Tíminn - 08.02.1963, Síða 9

Tíminn - 08.02.1963, Síða 9
Það cr þetta sjálfvirka tæki, sem gerir Denison svo frábrugð ið fyrirrennurum sínum, skíða skipum, sem einungis gátu siglt á lygnu vatni. Denison var byggt með það fyrir augum ,að á því yrðu gerð- ar alls kyns tilraunir, fremur en því væri fyrst og fremst ætlað að vera fanþegaflutninga skip. Þess vegna munu aðeins komast fyrir í skipinu um 60 farþegar, en í ráði er að byggja svipuð skip, sem taka munu fleiri farþega. Til dæmis verður bráðlega gert 39 metra langt skíðaskip, sem fer með 60 hnúta hraða, milli Florida og Bahama-eyja, og mun það geta tekið 230 far- þega. Þessi 189 sjómílna langa vegalengd verður líklega farin á nálægt 3% tímurn, og far- gjaldið fyrir ferðina fram og til baka myndi kosta öllu minna en 50 mínútna flugferð, auk 'þess sem slíkt myndi spara tíma og bílferð til flugvalla, sem flestir liggja talsvert langt frá borgum. í ágúst 1962 var svo hleypt af stokkunum öðru slíku skíða- skipi, sem verður framvegis i þjónustu hersins. Þetta skip byggði Boeing fyrirtækið. Þetta er 110 smálesta skip og ber nafnið High Point — fyrsta orrustuskip sinar tegundar. — Skip þetta mun ná 40 til 50 hnúta hraða — sem er talið hæfilegt fyiir slikt farartæki og tvær gastúrbínur, sem saman- lagt hafa 6.200 hestafla orku, munu knýja skipið. Einnig er jafnvægisútbúnaður High Point sjálfvirkur og jafnvel enn full- komnari en útbúnaður fyrir- rennara þess. Þegar er farið að vinna að smiði stærra skips — 300 smá- lesla tilraunaskips, sem Grum- man verksmiðjurnar munu smíða fyrir sjóherinn. Tvær geysimikl9r_.gastúrbínur. 18,000 hestafla hver, munu knýja skip- ið, sem ná mun um 45 hnúta hraða. í mörg ár hafa svipuð vængjaskip farið um vötn, ár og innhöf Evrópu. Af þeirri tegund hafa Sovétríkin byggt stærsta skipið — 300 farþega farþegaskip, 107 smálesta þung, sem nefnist Sputnik, og er það knúið af fjórum diesel- hreyflum, sem til samans hafa 3.600 hestafla orku, og nær skip þetta um 40 hnúta hraða. Hins vegar getur ekkert þess ara evrópsku farartækja siglt á hafi úti. Þau sigla á föstum U- eða V-laga vængjum, þar sem ekki þarf flóknari útbún- að, þar eð farið er um lygn vötn. Ef vængirnir væru þann- ig fastir á úthafsskipum af þessu tagi, myndi skipið fylgja öldunum, og yrði slíkt auðvitað stórhættulegt á miklum hraða. Þess vegna hafa skíðaskipin til þessa ekki þótt henta til siglinga á úthafinu, en eftir tilkomu hinna bandarísku jafn- vægistækja, sem komið hefur verið fyrir í Denison og High Point, virðast skíðaskipin ætla að verða hin ákjósanlegu úthafs skip. Önnur nýjung, sem fram kemur í bandarískum skíða- skipum, er hin öfluga gastúr- bína, sem knýr skipin og svipar nokkuð til flugvélahreyfla. Og enn er unnið af fullum krafti að endurbótum á skíða- skipunum, og hafa þegar kom- ið fram ýmsar nýjungar, sem enn eru ókannaðar að mestu, en ýmislegt bendir til þess, að ekki verði þess langt að bíða. að skip svipuð Denison sigli um heimshöfin með 90 hnúta hraða, eða sem svarar yfir 150 km. hraða á klukkustund. Helgi Haraldsson, Hrafnkelsstöðum: „Því kann margur hin þögiu svik/7 Fáein orð til tveggja Flóamanna. - FYRRI HLUTI Um leið og ég þakka öllum fyr- ir gamla árið, finnst mér að ég verði að þakka sérstaklega tveim- ur Flóamönnum fyrir sínar ágætu greinar í Morgunblaðinu rétt fyr- ir áramótin, þeim Runólfi í Ölvers- holti og Gunnari í Seljatungu. Vegna þess að ég er umræðuefnið hjá báðum, má varla minna