel og hefði ,»ann í sam- Frh á 4. síðu. manna, ef hver maður gerði skyldu sína. Reynaud komst svo að orði, er hann skýrði frá þessu í franska útvarpinu, að ef Frakkar gætu Frh. á 4. síðu. Attlee talar á útifundi. Róttækar ráðstafanir brezka Dings ins til að tryggia sigur í stríðinn, -------»------ Stjórmn fær ótakmarkað vald yfir ollum at- vinnufyrirtækjum og ðllum vinnukrafti i landinu. ■gD REZKA ÞINGIÐ samþykkti í gær í einu hljóði, eftir tveggja og hálfi’ar klukkustundar umræður, lög, sem eru algert einsdæmi í sögu Bretlands. Með lögunum er brezku stjórninni veitt ótakmarkað vald yfir öllum auðæfum landsins, öllum fyrirtækjum og öllum vinnukrafti, í því skyni, að embeita allri orku þjóð- arinnar að því að sigra í styrjöldinni. Samkvæmt lögunum tekur stjórnin við yfirstjórn allra atvinnufyrirtækja í landinu, einnig bankanna, og fær fullt vald til þess að ákveða bæði vinnulaurí og vinnustunda- fjölda. Allur ágóði af rekstri fyrirtækjanna umfram það, sem venjulegt er, verður tekinn sem skattur í ríkissjóð, stríðságóði verður með öðrum orðum skattlagður um 100%. Fulltrúar verkamanna og atvinnurekenda utan þings, sambandsstjórn vex'kalýðsfélaganna og atvinnurekenda- samtökin, hafa einnig lýst yfir fullu fylgi sínu við þessa löggjöf og stofnað með sér sameiginlega nefnd til þess að greiða fyrir framkvæmd hennar. Stofnað verður sérstakt framleiðsluráð, sem ætlað er að efla alla framleiðslu í landinu í þágu hernaðarins svo sem frekast er unnt. Forseti þess verður Alþýðuflokksmað- urinn Arthur Greenwood, sem nú er ráðherra án sérstakr- ar stjórnardeildar í stríðsráðuneyti Churchills. FramsöBoræða Attlees. Við umræöurnar urn lagafrum- varpið í neðri málstofu brezka þingsins hafði Mr. Attlee, hinn þekkti leiðtogi brezka Alþýðu- flokksins og nú innsiglisvöröur konungs í stríðsráðuneyti Chur- chills, orð fyrir stjórninni. Hann kvað frumvarpið ekki komið frarn vegna þessj, aó stjórnin efaðist um, aÓ yfirgnæf- andi meirihiuti þjóðarinnar vildi starfa fyrir land sitt á þeim hættutímum, sem nú væru, lieldur til þess að gefa ríkisstjórninni nauðsynlegt vald til áð beina starfskröftúm hvers manns að þvi hlutverki, sem nauðsynlegt væri, og bæri ekki að skilja það svo, að með því þyrfti að vera átt Greenwood. við skotfæra- og hergagnafram- leiðslu. Launagreiðslur yrðu í samræmi við það, sem í gildi væri samkvæmt samningum at- vinnurekenda og verkamanna, en annars það, sem sanngjarnt væri. Um eignir manna sagði hann, að við yfirráðum sumra þeirra tæki ríkisstjórnin nú þegar, en annara síðar, og rekstri neirra öflum. Ný fyrirtæki yrðu stofnuð, ef þurfa þætti, önnur Iögð niður Frh. á 4. síðu. Bretar afnema innflutningstoll á ísnðum oo frystum Mi. Munar milljónum króna á fisk* sölu okkar til Bretlands. "D ÍKISSTJÓRNINNI barst seint í gærkveldi svohljóðandi símskeyti frá sendiráði íslands í London, Pétri Benediktssyni: Frh. á 4. síðu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.