Alþýðublaðið - 25.05.1940, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 25.05.1940, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN XXI. ÁRGANGUR LAUGARDAGUR 25. MAÍ 1940 119. TÖLUBLAÐ Bandam hafa horfað nndan af hernaðarlein Varnarstöðvamar fluttar frá Schelde til Lys. HVORKI Bandamenn né Þjóðverjar geta um neina stór-4 — — riSliiirSi ú vío'síöSviiniiin í Nnrðiir-Fralfklandi síðan ítlSIÍt!.É0!O! ir ð Englandi. A ” viðburði á vígstöðvunum í Norður-Frakklandi síðan í gær. Aðalfréttirnar voru í morgun frá Belgíu. Þar 'hafa Bandamenn nú haldið her sínum undan frá vígstöðvunum við Scheldefljót og tekið sér nýjar varnarstöðvar við fljót- ið Lys, nokkru vestar. Er það í tilkynningum Bandamanna sagt hafa verið ákveðið af hernaðarlegum ástæðum vegna ástandsins nyrzt í Frakklandi. Þjóðverjar segjast þegar hafa tekið Tournai milli Schelde og Lys, réít innan við landamæri Frakklands og vera komnir inn í Gent, þar sem þessi tvö fljót koma saman í Belgíu. Viðburðalítið í Norður-Frakklandi í Norður-Frakklandi er enn barizt ákaft við Somme og milli Arras og Cambrai, báðum megin við hliðið á her- línu Bandamanna og telja Frakkar sig vera að þrengja það með sókn að sunnan, en það er viðurkennt af Bandamönn- um, að Þjóðverjar geti enn haldið áfram að senda lið um það vestur til sjávar. Milli Arras og Cambrai virðast Þjóðverjar vera að reyna að víkka hliðið til norðurs til þess að geta komið við meira liði að baki Bandamannahernum í Belgíu, en áhlaup- um þeirra þar hefir enn verið hrundið. Vestur við Ermar- sund segja Bandamenn,-að dregið hafi úr bardögunum, síð- an Þjóðverjar tóku Boulogne. Manntjón Þjóðverja hálf milljón siðan sóknin hófst? Það er fullyrt í London, að manntjón Þjóðverja, síðan sóknin mikla á vesturvígstöðv- - -. 1 Siðustufréttirs Barizt á ný mi Bonloflne. BREZKA útvarpið skýrði frá því eftir kl. 1 í dag, að barizt væri nú aftur í Boulogne, í suðurhluta borg- arinnar, og héldu brezk her- skip á höfninni uppi stór- skotahríð á skriðdreka Þjóð- verja, á vegunum umhverfis borgina. Útvarpið taldi borgina raun- verulega eltki lengur á valdi Þjóðverja. Þýzka útvarpið skýrði frá því um svipað leyti, að Calais, sem liggur nokkru norðar á strönd- inni en Boulogne, væri um- kringd landmegin af Þjóðverj- um. unum hófst með árásinni á Hol- land, Belgíu, Luxemburg og Norður-Frakkland, nemi nú þegar liálfri milljón manna, sem fallið hafi eða særzt. Þá er einnig fullyrt, að brezki flugflotinn hafi á þessum tíma skotið niður 1000 þýzkar flug- vélar og franski flugflotinn aðr- ar 1000, þannig að Þjóðverjar séu búnir að missa í sókninni 2000 flugvélar. Tala skriðdreka,’ brynvarinna bifreiða og ann- arra vélknúinna farartækja, sem eyðilögð hafa verið í sókn- inni fyrir Þjóðverjum, er talin vera um 1400. Bandamenn telja manntjón sitt, fallna og særða, í þessari viðureign, ekki vera meira en 100 þúsund manns, og her- gagnatjónið ekki vera nema þriðjung á við hergagnatjón Þjóðverja. En Þjóðverjar mót- mæla þessum áætlunum Banda- manna. Þeir segjast ekki hafa gefið neitt upp enn um tölu fallinna og særðra hjá sér, en telja þó tölu fallinna og særðra á hlið Bandamanna, sem viður- kennd sé, allt of lága. LLS hafa nú verið hand- teknir í Bretlandi 25 manns