vera en ég sendi þeim kvittun, sem sýnir, að ég hafi séð þessar rit- smíðar. Ekki get ég neitað því, að mér finnst andans auðlegð þessara ágætu manna í minna lagi, að þeir skyldu ekki geta fundið neina fyr- irsögn í greinarnar frá sjálfum sér, heldur taka þær frá mér. Það hefur nú aldrei þótt sérlega mik- ilmannlegt, svo hélt ég að ekki væri svo statt að stolið yrði þar sem ég á í hlut. — En allir verða að bjarga sér — segir skáldið. Þá er fyrst grein Runólfs. Þar vcrð ég að leiðrétta misskilning, sem mér er alveg óskiljanlegur. Hann skorar á mig að sanna, að hann sé fyllibytta eða heita minni maður ella. Það mátti ekki minna kosta. Það má öllum gera að setja fyrir þá fótinn og segja þeim að sanna, þag sem ég vona að sé al- veg ósannaulegt, sem betur fer. Eg held að Runólfur hafi feng- ið svo gott uppeldi hjá okkur í Ungmennafélagi Hrunama-nna, þeg ar ég var þar formaður, að það væri ekkert ánægjulegt að sanna þetta, sem hann fer fram á. Hitt þykir mér líka leiðinlegt að þurfa að sanna, að hann skilji ekki mælt mál, eins og við álitum þetta skýr- an ungling, meðan hann var hjá okkur. Það sem Runólfur hnýtur um í grein minni er víst þessi setning: — „Minnir þetta ekki á menn. sem hafa selt sig á fylliríi og verða svo að standa við það ófullir —“ Eg tæki nú ekki svo til orða að hann minnti á mann, ef ég teldi hann það sjálfan. Svo er annað, menn geta orðið fullir af fleiru en áfengi. Menn geta til óæmis látið ljúga sig fulla, og það gerðu þeir Siálfstæðismenn í sveit unum, þegar þeir létu bæjarflokk- ana ginna sig, eins og þursa, til þess að brayta kjördæmaskipun- inni við síð'ustu kosningar. Það er nú farið að koma í ljós, hvað sveitirnar græða á því, og sést þó betur seinna. að láta Sel tjarnarnesið ráða öllu landinu Eg sé enga þjóðargæfu í sambandi við þá þróun — Því var aldrei um Álftanes spáð. að ættjörðin frels- aðist þar — sagði Þorsteinn, og eg hefi sömu skoðun á hinu nesinu við Seltjörn. Næst segir Runólfur: „Þú vík- ur að því Helgi minn, að ég sé mesti bullari í Flóa“ Ef Runólfur hefur séð þessa setningu í grein minni, þá fer mig að gruna að hann hafi íengið sér heldur mikið neðan í því. eins og komizt er að orði. Það var einu sinnj sagt um Hreppamann. að hann gengi næst Gunnari á Hlíðarenda að öllu Eg hefi nú ekki þorað að fara með Runólf hærra, en að hann gengi ■iæst Gunnari í Seljatungu Hitt sagði ég, að Runólfur væri bull mælskastur Sjálfstæðismanna í Flóa, og það er talsvert annað. Hefur t.d. aldrej logað svo glatt hjá Runólfi í búskapnum, að það hafi bullsoðið upp úr katlinum? Var það t.d. ekki hliðstætt með mælskuna njá honum í fyrra vet- ur, þegar hann elti Framsóknar- menn á fundi, sem þeir héldu bæði v’ið Ölfusá og að Brautarholti, til þess að koma sinni speki á fram- færi? Það sagði mér maður eftir I fundinn á Skeiðum, að menn hefðu ; hlegið svo að Runólfi, að þeir, sem j hefðu farið um Skeiðaveginn í ; viku á eftir, hefðu heyrt hlátur- inn. Þetta er nú sjálfsagt orðum auk- ið. Svo er nú aðalrúsínan eftir, og þar heldur Runólfur nú að hann hafi hitt á snöggan blett á mér. Vegna þeirra mörgu sem lesa þessa grein en sjá ekki Morgun blaðið, þá ætla ég að taka þennan póst upp orðrétt, sem sönnun þess, að ég kann ekki að skammast mín, og svona hljóðar þetta: — „Fyrir- sögn þessa greinarkorns er tekin úr ritdómi sem Helgi á Hrafn- kelsstöðum skrifaði um verk Hall- dórs Kiljans Laxness fyrir nokkr- um árum. En það vildi nú svo til, að