Alþýðublaðið - 23.05.1940, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 23.05.1940, Blaðsíða 3
PIMMTUDAG 23. MAÍ 1940 ALÞÝÐUBLAÐIÐ --------- ALÞYÐUBLAÐIÐ ---------------------- Ritstjóri: F. R. Valdemarsson. t fjarveru hans: Stefán Pétursson. Símar 4902 og 5021 (heima). Ritstjórn: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4902: Ritstjó.-i. 4901: Innlendar fréttir. 5021: Stefán Pét- ursson (heima) Sellandsstíg 16. 4903: Vilhj. S. Vilhjálms- son (heima) Brávallagötu 50. Afgreiðsla: Alþýðuhúsinu gengið inn frá Hverfisgötu, Símar: 4900 og 4906. Verð kr. 2,50 á mánuði. 10 aurar í lausasölu. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN H , ,F . Fréttaspjöldin í Austurstræti. Frnmvarpið til laga m innheimtn tekjn- og eignaskatts af vaxtafé Eftir Jón BlðndaL VUf ORGUNBLAÐIÐ hætti sér í gær út á þann hála ís, að fara að vanda um við önnur blöð út af fréttaflutningi í sambandi við stríðið. Það hefði það áreiðanlega ekki átt að gera, því að ekkert blað ligg- ur nú eins flatt fyrir gagnrýni á fréttaflutningi sínum frá stríðinu eins og Morgunblaðið. Það hefir síðan Þjóðverjar hófu árás sína á Holland, Belg- íu, Luxemburg og Norður- Frakkland haft þann sið, að hengja upp á húsakynni sín við Austurstræti fréttaspjöld síðari hluta dags, með nýjum tíðind- um frá stríðinu. Aðstaða blaðs- ins er góð til þess, Austurstræti er fjölfarin gata og fjöldi fólks hefir oft safnast saman til þess að lesa þessar fréttir. Um þenn- an fréttaflutning blaðsins væri heldur ekkert að segja, ef frétt- irnar væru ekki svo hlutdræg- ar og óáreiðanlegar, að jafnvel Morgunblaðið virðist hafa kyn- okað sér við því, að birta þær aftur morguninn eftir, öðruvísi en verulega lagfærðar, til þess >að síður væri hægt að festa hendur á þéssum fréttaflutn- ingi. En áróðursfréttirnar og ó- sannindin utan á húsinu við Austurstræti hafa endurtekið sig dag eftir dag þrátt fyrir það, og er engu líkara en að hér sé af ráðnum hug höfð tvö járn í eldinum fil þess að rugla skoð- anir borgarbúa á gangi stríðs- ins, illkynjuðustu áróðursfrétt- ir, sem ekki þykja boðlegar í blaðinu sjálfu, séu birtar á götunni, en aðrar ofurlítið gætnari í blaðinu morguninn eftir til þess að síður sé hægt að hafa hendur í hári þess. Fréttaspjöldin í Austurstræti hafa nær eingöngu flutt sigur- fregnir úr þýzka útvarpinu, og því aðeins aðrar fregnir, að í þeim hafi verið falin ýiður- kenning Bandamanna á ein- hverju af því, sem sagt hefir verið í hinum þýzku sigurfregn- um, svo sem þeim til stuðnings. En hafi slíkar viðurkenningar ekki verið fyrir hendi, hafa á- róðursfréttir þýzka útvarpsins verið birtar, að því er virðist án nokkurrar umhugsunar um það, hvort þær voru sannar eða lognar, en í þeim augljósa til- gangi að gefa vegfarendunum sem hæstar hugmyndir um af- pek Þjóðverja. Þegar Þjóðverj- ar hafa hins vegar orðið fyrir bakskellum, hefir fréttunum um það verið stungið algerlega undir stól. Þá daga hefir ekk- ert fréttaspjald sést í Austur- stræti, og hefir athugult fólk tekið svo vel eftir því, að farið er að henda gaman að því manna á milli hér í bænum, að Þjóðverjum hafi ekki gengið ýel þennan og þennan dag'inn, úr því að ekkert fréttaspjald hafi verið hengt út á