Alþýðublaðið - 04.06.1940, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 04.06.1940, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN XXI. ARQANGUR ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNI 1946. 127. TÖLUBLAÐ. ^Sim ÆfM^--&:}Æ immmmWm^smm. MhmN :,:;íí::;:i Þorir Mussolini að hætta þessum flota? ítölsk herskip á höfninni í Neapel. Miissofioi á báðnm áttnm. ll)Jlilistillnlr verða tilbúnir í pessmn mánnði. —i-------------—«» ¦? Styrjðldin hefir tafið allar fram~ kvæmdir mpg mikið. Engln ákFðrðnn á stfóris** arfundl í Róm í morgnn. En stríðsundirbúningurinn heldur stöðugt áfram. ¦—_—«------------------------------------------------------------------------------- ITALSKA STJÓRNIN kom saman á fund í Rómaborg í morgun og bjuggust margir við, að hinar alvarlegustu ákvarðanir yrðu teknar þar, jafnvel um það, að ganga í lið með Þjóðverjum í stríðinu. En eftir fundinn, sem lokið var kl. 11,40 eftir Mið- Evróputíma, var það talið nokkurh veginn víst í London, að engar úrslitaákvarðanir hefðu verið teknar þar, þó að opinbérlega hefði ekki verið látið neitt uppi um það í Róma- borg, hvað rætt var og ákveðið á fundinum. i Afstaða ítalíu og athafnir eru þó taldar mjög óvissar eftir sem áður. Stjórnin heldur, að því er virðist, áfram að búa allt undir stríð. Fregnir hafa verið hirtar um það, að nokkrar stjórnarskrif- stofur hafi þegar verið fluttar frá Rómaborg, og að hermanna- skálar í borginni muni fram- vegis ekki verða notaðir. Er sagt að hermennirnir hafi þeg- ar verið fluttir burt, og er álit- ið, að þessar fréttir séu birtar, hvort sem þær eru sannar eð*a ekki, með það fyrir augum, að geta talið Rómaborg óvíggirta borg, til þess að forða henni frá loftárásum, ef ítalía gerðist þátttakandi í ófriðnum. Læknum í hernum hefir ver- ið boðið að gefa sig fram næst- komandi fimmtudag, en aðrir læknar, yngri en 55 ára, eiga að ganga í varalið hersins. Þá vekur það og eftirtekt, að Rómaborgarsýningu, sem fyrir- huguð var 1942, hefir verið frestað um ótakmarkaðan tíma og því borið við, að ýmsar þjóð- ir, sem ætla að taka þátt í fienni, hafi óskað eftir lengri undirbúningi. Ýmsir líta svo á, að þetta sé eitt af því, sem bendi til, að ítalir ætli að hefja þátttöku í styrjöldinni. Lundúnablöðin ræða þennan möguleika rólega . og segja Bandamenn viðbúna, ef til þessa skyldi koma, en það er enn lögð áherzla á það, að Bret- ar óski einskis frekar en að vin- átta haldist með þeim og ítöl- um. ' Italir streyma beiin frá Egiptalandi. ítalir flykkjast nú frá Egypta landi, en þar hefir mikill fjöldi ítala verið búsettur. í Egyptalandi eru stöðugt gerðar víðtækari varúðarráð- stafanir. Tilskipun hefir verið gefin út, sem miðar að því, að hnekkja starfsemi manna, sem koma af stað ósönnum fregnum. Deildir hafa verið stofnaðar um allt land til þess að hnekkja starfsemi njósriara. 