Alþýðublaðið - 27.05.1940, Side 1

Alþýðublaðið - 27.05.1940, Side 1
r RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN XXI. ÁRGANGUR MÁNUDAGUR 27. MAÍ 1940. 120. TÖLUBLAÐ Bardagarnir halda áfram á ^ströndinni við Ermarsund. Þjóðverjar hafa nú aftur Boulogne á sinu valdi en Bandamenn segjast halda Calais ÞAÐ er stöðugt barizt á ströndinni við Ermarsund, án 4' þess að til nokkurra úrslita hafi komið. í franskri tilkynningu í gærkveldi var það viðurkennt, að Þjóðverjar hefðu nú aftur náð Boulogne á sitt vald. En í brezkri til- kynningu var tekið fram, að Calais væri á valdi Banda- manna, og að yfirlýsing, sem þýzka herstjórnin gaf út um það í gær, að Þjóðverjar væru búnir að taka þá borg, væri osonn. Sir Stafford Cripps Sir Edmund Ironside, (í miðið), sem nú tekur við yfirstjórn hersins heima á Englandi. Irooside tekur við her^ stjórn heima á Englandi ------4------- D REYTINGARNAR voru í gær tilkynntar á herstjórn Breta. Hefir Sir Edmund Ironside, hingað til forseti brezka herforingjaráðsins, verið gerður að yfirhershöfðingja alls heimahers á Bretlandi, en Sir John Dill tekið við for- sæti herforingjaráðsins af honum. Btezk hersklp taka liátt I bardöonDum. Herskip Breta halda áfram stuðningi sínum við landher Breta og Frakka á ströndum Belgíu og Frakklands og er haldið uppi skothríð á Þjóð- verja og skriðdrekasveitir þeirra. Flugmenn Þjóðverja halda áfram árásum sínum á flóttafólk, þar sem það safnast saman, og á vegum. Meðal ann- ars gerðu Þjóðverjar loftárás á járnhrautarstöðina í Boulogne, þar sem flóttafólk beið í hundr- Þjóðverjar halda uppi lát- lausum áhlaupum á her Banda- manna í Belgíu og sunnan við landamæri Frakklands suður að hliðinu á herlínu milli Arras og Bapaume, en þeim hefir ver- ið hrundið með miklu mann- tjóni fyrir Þjóðverja. Áköfust eru áhlaupin nú á vinstri fylkingararm Banda- manna, nyrzt og vestast í Belg- íu, þar sem hersveitir Belgíu- manna eru fyrir til varnar, og hafa brezkar hersveitir verið fluttar þangað til liðs við Belg- íumenn. Suður við Somme eru Frakk- ar sagðir hafa bætt aðstöðu sína og í gær var því lýst yfir í tilkynningum Bandamanna, að þeim hefði tekizt að þrengja hliðið á herlínu þeirra verulega með sókn á vígstöðvunum við Somme, og geti nú skotið af fallhyssum á hinar vélknúnu hersveitir Þjóðverja, sem fara um það vestur til Ermarsunds- strandar. En herflutningar Þjóð verja um hliðið virðast þó enn halda áfram. Á vígstöðvunum austan við Somme, meðfram Aisne og norð- austur að Montmedy, hafa engir stórviðburðir gerzt. Þjóðverjar gerðu j)ó' mikil áhlaup !í gær við Montmedy, en þeim var hrundið, og er manntjón Þjóð- aðatali, áður en þeir náðu borg inni í gær. Biðu margir bana, en fólk særðist í tugatali. Þrír brezkir tundurspillar fóru inn í höfnina og tókst að ná flóttafólki úr landi og flytja það á brott. Var haldið uppi skothríð á stöðvar Þjóðverjar meðan þessu fór fram. Brezkum tundurspilli sðkkt. Brezkum tundurspilli, ,,Ess- ex,“ hefir verið sökt í sprengju árás við strendur Frakklands. Sex menn biðu bana. verja í þeim talið hafa verið mjög mikið. Frekari fregnir hafa borizt um hið mikla manntjón, sem Þjóðverjar hafa orðið fyrir í sókn sinni á vesturvígstöðvun- um. í skeyti frá Basel í Sviss seg- ir, að hver flutningalestin á fætur annarri fari með særða hermenn til Bayern og Tyrol. Talið er, að særðir hermenn í þúsundatali hafi verið fluttir daglega undangengna daga austur á bóginn, og eru þessir flutningar svo miklir, að valdið hefir miklum erfiðleikum, að því er aðra flutninga snertir. EINS og lesendum mun kunn- ugt, hélt Hestamannafélagið Fákur kappreiðar inni við Elliða- ár í gær. Þessar kappreiðar eru þær fyrstu, sem haldnar hafa verið á árinu, en vonandi ekki þær síðustu. Þrátt fyrir slæmt og leiðinlegt