Alþýðublaðið - 28.05.1940, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 28.05.1940, Blaðsíða 3
---------- MÞYÐU6LIBIÐ---------------------------- Ritstjóri: F. R. Valdemarsson. I íjarveru hans: Stefán Pétursson. Símar 4902 og 5021 (heima). Ritstjórn: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4902: Ritstjóri. 4901: Innlendar fréttir. 5021: Stefán Pét- ursson (heima) Sellandsstíg 16. 4903: Vilhj. S. Vilhjálms- son (heima) Brávallagötu 50. Afgreiðsla: Alþýðuhúsinu gengið inn frá Hverfisgötu. Símar: 4900 og 4906. Verð kr. 2,50 á mánuði. 10 aurar í lausasölu. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN H..F. Sumarið og íþróttimar. ---—^---- TVT OKKRAR umbætur hafa nú verið gerðar á íþrótta- vellinum, eins og skýrt var frá hér í blaðinu í gær. Þessar um- bætur eru þó aðeins til bráða- birgða, því að gera má ráð fyr- ir því, að áherzla verði lögð á það að halda áfram hinu fyrir- hugaða íþróttasvæði við Skerja fjörð. Þar hafa undanfarna vetur unnið fjölda inargir ung- lingar á vegum nefndar þeirrar, sem sér um unglingavinnuna, og hefir sú vinna verið kostuð af bænum og ríkinu að jöfnu. Ber að þakka þann hluta sem ríkið leggur til þessa máls. Um leið og umbæturnar eru gerðar á íþróttavellinum fer ekki hjá því, að við fyrirverð- um okkur dálítið fyrir það, hve lítið hefir verið gert til að' skapa æsku höfuðstaðarins skil- yrði til íþróttaæfinga, því að það er í raun og veru fyrst nú, að þeim, sem iðka frjálsar í- þróttir, eru sköpuð þolanleg skilyrði til að iðka þær. Þau skilyrði, sem þetta unga fólk hefir haft við að búa, hafa vit- anlega staðið því fyrir þrifum, enda komið fram í minni á- rangri en annars hefði verið hæg't að ná. Samt sem áður hefir jsað vilj- að brenna við, að á það hefir verið bent harkalega, þegar um afturför hefir verið að ræða og því kennt um, að áhugaléysi og leti væri valdandi. En getur nokkur búizt við því, að mik- ill áhugi sé fyrir íþróttaiðkun- um, ef öll skilyrði eða svo að segja öll vantar til að geta iðk- að íþróttirnar eins og þörf er á. Þó að því beri að fagna, að ýmsar umbætur hafa verið gerðar á íþróttavellinum, þá er langt frá því, að þær nægi til að skapa góð skilyrði fyrir í- þróttamennina, en umbæturnar skapa betri aðstæður en áður var fyrir þá, og því er mikið fengið. engan beinan þátt í styrjöld- inni, þá er hún samt taugastríð fyrir okkur. Daglega bíðum við eftir fréttum milli vonar og ótta, hvorum megin sem hugur okkar er í viðureigninni. Marg- ir eru fullir af kvíða yfir því, hvað framtíðin kunni að fela í skauti sínu fyrir alla Evrópu og fyrir okkur hér heima. Mest af þessum kvíða er, sem betur fer, ástæðulaus, og allt sem getur orðið til þess að dreifa huga okkar frá honum er gott og ber að auka, og sá maður, sem fer á íþróttavöllinn og horfir þar á knattspyrnukappleik eða keppni í öðrum íþróttum, hugs- ar ekki um annað á meðan. Sumarið virðist ætla að koma nokkuð seint að þessu sinni, en við skulum lifa eins og það sé sumar um allt — einnig sumar í huga okkar, þrátt fyrir allt. * ❖ Sýiiing annað kvöld kl. 8,30. ASgöngumiðar seldir í dag kl. 4—7 í Iðnó. — Sími 3191. Gúmiskógerðm Vopni Aðalstræti 16. Sírni 5030. Allar gúmmíviðgerðir fljótt og vel af hendi leystar. Þess er að vænta, að þrátt fyrir stríð, ægilegar fréttir um manndráp, yfirgang og kúgun, hernám okkar eigin lands, gap- andi íallbyssukjafta og alls konar óáran baldi íþrótta- félögin áfram starfsemi sinni, æfingum og mótum í sumar, eins og ekkert hafi í skorizt. Það hefir alltaf verið einn þáttur sumarsins hér í Reykjavík, eins og annarsstað- ar, að hugsa og tala um og horfa á og æfa íþróttir. Þetta viðfangsefni verðum við að fá að hafa í sumar þrátt fyrir allt og það er víst engin hætta á því, að íþróttafélögin leggi íriður hlutverlc sitt og ætlunarverlc. Þó að við íslendingar tökum Sækjum. — Sendum. Margreynt Auglýsið i Alþýðublaðimi. alþyðublaðið ÞEIÐJUDAGUR 28. MAI 1940. 