Alþýðublaðið - 27.05.1940, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 27.05.1940, Blaðsíða 2
ALÞYÐUBLAÐIÐ MANUDAGUR 27. MAI 1940. N Ý BÓK, SEM ÖLLUM ÞYKIR GAMAN AÐ LESA. Óveðnr i SuðnrhSfnm. Þessi saga er eftir sömu vin- sælu höfundana og „Uppreisn- in á Bounty“, en er viðburða- ríkari og stórfengiegri og meira spennandi, og svo ódýr, að allir geta eignast hana. Fæst í öllum bókaverzlunum. Sumarhattar í miklu og fjölbreyttu úrvali. HATTBÖND í öllum regnbogans litum. Hattabúð Soffíu Pálma Laugavegi 12. — Sími 5447. Til brúðargjafa. Fyrsta flokks handslípaður kristall og ekta kúnst-keramik. K. Einarsson & Björnsson Sundhðllin tilkynnlr: Fyrst um sinn verður SundhöIIin ekki opin á r ' virkum dögum kl. 11—1 fyrir almenning. 4 Harðfisknr sérstaklega góður. EGG, lækkað verð. BJÚGU, daglega ný. KOMIÐ — SÍMIÐ — SENDIÐ. BREKKÁ —— UM DAGINN OG VEGINN Hvaða reynsla hefir fengist af Sundviku blaðamanna? Gjaltlið í Sundhöllinni er of hátt. Ef það væri Iægra,.væri Sundhöllin allt af fuli af fólki. Bretarnir og böðin. Þeir, sem vilja koma af stað úlfúð. Glerhrúgan hjá Mjólkurstöðinni. Áskorun Árna frá Múla og Blaða- mannafélagið. ATHUGANIR HANNESAR Á HORNINU. 1. Sími 1678 TjaroarbúöiB Sími 3570. Métor 3 ha. rafmotor 220 w til sölu. Simi 1727. Verkafólk! Ráðningarstofa landbúnaðar- ins í Alþýðuhúsinu er opin kl. 6—9 síðdegls alla virka daga nema laugardaga. SÍMI 13 27. Margar ágætar vistir í boði. DRENGJAFÖT, matrósaföt, jakkaföt, frakkar. Sparta, —- Laugavegi 10, sími 3094. Bókabúð Æskunnar er í Kirkjuhvoli. Sími 4235. FATAPRESSAN FOSS flutt. Laugaveg 64.. Kaupi gull hæsta Verði. Sig- urþór, Hafnarstræti 4. Allar nýlenduvörur ódýr- astar í verzluninni Bragi, Berg. 15. Sími 4931. FYRSTU sundviku Blaða- mannai'élagsins er nú Iokið. Hún tókst svo vel, eftir því, sem forstjóri Sundhallarinnar sagöi mér á laugardaginn, að ekki verð- ur efast um það, að Blaðamanna- félagið hefir alltaf á hverju vori slíka viku. Ég heimsótti Sundhöll- ina á laugardaginn ti! að líta yfir hópinn og' það var sannarlega góð skemmtun. Smákrakkarnir voru eins og litlir gullfiskar í tæru vatninu. Hvert barn gerði eins og það gat og áhuginn og ákeföin loguðu úr augunum. BÆÐI - FOKSTJÓRI sundhallar- innar og sundk.ennararnir sögðú mér, að fjöldinn allur af þátttak- endunum hefði tekið undraverðum framförum og kæmi námfýsi þeirra og hin fljóta leikni þeirra þeim jafnvel á óvart. Þetta stafar áreiðanlega af því, að öllum fjöld- anum af bæjarbúum og þá fyrst og fremst hin yngri langar til að læra sund, langar að svamla í hinu heilnæma vatni Sundhallarinnar. Ástæðan fyrir því, að aðsóknin. er ekki meiri að Sundhöllinni, ástæð- an fyrir því, að hún er ekki alveg full á öllum tímum, er áreiðanlega sú, að gjaldið er allt of hátt. Á ÞETTA HEFIR OFT verið bent hér í blaðinu, Það hefir oft verið sagt, að ef það væri gerð til- raun, myndi það sýna sig, að því lægra sem gjaldið væri, því meiri yrði aðsóknin. Enginn má þó skilja orð mín svo. að ég álíti að fara eigi með gjaldið niður úr öllu valdi. Sundhöllin verður að standa undir sér sjálf og vel það, svo að hægt sé að gera á henni riauðsyn- legar umbætur, þegar þar að