Alþýðublaðið - 01.06.1940, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 01.06.1940, Blaðsíða 3
----------ALÞÝÐUBLAÐIÐ --------------------------- Ritstjóri: F. R. Valdemarsson. I fjarveru hans: Stefán Pétursson. Símar 4902 og 5021 (heima). Ritstjórn: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4902: Ritstjóri. 4901: Innlendar fréttir. 5021: Stefán Pét- ursson (heima) Sellandsstíg 16. 4903: Vilhj. S. Vilhjálms- son (heima) Brávallagötu 50. Afgreiðsla: Alþýðuhúsinu gengið ínn frá Hverfisgötu. Simar: 4900 og 4906. Verð kr. 2,50 á mánuðí. 10 aurar í lausasölu. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJ AN H.P. Dagur sjómannanna. Ó að sjómannadagurinn sé dagur hátíðar og skemmt- ana, þá er hann og um leið, og fyrst og fremst, dagur samtaka sjómanna, herhvöt þessarar stéttar um samtök og samstarf um vaxandi menningu hennar og bætta aðstöðu í þjóðfélaginu. í níu síðustu mánuðina hafa ís- lerízku sjómennirnir haft á hendi vandasamasta og hættu- legasta starfið fyrir íslenzku þjóðina. Þeir hafa haldið uppi sambandi hennar við umheim- inn, flutt út framleiðsluvörur hennar og sótt fæði, klæði og skæði henni til handa. Ekkert starf á þessum háskatímum hef- ir verið bundið jafn miklum hættum og krafizt meira áræð- is, dugnaðar og varfærni, og ís- lenzk sjómannastétt hefir sann- arlega sýnt það, að hún hefir haft álla þessa eiginleika til að bera í ríkum mæli. Þó að sjó- menn okkar séu ekki hermenn á erlendan mælikvarða og hafi ekki stundað heræfingar, þá hafa þeir samt í starfi sínu á hafinu, á miðunum kringum okkar vogskorna land, fengið þjálfun í þessum kostum og til- einkað sér þá jafnvel betur en aðrir hermenn tileinka sér hin- ar ýmsu kúnstir hermennsk- unnar. Það er athyglisvert, að verða þess var, þegar maður flefctir Sjómannadagsblaðinu, sem út kemur á morgun, að víoa í því kemur berlega fram, áð sjó- mönnum hefir sviðið sú bsrátta er þeir urðu að heyja í vetur fyrir því að fá sómasamleg kjör og áhættuþóknun fyrir starf sitt og stríð. Það er ekki vegna fjár þess, sem deilt var um, — heldur vegna hins, að sjómenn þykjast sjá það af þeirri and- stöðu, er þeir urðu að mæta, að starf þeirra er ekki metið af vissum stéttum og vissum mönn um eins og skylt er .Sjómenn- irnir ganga ekki með minni- máttar kennd gegn neinum mönnum eða neinum stéttum, og þeir skilja það því ekki, að nokkur geti litið á þá sem starfsmenn, sem hægt sé að skammta úr hnefa, án þess að spyrja þá um, hvort þeim líkar betur eða ver. En þetta kom í ljós í þeirri deilu, sem nú er nýafstaðin. Það er venja að þegja um slíkt við hátíðleg tækifæri, en tala þess meira um hetjuskap og fórnarlund, drengskap og dugnað — og láta þar við sitja. Alþýðublaðið getur ekki feng- ið það af sér og lætur öðrum það eftir. Það er líka erfitt að þola það fyrir sjómennina eins og aðra, að þeir skuli til dæmis þurfa að taka á sínar herðar byrðar út- svarshækkunarinnar hér í Reykjavík, á sama tíma, sem stórgróðafyrirtæki sleppa alveg við slíka hækkun. Þeir, eins og aðrir, sjá í slík- um aðferðum yfirstéttarpólitík, sem talið var að ekki myndi geta átt sér stað á þessum tím- um, en skýtur samt upp koll- inum á áberandi