Alþýðublaðið - 29.05.1940, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 29.05.1940, Blaðsíða 1
AIÞÝÐDBLA RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN XXI. ÁRGANQUR MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 1940 122. TÖLUBLAÐ Tekst Bandnmðniiiim að bjarga hernum i Belgfu? —;----------»_.------------- Þeir hafa enn 45 kílómetra breitf svæði til belgísku strandarinnar á sínu valdi. msm ¦ ¦ . ¦ ¦¦:.:.,,"::::-'.>.;:.,r...... Lord Gort, yfirmaður brezka hersins Belgíu. BANDAMENN segja í tilkynningum sínum í morgun, að sókn Þjóðverja gegn brezka og franska hernum í Belg- íu hafi enn farið harðnandi, eftir að hersveitir Belgíumanna lögðu niður vopn í fyrrinótt og sé nú sótt að honum úr 3 áttum. Þjóðverjar hafa þokað her sínum vestur á bóginn þar sem belgisku hersveitirnar voru fyrir til varnar, og sögðust í gærkvéldi vera aðeins 10 km. frá Brttgge og Thourot. Sunn- an við landamæri Frakklands og Belgíu segjast þeir hafa tekið bæina Douai, La Bassé og Hazebrouk í grennd við Lille. Og á Ermarsundsströnd segjast þeir vera komnir norð- ur til Dunkerque og sé barizt þar í borginni. Það er ekki borið á móti því í fregnum Bandamanna, en tekið fram, að þeir hafi enn 45 km. langa strandlengju nyrzt í Frakklandi og syðst í Belgíu á sínu valdi, og það er búizt við því að þeir reyni á síðustu stundu að koma hinum aðþrengda her sínum til sjávar á því svæði og síðan á skip. Duff-Cooper, upplýsingamálaráðherra Bretlands, sagði í út- varpsræðu í gærkveldi, að það yrði að koma her Bandamanna í Bandamenn tékn Nar- vfk seint í gærkveldi! —__—_?_——------- HER- OG FLOTAMÁLARÁÐUNEYTI Breta gaf í morg- ún út sameigirilega yfirlýsingu þess efnis, að her Bandamanna í Noregi hefði tekið bæinn Narvik seint í gærkveldi. Hersveitir Þjóðverja, sem hafa varizt þar síðan inn- rásin var gerð í Noreg, eru á undanhaldi áleiðis til sænsku landamæranna. Sjómannadagnrinn er á sunnudaginn kemur. ----------,—? Ýmsar breytingar á fyrirkomulagi hátið arhaldanna vegna pess að sjómenn eru um þessar mundir víðsvegar um höfin O JÓMANNADAGUR- *^ INN verður á sunnu- daginn kemur og er ákveðið, að hátíðahöldin verði nú með öðrum hætti en verið hefir undanfarin ár. Að þessu sinni verður engin hópganga og heldur engin í- þróttakeppni. Ástæðan fyrir því, að þessi breyting er gerð er sú, að svo fá skip eru inni og allir eða langflestir sjómenn eru á höfunum. Fulltrúar stéttarfélaga sjó- manna hafa myndað sjómanna- dagsráð og hefir það undirbúið hgtíðahöldin, sem bezt má verða. Hafa þó ýmsir örðugleik- ar verið á því að gera hátíða- höldin sem áhrifaríkust vegna þess sérstaka ástands, sem nú ríkir hér. Þeir, sem sjá um hátíðahöld- in, héldu fund í gærkveldi og var fyrirkomulagið þá ákveðið í stórum dráttuni. Kl. 1.30 verður safnast sam- an við Austurvöll. Þar leikur lúðrasveit og ræður verða flutt- ar. Munu og fánar sjómannafé- Frh. á 4. síðu. "* Flandern á brott. En eina und- ankomuleiðin virðist vera sjó- leiðin, enda mátti skilja um- mæli, sem Winston Churchill hafði í ræðu í neðri málstofunni í gær, á þá leið, að reynt yrði að koma liðinu undan, með því að veita því aðstoð og vernd brezka flotans og flugflotans. Dar til sigur er unn- inn, segir Ghnrchili. Churchill skýrði brezka þing inu í gær frá uppgjöf Leoþolds Belgíukonungs í ræðu, sem hann flutti í neðri málstofunni. Hann minntist einnig á af- stöðu Bandamannahersins í Belgíu eftir þennan viðburð, hvað aðstöðu hans