Alþýðublaðið - 06.06.1940, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 06.06.1940, Blaðsíða 1
r RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN XXI. ARGANGUR FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 1940. 129. TÖLUBLAÐ KORT AF NORÐUR-FRAKKLANDI OG BELGÍU. Vígstöðvarnar ná nú frá Abbeville, neðst við Somme (til vinstri á kortinu), meðfram þeirri á, um Amiens og Péronne, til St. Quentin, þaðan suðaustur að ánni Oise, sjá La Fére, og suður að fljótinu Aisne, milli Laon og Soissons. Þaðan liggur herlínan meðfram Aisne, um Rethel og austur að Montmedy. Þar fyrir austan tekur við Maginotlínan. Brezkar loftárásir á maro- ar stærsta borgir við Rin. Logarnir úr oliubirgðarstöðvum og verksmiðjum sáust langt að. "D REZKA flugmálaráðu- neytið tilkynnti í gær, að brezkar sprengjuflugvél- ar hefðu gert stórkostlegar loftárásir á olíubirgðastöðv- ar, járnbrautarlínur og ýmsa hernaðarlega mikilvæga staði og ýmsa hernaðarlega staði meðfram Rín norðan frá bænum Emmerich og alla leið suður að Mannerheim. Varpað var mörg hundruð sprengikúlum og íkveikju- sprengjum á fjöldamarga staði við þessar tvær borgir og við stóriðnaðarborgirnar Essen, Diisseldorf, Dortmund, Köln og Frankfurt am Main. Urðu af miklar sprengingar og gaus víða upp eldur, sem sást í margra mílna fjarlægð. Er talið að tjónið bafi orðið gífurlegt bæði á olíubirgðastÖðvum og vopnaverksmiðjum. Franskar sprengjuflugvélar gerðu loftárásir í gær á marga staði í Suður-Þýzkalandi, þar á meðal á Munchen, Angstborg og stóriðnaðarborgina Ludwigs- hafen við Rín. Þjóðverjar héldu í gær áfram loftárásum sínum á franskar borgir, aðallega í Mið-Frakk- landi, en greinilegar fregnir hafa ekki enn borizt af þeim. Ein loftárásin var gerð á Rouen. Samkvæmt tilkynningum frá innanríkisráðherranum brezka hafa Þjóðverjar einnig gert loftárásir á England. Sprengi- Bretar hafa fieiri flngvéiar en þegar sókoHitlersbyrjJI VÍ var lýst yfir í Lundúnaútvarpinu í gærkveldi, að þrátt fyrir flugvélatjónið í viðureign- inni á vesturvígstöðvun- um, ættu Bretar nú fleiri flugvélar en í byrjun hinn- ar þýzku sóknar og væri flugvélafloti þeirra stöð- ugt að vaxa í hlutfalli við hinn þýzka. Þetta er skýrt þannig, að flugvélatjón Breta hafi ekki verið mikið, flugvéla- framleiðsla þeirra fari ört vaxandi og innflutningur á flugvélum frá Ameríku einnig. kúlum og íkeikjusprengjum var varpað yfir staði í Lincolns- hire, Essex og Sussex, en tjón varð lítið, þar sem sprengikúl- urnar komu víðast niður á ber- svæði. Eldur kviknaði í þökum á tveimur verksmiðjum, en var fljótlega slökktur. Ein sprengi- kúla kom niður um þak á húsi þar sem kona svaf með' tvö börn sín, og sakaði ekkert þeirra, því að kúlan sprakk ekki. Hln nýja sókn Þjóðverja er enn á byrjunarstigl. Fyrirætlanir þeirra sagðar enn óljósar. OÓKN ÞJÓÐVERJA við Somme og Aisne, sem færðist í4~ ^ aukana seinnipartinn í gær, en hlé varð á í nótt, hófst aftur í morgun. Eru orusturnar ákafastar á svæðinu frá Amiens við Somme austur að veginum milli Laon og Sois- sons við Aisne. Talið er í tilkynningum Bandamanna, að sóknin sé enn á byrjunarstigi, og óvíst hver fyrirætlun Þjóðverja sé, hvort heldur sú, að sækja yfir Somme suður með Ermar- sundi til þess að ná hafnarborgunum Dieppe og Le Havre á sitt vald, eða hin að reyna að brjótast í gegn milli Oise og Aisne þar sem skemmst er til Parísar, eða ekki nema rúmir 100 km. Þjóðverjar héldu því fram í tilkynningum sínum í gærkveldi, að þeir hefðu þegar brotizt yfir Somme á öllu svæðinu milli Abbeville og Ham, suðaustur af Amiens. Frakkar viðurkenndu, að þeir hefðu á stöku stað komizt með skriðdreka