Alþýðublaðið - 24.05.1940, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 24.05.1940, Blaðsíða 2
ALÞÝÐUBLAÐIÐ PÖSTUDAGINN 24. MAÍ 1940 Tilkynning. frá húsaleigunefnd til leigDsala og leigutaka i Reykjavfb. k- Samkvæmt lögum um húsalcigu frá 14. maí 1940 er óheimilt ao hækka leigu eftir húsnæði frá því, sem goldið og umsamið var, þegar lögin tóku gildi. Þó er heimilt undir sérstökum kringum- stæðum að hækka leigu eftir mati húsaleigu- nefndar. Leigusala er óheimilt að segja upp leigusamning- um um húsnæði, nema hann þurfi á því að halda fyrir sjálfan sig eða vandamenn sína. Skylt er að leggja fyrir húsaleigunefnd til sam- þykktar alla leigumála, sem gerðir eru eftir gild- istöku húsaleigulaganna, svo og leigumála, sem gerðir hafa verið síðan 4. apríl 1939. Þá er skylt að láta nefndina meta leigu eftir ný hús og hús- næði, sem ekki hefir verið leigt áður. Heimilt er leigutaka, telji hann húsnæði leigt ó- hæfilega hátt vegna ásigkömulags þess, að beið- ats mats húsaleigunefndar á húsaleigunni. •i Brot á ákvæðum laganna varða sektum frá 5— 2000 krónum. Húsaleigunefnd sé látið í té samrit eða eftirrit af leigusamningum, sem komið er með til nefndar- innar til samþykkis, og ber að greiða 2 krqnur í stimpilgjald af hverjum leigusamningi. Nefndin er til viðtals í bæjarþingstofunni á hverj- um mánudegi og miðvikudegi kl. 5—7 síðdegis. Reykjavík, 22. maí 1940. Húsaleiguiiefnd. í fjarveru minni næstu 2—3 mánuði gegnir hr. læknir Jónas Kristjánsson læknisstörfum fyrir mig. Viðtalstími kl. 1—3 á Grettisgötu 81. ; ÓFEIGUR J. ÓFEIGSSON. Bezí er heima- bahað Ágætt hveiti í smápokum og lausri vigt. Ný egg daglega, og allt til bökunar. Eyjabúð. Þat bezta verðnr ávalt ódýrast. DAGLEGA NÝTT: J; ]' Nautakjöt • !| I; Kindakjöt J; Bjúgu !; Pylsur |! Fars !; J; Alls konar álegg. ]! !! Pantiff í matinn í tima. !; !;, Pantið í hann í síma l! !Í 9291 — 9219. | Stébbabúð.i; Harðfiskor sérstaklega góður. EGG, lækkað verð. BJÚGU, daglega ný. KOMIÐ — SÍMIÐ — SENDIÐ. BREKKA Asvallagötu 1. Sími 1678 Tjarnarbúðin Sími 3570. ♦--------------------------♦ Allar nýlenduvörur ódýr- astar í verzluninni Bragi, Berg. 15. Sími 4931. 4---------—-----------i Erfitt að ræða við Albýðublaðið ÞAÐ er erfitt að ræða við blað eins og Alþýðu- blaðið,“ segir Morgunblaðið í morgun til þess að afsaka getu- leysi sitt til þess að verja þá fréttastarfsemi, sem það hefir rekið í áróðursskyni fyrir þýzka nazismann utan á húsa- kynnum sínum í Austurstræti undanfarið. Alþýðublaðið trúir því, að það sé erfitt fyrir Morg- unblaðið, því að það, sem Al- þýðublaðið tilfærði af þeim fréttaburði, var ekkert annað en það, sem hundruð ef ekki þúsúndir manna hafa horft á. Um Morgunblaðið mætti að vísu segja, að það væri líka erf- itt að ræða við það, þótt það sé af allt annarri ástæðu. Það fer nefnilega ékki með staðreynd- ir, eins og Alþýðublaðið um fréttaflutning þess, heldur falsar það þá staði, sem það vitnar í hjá Alþýðublaðinu. Það segir að Alþýðublaðið hafi sagt, að fréttin um „áð Þjóðverjar hefðu komizt til Abbeville á þriðjudaginn“ væri að lang- mestu leyti Skrum. En það sagði Alþýðublaðið aldrei, heldur hitt, að