Alþýðublaðið - 28.05.1940, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 28.05.1940, Blaðsíða 4
ÞRIÐJUDAGUR 28. MAI 1940. Munið Alþýðuprentsmiðjuna h.f., ef þér þurfið að láta prenta. ALÞÝÐUBLAÐIÐ Alþýðuprentsmiðjan h.f. prentar fyrir yður fljótt og vel. ÞRIÐJUDAGUR Næturlæknir er Halldór Stef- ánsson, Ránargötu 12, sími 2234. Næturlæknir er í Reykjavíkur- og Iðunnar-Apóteki. ÚTVARPIÐ: 19.30 Hljómplötur: Söngvar úr tónfilmum og óperettum. 20.30 Erindi: Kveðjur vestan um haf (Zófónías Þorkelsson frá Winnipeg). 20.00 Fréttir. 20.55 Tónleikar Tónlistarskólans: Sónata fyrir eelló og píanó, Op. 102. nr. 2, eftir Beethov- en (celló: dr. Edelstein; pí- anó: Árni Kristjánsson). 21.15 Fiðlukonsert eftir Lalo. 21.45 Fréttir. Dagskrárlok. Leikfélag Reykjavíkur sýnir skopleikinn Stundum og stundum ekki kl. 8,30 í kvöld, en ekki á fimmtudag. eins og venju- lega. Að þessari sýningu verða nokkrir aðgöngumiðar seldir á 1.50 stk. Sennilega eru aðeins 1 eða 2 sýningar eftir á þessum skemmtilega leik. Póstferðir, 29. maí 1940. Frá Reykjavík: Mosfellssveitar- Kjalarness-, Reykjaness-, Ölfuss- og Flóapóstar. Laugarvatn. Hafn- arfjörður. Álftanesspóstur. Lax- foss til Vestmannaeyja. Akranes. Til Reykjavíkur: Mosfellssveitar-, Kjalarness-, Reykjaness-, Ölfuss- og Flóapóstar. Hafnarfjörður. — Akranes. Forðum í Flosaporti, revyan 1940, verður sýnd annað kvöld kl. 8V2. s.o.s. Árásarflugvélin 803 kallar, heit- ir myndin, sem Nýja Bíó sýnir núna. Er það amerísk flugmynd frá Warner Bros, gerð með aðstoð ýmsra embættismanna í flugher Bandaríkjanna. Aðalhlutverkin leika: James Cayney, Margaret Lindsay og Pat O’Brien. Söngfélagið Harpa hefir æfingu annað kvöld kl. 8.30 í Alþýðuhúsinu við Hverfis- götu. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur á Austurvelli í kvöid kl. 8V4, ef veður leyfir. Meistaramótið. Kappleikurinn í kvöld er frest- að. HIÐ NÝJA VOPN HITLERS Frh. af 3. síðu. Þjóðverja komst viðstöðulaust of nálægt hinum sterku varn- arvirkjum. Önnur brúin var að vísu sprengd áður en mikið lið komst yfir hana með þeim hætti að belgiskur liðsforingi fórnaði lífi sínu til þess með fádæma hugrekki og snarræði. En hvers vegna „mistókst" þetta? Hvort mun sú skýringin ekki reynast rétt á sínum tíma, að hér hafi verið um landráð að ræða? Ekki væri það ótrúlegt. Annars hafa Belgar nú eins og í síðasta ófriði sýnt fádæma þrek og hugrekki og hjá þeim hefir borið mikið minna á naz- istum upp á síðkastið en í nokkru öðru landi, er að Þýzka- landi liggur. Hversu margra flugvéla, skriðdreka og her- manna virði hafa þeir landráða- menn ekki verið Hitler, sem létu sér ,,mistakast“ að sprengja brýrnar yfir Alberts- skurðinn. Frh. Finnnr Jónsson bom- nn tll Sviþjóðar. OÍMSKEYTI hefir borizt ^ frá Finni Jónssyni al- þingismanni, og er hann nú kominn til Svíþjóðar. Hann er þar nú í viðræðum við sænska síldarkaupendur fyrir hönd síldarútvegsnefndar um kaup á íslenzkri síld. Finnur Jónsson kom, eins og kunnugt er, til Kaupmanna- hafnar rétt áður en Þjóðverjar hertóku landið, og þaðan hefir hann ekki komizt fyrr en nú. Ekkert er vitað um það, hve- nær Finnur kemst heim. Úthlntnn matvæla- seðla hefst á morpn UTHLUTUN matvælaseðla fyrir næstu tvo mánuði hefst á morgun og stendur auk þess fimmtudag og föstudag. Margir hafa flutt síðan úthlut- un fór fram síðast og er fólk beðið að