hátt. í Sjómannadagsblaðið ritar Sigurjón Á. Ólafsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur athyglisverða grein um starf og baráttu sjómanna. Af tilefni Sjómannadagsins á morgun finnst Alþýðublaðinu rétt að taka upp nokkur orð úr þessari grein. S. Á. Ó. segir meðal ann- ars: „Hvernig væri umhorfs hjá þjóð vorri, ef þessi framleiðslu- og flutningatæki þjóðarbúsins (kaupskipaflotinn og fiski- skipaflotinn) yrðu að stöðvast? Ég geri ráð fyrir, að hvert mannsbarn í landinu skilji þýð- ingu þess. Nú 'ræður þjóðin yfir skipa- stól, sem er eitthvað hátt á 5. tug þúsunda rúmlesta. Á hon- um starfa rúmlega 5 þúsund manns, þegar flest er, eða um 4,5% af þjóðinni. Mikill hluti þessara manna eru á stöðugu ferðalagi um höfin. Á ófriðar- svæðunum bíða þeirra ófyrir- sjáanlegar hættur: Kafbátar, flugvélar, tundurdufl og her- skip, með öllum þeim morðtól- um og vígvélum, sem beitt er í nútíma hernaði, geta mætt hin- um friðsama farmanni á leið hans áður en nokkurn varir. — Fleyið er horfið í djúp hafsins eftir örfáar mínútur, margir látnir eða lemstraðir. Skipsbát- urinn hefir máske náðst á flot eða jafnvel ekki. Þeir, sem í bátinn komast velkjast á haf- inu, oft margra tugi, ef ekki hundruð mílna frá landi. Dög- um saman velkjast þeir, áður en þeim er bjargað, þolandi vosbúð, kulda, matar- og vatns- skort. Þannig hefir verið æfi mörg hundruð, ef ekki þúsunda farmanna, síðan stríðið hófst.Ef til vill eru þeir fleiri, sem hafa látið lífið, sumpart strax, eða eftir miklar hörmungar og þjáningar. Hið sama getur hent hvern íslenzkan farmann á okk ar litlu fleytum. Hversu mikil hugprýði og fórnfýsi felst ekki í starfi far- mannsins. Það er því sorglegra til þess að vita, að til skuli vera menn, sem bæði tala og skrifa á þann veg, að hér sé ekkert að þakka, allt skraf manna um hættur sé ,,hræðsla,“ allar kröf- ur þessara manna um að fá greitt fyrir það að leggja líf sitt í hættu umfram aðra þégna þjóðfélagsins sé „frekja“ og „stappi ósvífni næst,“ og þar ALÞYÐUBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JONI 1940. Sjómaimadagurinns Ivarp frá stéttarfélogum sjómanna f Iðnó fi hvðld sonar. Munlð hina ágæfu hljómsveit IBNÓ Aðgöngumiðar á kr. seldir frá kl. 6. 2,50 EINS og venja hefir verið undanfarin ár, siðan Sjó- mannadagurinn hófst, hfeir hann verið haldinn fyrsta sunnudag í júnímánuði. Og verður hann því að þessu sinni haldinn næstkomandi sunríu- dag, 2. júní, á morgun. Vegna þeirrar breytingar, sem orðið hefir á vertíðarskipt- um fiskiflotans, verða fá fiski- skip í höfn þennan dag. Einnig er líka breyting á ferðum verzl- unarflotans. — Siglingaleiðir þeirra skipa hafa lengst. Við það verða ferðirnar lengri, og skipin sjaldnar heima. Vegna þess verður allt annar blær yfir hátíðahöldunum. Og ýmsum atriðum, sem eru mikilvægur þáttur í skemmtun dagsins verða algjörlega að sleppa. En þrátt fyrir það, verður renyt að halda sem mest í horfinu og gera daginn sem hátíðlegastan að öllu leyti. Vér viljum því hér með ein- dregið skora á alla sjómenn, sem í landi eru, og aðra unn- endur sjómannastéttarinnar og bæjarbúa yfirleitt, að fylkja liði um hvert einstakt atriði skemmtiskrárinnar. Sækja