Alþýðublaðið - 24.05.1940, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 24.05.1940, Blaðsíða 1
ALÞÝDUBIADID RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN XXI. ÁRGANQUR FÖSTUDAGINN 24. MAÍ 1940 118. TÖLUBLAÐ Herlina Bandamanna er rof* in milli Arras og Amiens. +---------------- Bretar taafa orðið að hörfa frá Boulogne, en Frakk ar eru nú komnir aftur inn i úthverf I Amiens Síðustofréttir: |S AÐ var tilkynnt í " brezka útvarpinu eftir kl. 1 í dag, að brezkur her hefði haldið undan frá Bou- logne, þar sem barizt héfir verið síðan í gær. í tilkynningunni var sagt, að undanhaldið hefði farið fram í fullkominni röð og reglu. Bretafeonungnr talar i útvarpið i kvöld. í dag er „Empire Day" (Sam- veldisdagurinn) hátíðlegur hald inn um gervalt Bretaveldi. í til- efni dagsins ávarpar Georg VI. Bretakonungur þegna sína í út- varpið kl. 8 í kvöld eftir ísl. tíma. Hljómsveit meí vopn í stað Mjóðíæra! NORSKA útvarpið í London segir frá því, að þýzk hljómsveit hafi í gær komið til Belgrad í Júgóslavíu til þess að halda þar hljómleika. Við skoðun á farangri henn- ar kom það í Ijós, að hún hafði vopn meðferðis í hljóðfæra stað. Voru vopnin tekin af hin- um þýzku hljómlistarmönnum og þeir sendir úr landi. U NGAR STÓRVÆGILEGAR breytingar virðast hafa *-* orðið á vígstöðvunum í Norður-Frakklandi síðan í gær. Stöðugar orustur stóðu yfir við Arras, Cambrai og norður að Valencienne við landamæri Belgíu allan daginn í gær, án þess að til nokkurra úrslita kæmi í þeim. Á vígstöðvunum við Scheldefljót í Belgíu, fyrir norð- an þetta aðalorustusvæði nyrzt í Norður-Frakklandi, halda Bandamenn einnig öllum sínum stÖðvum gegn áhlaupum Þjóðverja. En það er viðurkennt af Bandamönnum, að þeim hafi ekki enn tekizt að loka því hliði, sem Þjóðverjum hafi tek- izt með vélahersveitum sínum að opna sér til sjávar á 50 km. breiðu svæði sunnan við Arras og suður að Amiens. Það var viðurkennt af Churchill í gær, að þýzkar vélaher- sveitir, sem þarna hefðu komizt vestur undir sjó, hefðu Abbe- ville á sínu valdi og að barizt væri í hafnarborginni Boulogne, nokkru norðar, eða í grennd við hana, og taldi hann tilraunir Þjóðverja til þess að skilja þarna á milli Bandamannahersins í Belgíu og nyrzt í Frakklandi, og hers Bandamanna sunnan við Somme, sem fyrr mjög alvarlegar, en Weygand yfirhershöfð- ingi ynni nú að því, að loka hliðinu, sem þarna væri á herlínu Bandamanna, til þess að afstýra því, að þær fyrirætlanir Þjóð- verja tækjust. Standa harðir bardagar yfir við Amiens, sunnan við hliðið, og tilkynntu Frakkar í gærkveldi, að her þeirra væri kominn inn í úthverfi boi-garinnar. Hættuleg sókn. Véhmersveitir Þjóðverja, sem sótt hafa vestur til strandar- innar, hafa gert töluverðan usla að baki Bandamanna, eyði- lagt vegi og slitið símalínur. Fjöldi flóttamanna er á öllum vegum á þessum slóðum, og sagður gagnráðstöfunum Banda manna til mikils trafala. En það er viðurkennt af Þjóðverjum, Tekst að skapa sumarat- vinnu fyrir pfisund manns? Stefnt ao pvf að koma iHlum trillu bátaflotanum til nýrra verstððva ----------------?