Alþýðublaðið - 27.05.1940, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 27.05.1940, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 27. MAI 1910. ALÞYÐUBLAÐIÐ ALÞÝÐUBLABIÐ Ritstjóri: F. R. Valdemarsson. í fjarveru hans: Stefán Pétursson. Símar 4902 og 5021 (heima). Ritstjórn: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4902: Ritstjóri. 4901: Innlendar fréttir. 5021: Stefán Pét- ursson (heima) Sellandsstíg 16. 4903: Vilhj. S. Vilhjálms- son (heima) Brávallagötu 50. Afgreiðsla: Alþýðuhúsinu gengið inn frá Hverfisgötu. Símar: 4900 og 4906. Verð ,kr. 2,50 á mánuði. 10 aurar f lausasölu, ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN H . JT • Akvörðun fj ármálaráðherra. IHi Ó að alþingi veitti ríkis- stjórninni heimild tii þess áð lækka útgjöld ríkissjóðs, sem ekki eru bundin í öðrum lögum en fjárlögum, um alit að 20% á yfirstandandi ári, ef rík- isstjórnin teldi sýnilegt, að tekjiir ríkissjóðs myndu lækka verulega vegna styrjaldarinnar, munu flestir alþingismennirn- ir hafa gert sér von um það, að hjá því neyðarúrræði yrði kom- izt, að nota þá heimild. Enda var því yfir lýst, að minnsta kosti af sumum alþingismönn- unum, að þeim væri mjög óljúft að gefa ríkisstjórninni slíka heimild, og að þeir treystu því, að hún yrði ekki notuð nema í ítrustu neyð. Sú ákvörðun fjármálaráð- herrans, sem kunnug varð á laugardaginn, að nota þessa heimild nú þegar, án þess að ráðfæra sig um það við sam- verkamenn sína í ríkisstjórn- inni, kemur mönnum því nokk uð á óvart. Að vísu mun því ekki verða neitað, að hér sé um mál að ræða, sem heyrir undir fjármálaráðuneytið, og það þarf sjálfsagt ekki heldur að draga það í efa, að fjárhag- ur ríkisins sé þröngur. En nið- urskurður á þeim útgjöldum ríkissjóðs, sem um er að ræða, áriertir svo mjög atvinnu manna og afkomu í landinu, að óeðli- legt virðist, að fjármálaráð- herrann taki' ákvörðun um hann upp á sitt eindæmi og meira að segja án þess að leita álits ríkisstjórnarinnár í heild. Ákvörðun fjármálaráðherr- ans um niðurskurðinn kemur mörtnum ennþá meira á óvart vegna þess, að bæði flokksblöð hans hér í bænum hafa einmitt undanfarið talað mikið um hið vaxandi atvinnuleysi og nauð- syn þess að ráða bót á því. Og atvinnumálaráðherrann gaf nýlega ótvírætt í skyn í viðtali við annað þeirra, að ríkisstjórn- in hyggðist. ,,að halda uppi öll- um þeim verklegu framkvæmd- um, sem nokkur föng eru á, að standast kostnað af.“ En í fyrradag gaf Morgunblaðið í skyn, sennilega eftir upplýs- ingum frá fjármálaráðherran- um, að þó að niðurskurðurinn myndi varla koma til fram- kvæmda á útgjöldum ríkissjóðs til viðhalds vega, þá myndu út- gjöldin til nýrra vega verða skorin niður. Það er því bersýnilegt, að með notkun lækkunarheimildarinnar er stefnt að því, að draga enn úr verklegum framkvæmdum hins opinbera og rýra möguleikana á því, að bæta með þeim, þó ekki væri nema að litlu leyti, úr böli hins vaxandi atvinnuleysis. Með ákvörðun fjármálaráðherr- ans er því alveg stefnt í öfuga átt við það, sem atvinnumála- ráðherrann gaf fyrirheit um í viðtali sínu við annað flokks- blað sitt hér í bænum á dög- unum. Það er knýjandi nauðsyn, að notkun niðurskurðarheimildar- innar verði tekin til rækilegrar íhugunar áður en lengra er far- ið út á svo hættulega leið. Ef til -vill kæmi þá í ljós, að hægt væri að beita heimildinni þann- ig, til dæmis með tilfærslum á einstökum útgjöldum, að hún þyrfti ekki að verða til þess að fólkið yrði svift enn fleiri at- vinnumöguleikum, en orðið er. Danmörk bætir ekki miklu við matseðil Þjóðverja. ÞÝZKA ÞJÓÐIN mun ekki sjá mikið af þeim ,,smjör- og mjólkurstraumi,“ sem henni var lofað frá fórnarlambi Hitl- ers, Danmörku. Sú staðreynd, að Danir fluttu, mikið út af matvörum, var þess valdandi, að margir álitu, að Danir gætu fullnægt matvæla- þörf Þjóðverja. En þeim sást yfir eitt mjög mikilvægt atriði. Þjóðverjar eru um það bil Nautpeningur Svín ........ Hænsn ....... Árið 1939 var útflutningur Dana eins og hér segir: Flesk 183.784 tonn, smjör 148,473 tonn, kjöt 19.995 tonn, ostur 9.589 tonn og egg 1.712.- 000.000 egg. Þjóðverjar geta ekki tekið alla framleiðslu Dana, sem þeir þurfa ekki á að halda sjálfir. Meistaramótið: K.R. yfirburði í hálfleib, Valur í seinni. --------- Valwr vann með 3 mðrkam gegn 1. ]Vf| ENN BIÐU eftir kapp- leiknum í gærkveldi milli K.R. og Vals með dá- lítilli óþreyju. Þóttust flest- ir þó vissir um að Valur myndi sýna algera yfirburði, eftir þeim leikjum að dæma, sem bæði þessi félög eru bú- in að taka þátt í. Veðrið var mjög gott og á- horfendur margir. Fyrri liáifleikurinn var mjög fjörugur og skemmtilegur, og það kom alveg á óvart, að K. R. sýndi ótvíræða yfirburði yfir Val í þessum leik. K.-R.-ingar léku af miklum og glæsilegum hraða og lágu ekki að neinu leyti á liði sínu. Samieikur þeirra var hins vegar ekki góður, of mikið af háum boltum og sérstaklega ann- ar vængurinn (Guðxn. Jónsson) bæði óviss og óheppinn, og er hann þó oft snarpur og klókur. K.-R.-ingar voru þennan hálf- ieik svo að segja í stöðugri sókn íog Valsmenn í vörn — og henni sterkri. Áttu K.-R.-ingar rnjög mörg góð tækifæri, en flest þeirra urðu að engu, og skorti þá sanx- leik og snerpu upp við markið, enda er vörn Valsmanna mjög góð. K.-R.-inguxxx tókst að setja sitt nxark um miðjan þennan hálfleik — og á siðustu sekúndum hálf- leiksins gerðu Valsmenn snarpt upphlaup og kom boltinn skopp- andi að marklínu K. R. Við slík- an galdrabolta gat markvörður- inn ekki ráðið: mark. Þannig lauk hálfleiknum með jafntefli: 1 :1. Siðari hálfleikinn var eins og allt önnur lið væru á vellinum. K. R. liðið var gersamlega ólíkt því, sem var í fyrri hálfleiknum. tuttugu og átta sinnum fjöl- mennari en Danir. Þjóð, sem telur 3.500.000 íbúa, getur framleitt landbúnaðarafurðir, sexm er tiltölulega stór liður í hinni litlu utanríkisverzlun, en segir þó lítið til þess að sefa hungur hundrað milljóna manna í þriðja ríkinu. Eftirfarandi tafla sýnir tölu búpenings í Danmörku, saman- borið við Þýzkaland: Danmörk: 3.183.000 2.845.000 27.600.000 Þýzkaland: 23.900.000 29.100.000 111.700.000 Allur samleikur liðsins var í jiiol- um og spörkin mörg alveg út i loftið. Nú ætlaði Valur að sigra, og tókst það. Allajafna voru Valsmenn í sterkri og harðri sókn, en vörn K.-R.-inga i mol- um. Það er ómögulegt að segja, hvað veldur slíkri uppgjöf hjá K- R., eins og í ljós kom í siðari hálfleiknum. Valsmenn gerðu 2 mörk í þessum hálfleik og sigr- uðu þannig með 3 ínörkum gegn 1. Annað kvöld keppa Fram og Víkingur og á sunnudag K. R. og Fram. Umbætnrnar á t- bréttavellmnnm. OTJÓRN íþróttavallarins k*-' bauð í gær blaðamönnum og öðrum gestum að skoða hin- ar miklu endurbætur, sem gerð- ar hafa verið á vellinum. Þegar á eftir var gengið til kaffi- drykkju í Oddfellow, þar sem G. Thor., form. Vallarstjórnar gerði ítarlega grein fyrir fram- kvæmdunum. Tóku þar fleiri til máls og var bæjarstjórn mjög þakkaður stuðningur hennar. Helztu um- bæturnar, sem gerðar hafa verið, eru þessar: Lögð hafa verið holræsi í völlinn, svo að vatn setjist ekki á hann, eins og mjög hefir verið undanfarin ár. Búningsklefar hafa verið endurbættir og einum bætt við. Áhorfendapallar hafa verið settir austan knattspyrnuvall- arins, þar sem stæði er fyrir Frh. á 4. síðu. Danir þurfa að halda eftir hluta af framleiðslunni vegna utan- ríkisverzlunarinnar, því að þeir verða að kaupa