úr félagsskapnum — „British Union of Fascists“ — eða Brezka fasistasambandinu, þar af 4 konur. Von Rintelen kaþteinn, þýzk ur maður, sem var njósnari í Bandaríkjunum í heimsstyrj- öldinni, hefir verið handtekinn. ítalir minna ð kröf- nr sínar nm Korsíku ¥ TALIR minntust þess með kröfugöngum og hátíðahöld- úm í gær, að 25 ár voru liðin frá því er þeir hófu þátttöku sína á hlið Bandamanna í heims- styrjöldinni. í Rómaborg bar mikið á þvi, að endurteknar væru kröfurnar um Korsíku (sem Frakkar eiga), og voru hengd upp spjöld, sem á stóð: „Lengi lifi hin ítalska Kor- síka!“ Spjöld með slíkum áletr- lufflum vora einnig borin í kröfu- göngunum. Étna farin að gjðsa. "C1 LDFJALLIÐ ETNA á Sikil- -*-•* ey er farið að iáta á sér bæra. í gær sást eldur í fjallinu, og sló rauðum bjarma á landið um- hverfis það. Jafnframt heyrðust drunur miklar úr eldgígnum. m L0NDQH- f ^ ' ... ;cr> C/.QHavre REtMS 1 MAINZ RIS metz NKR16 r BELFORT {AIAA/MfW rscHWBiz L \ Kort af Norður-Frakklandi, Belgíu og HoIIandi. Nyrzt í Frakk- landi, við Ermarsund, sést hafnarborgin Calais. Boulogne er skammt fyrir sunnan hana, en ekki sýnd á kortinu. Lækkar kolverðið á næstunni ? ------4----- Allmikil lækkun á flutningsgfiilfll* um taefir átt sér stað undanfarið UÐJÓN TEITSSON for- maður verðlagsnefnd- ar skýrði Alþýðublaðinu frá því í morgun, er það snéri sér til hans, að flutnings- gjöld hefðu lækkað nokkuð og að svo liti út sem kol muni lækka allverulega í verði á næstunni. Alþýðublaðið hefir heyrt að kolakaupmenn séu nú að leita fyrir sér um kaup á allstórum Ýms ólögboðin útgjðld ríkisins skorin niður. Fjármálaráðherra segir: „Heimildin verð ur notuð eftir því, sem hægt verðurw. U JARMALARAÐHERRA hefir ákveðið að nota heimild, sem honum var gefin á Alþingi, að skera nið- ur ólögbundin útgjöld fjár- laga um allt að 20%. Heimildin er svohljóðandi: „Ríkistjórninni er heimilt . . að lækka útgjöld ríkissjóðs, sem eru ekki bundin í öðrum lögum en fjárlögum, eftir jöfnum hlutföllum um allt að 20%, ef ríkisstjórnin telur sýnilegt, að áhrif styrjaldarinnar verði þess valdandi, að tekjur ríkissjóðs ■; lækki verulega.11 i í samtali við Alþýðublaðið í ’ morgun sagði fjármálaráð- herra, að niðurskurðurinn yrði Frh. á 4. síðu. kolafarmi og að telja megi lík- legt að þau kaup takist. Kol hafa verið keypt hing- að í vetur og í vor með allt að 80 shillinga flutningsgjaldi á hverja smálest. Síðasti farmur- inn var keyptur með 72 shill- inga flutningsgjaldi á smálest. Vitað er að flutningsgjöldin hafa lækkað allverulega undan- farið og að nýlega var hægt að fá kol keypt á 60 shillinga flutningsgjald á tonn, en talið er jafnvel líklegt að nú megi takast að fá flutningana fyrir um 45 shillinga á tonn. Shillingurinn samsvarar nú um einni íslenzkri krónu. Má því gera ráð fyrir að kolatonnið geti lækkað um það, sem nem- ur lækkun flutningsgjaldanna. Þá hefir sterlingspund lækkað nokkuð undanfarið, og ætti það. einnig að geta orðið til að lækka verðið. Ástæðan fyrir lækkun flutn- ingsgjaldanna er talin sú, að hafnir á Norðurlöndum hafa lokast og að mikill fjöldi skipa frá þessum löndum sé í brezk- um höfnum. Þá mun minnkandi sjóhernaður hafa einhver áhrif,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.