húsakynn- um Morgunblaðsins í Austur- stræti! Hér fara á eftir nokkur dæmi: Laugardaginn ekki í vikunni, sem leið, heldur vikunni þar á undan, eða daginn eftir að árás- in á Holland og Belgíu hófst, var sú lygafrétt þýzka útvarps- ins hengd út í Austurstræti, að Þjóðverjar væru búnir að taka Briissel. Það var nákvæmlega viku áður en þeir komu þang- að! Svo voru Þjóðverjar, á fréttaspjöldunum í Austur- stræti hvern daginn eftir ann- an látnir rjúfa Maginotlínuna. Látum það vera, þótt þeir hafi hvergi komizt inn í hana enn þann dag í dag, heldur aðeins inn í framlengingu hennar við norðurlandamæri Frakklands. Það er svo hægt um vik að af- saka það með smávegis óná- kvæmni. En þegar sókn Þjóð- verja var stöðvuð sunnan við Sedan, kom ekkert frétta- spjald út í Austurstræti! Aft- ur á móti létu glæfrafréttir nazistaútvarpsins í fyrradag um það, að Þjóðverjar hefðu tekið Amiens, Arras og Abbe- ville, væru komnir vestur að Ermarsundi og búnir að króa Bandamannaherinn í Belgíu inni, ekki lengi á sér standa. En þegar það varð ljóst í gær, að þessar fréttir voru að lang- mestu leyti skrum, og Banda- menn meira að segja aftur bún- ir að taka Arras, sást ekkert fréttaspjald í Austurstræti, enda þótt Morgunblaðið gengi það mikið lengra í hinum naz- istiskt litaða fréttaflutningi sínum í gærmorgun en endra- nær, að það léti sér á verða, að gleypa við þessum áróðursfrétt- um og fullyrða, rétt eins og Þjóðviljinn, að Þjóðverjar hefðu þegar króað inni her Bandamanna í Belgíu og Norð- ur-Frakklandi fyrir norðan Somme. Þannig hefir fréttaburðurinn í Austurstræti verið fram á þennan dag. Það er mannlegt að láta í ljós samúð með öðrum hvorum ó- friðaraðilanum eða andúð á honum. Alþýðublaðið vill ekki lasta það út af fyrir sig, enda hefir það enga dul dregið á af- stöðu sína til ófriðarins. Hún er að vísu ekki mótuð af samúð með einni ófriðarþjóðinni frekar en annarri, heldur af lífsskoðun þess og stjórnmála- stefnu, sem er á algerlega önd- verðum meið við nazismann. Það er líka mannlegt að láta sér skjátlast í mati á þeim við- burðum, sem fram eru að fara með leifturhraða, ekki sízt, þeg- ar hver fréttin er upp á móti NI. 5. Eins og tekið er fram í greinargerö miTpinganefndarinn- ar, má gera ráð fyrir, að fram- töl á veðskuldabréfum séu vel viðunandi. Ég get því fallizt á, að rétt hefði verið að fella niöur þennan lið úr frumvarpinu, enda þótt ég gerði það ekki að á- greiningsatriði í nefndinni. Sé ég því ekki ástæðu til að fjölyrða um þann kafla álits stjómar L. 1., sem fjallar um þetta atriði. Hvað veðskuldabréfin snertir þyrfti þó, ef ákvæðin um þau yrðu felld úr frumvarpinu, að setja það skilyrði fyrir þinglýs- ingu þeirra, að þau væru þing- lýst á ákveðin nöfn. Ef ég man rétt, er slíkt ákvæði í dönskum lögum, og virðist nauðsynlegt tii þess að greiða fyrir skattheimt- tpini. 