Alþýðublaðið - 31.05.1940, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 31.05.1940, Blaðsíða 1
r \ É V I V. J RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN XXI. ÁRGANGUR FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 1940. 124. TÖLUBLAÐ óiaðið í F Bandaineim ferjóta flóðgarð ana og láta sjóinn fossa inn báðomegin við Dunkerqiie. --------------:—*----------------- T_f IN ægilega orusta í Flandern heldur áfram af sömu ¦¦• ¦*• heipt og áður, })ótt hún færist stöðugt nær ströndinni og fleiri og fleiri hersveitir Bandamanna séu nú fluttar frá Dunkerque til Englands. Þjóðverjar eru sagðir tefla fram um 1 milljón manna í orustunni og er því ógurlegur liðsmunur. En vörn Banda- manna er frækileg og þeir hafa ströndina frá Dunkerque í Frakklandi til Nieuport í Belgíu enn á sínu valdi. Sagt er að Dunkerque sér að mestu leyti í rústum eftir loftárásir Þjóð- verja, en Bandamenn hafa brotið flóðgarðana fyrir suð- vestan borgina, hjá Gravelines, og sömuleiðis við Nieuport, norðaustan við hana, og sjórinn fossar þar inn yfir láglend- ið og gerir vélahersveitum Þjóðverja og fótgönguliði ó- mögulegt að sækja að borginni meðfram ströndinni. i Bandamenn gera sér vonir um það, að geta komið verií- legum hluta af liði sínu undan, og það er tekið fram í til- kynningum þeirra, að engar hersveitir hafi gefizt upp. Og með tilliti til þess að Þjóðverjar nefna enn ekki heldur neina tölu fanga, þykir augljóst, að hersveitir Bandamanna hafi á undanhaldinu heldur kosið að falla en gefast upp. En manntjón Þjóðverja er líka sagt hroðalegt. Sumsstaðar hafa hermenn Bandamanna varizt bak við garða fallinna her- manna. Franskar hersveittr brjót asl i ?sep ¥iö Llile. Á vígstöðvunum milli Lille og Cassel, þar sem hersveitir Frakka voriTinnikróaðar í gær, hefir að minnsta kosti nokkur hluti þeirra brotizt í gegn til strandar að afstaðinni ægilegri skriðdrekaárás á þýzka herinn, sem var milli þeirra og Dun- kerque. Þjóðverjar segjast þó hafa tekið Prioux hershöfð- ingja, yfirmann þessara her- sveita, til fanga hjá Cassel í gær. Norðan við belgisku landa- mærin halda Bretar uppi sömu þrálátu vörninni og áður á und- anhaldinu. En þúsundir Belgíu- manna berjast einnig við hlið þeirra, þrátt fyrir fyrirskipun konungs síns um að gefast upp. Samkvæmt seinustu tilkynn- ingum Breta voru 77 þýzkar flugvélar skotnar niður á vígstöðvunum í Belgíu í gær. Allar brezku flugvélarnar komu heim aftur heilu og höldnu. Brezka flugmálaráðuneytið tilkynnir, að brezki flotinn haldi stöðugt uppi árásum á herlið og bækistöðvar Þjóð- verja á ströndum Belgíu og Frakklands og stöðugt sé mið- að að því, að flytja særða og ósærða hermenn frá Dunkerque til Bretlands, þrátt fyrir stöð- ugar lqftárásir Þjóðverja. Slík- ir herflutningar verða ekki framkvæmdir án þess að verða fyrir tjóni og hefir óvinaliðið sökkt þremur brezkum tundur- spillum, 7 litlum hjálparskipum og 1 flutningaskipi, 689 smá- lestir að stærð. Þetta er allt það skipatjón, sem orðið hefir við þessar framkvæmdir, og eru því fregnir Þjóðverja um þetta mjög ýktar. Hermennirnir vilja f ara sem fyrst aftur til vígstöðvanna! Hermennirnir, sem komnir eru til Englands, eru úrvinda af þreytu, hungraðir, með blóð- hlaupin augu, margir með sára- bindi um höfuðið, handleggi eða fætur, sumir að kalla ber- fættir, með rifin og blóðug klæði. Hermönnunum var fagnað af miklum mannfjölda og af hinum mesta innileik. Konur og börn ruddust fram og réttu þeim súkkulaði eða brauðsneiðar, eða þeim var gefið te eða annað sér til hressingar, eftir að þeir höfðu staulast niður á hafnarbakkann eða verið studdir þangað. Börn voru send út með hjólbörur til þess að safna matvælum handa þeim. Á þilförum skipanna var allt þakið sjúkrabörum, ög lækn- arnir unnu þar að hinum 'erfið- ustu læknisaðgerðum og eins á hafnarbökkunum. Hermennirnir létu allir í Ijós sárustu gremju yfir hinum grimd- arlegu árásum Þjóðverja á flótta- fðlk og varnarlaus þorp. Segjast hermennirnir, sem við hefir verið talað, viija fara sém fyrst aftur til vígstöövanna. Margir hafa látið í ljós mikla aðdáun yiir þeirri vernd, sem flotinn hefir látið í té. Sjóliðið hefir lagt sig í hina mestu hættu, sagði einn hermannanna. Særð- ur