Alþýðublaðið - 27.05.1940, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 27.05.1940, Blaðsíða 1
ALÞTÐUBLA RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON UTGEFANDI: ALÞYÐUFLOKKURINN XXI. ÁRGANGUR MÁNUDAGUR 27. MAÍ 1940. 120. TÖLUBLAÐ Bardagarnir halda áfram á ströndinni við Ermarsund. Þjóðverjarhafa núaftur Boulogne á sinu valdi en Bandamenn segjast haldaCalais ÞAÐ er stöðugt barizt á ströndinni við Ermarsund, ánv þess að til nokkurra úrslita hafi komið. í franskri tilkynningu í gærkveldi var það viðurkennt, að Þjóðverjar hefðu nú aftur náð Boulogne á sitt vald. En í brezkri til- kynningu var tekið fram, að Calais væri á valdi Banda- manna, og að yfirlýsing, sem þýzka herstjórnin gaf út um það í gær, að Þjóðverjar væru búnir að taka þá borg, væri ósönn. Brezk herskip taka pátt i bardögunum. Herskip Breta halda áfram stuðningi sínum við lándher Breta og Frakka á ströndum Belgíu og Frakklands og er haldið uppi skothríð á Þjóð- verja og skriðdrekasveitir þeirra. Flugmenn Þjóðverja halda áfram árásum sínum á flóttafólk, þar sem það safnast saman, og á vegum. Meðal ann- ars gerðu Þjóðverjar loftárás á járnbrautarstöðina í Boulogne, þar sem flóttafólk beið í hundr- aðatali, áður en þeir náðu borg inni í gær. Biðu margir bana, en fólk særðist í tugatali. Þrír brezkir tundurspillar fóru inn í höfnina og tókst að ná flóttafólki úr landi og flytja það á brott. Var haldið uppi skothríð á stöðvar Þjóðverjar meðan þessu fór fram. Brezkum tundurspilli sökkt. Ðrezkum tundurspilli, „Ess- ex," hefir verið sökt í sprengju árás við strendur Frakklands. Sex menn biðu bana. Hllðið að prengjast? Þjóðverjar halda uppi lát- lausum áhlaupum á her Banda- manna í Belgíu og sunnan við landamæri Frakklands suður að hliðinu á herlínu milli Arras og Bapaume, en þeim hefir ver- ið hrundið með miklu mann- tjóni fyrir Þjóðverja. Áköfust eru áhlaupin nú á vinstri fylkingararm Banda- manna, nyrzt og vestast í Belg- íu, þar sem hersveitir Belgíu- manna eru fyrir til varnar, og hafa brezkar hersveitir verið fluttar þangað til liðs við Belg- íumenn. Suður við Somme eru Frakk- ar sagðir hafa bætt aðstöðu sína og í gær var því lýst yfir í tilkynningum Bandamanna, að þeim hefði tekizt að þrengja hliðið á herlínu þeirra verulega með sókn á vígstöðvunum við Somme, og geti nú skotið af fallbyssum á hinar vélknúnu hersveitir Þjóðverja, sem fara um það vestur til Ermarsunds- strandar. En herflutningar Þjóð verja um hliðið virðast þó enn halda áfram. Á vígstöðvunum austan við Somme, meðfram Aisne og norð- austur að Montmedy, hafa engir stórviðburðir gerzt. Þjóðverjar gerðu þó mikil áhlaup 'í gær við Montmedy, en peim var hrundið, og er manntjón Þjóð- verja í þeim talið .hafa verið mjög mikið. Frekari fregnir hafa borizt um hið mikla manntjón, sem Þjóðverjar hafa orðið fyrir í sókn sinni á vesturvígstöðvun- um. í skeyti frá Basel í Sviss seg- ir, að hver flutningalestin á fætur annarri fari með særða hermenn til Bayern og Tyrol. Talið er, að særðir hermenn í þúsundatali hafi verið fluttir daglega undangengna daga austur á bóginn, og eru þessir flutningar svo miklir, að valdið hefir miklum erfiðleikum, að því er aðra flutninga snertir. Sir Stafford Gripps til Noskva, Sir Sam- ael Hoare til Hadrid. OIR STAFFORD CRIPPS *^ er lagður af stað til Mosk- va sem formaður brezkrar nefndar til þess að semja um viðskiptamál milli Sovét-Rúss- lands og Bretlands. Hefir hann í för með sér marga aðstoðar- menn og sérfræðinga. Sir Samuel Hoare er í þann veginn að leggja af stað til Spánar, en hann hefir nú verið skipaður sendiherra Breta á Spáni. Sir Stafford Cripps var um langt skeið meðlimur brezka Alþýðuflokksins og meira að segja í stjórn hans, en varð við- skila við flokkinn um skeið, vegna þess, að hann var á ýmsa lund hlynntari stjórnmála- stefnu