1H ný|a vopn Hltlers "C? YRIR nokkru var frá því skýrt í þýzka útvarpinu, og endursagt í því íslenzka, að svo væri almennt litið á út um allan heim, að Þjóðverjar réðu yfir nýjum kynjavopnum. — Voru margar tilgátur um hver þessi vopn væru, hvort þau væru eitt eða fleiri og hverjar væru verkanir þeirra. Töldu sumir, sagði útvarpið, að um einhverskonar dauðageisla væri að ræða, sem dræpu allt lifandi á magra kílómetra svæði, og mætti jafnvel senda þessi á- höld ,,í dósum“ með fallhlífar- hermönnunum, svo einn mað- ur gæti á stórum svæðum þurrkað allt líf út, og þá gengi hernámið greiðlega á eftir. — Aðrir töldu hér um að ræða nýtt sprengiefni, svo sterkt, að ekkert stæðist fyrir, þar sem því væri beint að og mundi þetta nýja efni valda álíka byltingu í sögu hernaðarins eins og orðið hefði, þegar púðr- ið fyrst var notað. Enn aðrir töluðu um stórkost- legar vítisvélar, sem flugvélar dreifðu niður, enn einir um nýja gerð fallbyssna eða flugvéla o. s. frv. Við segjum ekkert um þessar tilgátur erlendra blaða, sagði þýzka útvarpið, en hitt er á- reiðanlegt, að Þýzkaland ræður yfir nýjum vopnum skjótvirk- ari en áður eru þekkt og þegar „foringinn“ fyrirskipar að beita þeim, þá munu óvinirnir finna hver þau eru. Á þennan veg var mælt í hið þýzka útvarp. * Enginn neitar því, að hröð og stórkostleg hefir hún verið sókn Þjóðverja það sem af er þessu stríði, en ennþá hafa hin nýju vopn Hitlers ekki komið fram í dagsljósið. Að vísu er talað um nýja teg- und flugvéla, hinar svonefndu „steypiflugvélar“, sem séu öfl- ug tæki til árásar, ef þær eru í fylgd með skriðdrekasvéitum, en tæplega geta þær talist „ný“ vopn, er allur heimurinn þurfi að óttast. ,,Dauðageislarnir“ hafa í hundruð ára verið mikið umtal- aðir, en þeir eru þó ófundnir enn. Ekki skal því neitað, að Hitl- er geti átt í fórum sínum eitt- hvert árásarvopn, sem hann enn hefir ekki gripið til, en þess er þó einnig rétt að minnast, að enginn af andstæðingum hans hefir heldur ennþá gripið til þeirra árásarvopna, sem þeir kunna að eiga í fórum sín- urn, ef vel er leitað, beggja megin Atlantshafsins. * Híð nýja — en Bó lanla — vopn. arar hans í veraldarsögunni, vopn, sem er hernaðinum jafn- gamalt, en þó alltaf jafn nýtt. — Það vopn er skipulögð landráðastarfsemi á meðal and- stæðinganna. Eins og kommúnistar eru lærifeður nazistanna um upp- byggingu flokks þeirra og í flestum bardagaaðferðum, eins eru þeir brautryðjendur í skipu lagðri landráðastarfsemi. Kom- múnistarnir stofnuðu sínar ,,sellur“ og flokka í flestum þjóðfélögum og ráku á hverjum tíma þá pólitík, sem kommún- istar í Rússlandi fyrirskipuðu. Kommúnistar sendu menn til höfuðstöðvanna í Rússlandi, þar voru þeir ,,kristnaðir“, — fengu sína skírn og fóru heim til ættlands síns, til þess að starfa þar — í þjónustu Rússa. Nazistarnir tóku þetta einnig upp, eftir kommúnistum. í öllum löndum eignuðust þeir áhangendur. Þeir létu menn frá þeim koma til Þýzkalands, ferðast þar um, skrifa bækur um hið nýja Þýzkaland og hafa í frammi hverskonar á- róður þegar heim kom. — En Þjóðverjarnir voru Rússunum það framsýnni, að þeir sáu, að þessir flokkar máttu ekki hafa neitt beint samband við naz- istaflokkinn þýzka, heldur urðu þeir að fá á sig „þjóðleg- an“ blæ. Varð því uppbygging- in nokkuð önnur hjá nazistun- um, en hjá kommúnistunum. Útbreiðslustarf nazistanna varð því með nokkuð öðrum hætti en hjá kommúnistunum. í stað þess að kalla menn utan — eins og kommúnistar gerðu, sendu Þjóðverjar menn til ná lega allra landa. Þessir menn voru ýmist „ferðamenn,“ „vís- indamenn,“ kaupmenn,“ „kenn- árar,“ ,,flugmenn,“ „skipbrots- menn“ o. s. frv. og létu þá vinna þau verk, sem þurfti. — Þeir mynduðu hópa, er á laun ráku margvíslega njósnarstarf- semi, auk áróðursstarfsemi, sem einkum var beint að ýms- um „betri borgurum.