---------------- Hraðf rystur fiskur seldur fyrir 1,2 milj.kr. ALLMIKIÐ af hraðfrystum fiski liggur nú albúið til útflutnings. Hraðfrystihúsin um land allt hafa unnið mikið að hraðfrystingu, en upp á síð- kastið hefir dregið nokkuð úr starfrækslu þeirra. Veldur þessu tvennt, í fyrsta lagi fall sterlingspundsins, en það er nú komið niður í kr. 20,98 og svo sú óvissa, sem verið hefir um verðlag á fiskinum. Um þetta atriði standa nú yf- ir samningar við Breta, eins og yfir höfuð um verziúnarvið- skipti okkar við þá. Lítið hefir gerzt í þessum Frh. á 4. síðu. að þéir eigi harðvítugri vörn að mæta, og lið það, sem þeir hafa sent í gegnum hliðið milli Ami- ens og Arras, er í stöðugri hættu fyrir því, að verða króað inni, ef Bandamönnum tekst að loka hliðinu. Sunnan og austan við Somme er allt sagt óbreytt. Frakkar hafa komið sér þar fyrir í sterk- um varnarstöðvum alla leið norðaustur til Montmedy við enda Maginotlínunnar. Samveldislönðin fara að dæml Breta. LONDON, 24. maí. FO. Fregnir hafa borizt frá sam- veldislöndum Breta, sem sf m, að þar verður nú farið að dæmi þeirra og lög sett til þess hö her- væða alla íbúa landanna, eins og gert hefir verið í Bretlandi, til þess að hraða fullnaðarslgri í styrjöldinni. Fraser, forsætisráðherra Nýja Sjálands, hefir tiikynnt, að þfngið komi saman n. k. fimmtudag til þess að ræða líka löggjöf og þá, sem sett hefir verið á Bretlandi, en næstu daga ræðir ríkissrjórnin máiið við flokksleiðtoga, full- trúa verkalýðsfélaganna, atvinnu- rekendur og aðra, til þess að Frh. á 4. siðu. Sir Oswald Mosley, „foringi" hrezku fasistanna. Forinfljar brezku f asistanna voru teknir fastir i gær. .------------------------------------------------<?------------------------------------------------- Koma kommúnistaf orsprakkarnir á ef tir? A TTA helztu forsprakk- ¦^^ ar brezku fasistanna voru teknir fastir í gær, þar á meðal Sir Oswald Mosley, aðalforingi þeirra. Samtímis fór fram hús- rannsókn í aðalbækistöð brezka fasistafélagsskapar- ins, „British Union," og var rhikið af skjölum gert upp- tækt. Húsrannsókn var einn- ig framkvæmd á heimili Sir Mosleys á heimili hans í Lon don og sveitasetri. Þá var einnig tilkynnt í Lon- don í gær, að Ramsey höfuðs- maður, einn af þingmönnum brezka íhaldsf lokksins, hefði verið tekinn fastur. Sir John Anderson, brezki inn anríkisráðherránn, skýrði frá því í gær, að handtökurnar hefðu verið ákveðnar samkv. heimild í lögum, sem samþykkt voru af brezka þinginu í fyrra- kvöld, en samkvæmt þeim lög- um, er heimilað að taka fasta menn, sem grunaðir eru um það, að standa í sambandi við óvinaþjóð, eða vera undir er- lendum áhrifum, sem hættuleg verði að teljast fyrir öryggi landsins. Sir John Anderson skýrði einnig frá því, að til íhugunar væri, að banna bæði félagsskap fasista og kommúnista, sem vit að væri, að fylgdu Þjóðverjum að málum. Stjórnin iætur 15gin ganga jafnt yflr alla. Brezk blöð, þar á meðal Daily Herald" segja, að handtaka Ramsay höfuðsmanns', sýni, að stjórnin ætli að nota vald sitt án nokkurs tillits til þess hver í hlut á.. Tuttugu manns, þar af nokkr- ar konur, sem komu með flótta- fólkf til Englands í gær, Voru fluttir til London til yfir- heyrslu. , • Taka repúblikanar sætl f stjórn Roosevelts? -------;--------«--------,-------- Forsetinn sagður hafa boðið þeim það ¥T TVARPSSTÖÐVAR í *-' New York sögðu frá því í morgun, og báru fyrir sig ameríska fréttastofu, að Roosevelt forseti hefði boðið Rebublikönum, þátttöku í ríkisstjórn sinni. Ef úr þessu verður, er þetta einsdæmi í sögu Bandaríkj- anna og bendir til þess hvert stefnir. Eins og kunnugt er, út- nefnir forsetinn ráðherra sína. Þá var frá því skýrt í fregn- unum, að La Guardia borgar- stjóra í New York hefði veríð boðið hermálaráðherraembætt- ið, aðrir menn, sem nefndir voru væru Landon, sem var í kjöri á móti Roosevelt við síð- ustu forsetakosningar og Frank Knox, sem er þekktur blaðaút- gefandi. Talið var líklegt, að La Guardia myndi taka sæti í stjórninni, en ekki var vitað um svör Landons eða annarra, sem nefndir höfðu verið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.