Sovét-Rússlands en meirihluti flokksins gat sætt sig við. Sir Samuel Hoare er einn af þekktustu mönnum íhalds- flokksins brezka. Sendiför þessara tveggja manna er í blöðum úti um allan heim talin merkilegur vottur þeirrar einingar, sem ríkir með- al brezku þjóðarinnar, þar sem þessir tveir gagnólíku menn, með gagnólíkar skoðanir, hafa gefið sig í þjónustu stjórnar- innar til þess að inna af hönd- um hin torveldustu hlutverk, hvor á þeim vettvangi, þar sem ætla má að kraftar þeirra komi að mestum notum. Veðreiðarnar i gær. Árangur varð ekki góður enda skeiðvollurinn slæmur EINS og lesendum mun kunn- ugt, hélt Hestamannafélagið Fákur kappreiðar inni við Elliða- ,ár í gær. Pessar kappreiðar eru pær fyrstu, sem haldnar hafa verið á árinu, en vonandi ekki pær síðustu. Þrátt fyrir slæmt og leiðinlegt veður, hafði mikill fjöldi fólks"— um 800 — safnast saman umhverfis hlaupavöllinn um það leyti sem kappreiðarnar byrjuðu, og mun það, þrátt fyrir rigninguna, hafa skemmt sér á- gætlega. Svo mikið er víst, að mikil ös var allan tímann í kring um VeÖbankann, en þar gafst sér- hverjum tækifæri til að veðja Frh. á 4. síðu. Sir Edmund Ironside, (í miðið), senvnú tekur við yfirstjórn hersins heima á Englandi. Ironside tekur við her- stjórn heima á Englandi ?—'¦--------;— T> REYTINGARNAR voru í gær tilkynntar á herstjórn *-* Breta. Hefir Sir Edmund Ironside, hingað til forseti brezka herforingjaráðsins, verið gerður að yfirhershöfðingja alls heimahers á Bretlandi, en Sir John Dill tekið við för- sæti herforingjaráðsins af honum. Talið er að þessar breytingar ?" standi í sambandi við hina auknu hættu á þýzkri árás á Bretland sjálft, eftir að Þjóðverjum hefir tekizt að ná fótfestu við Ermar- sund- En Bretar bera mikið traust til Sir Edmund Ironside og hafa því falið ho.num yfirstjörn allra landvarna heima fyrir. Brottfiutningur fölks af austurstrðnd Englands. Ákveðið hefir verið, að strand- héruðin á Englandi gegnt Hol- landi verði „brottfhitningssvæði", þ. e. að fólk verði flutt þaðan til annara staða, vegna Ioftárásar- hættunnar. Fyrst verður unnið að því að flytja börnin í þessum hér- uðum á brott, til Wales og fjari- lægari'liéraða í Englandi. ^Loftárásahættan í 'austurhluta Englands er talin meiri en áður, eftir að Þjéðverjar hernámu Hol- land. . Unnið í ðlliim verksmiðj- um á Englandi i gær. Dagurinn í gær hafði á sér annan svip en sunnudagar vanalega í Bretlandi, því að í gær var í fyrsta skipti í yfir- standandi.styrjöld unnið í öll- um verksmiðjum landsins. — Hvarvetná var fólk að verki og aukalestir í hundraðatali voru í förum, til þess að flytja verka- menn til vinnustöðva. . Hæstaréttardömur i ¥ÍXÍlulðlÍ. I MORGUN var kveðinn upp í hæstarétti dómur í málinu Kristján Jónsson f. h. Kiddabúðar gegn Magnúsi Thorlacius f. h. August Töpfer & Co. Mál þetta var höfðað fyrir bæj- arþinginu með stefnu útgefinni af Magnúsi Thorlacíus f. h. Au- gust Töpfer & Co. gegn Krist- jáni Jónssyni f. h. Kiddabúðar lil greiðslu víxils að upphæð eff. stpd. 6—18—9, útgefins af um- bjóðanda stefnanda 30. júní f. á. og samþykkt af stefndum til greiðslu 30. sept. f. á. en'vixill- inn var afsagður sökum greiðslu- falls 3. okt. s.'l, Krefst stefnandi þess,, að stefndur verði, að viðlögðum 100 kr. -dagsektUm, skyldaður til að greiða sér eff. sterlpd". B—18 —9 ásamt 6°/o ársvöxtum frá gjalddaga til greiðsludags. S'.efndur hefir haldið því fram, að hann hafi þegar á gjalddaga 'boðið fr^m í Landsbankanum hér greiðslu á vixilupphæðinni í ís- lenzkum peningum, og hafi það verið löglegt greiðslutilboð af sinni hálfu. Telur hann, að hann sé ekki skyídur til að greiða upp- hæðina í erlendum gjaldeyri, þar sem slíkt fari í bága við lands- lög, með því að engum einstak- Frh. á 4. síðu.'

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.