Alþýðublaðið - 27.05.1940, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 27.05.1940, Blaðsíða 4
MÁNUDAGUR 27. MAI 1940. Það stendur ekki á sama hvernig hið prentaða lítur út. Við gerum yður ánægðan. Alþýðuprentsmiðjan h.f. ALÞYÐUBLAÐIÐ Við höfum smekklegt úrval af pappír, og prentum á hann fyrir yður hvað sem er. Alþýðuprentsmiðjan h.f. MÁNUDAQUR Næturlæknir er Alfred Gíslason, Brávallagötu 22, sími 3894. Næturvörður er í Reykjavíkur- og Iðunnar-Apóteki. ÚTVARPIÐ: 20.30 Einsöngur (Ólafur Friðriks- son); á) Árni Thorst.: Rós- in. b) Sigf. Ein.: Drauma- landið. c) Sigv. Kaldal.: Heimir. d) Björgv. Guðm.: Vögguvísa. e) Sveinbj. Sveinbj.: Sprettur. f) Sigv. Kaldal.: Ég lít í anda. g) Sjöberg: Tonerna. 21.10 Kvæði kvöldsins. 21.15 Útvarpshljómsveitin: Til- brigði um ýms þjóðlög. Keppinautar heitir amerísk mynd, sem Gamla Bíó sýnir núna. Aðalhlutverkin leika Katharine Hepburn, Ginger Rogers og Andrea Leeds. Frá kvenfélagi Alþýðuflokksins. Síðasti fundur félagsins á þessu vori verður haldinn í kvöld í Iðnó, uppi. Auk þeirra félagsmála, sem fram kunna að koma á fundinum flytur Guðbrandur Jónsson prófess or erindi. Þá skemmtir Brynjólfur Jóhannesson leikari. Að lokum verður sameiginleg kaffidrykkja. Konur eru beðnar að fjölmenna. Brezka sendiherraskrifstofan flytur í dag í Þórshamar við Templarasund. Sundhöllin verður fyrst um sinn ekki opin á virkum dögum fyrir almenning klukkan 11—1. „Stundum og stundum ekki“ verður sýnt í Iðnó kl. 8,30 annað kvöld, en ekki á fimmtu- dag, eins og venjulega. Þetta verður því eina sýningin í þess- ari viku. Athygli skal vakin á því, að nokkrir aðgöngumiðar að þessari sýningu kosta aðeins 1.50. Leikurinn var sýndur í gærkveldi fyrir troðfullu húsi. Trúlofun. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Ástdís Aradóttir, Fíf- ilholti í Vestur-Landeyjum, og Geir Magnússon bifreiðarstjóri, Kárastíg 6. Veiting-ahúsið í Hveragerði er tekið til starfa. Egill Benediktsson veitingamaður, sem rekið hefir veitingar í Oddfellowhúsinu und- anfarin ár, hefir opnað kaffihús í sölum Oddfellowhússins, og verð- ur þar framvegis opið á 'hverju kveldi. Dansað verður dag'lega frá kl. 9—IIV2 og leikur þar hin vin- sæla hljómsveit Aage Lorange. Kappleikurinn milli Fram og Víkings er annað kvöld, en ekki í kvöld eins og stóð í Morgunblaðinu í gær. .1 O. 6. T. ST. VERÐANDI nr. 9. Fundur annað kvöld kl. 8. Inntaka nýrra félaga. Erindi: Árni Óla. Upplestur: Elías Mar. Hljóð- færasláttur. HÆSTARÉTTARDÖMUR Frh. af 1. síðu. lingi sé leyft að eiga hér erlend- an gjaldeyri né greiða í honum, neina fyrir milligöngu banka. Rétturinn komst að þeirri nið- urstöðu, að Kristjáni Jónssyni bæri að greiða Topfer Co. stpd. 6—18—9 í íslenzkum