Alþýðublaðið - 31.05.1940, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 31.05.1940, Blaðsíða 2
FÖSTUDAGUR 31. MAI 1940. AltÞYOUBLAÐIÐ —^V— ■—« - ■■■■,■ . I ÚtUDagskrá Sjómanna dagsins 2. júni 1940. Kl. 8,00 Fánar dregnir að hún á skipum. Merkjasala hefst. Sjómannadagsblaðið kemur út. — 11.00 Sjómannamessa í dómkirkjunni: Sigurður Einarsson dósent. (Útvarpað). — 13.30 Safnast saman við Alþingishúsið. Lúðrasveitin Svan- ur, stjórnandi Karl O. Runólfsson, leikur sjómannalög. — 14.00 Útvarp frá svölum Alþingishússins: 1. Minnst drukknaðra sjómanna: Sigurgeir Sigurðs- son biskup. 2. Þögn í eina mínútu. (Lagður blómsveigur á leiði óþekkta sjómannsins í Fossvogi). 3. Lúðrasveitin leikur: Alfaðir ræður. . 4. Ræða, fulltrúi sjómanna, Grímur Þorkelsson, stýri- maður. 5. Lúðrasveitin leikur: íslands hrafnistumenn (tvítek.). 6. Ræða, fulltrúi útgerðarmanna, Jóhann Þ. Jóseps- son alþingismaður. 7. Lúðrasveitin leikur: Gnoð úr hafi, skrautleg skreið. í 8. Ræða, Ólafur Thors, atvinnumálaráðherra. 9. Lúðrasveitin leikur: Ó, guð vors lands. INNI-DAGSKRÁ SJÓMANNADAGSINS 2 . JÚNÍ 1 9 4 0: í ÚTVARPSSAL: Kl. 20.30 Ræða, Þorgrímur Sveinsson, skipstjóri, Nýtt landnám. — 20.45 Leikin sjómannalög. Sjómannafagnaður að Hótel Borg. ÚTVARPAÐ: Kþ 20.30 Sjómannafagnaðurinn hefst. — 21.00 Húsinu lokað. Hátíðin sett, varaform. Sjómannadags- ráðsins, Þorvarður Björnsson, hafnsögumaður. — 21.05 Söngsveit sjómanna syngur. — 21.15 Ræða, Hallgrímur Jónsson, vélstjóri. (?) — 21.25 Hljómsveit hótelsins leikur: Heill sé þér framgjarna frjálshuga lið. — 21.30 Ræða: Stefán Jóh. Stefánsson, félagsmálaráðherra. — 21.40 Fjöldasöngur: Hvað er svo glatt. — 21.45 Ræða, Minni kvenna, Jón Bergsveinsson, erindreki. — 21.55 Fjöldasöngur: Fósturlandsins Freyja. — 22.00 Sjómaður heiðraður, framkvæmt af Sigurjóni Einars- syni, skipstjóra. — 22.10 Fjöldasöngur: Táp og fjör og frískir menn. — 22.15 Ræða, Minni íslands, Sigurjón Á. Ólafsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur. — 22.25 Fjöldasöngur: Ég vil elska mitt land. — 22.30 Sjómannarevya. ??? — 22.55 Fjöldasöngur: Kátir voru karlar. (Margtekið). — 23.00 Söngsveit sjómanna, syngur. — 23.10 Hljómsveit hótelsins leikur létt lög. — 23.30 DANS. Aðgöngumiðar að Hótel Borg verða seldir við suðurdyr hótelsins laugardaginn 1. júní, kl. 2 e. m. — Aðeins 220 miðar verða seldir á borðhaldið og 200 miðar að dansskemmtuninni. DANSLEIKUR í IÐNÓ. Kl. 22.30 Dansleikurinn hefst. — 23,30 Danssýning, frk. Bára Sigurjónsdóttir og nemendur hennar. — 24.00 Söngsveit sjómanna syngur nokkur sjómannalög. Aðgöngumiðar seldir í Iðnó frá kl. 5 e. m. 2. júní. DANSLEIKUR í ODDFELLOW-HÚSINU. Kl. 22.00 Dansleikurinn hefst. Danssýning frk. Bára Sigurjónsdóttir og nemendur hennar. Þar á eftir syngur söngsveit sjómanna sjómannalög. Aðgöngumiðar seldir í Oddfellow kl. 5 e. m. 2. júní. SÖLUBÖRN, sem vilja selja merki og blað dagsins, komi í Varðarhúsið klukkan 8 fyrir hádegi 2. júní. HAFNARFJÖRÐUR: Börn er vilja selja merki og blað Sjómanna- dagsins