Alþýðublaðið - 24.05.1940, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 24.05.1940, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGINN 24. MAÍ 1940 ALÞÝÐUBLAÐIÐ •--------- AiÞYÐUBLAÐIÐ ------------------ Ritstjóri: F. R. Valdemarsson. 1 fjarveru hans: Stefán Pétursson. Símar 4902 og 5021 (heima). Ritstjórn: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4902: Ritstjóri. 4901: Innlendar fréttir. 5021: Stefán Pét- ursson (heima) Sellandsstig 16. 4903: Vilhj. S. Vilhjálms- son (heima) Brávallagötu 50. Afgreiðsla: Alþýðuhúsinu gengið inn frá Hverfisgötu. Símar: 4900 og 4906. Verð kr. 2,50 á mánuði. 10 aurar í lausasölu. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN H.J. ------------------------------------------♦ Þegar býður þjóðarsómi.... „Á flótta“ og „í rúst“ ----4--- Eftir Jónas Guðmundsson. ----4-I- AÐ þarf að líta langt til baka í sögu þingræðisins í heiminum til þess að finna dæmi jafn róttækra ráðstafana og þeirra, sem brezka þingið samþykkti í einu hljóði, eftir aðeins tveggja og hálfrar stund- ar umræður, í fyrrad. Hugurinn hvarflar um 150 ár aftur í tím- ann, til ungdómsáranna í sögu þingræðisins, þegar grundvall- arlagaþing stjórnarbyltingar- innar miklu á Frakklandi sam- þykkti á einni næturstund að afnema öll forréttindi aðalsins, eða hið byltingarsinnaða þjóð- þing þess gaf út boðskapinn um það til frönsku þjóðarinnar, að föðurlandið væri í hættu og gerði ráðstafanir sínar sam- kvæmt því. Samþykktir brezka þingsins í fyrradag nálgast það mjög að vera byltingarkenndar ráðstafanir, þótt þær séu gerðar á löglegan hátt og með sam- komulagi allra flokka, og sýna það, hvers þingræðið, hvers lýð- ræðið yfirleitt er megnugt, að minnsta kosti á Bretlandi, þeg- ar þjóðarheill er í húfi. Með samþykktum brezka þingsins er stjórn landsíns veitt ótakmarkað vald yfir starfs- kröftum, eignum og atvinnu- rekstri hvers einasta borgara þess. Hún ákveður vinnustað, vinnustundaf jölda og vinnu- láun verkamannsins. Hún tekur við yfirstjórn hvers einasta fyr- irtækis í landinu, skammtar eigendunum arðinn af j eim og tekur allan stríðsgróðe. sem skatt til hins opinbera. Öllum starfskröftum og ö'lum fjár- munurh þjóðarinnar verður ráðstafað með það eítt fyrir augum: að vinna sigur í styrj- öldinni og tryggja þar með frelsi og framtíð Bretlands gegn hinni ægilegu hættu nazismans. Það hefði þótt forspá fyrir, þótt ekki væri nema nokkrum mánuðum síðan, að brezka borgarasfettin myndi fallast á slíkar ráðstafanir og fulltrúar , hennar á þingi greiða þeim at- kvæði í einu hljóði, eins og full- trúar verkamanna. Því að hvergi hefir trúin á einkafram- takið, frjálsu samkeppnina og atvinnurekendavaldið verið eins rótgróin og hjá henni. En það er glæsilegur vottur um þroska og þjóðhollustu þessar- ar gömlu yfirstéttar, að hún skuli á stund hættunnar fyrir land hennar hafa kastað fyrir borð aldagömlum hleypidóm- um, beygt sig af frjálsum vilja fyrir nauðsyninni og afhent rík- inu yfirráðin yfir atvinnufyrir- tækjunum og arðinum af þeim til þess að hægt sé að verja hvorutveggja sem bezt í þágu þjóðarinnar á þessum hættu- tjmum, eins og vinnu verka- mannsins. Það sannast hér bet- ur en nokkru sinni áður, að „þegar býður þjóðarsómi, þá á Bretland eina sál“. Engu að síður má merkja það á öllu, að það er nýr andi, sem nú gerir vart við sig á Bret- landi. Það leynir sér ekki, að það eru áhrif jafnaðarmanna, fulltrúa verkamanna í brezku stjórninni, sem eiga úrslitaþátt- inn í því að nú loksins hafa verið gerðar ráðstafanir til þess að leysa hina gífurlegu orku brezku þjóðarinnar úr læðingi. Það er engin tilviljun, að það eru nöfn Clement Richard Attlees, Arthur Greenwoods, Ernest Bevins og Herbert Morrisons, sem í gær voru mest nefnd í fréttunum um hinar nýju, róttæku sam- þykktir og ráðstafanir brezka þingsins. En það ber líka að