krón- um eftir gengi í Reykjavík 30. september 1939 ásamt 6°/o árs- ársvöxtum frá sama degi til greiðsludags. UMBÆTURNAR Á ÍÞRÓTTA- VELLINUM Frh. af 3. síðu. ca .2000 manns. Svæði fyrir frjálsar íþróttir hefir verið gert sunnan á vellinum. Allar þess- ar umbætur eru hinar þarfleg- ustu og munu gera völlinn stór- um viðunanlegri, þar til í- þróttasvæðið kemur, hvenær sem það verður. Mikið af verk- inu hefir verið unnið af ung- lingavinnunni og fé hefir feng- izt frá ríki og bæjarstjórn. — Þeir Einar Sæmundsson, Ind- riði Nikulásson og Benedikt Jakobsson sáu aðallega um verkið, hver á sínu sviði. Eiga allir, sem hafa unnið að því, þakkir skyldar. KAPPREIÐARNAR Frh. af 1. síðu. um úrslitin, svo miklu sem þeir gátu og þorðu. Vegna óhagstæðs veðurs var hlaupvöllurinn alls ekki góður og olli það hestunum vitanlega mikl- um erfiðleikum, sem gerði það að verkum, að þeir náðu ekki réttmætum flýti og tíma. Úrslit mótsins urðu á þessa leið: Skeiðhestar. Skeiðvöllur 250 metrar. A-flokkur. t. Faxi 29,0 sek. 2. Þokki í 3. Fiuga | h"l',u ",,P' B-flokkur. 1. Skjóni 29,3 sek. 2. Þytur 32,4 sek. 3. Baldur — hljóp upp. Úrslitasprettur skeiðhfesta: 1. Faxi 28,1 sek. 2. Þytur 31,0 sek. 3. Skjóni — hljóp upp. Eigandi Faxa er Guðmundur Jónsson. Knapi var Sigurbjartur Guðmundsson. Met á þessu sprettfæri er 24,2. Stökkhestar I. Hlaupvöllur 300 metrar. A-flokkur. 1. Hörður 25,4 sek. 2. Neisti 27,0 sek. á. Skrauti 27,2 sek. 4. Brana 27,5 sek. B-flokkur. \ 1. Blesi 28,0 sek. 2. Hitler 29,2 sek. 3. -4. Bleikur 30,1 sek. 3.-4. Skjóni 30,1 sek. Úrslitasprettur: 1. Hörður 24,5 sek. 2. Neisti 25,8 sek. 3. Blesi 26,5 sek. 4. Skrauti 27,0 sek. 5. Brana 27,2 sek. Eigandi Harðar er Þorlákur Kristjánsson, Álfsnesi. Knapi var Ólafur Sigurjónsson. Met í 300 m hlaupi á Sleipnir 22,2 sek., sett 1938. Stökkhestar II. Hlaupvöllur 350 metrar. A-flokkur. 1. Drottning 29,5 sek. 2. Geisir 29,6 sek. 3. Grani 30,1 sek. 4. Mósi 30,1 sek. B-flokkur. 1. Þráinn 30,5 sek. 2. Blakkur 32,1 sek. 3. Glaður 33,4 sek. 4. Sokki 33,6 sek. Úrslitaspretturinn: Þetta hlaup var lang tilkomu- mest og skemmtilegast, enda var þess beðiö með mikilli eftirvænt- ingu og óspart veðjað á Drottn- ingu og Geisi. 1. Drottning 29,0 sek. 2. Geisir 29,2 sek. 3. Grani 29,8 sek. 4. Mósi 30,2 sek. 5. Þráinn 30,6 sek. Met í þessu hlaupi átti Drottn- ing, frá 1938, á 25,6 sek. Eigandi Drottningar er Þorgeir Jónsson, Gufunesi. Knapi var Ólafur Sigurjónsson. Eigandi Geisis er enn þá Hesta- mannafélagið Fákur, en eins og mörgum mun vera kunnugt, þá verður dregið um hann í dag í happdrætti „Fáks“. Athyglísvert er það, að knapinn Ólafur Sigurjónsson sat báða hestana, sem unnu i stökkinu, Hörð í 300 m. hlaupinu og Drottningu