komi á Reykj«víkurveg 9. neð 1 gegn 0 á nðti Fran. -- ■ »—------------ Þrjáiíu æstir áherfendur teknir fastir! s ------o---- FYRIR ’ DÆMAFÁA heppni tókst Víkingi að vinna kappleikinn í gær- kveldi með einu marki gegn engu. Og þetta eina mark fékk hann upp úr vafasamri vítaspyrnu á Fram. Þvaga hafði myndast fyrir framan mark Fram og sagt var, að einn Framarinn hefði þar fallið á knöttinn og snert hann meíí hendinni. Þetta var því leiðara fyrir Fram, að itapa leiknum á víta- spyrnu, þar sem talið er, að mið- framvörður Víkinga, Brandur, hafi síðast í seinni hálfleik slegið boltann með hendi, án þess að dæmd yrði vítaspyrna fyrir, og gaf þó línuvörður dómara merki um það. Annars þýðir ekki að deila við dömarann, og úrskurður hans stendur óhagganlegur, hvernig sem mönnum líkar. Víkingur vann legkinn og keppir nú til úr- slita í jþessari umferð við Val. einhvern næstu daga. Verður það harður atgangur. Fyrri hálfleik léku Víkingar undan vindi. Var mjög mikill kraftur og hraði í leik þeirra, og voru þeir allajafna i hraðri sókn. Þorsteinn var eins og fyrr lang- bezti maðttr í þeirra liði, og eru þó margir mjög góðir, eins og Brandur og Ingólfur Isebarn. En Framarar settu sig í harð- vituga sókn og vörðust af frá- bærum krafti. Bar sérstaklega á ágæturn leik Ragnars Jónssonar, sem allt af var alls staðar ná- lægur og virtist aldrei fatast, hvorki í staðsetningu eða hnit- miðun boltans. Sögðu margir, sem kunnugir eru, að 'Ragnar hafi aldrei sýnt jafn fágaða knattspyrnu. Hins vegar voru sumir Framaxar linir, eins og Þórhallur og Jón Sigurðsson. Hvorugur náði sér nokkurn tíma á strik, og sérstaklega var leikur Jóns óviss og fálmandi. Fram vántaði áreiðanlega illa Jón Magnússon, því að nokkrum sinn- um fengu þeir góð tækifæri, sem þó brugðust öll í þessum hálfleik. Síðari hálfleikurinn var ekki eins vel leikínn og sá fyrri. Það var auðséð, að Fram ætlaði sér nú að „kvitta“, en Víkingar svöruðu með þvi að setja næst- um allt liðið í vörn. Var þó glæsilegra af þeim að sækja nú fram, því að litil upphefð var í því, að vinna leikinn á vítaspyrn- unni, og sókn gaf möguleika á því að vinna leikinn með sóma. Hinn fallegi smái samleikur, sem Fram er kunnugt að, hvarf nú í ákafa sóknarinnar, og var nú meira böðlast en leikið. Lá knötturinn oftast á vallarhelmingi Vikinga, en án þess að Fram tækist að skora mark. Markvörð- ur Víkinga, Berndsen, varði mjög vel — og þar sem hann á þau ummæli skilið, að hann sé í þ.ann veginn að verða bezti markvörð- ur okkar, þá er það því meiri ljóður á leik hans, að hann sýnir oft „óheiðarlegan leik, þegar Vík- ingar hafa yfirhöndina. Hann tef- ur þá eins og hann getur, lónar með knöttinn og sparkar honum hvað eftir annað, auðsjáanlega viljandi, út af. Þetta gerði hann óft í fyrra — og þetta gerði hann hvað eftir annað í seinni hálfleiknum í gær. Þetta er alveg óhæfur leikur, og það er siðferði- leg skylda dómarans að taka fyr- ir slika framkomu. Síðari hluti þessa hálfleiks var í raun og veru allt af þvaga