6. I þessari röksemdafærslu stjórnar Landsbankans felst mjög meinleg hugsunarvilla. Hvað þá snertir, sem greiða ættu lægri skatt en 25»/o er það alveg greinilegt, að frv. felur í sér hvöt til að telja fram vaxtatekjurnar, þar sem ella yrði greiddur 25°'o skattur af þeim. Þetta virðist stjórn L. í. og vera ljóst. En hvað þá snertir, sem eru ofar á skattstiganum heldur hún fram að ákvæði frumvarpsins muni ekki ýta undir þá til þess að telja fram, heldur hið gagn- stæða. Segjum, að skattgreiðandi ætti nú að greiða 30 % af vaxtatekjum sínum, ef hann telur þær fram til skatts. Ef hann telur ekki fram, greiðir hann ekki neitt. Verði sið- an lagður á vaxtaskattur, greiðir hinn hins vegar 25°/o af vaxta- tekjunum. Hann „græðir“ enn 5«/o af vaxtatekjunum á því að svíkja undan skatti, en í fyrra tiifellinu 30°/o. Freistingin til þess að vera óheiðarlegur hlýtur því — ef nokkuð er — að vera minni í því tilfellinu, sem gró0inn á því ©r minni; því alltaf er nokkur hætta á þvi, áð upp komist um annarri og oft erfitt að átta sig á því, hvað er að gerast. Öllum blöðum getur skjátlast í því efni. En í fréttaburðinum í Austurstræti er ekki um það að ræða. Þar er bersýnilega af fullum ásetningi þeim fréttum stungið undir stól, sem gætu orðið álitshnekkir fyrir þýzka nazismann, en áróðursfréttum hans sjálfs haldið á lofti, hversu lygilegar sem þær eru. Slíkur fréttaburður getur ekki verið annað en vísvitandi tilraun til þess að rugla vitund almenn- ings um það, sem fram er að fara, í áróðursskyni fyrir þýzka nazismann, og er sannast að segja furðulegt að Morgunblað- ið, sem telur sig vera blað lýð- ræðisflokks og þjóðlegs flokks, skuli álíti slíka starfsemi sér samboðna eftir allt það, sem afleggjarar þýzka nazismans úti um heim eru orðnir uppvís- ir að, svo sem til dæmis í Nor- egi og Hollandi, skattsvik. Einmitt út frá þessu sjónarmiði er það ákvæði frv., að fyrst eftir að lögin ganga í gildi skuli falla niður viðurlög við skattsvikum, ef menn vildu létta á samvizkunni. 7. Þá kem ég að þeirri rök- semd Landsbankans, sem ég undrast mest, sem sé að heppi- legra væri að tryggja framtöl á vaxtafé á einhvern annan hátt. Að vísu er dálitið erfitt að ræða uro þetta atriði, þar sem ekkert er um það sagt, hvernig þetta nrætti verða. En nú vill svo til, að ég hefi i höndum mér fyrri umsögn stjórn- ar L. í. um þetta efni, og þykir mér rétt, að I .ljós komi afstaða hennar þá. Áður en milliþinganefndin samdi frv., fór hún þess á leit „við stjórn Landsbankans, að hún segði álit sitt um þær leiðir, er nefndinni sýnast færar til þess að koma í veg fyrir að dregnar séu undan skatti verðbréfaeignir og innstæður í bönkum og spari- sjóðum og vaxtatekjur," eins og regir í svarbréfi stjórnar Lands- bankans, dags. 17. nóv. 1938 og áfram: „Virðist nefndinni aðal- lega um tvær leiðir að ræða til þess að ná betur til eigna og tekna af þessu tægi, nefnilega aukið eftirlit og vaxtaskattur. ...“ Um fyrri leiðina segir siðar m. a.: „verður að skoða leynd viðvíkjandi innstæðueigendunum sem fjöregg lánsstofnananna, sem umgangast verður varlega." (Let- urbreytingar minar). Niðurstaðan um frekara eftirlit er siðan: „Landsbankinn vill því ráða frá að lengra sé gengið i þessum efn- um en þegar er gert með 33. gr. tekjuskatts!aganna,“ og loks: „Af því sem að framan er sagt er það ljóst, að Landsbankinn er mót- fgllinn öllurn nýmælum í þessa átt og vill leggja á móti þvi, að nokkur af þessum leiöum verði farin. Vill þvi Landsbankinn beina því til nefndarinnar, hvort ekki rnuni vera hægt aö ná við- unandi árangri í þessum efnum með þeirri heimild, sem