700 menn voru handteknir um seinustu helgi. Lögregla er á verði við allar opinberar bygg- ingar og lögreglan í borgunum hefir verið vopnuð rifflum. Forsætisráðherra Egypta sagði í ræðu í gærkveldi, að land hans myndi standa með Bretum, hvað sem í skærist. Forsætisráoherra Tyrklands hef ir haldiö' útvarpsræðu og sagði hann, a5 tyrkneski herinn væri við pví búinn, aö verja landið, ef til árásar á þab skyldi koma. Ráðherrann sagoi að pað væri svo kunmigt, hver stefna Tyrkja væri i utanríkismálum, að hún yrði ekki misskilin. í Palestínu eru menn einnig viðbúnir hverju, sem fyrir kann ar> koma. Öll Ijós voru slökkt hvarvetna í Palestínu síðastliðna nótt. HP ALIÐ er líklegt, að eig- '¦*¦ endur hinna nýju verkamannabústaða í Rauð- arárholti geti flutt í íbúðir sínar í lok þessa mánaðar. Það var gert ráð fyrir því í upphafi, að takast myndi að fullgera bústaðina fyrir 14. maí, en ástandið, sem skapazt hefir af völdum styrjaldarinnar, hef ir vitanlega haft mikil áhrif á framkvæmd þessara bygginga. Það voru fyrst og fremst miklir erfiðleikar með mið- stöðvarofna og katla í húsin. Miðstöðvarofnarnir höfðu verið pantaðir frá Danmörku og voru þeir komnir um borð í skip í Kaupmannahöfn, er lánd- ið var hernumið. Þá voru ofn- arnir pantaðir frá Belgíu, en litlu síðar lenti það land einnig í styrjöldinni, eins og kunnugt er. Ofnasmiðjan hefir nú unnið að því að smíða miðstöðvarofn- ana og eru þeir komnir í flest húsanna. Þá hefir „Keilir" unnið að katlasmíði fyrir verkamanna- bústaðina, en katlarnir eru teiknaðir af Gísla Halldórssyni verkfræðingi. Er þetta fyrsta sinni, sem slíkir katlar eru smíðaðir hér á landi. Það hefir verið lögð mikil á- herzla á það, að vanda sem allra bezt til verkamannabústaðanna og þrátt fyrir erfiðleikana, sem styrjöldin hefir skapað, að draga ekki úr þægindum og fullkomnum útbúnaði. Eigendur íbúðanna fóru all- flestir úr þeim íbúðum, er þeir höfðu áður, og bíða þess nú með óþreyju, að geta flutt í þessar góðu og myndarlegu íbúðir sín- ar. PJéðwerJar nú komn ir inn í Dunkerque? — ? — Bandameim verja pó borgina og herflmtaingar héldu áfram I nétt. --------------*----------.—_ ÞJÓÐVERJAR héldu því fram í hernaðartilkynningu sinni í morgun, að her þeirra væri nú kominn í Dimkerque, en Bandamenn verjast enn í borginni og er verið að flytja síðustu hersveitirnar þaðan til Englands. Fjöldi franskra hermanna frá Dunkerque voru settir á land í höfnum á Suður-Englandi í nótt, og viðurkenndu þeir, að Þjóðverjar væru komnir að út- hverfum borgarinnar. Fyrsta loftárásin á Pirfs var gerð i gier '— • ¦¦ ?-------------------- 1000 sprengikúlum var varpað á borgina á premur korterum. 45 manns voru drepnÍY, 149 særðust. -----:-------L------4-------------------- ÞJÓÐVERJAR gerðu fyrstu loftárásina á París í gær. Er talið að um 200 ilugvélar hafi tekið þátt í henni og varpað um 1000 sprengikúlum yfir borgina á þremur stundarf j órðungum. Þjóðveriar halda því sjálfir fram, að loftárásin hafi ver- Frh. á 4. síðu. Borgin er sögð vera í rústum eftir stórskotahríð bg loftárásir Þjóðverja og logar víða í rúst- unum. í þýzku herstjórnartilkynn- ingunni í gær var því haldið fram, að Þjóðverjar hefðu tek- ið 330 þúsund brézka og franska fanga í orustunni í Flandern, en sú tilkynning er talin skrum eitt í brezkum fréttum. Samkvæmt tilkynningu, sem brezka flotamálaráðuneytið birti í gærkvöldi, voru notuð 665 skip af öllum stærðum, við herflutn- ingana frá Dunkerque til Bret- lands. Þar að auki veittu 222 brezk herskip hina mikilvægustu aðstoð. Herflutningar þessir og hernaðaraðgerðir voru binir við- tækustu sinnar tegundar, sem fram hafa fariS. Vegna pess hversu mikið grunn er við strendur Frakklands og Belgíu á peim slóðum, sem hér Frh. á 4. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.