“ Kom- múnistarnir voru fyrir með sinn áróður hjá verkamönnum, enda á nazisminn betur við hina svonefndu „betri borg- ara“. Með þessum hætti hefir naz- istunum þýzku tekizt að skapa sér allsterkan flokk manna í flestöllum löndum, sem ekki nærri alls staðar starfar opin- berlega, en leggur þess meira kapp á að sýkja ýmsa borgara- lega flokka. Og nú þegar vin- áttusamningur kommúnista og nazista var gerður, lítur svo út, sem kommnistar allra landa hafi fengið fyrirskipun um að vinna með nazistunum, ef á þyrfti að halda. DanmSrk og Noregnr. En eins og allir geta orðið sammála um, að Hitler hafi enn ekki komið með neitt nýtt vopn, er sérstaklega skiftir máli í hernaðinum, eins víst er það, að hann hefir í þeim ófriði, sem nú stendur yfir, notað með betri. árangri en allir fyrirrenn- Ef við stöldrum við og lítum yfir þær fáu vikur, sem hinn eiginlegi ófriður hefir geisað, sjáum við glögglega, hversu vel þetta vopn — hin skipulagða landráðastarfsemi — hefir gef- izt. Lítum fyrst á hernám Dan- merkur og Noregs. Það er nú löngu kunnugt orðið, að her- nám Danmerkur varð með þeim hætti, að inn í danskar hafnir var siglt. fjölda skipa, sem talin voru „kolaskip“ og skemmti- ferðaskip, en voru full af vopn- uðum hermönnum og hergögn- um. Á svipstundu var landið hertekið, án formlegrar til- kynningar fyrr en eftir á. Að hertökunni studdu Þjóðverjar, sem notið höfðu gestrisni Dana, og danskir nazistar. Um komm- únista er ekki enn vitað að þeir hefðu verið þar í vitorði með. Hertaka Noregs fór fram með svipuðum hætti. Mörgum dög- um áður en Norðmenn sjálfir vissu um hertökuna, voru kom- in til allra aðalhafnanna, nema Oslo-borgar, „kolaskip" og járnmálmsflutningaskip, full af hermönnum og hergögnum. Fjöldi Þjóðverja, sem í Noregi var, hjálpaði til, og allur naz- istaflokkur Quislings. Falskar fyrirskipanir voru gefnar út í nafni ríkisstjórnarinnar og svo að kalla öll varnarvirki Noregs allt frá Oslo til Narvíkur voru svikin í hendur Þjóðverjum af innlendum mönnum, sem falið var að gæta þeirra og nota þau, ef þyrfti. Þegar Þjóðverjar bönnuðu útkomu blaðanna í Oslo, leyfðu þeir blaði kommúnista að koma út. Það voru launin fyrir veitta þjónustu. flolland oo Belgia Næst er rétt að líta á Hol- land. Það féll í hendur Hitler á einum 5 dögum. Síðustu vik- urnar fyrir innrásina gerði hol- lenzka lögreglan lítið annað en handtaka grunaða menn, menn, sem stóðu beint og óbeint í þjónustu Hitlers og þýzka naz- ismans. Menn geta svo sem sagt sér það sjálfir, hvort sú hreins- un muni hafa tekizt að fullu. Fallhlífarhermenn Hitlers í Hollandi voru ekki með neina „dauðageisla í dós“ eins og þýzka útvarpið sagði. En þeir voru með annað í sinni dós. Þeir voru með nöfn og heimilisfang þýzkra manna í Hollandi og hollenzkra nazista, sem áttu að aðstoða þá og veita þeim hjálp til að vinna spellvirki að baki hinum hollenzka her, er varði fósturjörðina fyrir byssukúlum óvinanna. Einnig í Hollandi eins og í Noregi voru föðurlandssvikin vopnið, sem Hitler duðgi bezt. Hollendingar höfðu eins og all- ar hlutlausu þjóðirnar hafnað því að fá hjálp til tryggingar örYgygi sínu inn í land sitt áð- ur en árásin hófst. Einir gátu þeir ekki varizt nema litla stund æðisgenginni árás á brjóstið meðan rýtingurinn var lagður þeim í bakið. * Belgía varðist lengur en Hol- land og verst að nokkru enn, en ef menn muna hverju Belgar kenndu um að fyrstu vígi þeirra féllu og vörn þeirra bilaði, var ástæðs^n sú að „mistekizt“ hafði að sprengja í Ioft upp tvær þýðingarmiklar brýr svo lið Frh. á 4.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.