felst í 33. gr. tekjuskattslaganna." (Let- urbr. mínar.) Af því, sem hér er tilfært úr bréfi Landsbankans, virðist ein- sætt, að stjórn hans myndi ekki síður setja sig upp á móti hverju því eftirliti með framtali á vaxta- tekjum, sem að gagni mætti koma, þar sem hún telur leynd viðvikjandi innstæðueigendum beinlínis „fjöregg“ lánsstofnan- anna. Heimild 33. gr. tekjuskatts- Iaganna til þess að spyrja láns- stofnanir um innstæður er alger- lega ófullnægjandi, í fyrsta lagi nær hún ekki til verðbréfanna, í öðru lagi mega bankarnir taka á móti innstæðum nafnlausttm, á númer eða tilbúin nöfn, í þriðja lagi vegna hræðslu við það, að jafnvel þessu ákvæði sé beitt í framkvæmd, og cr stjórn Lands- bankans sennilega ekkj með öllu ókunnugt um það. Væri því fróð- legt að vita, hvers konar ráð- stafanir Landsbankinn getur fall- izt á, sem tryggðu framtöl á vaxtafé á annan og betri hátt en frv. gerir ráð fyrir. Vert er að geta þess, að fyrir síðasta ríkisdegi Danmerkur lá allviðtækt stjórnarfrumvarp, sem að vísu mun ekki hafa hlotið af- greiðslu ennþá. Aðalatriði þess voru, að öl) verðbréf skyldu skráð á nöfn og allar innstæður í bönkum og sparisjóðum sömu- leiðis. Þessum aðilum væri síðan skylt að gefa skattayfirvöldum upp nöfn og innstæður allra við- skiptamanna. Ég hygg, að slík löggjöf væri ólíkt viðsjárverðari og liklegri til að valda lánsstofn- unum fyrirhöfn og óþægindum heldur en umrætt frv.; en vitan- lega er rétt að athuga þessa leið, ef aðrar reynast ekki færar. 8. Þá kem ég að þeirri full- yrðingu stjómar Landsbankans, að þær hugmyndir, sem margir virðast gera sér um þær fjár- hæðir, sem ekki eru taldar fram til skatts, séu stórum ýktar. Ég hefi áður drepið á að örðugleik- ar séu á því, að gera sér nákvæma grein fyrir þvi, um hve miklar fjár hæðir er aö ræða. Til þess að fullyrða ekki of mikið vil ég að eins láta í ljósi þá skoÖun að upphgeðin sé einhversstaðar á milii 30—50 millj. kr„ sennilega þó nær hærri tölunni. Eftir ís- lenzkum mælikvarða er hér um mikla upphæð að ræða. Sé geng- ið út frá 4 o/o sem meðalvöxtum, ætti skatturinn að gefa 300—500 þús. kr. í ríkissjóð, ef ekki yrði breyting á framtölunum. Hins vegar verður ekkert áætlað um skattaukann, ef samþykkt frv. leiddi til þess, að betur yrði tal- ið fram. Bezta ráðiö til þess að ganga úr skugga um þetta atriði, er að samþykkja frv. Sýni það sig, að engin veruleg brögð séu að því, að vaxtafé sé dregið undan skatti, myndi enginn óska eftir því, aÖ lögin væru látin gilda stundinni lengur. 9. Þessar yfirlýsingar, sem get- ið er i bréfi stjórnar Lands- bankans, um að verðbréfakaup- menn þekki þess engin dæmi, að bréf séu keypt til þess að leyna skattsvikum, eru syo þýðingar- lausar, aö rnikið má vera, ef jafn reyndir og veraldawanir menn eins og bankastjórar Landsbankans leggja mikiÖ upp úr þeim, jafnvel þótt þær komi fram „opinberlega". Ætli þeir, scm „gleyma" að telja fram ver'ð- bréf sin og tekjur af þeim, „gleymi“ ekki einnig að skýra verðbréfasölunum frá þvl, í hvaða skyni verðbréfin eru keypt?! —o— Að lokuiti þetta: Því verður ekki neitað, að miklu vaxtafé er leynt við skattaframtöl og að að- Frh. á 4, síðu,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.