veður, hafði mikill fjöldi fólks — um 800 — safnast til Noskva, Sir Sam- eel Roare til Madrid. OIR STAFFORD CRIPPS er lagður af stað til Mosk- va sem formaður brezkrar nefndar til þess að semja um viðskiptamál milli Sovét-Rúss- lands og Bretlands. Hefir hann í för með sér marga aðstoðar- menn og sérfræðinga. Sir Samuel Hoare er í þann veginn að leggja af stað til Spánar, en hann hefir nú verið skipaður sendiherra Breta á Spáni. Sir Stafford Cripps var um langt skeið meðlimur brezka Alþýðuflokksins og meira að segja í stjórn hans, en varð við- skila við flokkinn um skeið, vegna þess, að hann var á ýmsa lund hlynntari stjórnmála- stefnu Sovét-Rússlands en meirihluti flokksins gat sætt sig við. Sir Samuel Hoare er einn af þekktustu mönnum íhalds- flokksins brezka. Sendiför þessara tveggja manna er í blöðum úti um allan heim talin merkilegur vottur þeirrar einingar, sem ríkir með- al brezku þjóðarinnar, þar sem þessir tveir gagnólíku menn, með gagnólíkar skoðanir, hafa gefið sig í þjónustu stjómar- innar til þess að inna af hönd- um hin torveldustu hlutverk, hvor á þeim vettvangi, þar sem ætla má að kraftar þeirra komi að mestum notum. saman umhverfis hlaupavöllinn um það leyti sem kappreiðarnar byrjuðu, og mun það, þrátt fyrir rigninguna, hafa skemmt sér á- gætlega. Svo mikið er víst, að mikil ös var allan tímann í kring Um Veðbankann, en þar gafst sér- hverjum tækifæri til að veðja Frh. á 4. síðu. Talið er að þessar breytingar ♦ standi í sambandi við hina auknu hættu á þýzkri árás á Bretland sjálft, eftir að Þjóðverjum hefir tekizt að ná fótfestu viÖ Ermar- sund- En Bretar bera mikið traust til Sir Edmund Ironside og hafa því falið honum yfirstjórn allra landvarna heima fyrir. Brottflntninour fólks af ansturstrðnð Enplands. Ákveðið hefir verið, að strand- héruðin á Englandi gegnt Hol- landi verði „brottflutningssvæði", þ. e. að fólk verði flutt þaðan til annara staða, vegna loftárásar- hættunnar. Fyrst verður unnið að því að flytja börnin í þessum hér- uðum á brott, til Wales og fjar- lægariliéraða í Englandi. '^Loftárásahættan í austurhluta Englands er talin meiri en áður, eftir að Þjóðverjar hernámu Hol- land. / Unnið i ðllum verksmið]- um i Englandi i gær. Dagurinn í gær hafði á sér annan svip en sunnudagar vanalega í Bretlandi, því að í gær var í fyrsta skipti í yfir- standandi. styrjöld unnið í öll- um verksmiðjum landsins. — Hvarvetna var fólk að verki og aukalestir í hundraðatali voru í förum, til þess að flytja verka- menn til vinnustöðva. Hæstaréttardömnr i fixilmðli. MORGUN var kveðinn upp í hæstarétti dómur í málinu Kristján Jónsson f. h. Kiddabúðar gegn Magnúsi Thorlacius f. h. August Töpfer & Co. Mál þetta var höfðað fyrir bæj- arþinginu með stefnu útgefinni af Magnúsi Thoriacíus f. h. Au- gust Töpfer & Co. gegn Krist- jáni Jónssyni f. h. Kiddabúðar til greiðslu víxils að upphæð eff. stpd. 6—18—9, útgefins af um- bjóðanda stefnanda 30. júní f. á. og samþykkt af stefndum til greiðslu 30. sept. f. á. en víxill- inn var afsagður sökum greiðslu- falls 3. okt. s. 1. Krefst stefnandi þess, að stefndur verði, að viðlögðum 100 kr. dagsektum, skyldaður til að greiða sér eff. sterlpcf. "6—18 —9 ásamt 6°/o ársvöxtum frá gjalddaga til greiðsludags. S'.efndur hefir haldið því fram, að hann hafi þegar á gjalddaga 'boðið f{am í Landsbankanum hér greiðslu á víxilupphæðinni í ís- lenzkum peningum, og hafi það verið löglegt greiðslutilboð af sinni háifu. Telur hann, að hann sé ekki skyldur til að greiða upp- (hæðina í erlendum gjaldeyri, þar sem slí'kt fari í bága við lands- lög, með því að engum einstak- Frh. á 4. síðu. Hliðið að prengjast? ----4,--- Veðreiðarnar í gær. Árangnr varð ekkl gðður enda skeiðvöllurinn slæmnr

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.