vissar vör- ur, sem Þjóðverjar geta ekki séð þeim fyrir og ef þeir yrðu að láta Þjóðverja fá alla fram- leiðsluna, hefðu þeir ekkert til þess að borga þessar vörur með. Og það eru vörur, sem þeim er lífsnauðsyn að fá jafnvel þótt þeir ættu aðeins að framleiða handa Þjóðverjum. Og þó að Þjóðverjar fengju alla framleiðslu Dana, myndi þá lítið muna um það. Pólverjum og Tékkum myndi ekki verða leyft að'fá neitt af framleiðslunni, svo að þeir koma ekki hér til greina. Ef maður skiptir nú öllum danska útflutningnum milli 80 millj. Þjóðverja, myndi matarskamrxit urinn aukast um hálft pund af fleski, sex únsur af smjöri, eina únsu af kjöti, hálfa únsu af osti og hálft annað egg á mánuði. Þetta er nærri því ekkert í heilan mánuð og Þjóðverjar voru einhver bezta viðskipta- þjóð Dana á undanförnum ár- um. Þjóðverjar keyptu þriðj- ung eggjaútflutnings Dana, helminginn af kjötútflutningn- um, 35% af smjörútflutningn- um og 60 '/'< af ostútflutningn- um. Tökum nú dæmi: Allur ost- útflutningur Dana 1939 nam 9.589 tn., en af því fóru 5.400 tonn til Þýzkalands. En Þjóð- verjar urðu að kaupa 37 þúsund tonn af osti í öðrum löndum. — Og þó að Þjóðverjar fengju nú allan ostinn sem Danmörk getur selt, myndi ekki aukast á borði sérhvers Þjóðverja meira en um Va úr únsu af osti á mánuði. Sama máli gegnir með kjöt, flesk og egg. Og þetta yrði ennfremur skammgóður vermir. Vand- ræðin eru nefnilega þau, að Danir eiga búfé, en ekki fóður handa því. Árið 1939 urðu þeir að flytja inn 746.241 tonn af fóðri og af því voru 668.382 tonn olíukökur. Því miður þurfa Þjóðverjar sjálfir að flytja mikið inn af skepnufóðri. Rússar lofuðu í októbermánuði síðastliðnum, — milljón tonnum af skepnufóðri þegar í stað og þýzku áróðurs- tækin létu ekki svo lítið yfir þessu, en sex mánuðum seinna urðu þeir þó að játa að ekki væru farin frá Rússlandi meira en 200.000 tonn. Um olíukökur Rússa er þaö annars staðar að fengi flytja þeir ekki út meira en 30.000 tonn á ári. Öll Balkanlöndin til samans flytja út 112.000 tonn af skepnu fóðri og Þjóðverjar geta hvergi annars staðar fengið að skepnufóður vegna hinnar brezku hráefnahvíar. Ef að Þjóðverjar fá allan útflutning Balkanlandanna og Rússlands fá þeir aðeins 150.000 tonn af olíukökum. Þjóðverjar sjálfir þurfa 109.000 tonn, svo að þá eru aðeins eftir 41.000 tonn handa Dönum, en það er aðeins 7% af því sem þeir þarfnast. Árið 1939 urðu Danir að kaupa að rúm 98.000 tonn af korni og þar af fengu þeir 91.000 tonn frá Balkanríkjun- um og Suður-Ameríku. Nú hafa markaðir á báðum þessum stöðum lokast. Þjóðverjar geta ekki séð þeim fyrir korni, því að þeir gera ekki betur en að sjá um sjálfa sig. Þess vegna neyðast Danir til þess að minka landbúnaðarframleiðslu sína, en það leiðir aftur til þess, að minna verður eftir handa Þjóð- verjum. Danir verða að slátra meirihlutanum af nautpeningi sínum og hænsnum, vegna fóðurskorts, og verður það til þess, að þeir verða Þjóðverjum heldur til byrði en hitt. Á tíunda degi mánaðarins eftir hertökuna í Danmörku var því lýst yfir í Berlín, að Þjóð- verjar gætu ekki séð Dönum fyrir meiru en þrem milljónum tonna af kolum á ári. En kol vantar Dani tilfinnanlega. Þeir verða að flytja inn sex millj. tonna á ári. Þegar þeir eru nú komnir úr sambandi við um- heiminn verða þeir að treysta á Þýzkaland. Og fái þeir aðeins helminginn af þeim kolum, sem þeir þurfa, mun allur danskur iðnaður mjög takmarkast og fx’amleiðslan þar af leiðandi minnka. Meðan Danmörk var sjálf- stæð var hún auðugt land, en undir „vernd" Þjóðverja er hún fátæk. Hótel Borg. í kvöld kl. 10,15 H.E. Tríófö syngur m.a. ,Stardnit‘ ,Mood Indigo*

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.