vera ákaf- lega alvarlega, þar eð nú væri sótt að "honum á þrjár hliðar, og bað þingmenn að vera við- búna miklum tíðindum og erf- iðum. En það gætu liðið nokkr- ir dagar þangað til hœgt yrði að gefa þinginu nánari greinar- gerð um styrjöldina, og það yrði ef til vill ekki fýrr en í næstu viku. Churchill lauk mál! ¦fna með því að segja, að ekkert það, sem gerzt hefði, leysti Bandamenn frá þeirri skyldu, að berjast áfram þar til sigur ynnist. Duff-Cooper lauk i útvarpsræðu sinni hinu mesta lof sorði á brezka herinn fyrir frækilega framgöngu hans — hann hefði jafnan verið reiðubúin til áhlaupa og væri það enn, kjarkur hans væri með öllu óbilaður, þrátt fyrir 'hina Frh. á 4. síðu. Sir Cyrill Newall (til hægri), yfirmaður alls brezka loftflotans. ?---------------------------------------------------------_---------,---------------------------------------,-------------_---------------------------------------:—.—,---------,---------------------------------------------------.------------------------------------. Stjtirn Belgín segir konung innm upp hlýðni og hollnstu ----------------».--------------_ Og leysir herinn og emhættismennina af trúnaðareiði sínum við hann. 13 IERLOT, forsætisráðherra Belgíu, sem nú er staddur í ¦»• París ásamt ráðherrum sínum, lýsti því yfir í franska útvarpinu í gær, að Leopold Belgíukonungur hefði með því að semja við óvinaþjóð upp á eigin spýtur og án undirskrift- ar ábyrgs ráðherra, brotið stjórnarskrá lands síns, sem hann hefði unnið eið að, og slitið tengslin milli sín og þjóðarinn- ar. Og þar sem hann væri nú auk þess á valdi óvinaþjóð- arinnar, væri hann ófær um að gegna skyldum sínum lengur sem konungur og herstjórnandi. Stjórnin léysti því hermenn alla og embættismenn af trúnaðareiði sínum við hann. Pierlot sagði ennfremur: „Þingið hefir ákveðið að verja landið, þjóðin vill verja landið, srjérnin vill gera sitt ítrasta til þess, að framkvæma þennan vilja þings og þjóðar. Konungur vor hefir án vitundar þings og stjórnar, og án vitundar þeirra samherja, er hann ásamt oss kvaddi' til liðs við Belgiu, er á oss var ráðist, fyrirskipað hern- um að leggja niður vopnin og samið- við óvini vora. Par með er hann orðinn viðskila við þjóð sína. Vér Belgir eigum nú í vænd- uni þungbærustu raunir og sár- ustu sorgir, sem saga vor hefir að geyma, og þó erum vér þess albúnir að gefast ekki upp. Vér vilium einmitt á þessum tí'ma minnast hinna belgísku manna, sem bðrðust fyrir föðurland og frelsi þjéðar sinnar á árunum 1914—18. Vér minnumst þeirra manna, sem með sama hugrekki hafa barizt og látið lífið á þeim 18 dögum, sem liðnir eru frá því, að Þjéðverjar réðust á land vort. Vér bðfum strengt þess heit að Frh. á 4. síðu. Sniáflokkahernaðnr fer í voxf i MoregL Ungir menn strjúka burt frá Osló i stórhónnin. S MÁFLOKKAHERNAÐ- URINN í NOREGI færist í aukana, og ungir menn, iðnað- armenn, námsmenn og stúdent- ar hverfa í hundraðatali frá Oslo, án þess að þýzku yfirvöld in þar í borginni geti að gert og ganga í hermannasveitir Norð- manna, sem hafast við á fjöll- um, og gera Þjóðverjum allan þann óskunda, sem þeir geta. Þessir ungu menn eru fáir saman í hóp, fá sér vopn hvar sem yfir verður komizt, sofa í hellum og skógarfylgsnum, — hafa ótrúlega gott innbyrðis- samband sín á milli og leggjast í launsátur fyrir Þjóðverjum, hvar sem þeir sjá sér færi. — Kjörorð þeirra er: Landið er Frh. á 4. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.