fréttin um það, ,,að Þjóðverjar hefðu tekið Amiens, Arras og Abbeville, væru komnir vestur að Ermarsundi og búnir að króa Bandamanna- herinn í Belgíu inni“, væri að langmestu leyti skrum. En má- ske er sá maður, sem í þessu máli heldur á penna fyrir Morgunblaðið, svo skyni skroppinn, að hann skilji ekki, hvað er aðalatriðið í þessari frétt? Hann ætti þó allt af að vera svo læs, að hann skildi spurningarmerki. En annað- hvort er hann það ekki, eða honum klígjar ekki við að bregða fyrir sig falsaðri tilvitn- un í Alþýðublaðiö. sem komm- únistablaðið Þjóðviljinn kom með fyrir fáum dögum síðan. Því að Mgbl. segir í morgun, að Alþýðublaðið hafi einn dag- inn skýrt frá því, vafalaust eitt allra blaða í heiminum, „að sókn Þjóðverja hefði verið stöðvuð í bili“. En það sagði'Al- þýðublaðið ekki heldur. Fyrir- sögn þess einn daginn, sem hér er um að ræða, hljóðaði þannig: „Sókn Þjóðverja stöðv- uð í bili?“ og var því ekkert annað en spurning, eins og títt er í öllum blöðum, þegar fréttir eru óljósar. Þetta ætti að nægja til þess að sýna heiðarleik Morgun- blaðsins í þessum umræðum. En svo kemur hinn gamansami hluti greinar þess í morgun, þegar það byrjar að segja frá því, að „það, sem fyrir því vaki og hafi jafnan vakað,“ sé, „að segja fréttir eins og það veit þær sannastar og réttastar”! Það er víst þess vegna, sem það hengdi út fréttaspjöld sín um það, að Þjóðverjar væru búnir að taka Briissel, viku áður en þeir gerðu það, að þeir væru búnir að umkringja her Banda- manna í Belgíu, sem þeir hafa ekki gert enn, en lét undir höf- uð' leggjast að setja út nokkurt fréttaspjald um það, að Banda- menn hefðu tekið Arras aftur!! Eða heldur Morgunblaðið að það sé vissasta leiðin til þess að segja sem „sannastar og réttast- ar“ fréttir, að hlaupa með hvaða skrumauglýsingu, sem er, úr útvarpi Göbbels? Morgunblaðið brigzlar að endingu ritstjóra Alþýðublaðs- ins um, að „hafa sótt alla menntun sína til bolsévíka í Moskva“. Við því vill Alþýðu- blaðið aðeins segja, að það sé að minnsta kosti mjög ólíkt, að hafa verið átta mánuði ,,í ónáð“ í Moskva endur fyrir löngu og að ferðast nú daglega í félags- skap nazista hér í Reykjavík, eins og sá maður við Morgun- blaðið, sem í þessu máli talar fyrir það. Lagaprófi við Háskólann hefir nýlega lok- ið Benedikt Sigurjónsson frá Skef- ilsstöðum. Hlaut hann 1. einkunn, 138% stig. eftir Seamark 2. ósigrandi vitnisburð, að hann svifist cinskis og væri sá mi’s- kunnarlausasti uppfinningamaöur, sem uppi væri á guðs grænni jörð. Það var Dain að þakka, að sýkurframleiðsla Eng- lendinga var svo góð, sent raun varð á. Stálbræðslu- aðferð hans gcrði hann frægan um allan heim, og þannig mætti lengi telja. Og þó var hann ekki eidri en um þrítugt. Og þó var ein uppfinning ennþá, merkilegasta upp- finningin af þeim öllum, sem aldrei kom frarn í (dags- ljösið. Dain fékk þessa flugu í höfuðið, velti henni fyrir sér, hugsaði hana út í yztu æsar og ákvað að gera ekki uppskátt um uppfinninguna. Hann reyndi hana á allan mögulegan hátt og komst að raun um, að hún stóðst prófið. Þeir möguleikar, sem honum opnuðust nú voru stórkostlegir. Vald hans varð stórfenglegt og