í 350 m hlaupinu. Sat hann hestana mjög vel, og má sennilega þakka honum að nokkru leyti sigur þeirra. HANNES Á HORNINU Frh. af 2. siðu. kvöldin 1 Sundhöllinni einhverja vissa daga? ÉG VIL FASTLEGA mælast til þess að þetta sé gaumgæfilega at- hugað. Ég vil ekki, að neitt sé gert til að koma af stað úlfúð í milli, en allt það, sem getur virst benda til þess að verið sé að bola okkur íslendingum út, getur haft slæmar afleiðingar. Ég vil, að fullur friður og vinátta sé milli einstaklinganna, en þegar svona er ástatt og nú er, verður að fara varlega, svo að það valdi ekki árekstrurn. Hinsvegar skal það tekið fram, að forstjóri Sundhallarinnar mun sjálfur hafa úthlutað hermönnunum þessum tíma. ÉG VEIT, að það eru til nokk- uð margir menn, sem óska þess eindregið, að til árekstra komi milli landsmanna og hinna brezku hermanna og fyrst og fremst óska þeir eftir því, að hinir síðar- nefndu neyðist til að beita frek- legra valdi en orðið er eða fá átyllu til þess. — Ég veit, að tilraunir hafa verið gerðar til þess af ábyrgðarlausum mönnum Það ber að forðast að þessum mönn um verði að ósk sinni og að mínu áliti verður að taka þá menn fasta tafarlaust, sem eru með ertingar á þessum tímum. Hannes á horninu. VinnnmiðlUDarskrifstofan 1 Hafnarfirði er flutt fyrst um sinn í Sjómannafélags-skrif- stofuna í Verkamannaskýlinu. Opin eins og áður. ? Sími 9248. r, nAIVSLA BIO Keppinantar. (Rivalinder). Framúrskarandi nútíma- kvikmynd frá New York. Aðalhlutverkin leika: KATHARINE HEPBURN, GINGER ROGERS og ANDREA LEEDS. h , ii íYJ4 BtO s. o. s. Árásarflugvél 803 kailar Ovenju spennandi amerísk kvikmynd, gerð með að- stoð ýmsra hátt settra for- ingja úr flugher Banda- ríkjanna. Aðalhlutverkin leika: JAMES CAGNEY, MARGARET LIND- SAY og PAT O’BRIEN Börn fá ekki aðgang. Hjartkær dóttir okkar, Anna Þorsteinsdóttir, andaðist að Vífilsstöðum í gær. Agnes Theódórsdóttir. Þorsteinn Þorkelsson. LEIKFELAG REYKJAVIKUR. Stimdum oi úmúmi ekkt Sýning annað kvöld klukkan 8 'V2. LÆKKAÐ VERÐ. Aðgöngum. seldir frá kl. 4 til 7 í dag. -'Á . , ^ \i /) NB. Nokkrir aðgöngum. að þess ari sýn. verða seldir á 1.50 stk. rSTAURATI ONIN^I 0 1 'lf /ÍU Jv / í kTöld op fraivegis verðsa veitht^asalimir í Otídfeilowhiísino opnir fyrir ftllmenim&g. DANSAB trá kl. 9-11,30 Hfjómsveit Aa^e EiOrangQ ' f KVÖLD skeintir Alfreð Aodrésson. Sundnámskeið hefjast að nýju í Sundhöllinni mánud. 27. maí og mánud. 3. júní. Þátttakend- ur gefi sig fram næstu daga kl. 9—11 f. h. og 2—4 e. h. Uppl. í síma 4059. ATHS. Að gefnu tilefni skal þess getið, að ekki verður hægt að halda nein námskeið í Austurbæjar- barnaskólanum í suraar. 'J SUNDHÖLL REYKJAVÍKUR. P

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.