Alþýðublaðið - 25.05.1940, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 25.05.1940, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 25. MAÍ 1940 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MÞYÐUBLASIÐ Ritstjóri: F. R. Valdemarsson. í fjarveru hans: Stefán Pétursson. Símar 4902 og 5021 (heima). Ritstjórn: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4902: Ritstjóri. 4901: Innlendar fréttir. 5021: Stefán Pét- ursson (hekna) Sellandsstíg 16. 4903: Vilhj. S. Vilhjálms- son (heima) Brávallagötu 50. Afgreiðsla: Alþýðuhúsinu gengið inn frá Hverfisgötu. Símar: 4900 og 4906. Verð kr. 2,50 á mánuði. 10 aurar í lausasölu. A LÞ Ý Ð U P R E N T S M IB J A N H. ,F . Mæðradagurinn. EINS og frá hefir verið skýrt hér í blaðinu gengst Mæðra- styrksnefndin fyrir skemmtunum og merkjasöhi á morgun, á Mæðradaginn. Verður ágóðanum eins og und- anfarin ár varið til þess að kosta dvöl fátækra mæðra og barna í sveit, og veita þeim hvíld og hressingu. Þ að þarf í raun og veru ekki að hafa mörg orð til þess að brýna fyrir Reykvíking- um að bregðast vel við og styrkja þessa starfsemi nefndar- innar. Allir vita hve mikil og brýn þörf er nú fyrir slíka rfjálþ, allir vita hversu mjög atvinnu- leysi og skortur hefir sorfið að mörgum fjölskyldum í vetur og altof margir þekkja af e'gin reynd hvernig áhyggjur, úrræðaleysi, angist og kví'ði liggur eins pg farg á mönnum um þessar mund- ir og, þá ekki sízt öllum þeim, sem eiga að bera ábyrgð á lífi og velferð annarra, svo langt eða skammt, sem'sú ábyrgð nær, þeg- ar á/ reynir, Mæðrastyrksnefndin veit að þrátt fyrir alla erfiðleika og á- hyggjur eru þeir margir semvilja líkna ;Ög hiálpa, svo lengi sem unht er. Hún treystir því að á tímuífí neyðarinnar ög háskans láti hjálpfýsi og mannúð sig heldur. ekki án vítnisbUrðar og að árangurinn af starfsemi dagsins geri henni fært að létta byrðar mæðra og litilla barna, því a'ð það er fyrir þessa aðilaein- göngu, sem Mæðr'astyrksnefndin vinnur íog hefir imnið á undan- förnum árum. Með aðstoð Reyk- víkinga og fyrir hjálpfýsi þeirra hefir nefndinni tekist mörg und- anfarin sumur að koma fjölda .mörgum þreyttum fátækummæðr Um og börnum þeirra í sumar- hvild upp í sveit um lengri eða skémmri tíma eftir efnum og öðrum ástæðum4-. Hér í braðinu hefir oft á undanförnum árum verið minnst á þetta starf og bent á það hve þýðingarmikið 1 það er fyrir hin fátækustu al- þýðuheimili, sem fáa eiga úr- kosti um sumarhvíld og upp- lyftingu, eftir þrotlausa baráttu kaldra vetrarmánaða við - at- vinnuleysi, kulda og ýmlskonur skort. I blaðinu hafa birzt um- mæli mæðra sem hafa orðiðþess- arar starfsemi aðnjótandi og not- ið nokkurra vikna hvíldar á á- gætum stöðum. I fyrra sumar hafði Mæðrastyrksnefndin umráð yfir Reykholtsskóla í Biskups- tungum. Er það hinn ágætasti staður og líkaði öllum dvölinþar framúrskarandi vel. Alþýðublað- inu er ekki kunnugt pegar þetta er rita'ð hvort Mæ'ðrastyrksnefnd- in hefir u'mráð yfir þessum skóla í sumar, en nefndin mun velja þann stað, sem hún á völ á og telur beztan. . Eins og minnst er á í upphafi þessarar greinar eru nú alveg sérstakir tímar. Mörgum þykir á- standið ískyggilegt og hættusamt. Þó að það kunni að miklu leyti að vera óþarfa ótti, þá er ekki því að neita að tímarnir skapa kvíc^ hjá fólki og má gera ráð fyrir að sá kviði komi fyrst og fremst niður á þeim heimilum, sem fyrst og fremst eiga við öryggisleysi að berjast, .atvinnu- leysi, kulda og skort, en það hafa mörg heimili hér í Reykja- vík átt við" a'ð stríða síðastliðinn vetur. tlr þessum kvíða óg úr