Alþýðublaðið - 30.05.1940, Síða 1

Alþýðublaðið - 30.05.1940, Síða 1
Band&mena byrjaðlr að flytja llð Ið i Flandern bnrttr* Dunkerque Ægilegustn orustur sem nobkur her hefir orðið að heyja á undanhaldi -------------- SAMKVÆMT tilkynningum Bandamanna í morgun er her þeirra í Belgíu og nyrzt í Frakklandi á undanhaldi í áttina til strandar og ver brezki flugherinn undanhaldið með látlausum sprengjuárásum á her Þjóðverja, sem sækir fram á eftir. Bandamenn halda her sínum undan í áttina til Dun- kerque og hafa nokkrar hersveitir þeirra þegar verið fluít- ar þaðaíi yfir til Englancls. — Þjóðverjar viðurkenna að Bandamönnum hafi tekizt að koma nokkrum skipum með herliði frá borginni. Fjöldi herskipa, bæði brezkra og franskra, liggur úti fyrir Dunkerque og ver borgina og flutning liðsins um borð, en þýzkar sprengjuflugvélar gera hverja loftárásina eftir aðra til þess að trufla útskipun þess. — í gær voru skotnar niður 22 þýzkar flugvélar í loftárásunum á Dun- kerque. Þjóðverjar sækja að hernum á undanhaldinu á þrjá vegu. -------4------ Þjóðverjar halda uppi grimmilegri sókn gegn her Bandamanna á undanhaldinu á þrjá vegu og segjast nú geta skotið af fallbyssum sínum á allt svæðið, sem að honum sé enn opið til strandar. Þeir liafa tekið borgina Annentiéres vest- an við Lille, og þar með um- kringt þá borg, sem er ein af stærstu iðnaðarborgum Norður- Frakklands og reyna nú að komast þaðan meðfram Yser- fljóti inn í Belgíu til þess að loka Bandamannahernum leið- ina til Dunkerque og standa þarna yfir ógurlegar orustur sérstakiega fyrir austan Cassel og norðaustan St. Omer. Fyrir norðan belgisku landa- mærin segjast Þjóðverjar vera komnir til bæjarins Ypres, sem Goring hótar að láta fjðtra eða skjóta franska fanga. ------*------- er irægur ur naraogunum í Flandern í heimsstyrjöldinni. í tilkynningum Bandamanna í morgun er sagt, að viðureignin í Flandern nú sé sú ógurlegasta orusta, sem nokkur her hafi orð- ið að heyja á undanhaldi. Það er barizt um hvert fótmál lands, og brezka útvarpið fullyrðir, að engin hersveit Bandamanna hafi gefizt upp fyrir árásarhernum. En mannfallið er sagt vera ógurlegt á báða bóga og rneira en nokkru sinni áður. Bretakonungor sendir Lord Gort sfeeyti. Georg Bretakonungnr hef!r sent Lord Gort yfirmanni brezka hers- Frh. á 4. síðu. Þannig leit Flandern út eftir heimsstyrjöldina. Franskir hermenn við gamlar hermannagrafir. Bodð 1 Norðnr-Noregi i rnst nm eftir pýzka loftárás. ------4------ Eldspreugluuuiii var látlð rigna yf ir bæinn f samffteyft 2 klukkutíma —-----+------ P JÓRTÁN ÞÝZKAR SPRENGJUFLUGVÉLAR létu í fyrradag eldspreiiigjum rigna yfir bæinn Bodö í Norð- ur-Noregi í tvær klukkustundir, án þess að nokkurt hlé yrði á. Bærinn var í rústuni að árásinni lokinni og logaði víðs- vegar í rústunum. Ókumnugt er enn um manntjón, en það er þó ekki talið munu vera mjög mikið. Bodö, sem liggur við vesturströnd Noregs, um 200 km. fyrir sunnan Narvík, hafði 600* íbúa, en allmargir þeirra voru farnir úr bænum sökum loftárásarhættu. SAMKVÆMT frétt, sem birt var í Lundúnaútvarpinu í gær, hefir Göring marskálkur gefið út tilkynningu þess efnis, að