gegnum fremstu vígstöðvar þeirra, en töldu sig þó hafa haldið öllum þýðingarmiklum stöðvum og horfurnar ekki vera slæmar. SóbDlnni hagað Itkt og i lieimstyrjöldinm. Talið er að Þjóðverjar hafi þarna 40 herfylkjum fótgöngu- liðs á að skipa og 5 berfylkjum búnum vélknúnum hernaðar- tækjum. Til samanburðar má geta þess, að fullyrt er, að þeir hafi haft 65 herfylki fótgöngu- liðs í orustunum í Flandern og 15 herfylki með sltriðdrekum, bifhjólum og bifreiðadeildum. Það er tekið fram í tilkynn- ingum Bandamanna, að áhlaup Þjóðverja við Somme og Aisne hafi í gær verið með mjög líku móti og í heimsstyrjöldinni. Þau hefðu byrjað með ógurlegri stórskotahríð á vígstöðvar Frakka og Breta (það er tekið fram í fréttunurn, að brezkur her verji nokkurn hluta varnar- línunnar sunnan við Somme) og síðan liafi ógrynni fótgönguliðs sótt fram í skjóli skothríðarinn- ar. Eini verulegi munurinn á þessari sókn og áhlaupum Þjóð- verja í heimsstyrjöldinni er sagður vera sá, að þeir láti nú einnig steypiflugvélar taka þátt í árásinni, en í gær hafi ekki verið teflt fram nema tiltölu- lega litlu af skriðdrekum, og er ekki talið óhugsandi, að það stafi af því ógurlcga skrið- drekatjóni, sem Þjóðverjar hafa orðið fyrir í orustunum í Flan- dern. Sagt er að Weygand, yfir- hershöfðingi Frakka og alls Bandamannahersins, sé þó við því búinn, að skriðdrekaárás- irnar fari aftur í vöxt, og hafi fundið upp nýja hernaðaraðferð til þess að gera þær óskaðlegar. Á þessi aðferð að vera falin í því, að dreifa vörninni á stærra svæði en hingað til, þannig að hægt sé að umkringja skrið- drekana, þótt þeir brjótist í gegnum aðalvígstöðvarnar. Eru þær hersveitir, sem þannig er dreift, útbúnar sérstökum byss- um til þess að vinna á skrið- drekunum. Eftirmaður Weygands i Vestnr-Asfu. Middlehouse herforingi, sem tekur við herstjórninni af Wey- gand yfirherforingja í hinum ná- iægu Austurlöndum, er kominn til Ankara, og hefir rætt þar við Tyrklandsforseta og æðstu her- foringja Tyrklands. , í Beirut í Sýrlandi ræddi hann við æðstu embættismenn og her- O EYNAUD, forsætisráð- herra Frakka, tilkynnti í gærkveldi breytingar, sem gerðar hefðu verið á stjórn hans. Er aðalbreytingin í því fólgin, að hann sjálfur tekur við utanríkismálaráðuneyt- inu til viðbótar við hermála- ráðuneytið, sem hann hefir Hrundvallarlagadag- urinn i Ðanmörbn.' Kristján konnngur á fundi rikisstjórnarinnar. RISTJÁN X. konungur D.an- ■**■ merkur kom í dag tíl fund- ar við ríkisstjórn Dana í tilefni af því, að 25 ár eru iiðin frá gildistöku hinnar nýju stjórnar- skrár Danmerkur, en hun gekk í gildi 5. júní 1915. Stauning forsætisráðherra á- varpaÖi konung og vottaði hon- urn þakklæti fyrir hönd dönsku þjöðarinnar. Tilkpniogfrðbrezkn herstjðrninni hér. Frá yfirstjórii brezka seMiðsins hefir Alþýðrj- blaðinu borist eftirfar- andi: 13REZKUR hermaður á íslandi ■*■“* hefir verið sakaður um ó- siðsamlegt athæfi í garð stúlku- barns„ Rannsókn var þegar hafin og framkvæmdu hana brezkir her- foringjar með aðstoð lögreglu- stjórans. Sökudólgurinn hefir fundist og er nú í fangelsi og bíður réttarhalds fyrir herrétti. — Brezku yfirvöldin hafa stungið upp á því, að fulltrúa íslenzku ríkisstjióirnarinnar verði boðið að vera viðstaddur réttarhald þetta. gegnt síðan breytingin var gerð á stjórninni í maí. Daladier, sem þá tók við utanríkismálaráðuneytinu í stað hermálaráðuneytisins, og var forsætisráðherra Frakka á undan Reynaud, hverfur nú alveg úr stjórn- inni. foringja Frakka. Flýjar breytingar gerðar ð Mnskn sljórninni í gær. ------1----- Daladler hverfur úr stjérninni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.