viðurkenna, að hin yngri kyn- slóð' brezku íhaldsmannanna, Anthony Eden, Duff Cooper og hvað þeir nú allir heita, sem undir forystu Winston Chur- chills hafa fengið sæti og áhrif í stjórninni, eru nægilega laus- ir við eldgamla hleypidóma og sérhagsmunahyggju stéttar sinnar til þess að skilja tímanna tákn. Þeir vita, að Bretland get- ur ekki sigrast á þeirri ægilegu hættu, sem nú vofir yfir því, nema með því að taka á öllum þeim kröftum, sem það á til. Og þeir vita líka, að verkamanna- stéttin, sem nú á stund neyðar- innar hefir verið kölluð til þess að taka mikinn hluta ábyrgðar- innar á framtíð brezku þjóðar- innar og frelsi á sínar herðar, muni ekki láta ýta sér til hlið- ar að stríðinu loknu, ef sigur- inn vinnst. En þeir beygja sig fyrir þjóðarnauðsyn eins og for- feður þeirra, aðalsmennirnir, gerðu endur fyrir löngu þegar borgarastéttin var að taka við forystunni af þeim. Það er þroskamerkið í allri þróun brezku þjóðarinnar síðustu ald- irnar og einn helzti votturinn um það, hve heilbrigð, hve sí- ung og hve ósigrandi sú þjóð er. Það bezta er aldrei oí gott! ji Daglega nýtt 1; Nautakjöt j! j Hakkað kjöt ;j 1; Hangikjöt t Kjötfars ;j !; Kjöt af fullorðnu. j! I; Kindabjúgu ;j Miðdagspylsur !; !; Folaldakjöt j! I; Enn fremur allan áskurð. ;j i: Jén Mathlesen. jj Símar 9101 — 9102. Útbreiðið Alþýðublaðið. AÐ MÁ VARLA MINNA vera en ég þakki Morg- unblaðinu sendinguna í fyrra- dag, þar sem það fann alveg sér staka ástæðu til þess að henda fyrstu steinunum að mér, er það nú á ný, eftir skikkjanlega hegðun í rúmt ár, byrjar grjót- kastið á ,,glerhús“ okkar Al- þýðuflokksmanna. Á meðan ,,glerhúsið“ er enn nokkurt vígi og ég er ekki fallinn fyrir hinni „hröðu sókn“ Morgun- blaðsmanna mun ég reyna eftir mætti að endursenda skeytin, sem að mér verður beint. „i flótta“. Árum saman hefir það klingt við í Sjálfstæðisblöðunum, ef við Alþýðuflokksmenn höfum fært okkur úr stað, að nú væri þessi og þessi ,,flúinn“ og hefði skilið allt eftir „í rúst.“ Hvað eftir annað hafa Sjálfstæðis- blöðin látið þetta klingja um mig og nú síðast gerir Morgun- blaðið það í gær. Ég hefi ekki hirt um að svara þessum skrifum, en vil nú í eitt skipti fyrir öll gera þessa reikn- inga upp við þá Morgunblaðs- menn og aðra pólitíska and- stæðinga mína. Mér finnst það gegna furðu, að málgögn Sjálf- stæðisflokksins, bæði dauð og lifandi, skuli ekki sjá, hve hlægileg þau gera sig með slík- um skrifum sem þessum, og hve ósamkvæm þau eru sjálfum sér, er þau reyna að telja fólki trú um, að það sé eitthvað sér- stakt við það að athuga, ef Al- þýðuflokksmaður flytur sig búferlum. Flytji Alþýðuflokksmaður úr einum stað í annan, heitir það á máli Mgbl. „flótti.“ Fái hann eitthvað að gera í hinum nýja stað, heitir atvinn- an „bitlingur” og þó allt hafi verið í hinu bezta lagi, er hann fór úr sínu fyrra starfi, (maður talar nú ekki um, ef eitthvað hefir verið að) — heitir að hann hafi skilið við allt ,,í rúst.“ Svo lengi eru málgögn Sjálfstæðismanna búin að tönnlast á þessum firrum, að þau hafa ekki læknast að fullu á rúmlega árs reynslutíma. En samtímis því sem þetta er skrifað og skrafað um okkur, vita þau að í þeirra eigin flokki gerist nákvæmlega hið sama, og það í miklu stærri stíl en í Alþýðuflokknum. Ég gæti nefnt hér heila runu nafna í þessu sambandi bæði smærri og stærri spámanna Sjálfstæðismanna, sem bæði fyr og síðar hafa breytt til um starf — „hafa flúið“. — Þeir hafa fengið sér ný störf — bitl- inga — og þó margir hverjir þeirra séu mætir menn, hafa þeir ekki skilið við allt í blóma, heldur ,,í rúst“, eins og það heitir á máli Morgunblaðsins. Ég vil hins vegar ekki nefna nöfn þessara manna né reyna að gera þeim svxvirðu með því að segja að þeir hafi „flúið“ og skilið allt eftir „í rúst“. Ég á ekkert sökótt við þá og ég veit ekkert hvaða ástæður hafa leg- ið til þess, að þeir