skömmu síðar var umræddur höfundur sæmdur þeim mesta heiðri, sem einum rithöfundi get- ur hlotnazt. bókmenntaverðlaun- um Nóbels. Virðist svo sem sænska akademían hafi ekkj tekið mikið mark á bókmenntagagnrýni Helga á Hrafnkelsstöðum. Máske hefur þeim vfsu mönnum þótt blaðaskrif þín, Helgi minn, helzt til mikið „bull“. Þetta var nú ljóta ádrep- an. Fyrirsögnin var: Hænsnamatur í hundafati. Allt er þetta rétt athugað hjá Runólfi. nema það að þessi grein var ekki ritdómur Eg hef aðeins ritað einn ritdóm um bók eftir Kiljan, og það var Gerpla, og þann ritdóm hefði ég alveg jafnt skrifað þó að hann hefði verið búinn að fá Nóbelsverðlaunin. Hins vegar tel ég það mér held- ur til tekna, að Runólfur skuli muna svo vel eftir grein, sem ég skrifaði fynr meira en 20 árum Það skyldi þó ekkj vera, að hon- um hafi þótt greinin góð á sínum tima eins og fleiri bændum, og ég get sagt honum það í einlægni. að þessi grein er sú eina blaða- grein sem ég er stoltur af. Tilefni þess að þessi grein var samin á síðustu árum stríðsins var það. að Kiljan ritaði hverja nið- greinina eftir aðra um íslenzkan landbúnað. T.d sagðj hann að ís- íenzka lambakjötið væri svo mik- íli óþverri að það væri hvergi boð- ið til manneidis. þar sem ekki ríkti hungursneyð. Væri nær fyrir ís- lenzka ríkið að hafa bændur á spítala en láta þá stunda búskap, því að ef allt sauðfé á fslandi dræp ist. myndi það lækka vísitöluna um 40 stig. og fleira í þessum dúr Eg reiddist fvrir hönd bænda og sendi Kiljan skammargrein þar sem ég tók fram í upphafi. að ég ætlaði að skrifa um hans fram leiðslu af sömu góðgirni og hann skrifaði um okkur Eg viðurkenni sð ég lagð, greinina allan þann otuktarskap sem ég átti til. Held að ég verði að skjóta þvj hér inn í, þó mér sé málið of skylt, að einn ri'færasti maður landsins sagði við mig á eftir, að sem skammar- grein væri greinin listaverk. Eg hefi líka goðar heimildir fyrir þvi, að Kiljan og kommúnistum. sem þá var eitt og hið sama, sveið svo- litið undan greininni Hitt er stað- reynd að Kiljan hefur ekki, mér vitanlega, skrifað einn staf um iandbúnað siðan. Hitt fer svo held- ur yfir markið að sænska akadem- lan hafi álitið greinina bull. Skyldi hún lesa mikið af íslenzkum blaða- greinum? Svo er nú aðalefni greinarinn- ar, þessi venjulega heimspeki þeirra Sjálfstæðismanna að þeir séu að bjarga íslenzku þjóðinni. En það er minna sagt um það frá hverju þeir eru að bjarga. Ég get vel sagt þeim það, þeir eru að bjarga þjóðinni frá asnastrikum Sjálfstæðisflokksins, sem þeir eru fagmenn í að koma á aðra flokka. Þegar öllum umbúðum er svipt í burtu, þá er þag verðbólgan, sem skapar allan vandann og er nú bókstaflega að keyra allt í kaf á þessu landi og það þegar meira aflast úr sjó en dæmi eru til áður. Þó að allir flokkar eigi hér sök á, þá er mjög auðvelt að sanna að Sjálfstæðisflokkurinn er þar lang- samlega sekastur Undir hans stjórn, þegar nýsköpunarstjórnin fór með völd var verðbólgan sett á laggirnar og alltaf hefur hlaup- ið ofvöxtur í hana, þegar þessi flokkur fer með völd. Hitt atriðið, sem alltaf fylgir þessari þjóðvörn Sjálfstæðismanna er það, að vig Framsóknarmenn séum stórhættulegir menn fyrir þjóðina. og þá sérstaklega fyrir bændur. Þeir mega ekki vera sér- lega veilir fyrir brjósti, sem ekki fá ógleði af þessum málflutningi frá þeim mönnum, sem ekkert tækifæri láta ónotað til þess að reka hornin í samvinnufélögin og yfirleitt allan félagsskap sem