ægiiegt. i því fólust möguleíkar, sem hefðu getað koinið hvaöa glæpamannaforingja í heiminum, sem væri, til þess að ^kjálfa af ótta. Þvl áð með hjáip þessarar uppgötvunar gat Val- mon Dain komizt að milljónum leyndarmála. Hann tuiföi í hendi sér lykilinn að allri vizku veraldar og hefði getað á örskömmum tírna breytt íöllu á- standi heimsins. Eftir að Dain hafði hugsað máliö út í yztu æsar í marga mánuÖi, tók hann öriög mannkynsíns í sínar eigin hendur og fór að neyta uppfinningar sinnar. Tilraunastofan varð miðstöð hlustunartækja hans. Þar gat hann hlustað á samtöl manna uni hin fjar- skyjdustu efni. Ailan daginn og langt fram á nótt héldu samtöiin áfram, og Dain hlustaöi. Öil l'eýndar- mál, sem menn trúðu símanum fyrir og aðeins áttu að ná tii vitundar vinarins eða þess, sem innvígður var í ieyndarmálið, hlustaði Dain á. Hann bjó sjálfur til áhöld sín. Enginn annar en liann sjáifur hafði nokkru sinni séð inn í þetta herbergi. Óg hann hafði sjálfur tekið þetta herbergi á leigu undir föisku nafni. Og húseigandinn vissi ekki betur en að leigjandinn héti Mr. Landring Dent og væri útflutn- ingsagent, mjög virðingafvérður og heiðariegur herra- maður, sem borgaði húsaleiguna á tilsettum tíma og eyddi mestöllum tíma sínum tii símtala. Jafnvel húseigandinn hafði ekki hugmynd um, hvað var að ger'ast í herbergi leigjandans. Stofan var ekki lengur venjuleg skrifstofa, heidur var lagt um hana alla vírnetum, um loft, gólf og veggi. Og við enda sumra leiðslanna voru smábjöllur, sem hringdu. * En þessi uppfinning haföi kostað hann mikið erfiði og mikil heilabrot. Dain hafði eytt tíma í það að reika um Kingsway. Og það var aðeins Dain einn. sem vissi, hvílíkt vald þessi uppfinning gat veitt. Hann kom ekki heim á hcimili sitt í Hendon nema aðeins tii hess að sofa fáeinar klukkustundir. Dain kom mjög sjaldan þeim í hús . sitt. Smám saman varð hann ineir og meir herra Landring Dent og eyddi ölium stundum sínum í skrifstofunni á efstu hæð í Kingsway. Svona var Vaimon Dain, heimsfrægur maður, sem lifði tvöföldu lífi, vann undir dularnafni í skrifstofu sinni og nú ók vagni sínum á fleygiferð með bréfið til Scotland Yard. Það var prentað og nafnfaust, cn merki sitt hafði hann. sett í lakkið, þegar hann þrýsti á það þumalfingrinum. Hánn ,ók áfram og stefndi til East End. Þegar hann kom til Aldgate Pump snéri hann við og stöðvaöi bílinn viö, benzjnsala við Mile End Road. .. —- Vantar. yður benzín. herra? spurði maðurinn, scm hafði umsión með olíúsölunni. — Já, svaraði Dain. Enda þótt Dain þyrfti á benzíni að halda, var það þó ekki aðalástæðan til þess, að hann nam þarna - sfaðar. Hann hafði einmitt veitt því athygii, að þarna beint á móti var póstkassi. Dain tók upp veski sitt og rétti manninum punds- seðil, og meðan maðurinn fór inn til þess að fá seði- inum skipt, gekk Dain að póstkassanum og stakk bréfinu ofan í hann. II. KAFLI Fjöldi fólks, aðallega leikhússgestir, var á ferli um Piccadilly. Margir voru að fara inn í bíla og almenn- ingsvagna. — Þetta var góð leiksýning, var það ckki? Stúlkan var ágæt; þetta var vel gcrt af byrjanda.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.