tilkynna flutninga sína á sérstökum eyðublöðum í skrifstofunni, en gefa sig fram fyrst með gamla heimilisfang- inu. Með þessari úthlutun minnkar sykurskammturinn og kornvöruskammturinn. Fjðldi tilboða umjjð Blegustaði fyrir trillubáta. C? ÍÐAN Fiskifélagið gaf ^ út auglýsingu sína um tilboð í viðlegustaði fyrir trillubátaflotann héðan af Suðurlandi, hafa fjölda mörg tilboð borizt sérstaklega af Vestur- og Austurlandi. Jafnframt hafa trillubátaeig- endur snúið sér til Fiskifélags- ins, en þó vantar upplýsingar um trillubáta, sérstaklega af Suðurnesjum. Engir samningar munu enn hafa verið gerðir um viðlegu- staði, en gera má ráð fyrir, að samningar verði gerðir og og fjöldi trillubáta héðan fari til verstöðva vestur, norður og austur. Togari selar fyrir yfir 6 bús. pand. SÍÐUSTU DAGA hefir sala á ísfiski gengið mjög vel, eftir því sem sagt er. Einn togari seldi núna fyrir yfir 6 þúsund sterl- ingspund og bátar seldu fyrir um og yfir 2 þúsund sterlingspund. Undanfarið hafa ísfisk- sölurnar annars verið mjög með lélegra móti. En nú virðist verðið aftur vera að hækka. RÆÐA REYNAUDS Frh. af 1. síöu. Undir forystu Weygands og Petains hafa franskar hersveitir tekið sér trausta varnarstöðu. Vér höfum varizt, — vér höldum áfram að gera það — og með þvi að gera það, munum vér sigra.“ Elzti sonnr pýzka ferón- prlnsins látinn af sárum Vilhjálmur, elzti sonur þýzka krónprinsins fyrrverandi, er lát- inn af sárum, sem hann hlaut í orustu á vesturvígstöðvunum. Hann var 33 ára að aldri og var lautinant í þýzka hernum. TÓLF HUNDRUÐ BÖÍ?N I SVEIT Frh. af 1. síðu. verður gert, sem mögulegt er, tii þess að koma sem flestum börnum burtu í sumar.“ — Hafa mörg tilboð borizt frá bændum um að taka börn til dvalar? ,,Nei, sárafá, og þau, sem hafa borizt, eru ekki hagkvæm. Margir af þeim, sem hafa sent tilboð, gera það að skilyrði að fá meðlag með hverju barni allt að 60—65 krónur á mánuði. Þetta er vitanlega allt of hátt og fullyrða má að sárafáir Reykvíkingar geti látið börn sín í sveit með slíku meðlagi. Þá er verið að rannsaka möguleika fyrir því að fá styrk úr Thorkilliisjóði til að koma börnum í sumardvöl og verður fundur haldinn um það í dag. Margir hafa staði fyrir börn sín, en allmargir eiga erfitt með að borga fyrir þau og það er ein- mitt verið að rannsaka mögu- leika fyrir aðstoð við þetta fólk.“ — Hafa kennarar barnaskól- anna lokið rannsókn sinni á því, hve mörg börn þurfa að komast í sveit héðan úr Reykjavík? „Rannsókn þessari er að verða lokið. Úr skólahverfi Austurbæjarbarnaskólans hafa komið um 500 umsóknir og gera má ráð fyrir að úr hinum skóla- hverfunum muni koma a. m. k. um 700 umsóknir.“ í sambandi við ummæli Sím- onar um Thorkilliisjóðinn skal það tekið fram, að þessi sjóður er mjög öflugur og er ætlaður til hjálpar börnum. Vitanlega væri heppilegast að nota styrk úr Thorkilliisjóði til þess að reka stór barnaheim- ili í sumar í einhverjum af hin- um stóru skólum landsins. ,Forðnm i Flosaporti‘ ÞÁÐ eru margir, sem halda því fram, að þegar um revyur eða gamanleiki sé að ræða, þá sé það tóm vitleysa, sem ekki eigi í raun og veru rétt á sér á leiksviði. Sem betur fer, er þessi skoðun mjög að breyt- 'ast I seinni tíð, þar eð menn hafa séð nauðsyn slíkra leikja, bæði sem uppeldismeðal og sem tæki í þágu liklistarinnar. Sem upp- eldismeðal hafa gamanleikir