kem- ur, en hún er byggð til að auka sundkunnáttuna og auka heil- brigði hjá bæjarbúum, og þeim til- gangi nær hún ekki nema með því að ná til sem allra fléstra bæj- arbúa. SUNDVIKU blaðamanna sóttu á fimmta hundrað manna, barna og kvenna. Gjaldið fyrir hvert barn var kr. 1.75 og fyrir fullorðna 3,25. Fy.rsta ástæðan fyrir því að svona margir sóttu þessa einu sundviku, sem raunverulega hefði þurft að vera hálfur mánuður, til þess að bera fullan árangur, er áreiðanlega hið lága gjald, þó að vinsældir Blaðamannafélagsins hafi vitan- lega ráðið miklu urri. Það er full ástæða fyrir bæjarráðið að endur- skoða gjaldskrá Sundhallarinnar meðal annars með reynslu þessar- ar sundviku fyrir augum. NORÐURMÝRARBÚI skrifar mér: „Mig hefir lengi langað til að skrifa þér um glerhrúguna sunnan við Mjólkurstöðina við Hringbraut, sem þér mun líklega ekki vera kunnugt um, þótt víð- sýnt sé af horninu þínu. Svo er mál með vexti, að þar liggur gler- hr.úga allstór ásamt fleira rusli, — eru þetta mestmegnis glerbrot úr mjólkurflöskum, liggja þau þarna óvarin, og sækja börn þau, er eiga heima í nágrenninu mjög í hrúguna. Virðist þetta alveg óátal- ið af forráðamönnum bæjarins og mjólkurstöðvarinnar, og nú alveg nýlega átti ég leið þarna fram hjá og sá nokkra krakka vera að leika sér í hrúgunni.“ „ÉG MÆTTI LÖGREGLU- ÞJÓNI í einkennisbúningi lítið eitt sunnar á Hringbrautinni og hinkr- aði við, til að athuga, hvort hann skipti sér nokkuð af þessu, en hann lét sér nægja, að ganga með hægum skrefum fram hjá. Það mætti ef til vill segja, að lögregl- an hefði annað að gera en að skipta sér af slíkum smámunum, en þar sem eflaust með mjög litlum til- kostnaði mætti annað hvort flytja hrúguna burt eða girða kringum hana, leyfi ég mér að skrifa þér um þetta í þeirri von, að þú rninn- ist á þetta í dálkum þínum.“ MÉR ER SAGT, að ákveðið sé, að brezkir hermenn hafi aðgang' að þrifaböðum Sundhallarinnar, að minnsta kosti fyrst um síriri kl. íl til kl. 1 daglega. Ég tel þéttá ó- heppilegt fyrirkomulag'. Við Vilj- um fylgja þeirri reglu, að við lif- um sem mest út af fyrir okkur og hinir brezku hermenn einnig út af fyrir sig, án þess að þetta þýði nokkra andúð á milli. Geta hinir brezku hermenn ekki fengið full umráp , yfir Baðhúsi Reykjavíkur og við haft okkar umráð yfir Sund höllinní og ef Baðhúsið nægi þeim ekki, géta þeir þá ekki fengið Frh. á 4. síðu. hafa tekið á móti því. Hann hafði komist að því með hlustunartækjum sinum rétt áður. Og svo hugsaði hann um ránið, sem átti að fremja kl. 2Va eftir mið- nætti á þriðjudagsnótt næst komandi. Og ef til vill var það faðir Mercíu, sem hafði Iagt ráðin á um þetta rán. Það var þetta, sem Dain varð að fá vitneskju um. En fyrst og fremst var það Mercia, sem tók huga hans fanginn. Hann varð að finna eitthvert ráð út úr þessum ó- göngum. Hann rannsakaði huga sinn vel. Hann hafði aðeins þekkt Mercíu skamma hríð, og hann varð að játa, a'ð hann þekkti hana mjög lítið og'ætj hennar enn þá minna. Hún var yndislega fö-gur og mjög töfrandi. Og móðir hennar var, mjög aðiaðandi kona, sem lét sér mjög annt um uppeidi dóttur sinnar. A'iðvitaö gat ekkert verið athugavert við þessa