upp við mark Víkinga. Þá var það, að Brandur sló knöttinn með hendi og línuvörður gaf dómara merki, án þess að hann tæki eftir því. Vitanlega er erfitt fyrir dómar að sjá slíkt, þegar allt er i bendu, en nákvíémlega eins stóð á, er vítisspyrnan var dæmd á Fram. Þannig lauk leiknum. Löoreolan skerst i eftir- Nokkrir áhorfendanna sýndu það enn einu sinni, að þeir þola það ekki vegna taugabilunar og skapbresta að horfa á kappleik. Um Ieið og dómarinn hafði gefið merki um að leiknum væri lokið, þustu allmargir út á völlinn og gerðu aðsúg að dómaranum. Lenti þarna allt í bendu, og voru pústrar gefnir á margar hendur. Lögreglan var fárnenn, en henni tókst að afstýra meiðslum, og fór hún með 30 menn, unglinga og fullorðna á lögreglustöðina. Munu þeir sæta sektum, eins og sjálfsagt er. Þá ber og ,að úti- loka þá frá Iþróttavellinum í sumar, og ef íþróttamenn eru í þessum hóp, ber aÖ reka þá taf- arlaust úr félögum þeirra. — Ef ekki er tekið strangt á slíkri framkomu, hlýtur hún aðændur- taka sig hvað eftir annað. SjómannadagsMaðið. SJ óM ANNADAGSBLAÐIÐ verður selt á götunum á sjó- mannadaginn, sem er næst kom- andi sunnudagur. Er það hið myndarlegasta, 40 blaðsíður að stærð, prýtt fjölda rnynda úr lífi sjómanna. Efni þess er á þessa leið: Sig- urjón Á. Ólafsson: Sameinuð stétt á örlagatímum, Þorg. Sveinsson: Þjóðfáninn, grein um sjómanna- ljóðin eftir Fr. Halldórsson, Kveðja til sjómannadagsins frá Davíð ólafssyni, forseta Fiskifé- lags íslands, Sjóminjar Norð- manna, eftir Henry Hálfdánar- son, Sjómennirnir og þjóðin, eftir Á. S., Ofviðrin í hitabeltinu, eftir Grím Þorkelsson, Sjómanna- heimili, eftir Sigurbjörn Á. Gísla- son, Helreiðin eftir Fr. Halldórs- son, Á miðjarðarlínu, eftir Þór- arin Sigurjónsson, Greinargerð um aðalfund sjómannadagsráðs- ins 1940 o. fl. ForsíÖumyndin er af Jóni for- seta, fyrsta togaranum, sem sér- staklega var smiðaður fyrir okk- ur íslendinga. Ritnefnd blaðsins skipa: Sig- urjón Á. Ólafsson, Friðrik Hall- dórsson, Pétur Sigurðsson, Grím- ur Þorkelsson, Þorsteinn Lofts- son og Guðbjartur Ólafsson. Til húseigenda Samkvæmt ákvæðum heilbrigðissamþykktarinnar skal hverju húsi fylgja sorpílát úr járni með loki. Sömuleiðis er skylt að hreinsa af húslóðunum allt skran, grjót, mold og annað, sem veldur óþrifnaði og er til lýta. Ber húseigendum þegar í stað að bæta úr því, sem ábótavant kann að vera um þetta. Reykjavík, 30. maí 1940. HEILBRIGÐISFULLTRÚINN. Skattskrá RejrkJavíkur ELLI- OG ÖRORKUTRYGGINGASKRÁ, NÁMSBÓKA- GJALDSKRÁ OG SKRÁ UM ÁBYRGÐARMENN LÍF- EYRISSJÓÐSGJALDA liggja frammi í bæjarþingstofunni í hegningar- húsinu frá föstudegi 31. maí til fimmtudags 13. júní að báðum dögum meðíöldum, kl. 10—20 dag- lega. Kærufrestur er til þess dags, er skrárnar liggja síðast frammi, og þurfa kærur að vera komnar til skattstofu Reykjavíkur í Alþýðuhús- inu, eða í bréfakassa hennar, í síðasta lagi kl, 24 þ. 13. júní n.k. Skattstjórinn í Reykjavík. HALLDÓR SIGFÚSSON.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.