skemmtanirnar vel og stundvís- lega og yfirleitt leggja kapp á að gera daginn sem hátíðlegast- an og skemmtilegastan. Við vonum svo og óskum, að dagurinn verði öllum til gleði og ánægju og aukins skilnings á þeim málefnum er snerta heill og hag sjómannastéttarinnar, og aukinnar samvinnu um þau. Hittumst heilir á Sjómanna- daginn, 2. júní. Stjórnir stéttarfélaga sjómanna. PUTTALÍN, Brynjólfur Jóhannesson. Síðasta sýniniar Leikfélagsins i vor. T EIKFÉLAG REYKJAVÍK- UR er nú í þann veginn að ljúka þessu leikári sínu. Félag- ið hefir í vetur sýnt allmörg góð leikrit og er Fjalla-Eyvind- ur vitanlega þeirra fremstur, en sjálfsagt er líka að nefna í því sambandi „Brimhljóð“ eft- ir Loft Guðmundsson og „Dauð- inn nýtur lífsins.“ Nokkrir nýir leikendur hafa komið fram á sjónarsviðið, og þó að ekki sé enn gott að spá um framtíð þeirra, er þess að vænta, að Leikfélaginu takist að endur- nýja sig því að vitanlega er það lífsskilyrði þess. Einhverntíma falla „kanón- urnar“ eða „stjörnurnar,“ þó að þær séu lífseigar. Það er þó varla hægt að hugsa sér leik- listarlíf okkar Reykvíkinga án til dæmis Brynjólfs Jóhannes- sonar. Það er sama hvað hann leikur, alltaf skapar hann nýja persónu. Það er sama hvort hann fer með hlutverk, sem eru alvarlegs eðlis, eins og í Arn- grími holdsveika, skopleg, eins og Sigvalda eða sprenghlægi- leg, eins og í Stundum og stundum ekki, það er allt af ný persóna, sem hann skapar — og þó það væri ekki fyrir ann- að en að sjá þennan kjánalega, linmælta skrifstofuþræl með lit- lausa hárið og að því er virðist litblindu augun, þá margborg- ar sig að sjá Stundum og stund- um ekki — og mig grunar, að það sé einmitt þetta, sem dregið hefir svo marga í Leikhúsið til að sjá þennan gamanleik. Þessi leikur hefir nú verið sýndur 18 sinnum og verður hann sýndur í 19. sinn á morgun. Það mun nú fara að fækka sýningum á honum — og þar með gefst ekki oftar tækifæri til að sjá þessa merkilegu og ógleymanlegu persónu Brynjólfs Jóhannes- DANSIÐ í KVÖLD ÞAR SEM FJÖLDINN VERÐUR. Ölvuðum mönnum bannaður aðgangur. fram eftir götunum. Lengi mun sjómannastéttin minnug slíkra skrifa og slíkra ummæla. ís- lenzkir farmenn og fiskimenn hafa fram á þenna dag skilið, hvaða þýðingu þeir hafa fyrir þjóð sína. Þeir hafa ávallt sýnt og munu sýna fullan þegnskap, þótt hætturnar vaxi og skörð komi í fylkingar, og hvergi hopa á hæl frá skyldustörfun- um. Tvö síðastliðin ár hafa sýnt þjóðinni það, að sjómannastétt in getur verið einhuga stétt. Nýafstaðin átök við atvinnu- rekendur um áhættuþóknun hafa ennfremur sýnt, að sam- hugur og samvinna er nú ríkust í huga sjómannanna. Á hættunnar stund verða all- ir að vera sem einn.“ Já, það er vilji sjómanna- stéttarinnar, en svo er annarra að svara því fyrir sig, hvort þeir vilji fórna nokkru til þess að svo geti orðið. *# Telpn bjarpð frð drnbnnn. ¥ GÆRDAG vildi það til, að 10 ára gömul telpa, dóttir Bmun sendisveitarráðs, datt I sjóinn, en var bjargað af miklu snarræði. Var telpan á hjólhesti á Gróf- arbryggju og hjólaði ut af bryggjunni. Haukur Magnússon járnsmiður var þar aö vinna við togara, Frh. á 4. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.