fjölskyldu. Hann hafði dáðst mjög að fjölskyldunni frá því hann kynntist henni. En síðustu vikurnar hafði aðdáun hans á ungu stúlkunni breytzt í ást. Og tilfinningar Merciu höfðu Hka breytzt í ást. Og svo kom þetta einkenniLega mál í sambandi við skartgripi hertogafrúarinnar af Renburgh. Dain hafði verið að hlusta á trúnaðartal þar sem .verið var að undibúa þennan glæp. Hann varð ekki svo lítið undr- andi, þegar hann heyrði nafnið Willard Lyall nefnt í sambandi við það, og því var aðeins hvislað. En ei að síður vissi hann, að hann var potturinn og pannan í þessu öllu saman. Það var hann, sem iagði ráðin á og var foringi bófanna. Og Dain gat ekki með góðu móti farið til ástmeyjar sinnar og sagt: — Það viil svo til, að ég veit hvers konar maður faðir þinn er. Hann er gimsteinaþjófur, sem vílar ekkert fyrir sér. Dain gretti sig. Ef hann.hefði ekki sent þetta bréf, þá horfði málið allt öðru vísi við. En nú var það orðið of seint. Hann hafði sent bréfið, Scotland Yard hafði þegar fengið það í hendur og var, þegar farið að leggja net sín. Bíllinn rann upp að Greydene. Það var fallegt, gamalt steinhús, rétt hjá aðalveginum, umgirt göml- um trjám. Dain fór út úr bílnum, bað ekilinn að bíða og gekk heim að húsinu. Fáeinum mínútum seinna var honum vísað inn i sal, vel búinn húsgögnum. Frú Lyall tók á móti honum um «leið og bann gekk inn, brosti og sagði: — Verið veikominn, herra Dain. Gleður mig að sjá yður. Þér komið ekki oft á þessum tíma sólarhringsins. — Nei, sagði Dain, hálf utan við sig. — Ég var að vinna fram eftir kvöldinu, og svo, gleymdi ég, hvað tímanum leið. Get ég fengið að finna Mercíu andartak? — Auðvitað. Hún hlýtur að konia bráðlega. Hún er uppi að hafa fataskipti. Við vorum í 'leikhúsinu í kvöld. 1 : 1 Það var nærri komið fram á varirnar á Dain, að segja: — Já, ég veit það, en.hann gætti sín í‘tíma. Frú Lyall fór út úr herberginu um leið og Mércia kom inn, og Dain fór að hugsa sig um, hvað hann ætti að segja. j — Hverju á ég að þakka það, að þér gerið mér þá ánægju að heimsækja mig? spurði hún ofurlítið glettin á svip. Það er ekki oft, sem heimsfrægir mcnn heim- sækja mig eftir miðnætti. — Ertu viss um, að þessi heimsókn verði þér til ánægju? — Já, alveg viss. Ég veit ckki hvað mamma hefir sagt þér, en svo að ég sé hreinskilin, þá var ég nærri því háttuð, þegar þernan færði mér nafnspjaldið þitt. Ég klæddi mig aftúr í flýti og kom ofan. Og þegar ég fór fram hjá knattleikasalnum heyrði ég föður minn tauta: — Þetta er heimsókn til þín, en ekki tiJ mín. Dain brosti. Og þegar hann brosti, þá kom jafnan góðmannlegur glarapi i augu hans. — Það var fallegt af þér, sagði hann. — En nú kcm ég að efninu. Ég fer til Brighton snemma í næstu viiku. Það er verið að gera þar tilraun með nýja upp- finningu, sem ég hefi fundið upp. Langar þig til þess að koma með mér? — Já, mig langar til þess. Það máttu vera viss itm. —- Þú verður gestur minn. Þú getur komið níður að höfninni í bílnúm mínum. Viö leggjum af stað héðan um klukkan átta. Klukkan hálf ellefu verðum við komin um borð. Um ’morguninn getum við bæði verið komin hfeim.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.