þess- um ótta er ekki hægt að draga til fullnustu, en með mæðradeg- inum má þó skapa vörn gegn honum, létta honum að nokkru leyti af fátækustu heimilunum. ' Ef dæma má eftir þeim undir- tektum, sem starfsemi Mæðra- styrksnefndarinnar hefir fengið hjá bæjarbúum undanfarin ár má vænta þess, að þær varði góð- ar, en eins og bent var á í sambandi við Barnadaginn verður einniig nú að minna á það að nú er enn meiri . þörf en nokkru sinni áður og að nú þarf meira fé en undánfarin ár til þess að halda starfseminni uppi. Alþýðublaðið vill hvetja les- endur sína til að kaupa merki Mæðradagsins á morgun og styðja alla starfsemi dagsins eins og þeir geta. 1. Hokks-mótið: K.R. vann Val 1:0. Fram vann Vf kins 3:1 IGÆRKVELDI voru háðir tveir kappleikir í 1. flokks mótinu: Kepptu K. R. og Valur fyrst, og vann K. R. með 1 : 0. Síðari leikurinn var ¦ milli Fram og Víkings og vann Fram með 3 : 1. Svo vir^ðist sem 1. flokks lið K. R. sé einna bezt, mestur samleikur og liðið að ýmsu sam- valdara en lið hinna félaganna. Allmikið kapp var í báðum leikjunum og oft illa leikið. Annað kvöld kl. 8x/2 verður háður þriðji kappleikurinn í meistaramótinu og keppa þá K. R. óg Valur. Það eru gömlu pólarnir í knattspyrnunni, sem nú eigast við. '. DRENGJAFÖT, matrósaföt, jakkaföt, frakkar. Sparta, — Laugavegi 10, sími 3094. Bókabúð Æskunnar cr í Kirkjuhvoli, Sími 4235, Brú yfir hið breiða haf: AtiUn kynni og samvinna landa vestan taaf s og austan ----------------» — Tímarit Vestur^fslendinga inn á hwert islenzkt heimili. A LLT bendir til þess, að **• vaxandi samhugur og aukin kynni séu nú að hefjast milli Vestur-dnsínlegi vbgk cm okkar hérna heima. Má miða upphaf þessarar auknu kynningar, sem svo mjög hefir gert vart við sig síðastliðið ár við 20 ára fullveldisdaginn, þegar við hér heima hlýddum í þögulli hrifningu á ávörp og ræður og söng landa okkar vestur í Kanada. Síðan hafa kynnin aukist mjög, samhugurinn vaxið og vináttan tengst fastari bönd- um. Þetta er gleðilegt. Báðir eru af sama meiði sprottnir og hvor aðilinn fyrir sig getur fært hinum merka reynslu, menn- ingarverðmæti og annað, sem getur orðið til uppbyggingar. Hér var í haust stofnað Þjóð- ræknisfélag íslendinga og er því ætlað það hlutverk fyrst og fremst að auka kynni og samstarf milli þjóðarbrotsins vestra og okkar hérna heima. Þetta félag hefir að vísu ekki enn starfað mikið og þó liggur ýmislegt eftir það. Ýmislegt veldur því, að félagið er enn ekki orðið nógu fjölmennt, en það má fyllilega gera ráð fyrir því, að ekki líði á löngu þar til það nái mikilli útbreiðslu og geti orðið sá tengiliður milli okkar, sem því er ætlað að verða. En stofnun þess er einn ávöxtur hinnar nýju kynningar og vináttuhreyfingar. Samgöngur milli íslands og Ameríku eru nú greiðari en þær hafa verið áður. Ekki er hægt að gera ráð fyrir því, að svona verði framvegis, eftir að ófriðn- um líkur, en þetta hefir nú haft þau áhrif meðal annars, að hér dvelja allmargir þekktir Vest- ur-íslendingar, og það menn, — sem standa mjög framarlega í öllum félagsskap Vestur-ís- lendinga. Þremur þessara manna og frúm þeirra hefir verið boðið hingað, einum af Þjóðræknisfélaginu og tveimur af Eimskipafélagi íslands. Fjórði maðurinn'— og ekki þeirra ómerkastur, Sophonías Thorkellsson verksmiðjueigandi er kominn hingað fyrir nokkru og ætlar að dvelja hér á landi sumarlangt. Enn er hann hér í bænum, en í sumar ætlar hann að stunda slátt upp á gamla mátann heima í sveitinni, þar sem hann sleit barnsskónum. Sophonías Thorkelsson kom hingað með allmikið af Tíma- riti Þjóðræknisfélags