héðan í frá verði allir fransk- ir flugmenn, sem teknir verði til fanga af Þjóðverjum, lagðir í fjötra. Er Frökkum í tilkynn- ingunni horið það á brýn, að þeir hafi misþyrmt þýzkum flugmönnum, sem teknir hafi verið til fanga, og sú ástæða færð fyrir ákvörðun marskálks- ins. Jafnframt tilkynnlr Göring, að því er brezka útvarpið seg- ir, að margföld tala franskra stríðsfanga verði skotin í Þýzkalandi fyrir hvern þann þýzkan stríðsfanga, sem skotinn kunni að verða í Frakklandi. Lundúnaútvarpið segir, að meÖ slíkri tilkynningu Þjóðverja sé boðað, að siðustu leyfunum af heiðarlegum hernaðaraðferðum verði nú kastað fyrir borð af pýzku nazistastjórninni. Fréttaritari fréttastofunnar „Norsk telegrambyro,“ sem var sjónarvottur að loftárásinni, segir þannig frá henni: Meira en 100 sprengjum var varpað yfir bæinn, auk þess sem skotið var af hríðskotabyssum. Tala dauðra manna og særðra er ekki kunn enn sem komið er, en hún er þó talin furðanlega lág, en efnahagslegt tjón er ó- skaplegt. Hið nýja sjúkrahús bæjarins, sem var greinilega merkt rauða krossinum, varð fyrir mörgum sprengjum. Einnig var eld- sprengjum varpað á útvarpsstöð bæjarins. Allur bærinn stóð brátt í ljósum loga, og reykjannökkinn lagði langar leiðir. Flngvélamar réðnst fyrst á sjiikrahiisið Flugvélarnar réðust einna fyrst á sjúkrahúsið, og er enginn vafi Frh. af 2. síðu. Hnndrað prósent stríðsgróðaskatt nr á ðll íyrirtæbi á Englandi! OIR KINGSLEY WOOD fjár- ^ málaráðherra Bretlands til- kynnti í neðri m:lstofunni í gær, að stríðsgróðaskatturinn, sem á að nema 100%, yrði framvegis látinn ná til allra fyrirtækja í landinu, frá og með 1. apríl að telja, en áður hafði skatturinn aðeins verið lagður á fyrirtæki, sem vinna að vopna- og skotfærafram- leiðslu fyrir ríkið. Sir Kingsley sagði, að ekkert minna en hámark þess, sem þjóðin frekast gæti borið, yrði hún að leggja á sig, og kvaðst hann þeirrar trúar, að hún myndi gera það án þess að mögla. Ráðherrann boðaði einn- ig nýjar lántökur vegna styrj- aldarinnar, en kvað sparifé þjóðarinnar í engri hættu. At- vinna myndi aukast. Ding Belgía kemnr saman á Frabklandi á morgnn. OELGISKA ÞINGIÐ kemur saman á Frakklandi á morgun, og tekur það til með- ferðar þá ákvörðun stjórnar- innar að lýsa yfir því, að Leo- pold konungur hafi brotið stjórnarskrána með því að semja við Þjóðverja, og hafi hann því rofið öll tengsl við þjóðina, og sé herinn og emh- ættismenn þjóðarinnar ekki lengur bundnir hlýðniskyldu við konung. Síðan verða ræddar ög born- ar upp til samþykktar aðrar á- kvarðanir, sem stjórnin hefir tekið síðan hún kom til Frakk- lands. Forsetar beggja þingdeilda og ýmsir opinberir starfsmenn komu saman á þing í gær og samþykktu þá ákvörðun Pierlot og stjórnar hans að berjast á- fram með Bandamönnurn. Þjóðverjar fá engio hol, málma eða oliu i Beigin. Talið er, að Þjóðverjar muni ekki hafa mikið fjárhagslegt eða viðskiptalegt gagn af her- töku Belgíu. Vatn hefir verið leitt í flestar kolanámur lands- ins og þannig skilið við verk- smiðjur í járn- og stáliðnaðin- um í landinu, að langur tími Frh. á 4. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.