sjóliði sagði frá því, að her- skipi hans hefði verið skipað að breyta um stefnu tii þess að bjarga opnum bát, sem her- menn voru í. Herskip þetta tók svo þátt í árás á skriðdreka- sveitir Þjóðverja á landi. Við sáum, hvernig skriðdrekarnir tvístruðust og brotnuðu í mél, sagði sjóliðinn. Bátar voru send- ir til lands til þess að bjarga hermönnum, og óðu hermennirnir út i sjóinn upp undir axlir á móti bátunum. Á heimleiðinni voru skotnar niður 5 þýzkar flugvélar, og hin- ir særðu hermenn á herskipinu hjálpuðu til að bera skotfæri að íoftvarnabyssunum. Margir her- mannanna létu i ljós gremju ,yf- ir því, að þeim skyldi hafa verið fyrirskipað að hörfa undan. HeroaanaQön Pfötarfa. . Samkvæmt ágizkunum sér- fróðra manna er talið, að 40% af þeim skriðdrekum, sem Þjóð- verjar hafa teflt fram á vestur- vígstöðvunum, hafi verið eyði- lagðir, en ætlað er, að Þjóðverj- ar hafi notað í sókninni nærri Frh. á 4. síðu. C^>s'^^^#^^^^^#,^#^sr#^#s#^^#«s#^#^#^#«s#s#^ mánuð. | að einungis fyrir júní- Uppbót ð ellilauQ og ðrorkobœtnr. Aðeins 16.5% og borg- FRAMFÆRSLU- N E F N D ákvað í ? gær að greiða uppbót á | ellilauh og örorkubætur í !| | 2. flokki, og nemur upp- 1; | bótin 16,5% af veittum | ellilaunum og örorkubótum.;; En þessi samþykkt nær ' | aðeins til júnímánaðar og l nær alls ekki til fyrri j! : hluta ársins, en það hafa ¦ allir launþegar fengiS eins og kunnugt er. Áður hafði Arngrímtur | Kristjánsson fullírúi Al- í þýðuflokksins í nefndinni J lagt til að fullar uppbætur yrðu greiddar frá 1. jan- I úar. En það var ekki sam- þykkt og er frestað að taka frekari ákvarðanir um uppbætur. , Útsvör á purf tarlaun hækka en útsvör á eignir lækka! --------------------«-------------------- TogarafélSgln sama ilfswar og 1938! -------_---------4—,—:--------. Fyrsta afleiðingin af þvi að fhaldlð hef* ir f engið aneirihlata í nlðurjðf nunaraef nd flæsta Atsvorin. "P YRSTA SKÍPTI síðan árið 1930 hefir Sjálfstæðis- ¦*¦ flokkurinn nú meirihluta í niðurjöfnunarnefnd Reykjavíkur. Árangurinn geta menn séð af því, meðal ann- ars, að kynna sér útsvarsskrána, sem kom út í dag. Niðurjöfnunarnefndina skipa nú: Ingimar Jónsson, skóiastjóri, fyrir Alþýðuflokkinn, Halldór Sigfússon, skatt- stjóri — og fyrir Sjálfstæðisflokkinn: Gunnar Viðar, hag- fræðingur, Sigurbjörn Þorkelsson, kaupmaður og Gunnar Thoroddsen lögfræðingur. Þegar Sjálfstæðismenn töpuðu meirihlutanum í nefnd- inni 1930, var skattstiganum breytt svo, að útsvarsálagning- in kæmi ekki eins þungt niður og áður á lágar tekjur og f jöl- skyldumenn, en þeim mun þyngra á háar tekjur og eignir. Fyrsta verk hins nýja meirihluta í niðurjöfnunarnefnd nú var að breyta álagningarstiganum aftur í öfuga átt. Heildarupphæð Útsvaranna hækkar um 20% og er nú tæpar 6 milljónir kröna í stað þess að í fyrra var hún tæpar 5 milljónir króna. Þetta samsvarar því, að hvert mannsbarn í Reykjavík borgi nú til foæjarsjöðs um Í57 krónur — eitt hundrað fimmtíu og sjjö krón- ur! Á öllum mönnum, sem hægt er að segja að hafi nokkurn veginn fmrftalaun, hækka útsvörin gíf- urlega, og þó langsamlega mest á þeim, sem hafa tekjur, er nema 3 þúsund til 5 þúsund króimm. Kemur þessi hækkun þó mest niður á einhleypingum og barn- lausum hjónum, þó að hækkun- in sé gífurleg einnig á öðrum I með þessar tekjur. j Persónufrádráttur hefir verið hækkaður úr 500 kr. á barn upp í 600 krónur, — en lítið ber á því við athugun á útsvarsskránni, að það breyti mjög; þvi svo gíf- Frh. á 4. siðu. Hér fer á eftir skrá yfir þá, sem hafa y.fir 10 þúsund króna útsvar. Kr. Á. Einarsson og Funk 12075 Árni Jónsson, timburverzl., 12650 Edda h/f. 28750 Edinborg, verzlun, 34500 Efnagerð Reykjavikur 20125 Eggert Krístjánsson og Co. 14375 Egill Viihjálmsson 18400 Eimskip 69000 Eimskipafélagið isafold 57500 Garðar Gíslason 32200 Geysir, veiðarfæraverzlun, 19550 H. Benediktsson & Co. 11500 Hamar H/F. 14950 Hampiðjan H/F. 11500 Haraldur Árnason kaupm. 25875 Héðinh, vélsmiÖja, 11500 Helgafeli H/. 23000 Helgi Magnússon & Co. 13225 Hið ísl. steinolíuhlutafélag 17250 Jénas Hvannberg 14950 . Brynjólfsson og Kvaran 15525 Ingibjörg CL Þorláksson 12650 Isafoldarprentsmiðja H/F. 32200 Frh. á 4. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.