Alþýðublaðið - 05.06.1940, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 05.06.1940, Blaðsíða 1
AIÞTÐU RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN XXI. ARGANGUR MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 1940. 128. TÖLUBLAÐ Sóki D]óðver]a við Somme og Aisne hafin Stórorustur á 165 kílómetra longu svæði frá Ermarsundi og austur að Soissons. ----4--- Sóknin hófst klnkkan 4 i nótt. ^AIVIKVÆMT OPINBERRI TILKYNNINGU, sem gefin var út, í Sj París í morgun, hófu Þjóðverjar stórkostlega sókn á hin- ar nýju vígstöóvar Frakka viö Somme og Aisne kl. 4 í nótf. Stórorusfur eru byrjaöar á 16S km. löngu svæöi, vestan frá Ermarsundi og austur að Soissons, sem Eiggur við Alsne? suð- vesfur af Laon, í 60 km. fjarlægö frá París. Sókn Þjóöverja hófst með ógurlegri stórskotahríð og Boftá- rásum á vígstöðvar Frakka. En síðan byrjuðu skriðdrekaárásir ©g fótgönguliðsáhlaup með ofurefli liðs. Bandamenn yfirgáfu Dunkerque i gær. Það var tilkynnt í París í gærkveldi. að Bandamenn væru nú farnir með síðustu hersveitir sínar frá Dunkerque og að það hefði verið Abriele aðmíráll, foringi franska flotans, sem tekið hefir þátt í vörn borgarinnar og brottflutningi herliðsins, sem síðastur steig á skipsfjöl. Síðustu hersveitirnar, sem fluttar voru á brott, börðust við Þjóðverja svo að segja um hverja götu í borginni, og áður en þær fóru um borð, voru hafnarmannvirkin eyði- lögð, til þess að Þjóðverjar skyldu ekki hafa þeirra nein not. Um sama leyti og tilkynnt var í París, að Bandamenn hefðu yfirgefið Dunkerque, kom út yfirlýsing í Berlín um það, að Þjóðverjar væru búnir að taka borgina. 335 OOO hermðnnum hjargað úr herkvfi Þjóðverja í Flandern. ----------- En hergagnatjón Breta var mjðg mikið. -----4----- Skýrsla Chnrehills í brezka binginu i gær Winston Churchill gaf neðri málstofu brezka þingsins ítar- lega skýrslu seinnipartinn í gær um undanhald Bandamannahers- ins í Flandern og brottflutning hans frá Dunkerque yfir til Eng- lands. Churchill sagði, að 335 000 manns af hernum i Fland- ern hefði verið bjargað, og væru það brezkir, franskir og belgiskir hermenn, sem nú væru komnir til Englands. En manntjón brezka hersins kvað hann vera 30 000 manns, fall- inna, særðra og saknaðra, og væri það ekki nema einn þriðji hluti þess manntjóns, sem þeir hefðu orðið fyrir í hinni miklu sókn Þjóðverja í heimsstyrjöldinni í marz 1918. Hinsvegar viðurkenndi Churchill, að hergagnatjón brezka hersins hefði orðið ógurlegt. Hann hefði misst 1000 fallbyssur, alla skriðdreka, brynvarðar bifreiðar og margt annað vopna. En þau hefðu þó verið eyðilögð að svo miklu leyti, sem unnt var. Brezki herinn, sem fór til Frakklands í fyrra, sagði Chur- chill, hafði öll hin fullkomnustu hernaðartæki, og hér er því um ægilegt tjón að ræða, sem ekki er hægt að vinna upp nema á mörgum mánuðum. Fln öll þjóð- in yrði að vinna að því af kappi, að það yrði gert sem fyrst, og meginlandsherinn, sem nú yrði skipulagður undir stjórn Lord Gorts, yrði að fá öll þau her- Þýzkt fótgöngulið á vesturvígstöðvunum. Bretar hraða hervæðingn sinni heima á Englandi. gögn, sem hann þarfnaðist, og það eins fljótt og unnt væri. Björgun hersms krafta- verh. Churchill sagði, að það væri kraftaverk, að hernum skyldi hafa verið komið undan. Hann hefði fyrir viku síðan ekki þor- að að gera sér vonir um, að meira en 20—30 000 manns yrði bjargað af hernum í Flandern, sem hefði verið innikróaður eft- ir hina smánarlegu uppgjöf Leopolds Belgíukonungs, og þessvegna hefði hann þá beðið þingið að vera við því búið að taka á móti hinum alvarlegustu tíðindum. En nú hefði farið betur en á horfðist, og það væri frekar öllu öðru brezka loftflotanum að Frh. á 4. síðu. ¥ GÆRKVELDI tilkynnti Anthony Eden hermálaráð- herra Breta, að skrásetningu í brezka herinn yrði hraðað sem mest, og sennilega verða 4 ár- gangar kvaddir til vopna á mánuði hverjum, í stað 2, sem áður hafði verið ákveðið. Bretar hafa nú fleiri her- menn undir vopnum í Bretlandi en nokkru sinni, jafnvel í heimsstyrjöldinni, en æfingum þessa hers er hvergi nærri lok- ið. Æfingum hersins verður nú hraðað sem mest, því að mark- miðið er, eins og Churchill boð- aði í gær, að brezki herinn kom- ist sem fyrst í sóknaraðstöðu. Þá hefir verið tilkynnt, að stofnaðar verði sérstakar heima varnarsveitir í Bretlandi. Verða þær hluti fastahersins og skipu- lagðar og útbúnar þannig, að þær geti farið sem hraðast yf- ir. Fá þær sérstök hlutverk að vinna, ef til innrásar kemur. Það var Sir Edmond Ironside herforingi heimahersins, sem tilkynnti stofnun þessara sveita, sem kallaðar verða eftir honum Ironsides — „járnsíð- ur“, en svo voru hermenn Cromwells nefndir endur fyrir löngu. Þær munu starfa í fá- mennum flokkum. Menn úr heimavarnarsveitum þeim, sem þegar hafa verið myndaðar, verða einnig teknir í þær. Flnðir í Hrnnamannahteppi gevma nú dýrmæta ijársjáði .•»— ■ — 11 Mlar fóru í gær þangað með skjol og bækur úr sðfnunum. í GÆR voru 11 bílhlöss af *• skjölum og bókum úr Þjóðskjalasafninu og Lands- bókasafninu flutt úr bænum. Af Þjóðskjalasafninu voru fluttir 154 kassar og af Landsbókasafninu 90 kassar. Má fullyrða að aldrei hafi bifreiðar farið hér um landið með eins mikið verðmæti og' dýrmætt fyrir þjóðina og fram- tíð hennar. Alþýðublaðið hafði í dag við- tal við Barða Guðmundsson þjóðskjalavÖrð um þennan Ffh. á 4. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.