sér- staklega mikið verðmæti, því ^AMIA mo Keppinantar. (Rivalinder). Framúrskarandi nútíma- kvikmynd frá New York. Aðalhlutverkin leika: KATHARINE HEPBURN, GINGER ROGERS og ANDREA LEEDS. NYJA BiO s. o. s. Árásarflugvél 803 kitllar Ovenju spennandi amerísk kvikmynd, gerð með að- stoð ýmsra hátt settra for- ingja úr flugher Banda- ríkjanna. Aðalhlutverkin leika: JAMES CAGNEY, MARGARET LIND- SAY og PAT O’BRIEN Börn fá ekki aðgang. ŒgsmmssmgmBm LEIKFELAG REYKJAVIKUR. Stnndum «g stundnm ekki Sýning í kvöld kluklcan 8V2. Aðgöngumiðar seldir eftir kl. 1 í dag. Nokkrir miðar seldir á 1.50. undir öllum kringumstæðum þurfa menn að geta séð sjálfa sig eða meðbræður sína í spegli samtíðarinnar. Hvað viðvíkur leiklistargildi gamanleikja er ó- hætt að fullyrða, að varla er betra meðal til á því sviði til þess að kenna leikurum leik- sviðstækni og andlitsleik (rnimik) Revya sú, er nú er sýnd hér í bænum, má fullyrða að uppfyll- ir öll þau skilyrði, til þess að skapa þessa möguleika á leik- sviði. Er hún í senn sprenghlægi- leg og hæfilega góður spegill á ýmislegt, sem betur mætti fara í þjóðfélagi voru. Fer hér saman gott eíni, öruggur leikur og skrautleg leiksvið, svo óhætt er að fullyrða, að hvað íburði og skrauti viðvíkur stendur hún ekki að baki öðrum leikritum, sem hér hafa sézt. Lögin eru hvert öðru fallegra og smekklega valin, enda sungin af beztu ungu kröftum, sem við höfum á að skipa. Er því í stuttu máli sagt óhætt að hvetja alla til þess að sjá leik þenna 0g láta ekki á- hyggjur dagsins glepja sér sýn, heldur gleyma þeim eina kvöld- stund, og er þá án efa ekki til heppilegra tækifæri heldur en aö fara og sjá „Forðum í Flosa- norti“. H. G. Vaxandi vHMnaiir Hízkri ár( s áBretianiisesrla Einnig írland býr sig nú undir stríð. ÞAÐ er alis ekki reynt að leyna því, segir brezka út- varpið í gærkveldi, að hættan við innrás í Bretland hefir vax- ið mikið, og eldarnir á Frakk- landsströndum, sem sjást frá suðurströnd Englands, minna menn á, hve nærri hætturnar hafa færzt. En það er jafnframt leidd athygli að því, að Bretar verði æ betur undir það búnir að mæta þeim. „Yorkshire Post“ segir, að ef Hitler geri tilraun til innrásar í England, hætti hann á meira en nokkru sinni og muni koma í ljós, að aldrei hafi hann farið glæfralegar að ráði sínu. „Dai- ly Mail“ segir, að þjóðin geri sér ljóst, hvaða hættur séu á ferðum — og það sé fyrsta skil- yrðið til þess að komast á sig- urbrautina. iiiand býr sig undir árás. Á írlandi (Eire) hefir verið fyrirskipað, að herinn skuli aukinn svo, að í honum verði jafnmargir menn og mest er gert ráð fyrir, ef landið ætti í styrjöld. Jafnframt er unnið að því að búa herinn vopnum og vistum og sjálfboðaliðsskrif- stofur hafa verið opnaðar víða um land. Jafnframt er unnið að því að uppræta alla þjóðhættulega starfsemi í landinu, og hafa verið gerðar húsrannsóknir á mörgum stöðum, og fjölda margir menn handteknir, sem grunaðir eru um njósnir eða aðra starfsemi hættulega rík- inu. .1 O. 6. MÍNERVA nr. 172. Fundur annað kvöld. — Kosning fulltrúa á stórstúkuþing. Skýrsla frá Um- dæmisþingi 0. fl. Æt. DRENGJAFÖT, matrósaföt, jakkaföt, frakkar. Sparta, — Laugavegi 10, sími 3094. FORNSALAN, Hafnarstræti 18, kaupir og selur ný og notuð húsgögn, lítið notuð karlmanna- föt o. fl. Sími 2200.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.