Alþýðublaðið - 01.06.1940, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 01.06.1940, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON UTGEFANDI: ALÞYÐUFLOKKURINN XXI. ÁRGANGUR LAUGARDAGUR 1. JtJNÍ 1940, 225. TÖLUBLAÐ Meir ihliitiiim af he f Flandern komlnn Daily Telégraph gizkar á að þrír f jórðu hlutar brezka hersins séu komnir þangað ÞRÁTT FYRIR látlausar Ioftárásir Þjóðverja á Dunker- que og herflutningaskip Bandamanna í Ermarsundi og þrátt fyrir ægilégaf orustur í aðeins fárra kílómetra f jarlægð frá ströndinni á öllu svæðinu frá Dunkerque til Nieuport, halda Bandamenn áfram að flytja lið sitt í Flandern yfir til Englands. Engar tölur hafa enn verið gefnar upp um það, hve margir séu komnir yfir sundið, en því er lýst yfir í tilkynn- ingum Breta, að það sé mjög mikið lið og gefið í skyn, að meginhluta hersins hafi þegar verið bjargað. „Daily Telegraph" gizkar í morgun á, að um 170 000 brezkir hermenn hafi þegar verið fluttir burt frá Flandern og muni það vera um þrír fjórðu hlutar brezka hersins, sem þar var. .> Mikill hluti franska hersins? sem í fyrrinótt brauzt í gegn um herkví Þjóðverja vestán við Lille, er nú einnig sagður hafa verið fluttur á skip. Lord Gort í Dunkerque. ,—,--------------?_--------------- Það er tekið fram í fréttunum, að Lord Gort, yfirmaður brezka hersins, sé í Dunkerque og stjórni vörn þess hluta hérsins,, sem eftir er, og varið hefir undanhald meginhersins til borgar- innar. Herskipin, sem liggja úti fyrir ströndinni taka nú einnig þátt í vörn hans, og halda uppi látlausri stórskotahríð á stöðvar þýzka hersins, sem sækir að baksveitum Bandamanna. Er flotanum nú ætlað það hlutverk að verja undanhald þeirra á sama hátt, og þær hafa hingað til varið undanhald meginhersins. Þjóðverjar segja í herstjórnartilkynningu sinni í morgun, að þeir hafi tekið 26 000 Frakka til fanga í orustunni í Flandern. Er það í fyrsta skipti, sem þeir nefna ákveðna tölu fanga í tilkynn- ingum sínum þaðan. ndamaiinii Englands ? Brezk herskip í Ermarsundi. íjóðverjar íapað | 3000 ílnpélam síðao stríðið hófst. ¥ UNDÚNABLAÐIÐ ¦¦-^ „Times" segir í morg- un, að Þjóðverjar muni vera búnir að missa sam- tals 3000 flugvélar síðan í ófriðarbyrjun. En þó það sé gífurlegt tap, sé manntjónið í þýzka flughernum ennþá þyngra á vogarskálunum, vegna vöntunar á æfðum flug- mönnum. Brezki loftflotinn skaut niður 56 þýzkar flugvélar í gær og 10 þýzkar flugvél- ar á stuttum tíma í morg- un. Leikfélagið sýnir „Stundum og stundum ekki" annað kvöld kl. TVz. Að- göngumiðar verða seldir írá kl. 4 —7 í dag. Farinleot afrefe. Brottflutningur Bandamanna- hersins frá Flandem er af hern- aðarsérfræðingum almennt talinn hið furðulegasta afrek. Herinn var innikróaður, átti sér ekki von neinnar aðstoðar utan að :'frá, belgiski herinn hafði gefizt upp og gefið Þjóðverjum færi á að ráðast á varnarlausan norðurenda hins brezka hers og komast að baki hans. Samt sem áður hefir meiri hluti hans komizt til sjáv- ar og á skipsfjöl. Brézk blöð birta frásagnir hinna heimkomnu hermanna og lofa pá fyrir frækilega vörn þeirra. Enn meira lof er pó bor- ið á pá í amerískum blöðum. T. d. segir „New York Times", að meðan ensk tunga sé töluð, verði Dunkerque aldrei nefnd á nafn öðru vísi en með virðingu. „New York Herald Tribune" minnir á, að Þjóðverjar hafi sagt, að peir myndu törtíma Oessum hersveitum á skömmum tíma með steypifmgvélum sínum, en brottflutningnum sé stöðugt hald- ið áfram, og heimkomnu 'her- mennirnir séu engir flóttamenn, heldur ósigraður her, sem fer aftur til vígvallanna eftir stutta hvíid. Frakkar á næsta pös- um við Abbevilie. Frá vígstöðvunum við Somme bárust þær fréttir í gærkveldi, að Frakkar