hef- ur dugað bændum bezt á undan- förnum áratugum. En steinþegja þó að bæjarflokkarnir dragi þá á eyrunum út í hvaða ófæru sem vera skal Runólfur segir, að ég sjái ekki vorið í íslenzkum landbúnaði, nema gegnum einhver annarleg gleraugu, það má nú segja að öðr um fórst en ekki þér að tala um annarleg gleraugu. En komdu samt með mér, kunningi, smá- spotta, ég ætla ag sýna þér nokk- uð. Við skulum bregða okkur 55 ár aftur í tímann og tylla okkur niður á Kambabrún 1907, þá er ! þar staddur danskur konungur, i Friðrik 8. og er að litast um. — Honum verður þetta að orði: — 1 Hér er bara heilt konungsríki. — Konungurinn sá rétt, þarna blasir við augum heilt konungsríki, ef rétt væri á málum haldið. Fyrir nokkrum árum fór ríkis- stjórn íslands að nema land á tveim stöðum í þessu ríki. Annað var í Flóanum og hlaut nafnið Sí- bería. Hitt landnámig blasir við augum af Kambabrún. Það voru reist sjö nýbýli í einni veðursæl- ustu sveit landsins og nærri til- búin í hendur bændum. Nú er mér sagt, að þrír bændur af þess- um sjö séu búnir að selja allar skepnurnar til þess að geta stund- að vinnu að Selfossi. Þetta er þó ekki afskekkt eða illa í sveit sett. Taktu nú ofan Sjálfstæðisgleraug- un, Runki minn, og segðu mér, hvort þetta sé rétt stefna. Haldið þig Sjálfstæðismenn, að þið get- ið bjargað svona öfugþróun með þögninni einni saman. Fyrir nokkrum áratugum kom út leikrit eftir norska skáldið Arne Garborg í snilldarþýðingu eftir Bjarna frá Vogi. Leikritið heitir Helheimar og er í ljóðum. Það .gerist í dálítið óvenjulegum stað í Hel-heimi, eða þar sem íslend- ingar eru vanastir að nefna Hel- víti. Sá, sem þar ræður ríkjum, hefur nú svo mörg nöfn í íslenzku, að óþarft er að kynna hann frek- ar. Svo bar við, að sá gamli þurfti ag senda sína útsendara í mann- heim til þess að sá ódyggðum með al fólks, og hann hét háum verð- launum þeim, sem gæti gert mesta bölvun í mannheimi. Þegar þeir komu svo aftur til þess að keppa um verðlaunin, áttu þeir að segja frá sínum afrekum í einni vísu og kom margt ófagurt í ljós, en ekki var dómarinn ánægður með neitt. Þar til sá síðasti kom og var einna minnstur fyrir sér. Hann kvað: Ég kenndi mönnum hugarhik og helzt að sinna öngu. Því kann margur hin þöglu svik að þegjá við öllu röngu. J Þetta er lang snjallast og gerir mesta bölvun, sagði dómarinn, og , þú færð verðlaunin. Skáldið, sem leikritið samdi, veit hvað hann syngur, því á þess um mannkostum hafa allar óstjórn ir og ofstjórnir heimsins lifað fram á þennan dag. Þag er sýni- legt að þessi verðlaunagripur Arne Garborg hefur ekki farið ónýtisför um Flóann á sínum tíma. Þetta verður að nægja, og Run- ólfur segir, að ég sé óþarfur bændastéttinni. Hann um það, en ætli við verðum þá ekki að lok- um að sættast á það, að ég hef sama álit á honum og hann á mér. Fyrirspurn til ríkisútvarpsins Er það venja, eða eru það lög ríkisútvarpsins, að lesa jólakveðj- ur eftir klukkan 12 á miðnætti? Á síðast liðnum jólum sendum við undirritaðir jólakveðjur ekki staðsettar í sýslum. Þær voru lesnar upp klukkan 1,30 um nótt- ina. Þvílík þjónusta. Þarna er tekið fyrir hátt gjald. Þetta er vinasending, jólakveðjan, þæði til barna, frænda og vina, hvar á landi sem er, og þetta er lesið upp yfir sofandi fólki. Ætli nokk- ur maður vilji trúa því, að það væri ekki hægt að raða svo niður Framh. á 13 síöu T í MIN N , föstudaginn 8. febrúar 1963 — 9

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.