íslend- inga vestra. Hann sagði nýlega við þann sem þetta ritar: „Ég hygg, að Tímarit Þjóð- ræknisfélagsins geti unnið mik- ið hlutverk í þá átt, að auka kynnin milli okkar. Ritið hefir enn mjög litla útbreiðslu hérna heima, en okkur vestra er það ákaflega mikið áhugamál að auka útbreiðslu þess hérna sem allra mest og helzt að koma því inn á hvert heimili í landinu. Þetta er ekki fjárhagsatriði í fyrsta lagi fyrir okkur, heldur miklu fremur að við teljum að útbreiðsla ritsins hér heima sé skilyrðið fyrir því að þið skilj- ið líf okkar, starf og viðfangs- efni, sem búum fjarri ættjörð- ihni. Ritið er spegill menning- arviðfangsefna, sem við höfum með höndum og sá, sem les það kynnist aðstöðu okkar." Sá, sem þetta ritar, veit, að Tímarit Þjóðræknisfélagsins er mjög lítið kunnugt hér á landi og má segja, að skömm sé að. Má þó ef til vill afsaka okkur með því, að útgefndurnir liafi ekki fyrr en nú gert mikiö að því að útbreiða það hér á landi. Nú mun Sophonías hafa út- vegað útsöluniann fyrir _ ritið hér heima, Egil Bjarnason, starfsmann við afgreiðslu Tímans, og geta menn snú- ið sér til hans til að fá rit- ið. Tímaritinu fyrir síðastliðið ár hefi ég haft tækifæri til að kynnast og er það hið prýðileg- asta að öllum frágángi. Ritstj. þess var dr. Rögnvaldur Péturs- son og var hann nýbúinn að leggja síðustu hönd á það, þeg- ar hann létzt. Nú er talið lík- legt, að dr. Richard Beck verði ritstjóri þess. Til þess að gefa almenningi hugmynd um efni síðasta heft- is tímaritsins, skal ég hér á eftir birta efnisyfirlit þess: Alþýðuskáldið Valdimar Briem, eftir séra Jakob Jóns- son, Birnir, kvæði eftir Gutt- orm J. Guttormsson, Bréf frá Tweedsmuir lávarði til> Þjóð- ræknisfélagsins, Frank North, saga eftir Jóhann Magnús Bjarnason, Frá þeim yngri, eft- ir dr. Stefán Einarsson, Iceland, a sonnet, eftir J. C. Royle, ís- lenzkar bókmenntir í Canada, eftir séra Guðmund Árnason, ís lenzkir vesturfarar, eftir dr. Rögnvald Pétursson, Leyndir straumar, eftir Sigurð Ólafsson frá Ytra-Hóli, Móðir mín, kvæði eftir Gísla Jónsson, Ragnar E. Kvaran, minningarorð, eftir sr. Guðmund Árnason, Salt jarðar, sagar eftir Guðrúnu Finnsdótt- ur, Sumar, kvæði eftir Þ. Þ. Þv Til Vestur-íslendinga, kvæði, eftir Sigurð Jónsson frá Hellu- vaði, Vornótt, söngvísa eftir Gísla Jónsson, Þú söngst mér lag, kvæði eftir Pál S. Pálsson, Örn Arnarson skáld, eftir dr. Richard Beck. Auk þessa er í ritinu ýms fróðleikur um starf og félags- líf Vestur-íslendinga. Eins og sjá má á efnisyfirlitinu er Tímaritið mjög fróðlegt og girnilegt til lesturs og það er Frh. á 4. síðu. Rafbylgjuofninn ER ÍSLENZK UPPFINNING. I þeim löndum, þar sem raftækjasamkeppnin er mjög hörS, svo sem Englandi og Noregi, hefir rafbylgjuofninn verið „patent- eraður" mótmælalaust. — Getur nokkur bent á beti'i með- mæli? —- Rafbylgjuofninn verður framleiddur úr vandaðasta efni, sem völ er á. Minni pantanir afgreiddar úr vöruskemmu, stærri eftir sam- komulagi. Að gefnu tilefni skal bent á, að lægtsu taxtar til upphitunar húsa hér í Reykjavík, hinir svonefndu tilraunataxtar, hafa fengizt þar, sem rafbylgjuofninn er notaður. — Gefið upplýs- ingar um stærð herbergja og húsakynni, þá f-áið þið þann ofn afgreiddan, sem yður mun bezt henta. Sími Rafbylgjuofnsins er: 5740. Skrifstofa mín er enn á sama stað í Hafnarhúsinu á 1. lofti, sími 5980. Theódór Jakobsson, skipamiðlari. Réykjavíkurmótið. MEISTARAFLOKKUR. Á morgun kl. 8,30 keppa hinir gömlu og góðu keppendur K.R.-VALUR Leikurinn sem aliir vilja s]á

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.