hefðu komizt yfir fljótið á einum stað og náð á sitt vald umhverfi borgarinnar Abbeville, sem Þjóðverjar tóku í sókn sinni til Ermarsundsstrandar. í morgun var sagt frá gagn- áhlaupi Þjóðverja á þessum slóðum, en því hefði verið ? l hrundið. Frá vígstöðvunum austan við Somme hafa engar nýjar frétt- ir borizt. Æðsta herráð Bandamanna kom sahian á fund í Paris í gær. Samkvæmt tilkynningu, sem birt var í Dowing Street 10 í morgun, var rætt um ástand og horfur í styrjöldinni, og náðist algert samkomulag um allar á- kvarðanir. , Það var tekið fram, að Banda- menn væru staðráðnari í pví en nokkru sinni áður, að halda á- fram baráttunni, par til henni væri lokið með fullnaðarsigri peirra. ftalir slíta samning- 01 ¥lð Bf8ÍI III verzlnsitiriál. ÖvæBt snuröa á (rððinn. ITALIR hafa slitið samnmga- lumíeitun'um við Breta uni verzlunarmál og siglingaeftirlits- mál. Fregnin um þetta hefir komið mönnum mjög á óvart. Þar sem tilkynnt var, eftir komu laðal- samningamanns Breta í Rðmar borg til London fyrir nokkrum dögum, að horfurnar um sam- komulag væru góðar, og töldu Bretar, að samkomulagsgrund- völlur væri fenginn með tillögum itala. Var og tekið fram, að brezkir og ítalskir sérfræðingar væru að vinna að uppkasti að samningum. Það er hægt að koma ðllum bðrnam í sveit! Viðtæk samtðk ákveða allherfar fiársðfnun í næstn viku. ÞESSA DAGANA er unn- ið að því af fullnm krafti að skipuleggja vista- útvegun fyrir börn héðan úr Reykjavík, í sveitum. I gœr var haldinn fundur með barnaverndarráði, fulltrúum Kauða knossins og ýmsra kven- félaga, sem hafa rekstur barna- heimila með höndum, og er lfk- legt, að fullkomin samvinna tak- ist milli þessara aðilja. Það er í ráði að hefja alls- herjar fjársöfnun hér i bænuim í næstu viku í þessum tilgangi, og er pess fastlega vænzt að allir Reykvíkingar telji sér skylt áð styðja þessa starfsemi af alefli. Þá er gert ráð fyrir, að 'til starfseminnar fáist meginhlutinn af því fé, sem áætlað er til rekst- urs barnaheimila, bæði frá bæ og riki. Á fjárhagsáætlun bæjarins eru 12. þús. kr. áætlaðar og á fjárlögum 15 þús. kr., en hún á að ná til alls landsins. Þá er gert ráð fyrir, að eitt- hvað fé muni fást lir Thorkillii- s|óði og Líknarsióði, en auk þess er farið fram á aukafjárveiting- ar, sem ætti að vera hægt að fá. Er t. d. ekki úr vegi, ,að bæjar- sjóður leggi fram það fé, sem hann sparar á því að vorskol- arnir hafa hætt mánuði áður en áætlað var — og ef leiga fæst greidd frá Bretum fyrir barna- skólana og opinberar byggingar, ætti það vitanlega að renna til þessarar starfsemi fyrir börnin. Með öllu þessu, frjálsum fram- lögum einstaklinga og beinum meðlögum foreldra með börnum sínum, ætti að fást mikið fé. Það er nú tryggt, að hægt er a'ö fá til afnota allmarga heima- vistarskóla í sveitum, en ennþá er évissa um hina stóru héraðs- sk'óla. Er það þó trú manna, að ef vel verður unnið, þá muni takast að koma flestum eða öllum börn- um í sveit í sumar, sem þess óska. Kennararnir hafa nú að fullu lokið rannsókn sinni. Rannsóknin sýnir, að um 2000 böm erú far- In í sveit eða hafa fengið dvöl og eru að fara, en auk þess efu um 1200 börn, sem óskað er eft- ir að komist burtu. Meðlag að mestu leyti er boðið með um 400 börnum, að nokkru leyti fyrir 400 börn, en fyrir 400 börn geta foreldrar ekkert borgað. Allt virðist því benda til þess, að ef Reykvíkingar leggjast á eitt, muni takast að fullu það, sem að er stefnt. Þá skal þess getið, að Sumar- gjöf eykur starfsemi sína í sum- ar. Rekur það nú þrjú bamaheim- ili, Austurborg . (í Málleysingja- skólanum) til viðbótar. Á þessum heimilum verða um 300 börn, en Frh. á 4. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.