breyttu til. Enda varðar mig og aðra satt að segja ekkert um það, það er þeirra einkamál. Allt þetta skraf er því hræsni og yfirdrepsskapur, sem er hvorttveggja í senn, hlægilegur og fyrirlitlegur, og þeim einum til minnkunar, sem slíkt ber á borð fyrir almenning. Slík hræsnisskrif eiga ekki hvað minnstan þátt í því að rugla dómgreind almennings og grafa ræturnar undan því heilbrigði, sem blöðin hafa skyldu til að vernda og styrkja í þjóðfélag- inu. Það verður vonandi svo hér á landi, a. m. k. þar til vinir Mgbl., er nú ráða ríkjum í Þýzkalandi, eða samherjar þeirra í Rússlandi, hafa náð hér völdum, að mönnum sé frjálst að flytja sig'til, ef þeir géta það af eigin rammleik, án þess að vera hundeltir með því ár eftir ár sém einhverju Ö- dáðaverki. „t rtst“ Þá er ekki nægilegt hjá mál- gögnum þessum að tala um ,,flóttann“ einan, heldur er því bætt við, ef menn þessir hafa eifthvað sinnt opinberum störf- um, að þeir hafi skilið við allt „í rúst“ er þeir fóru burtu. Það er þó nær sanni, og ekki ámælisvert út af fyrir sig, að víkja opinberlega að því, hvernig opinberir starfsmenn hafa skilað af sér þeim störf- um, er þeir hafa haft með höndum, er þeir hætta þeim. Hins vegar er vitanlega skylt að ræða þau mál með rökum og gera þann reikning rétt upp. En hvenær hefir það verið gert í málgögnum Sjálfstæðismanna, þegar um okkur Alþýðuflokks- menn hefir verið rætt? Aldrei. Og það sem er enn verra er þáð, að ómerkilegir áhangendur flokksins hafa fengið í flokks- blöðunum rúm fyrir hinar rót- arlegustu getsakir og árásir í garð okkar þar sem allt hið versta hefir verið útmálað með sterkum litum, en ekkert fært fram af því, sem við höfum vel gert og að miklu gagni hefir komið. Svo hefir veriö um ,,rústirnar“, sem við höfum átt að háfa skapað á Norðfirði, ísafirði, Hafnarfirði og víðar. Allir þeir menn í Sjálfstæðis- flokknum, sem nærri hafa kom- ið opinberum málum, vita á- stæðurnar fyrir hnignun at- vinnulífsins í kaupstöðunum undanfarin ár. Þéir vita að það er sú óáran til sjávarins, sem verið hefir nú í hartnær ára- tug í sumum landshlutum, sem þessu hefir valdið. Þeir vita einnig, að atvinnufyrirtæki ein- staklinganna hafa farið ,,í nist“ á þessum sömu árum og þeir vita vel að hvert einasta þorp og kaupstaður á landinu hefir strítt við sömu örðugleikana, hverjir svo sem þar hafa stjórn- að. En hvenær hefir þetta verið viðurkent? Aldrei, þegar í hlut áttu þau sveitarfélög, sem Al- þýðuflokksmenn stjórnuðu. Hvert er það þorp og hver er sá kaupstaður, þar sem fjármál- in hafa ekki verið og eru jafn- vel enn ekki „í rúst“? Það á að vera einn þáttur- inn í þeirri samvinnu, sem þjóð- stjórnarflokkarnir hófu, að reisa bæjar- og sveitarfélögin úr þeiín rústum. Ýmislegt hefir verið til þess gert og meðan að því er unnið ætti a. m. k. þeim blöðum, sem telja sig styðja þá viðleitni, að vera sæmst „að þegja“, eins og Mgbl. ráðlegg- ur Alþýðublaðinu í grein sinni í fyiradag. Ég hefi áður hér í blaðínu hrakið lið fyrir lið allar ásak- anir og aðdróttanir í minn garð út af stjórn minni á málefnum Neskaupstaðar. Ég þarf ekki að endurtaka það hér, heldur vísa til þess. Hinu held ég fram, að fá bæj- Frh. á 4. sfðu. Að gefnu tilefni skal athygli bifreiðaeigenda og bif- reiðastjóra vakin á því, að samkvæmt 6. gr. reglugerðar frá 19. marz 1940, um sölu og afhendingu benzíns og takmörk- un á akstri bifreiða, ber eiganda og umráðamanni hverrar bifreiðar að geyma vandlega benzínviðskiptabók sína og af- henda hana lögreglustjóra, þar sem bifreiðin er skrásett, þegar hún er útnotuð. Að öðrum kosti verður ný bók ekski látin í té, og eru bifreiðastjórar þess vegna hér með aðvar- aðir um að glata ekki benzínviðskiptabókum sínum. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 23. maí 1940. AGNAR KOFOED-HANSEN.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.