Alþýðublaðið - 06.06.1940, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 06.06.1940, Blaðsíða 2
ALÞYÐUBLAÐIÐ ------UM DAGINN OG VEGINN----------------- Háskólinn. fegursta musteri vort, sem geymir minninguna um áræði og dirfsku þessarar kynslóðar. Athyglisvert bréf frá verkamanni. Lögreglan enn og umferðamálin. Hvað var gert í Khöfn, þegar Þjóðverjar tóku Danmörku, — og hvað er gert hér? ------ ATHUGANIR HANNESAR Á HORNINU.------ Bezt er heima- bakað : Ágætt hveiti í smápokum ; !; og lausri vigt. !; Ný egg daglega, og allt til ;! ; i bökunar. ; | Eyjabúð. j Bergst.str. 33. Sími 2148. !; IÐJA. Fra mhaldsaðallandnr verður haldinn annað kvöld kl. 8V2 e. h. í Alþýðuhúsinu. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf (framh.). 2. Önnur mál, er fram kunna að koma. Félagar sýni gild skírteini við innganginn. STJÓRNIN. AÐ LÍÐUR ÓÐUM að einum merkasta hátíðisdegi i sögu þjóðarinnar. vígsludegi fyrstu há- skólabyggingar okkar. Örlögin hafa hagað því þannig, að við tök- um þetta fagra musteri til vígslu þcgar erlendur her hefir sezt að í landi voru og sett sér sjálfum lög til að fara eftir og þjóðinni ramma um stjórn á landinu. Eins og tím- arnir eru og i samanburði við margar aðrar þjóðir er áreiðanlegt að örlög okkar hefðu getað orðið verri. ÞAÐ GETUR VEL VERIÐ að mikið verði deilt um hina veglegu háskólabyggingu okkar á næstu árum, en ég hygg að aldrei verði sagt annað en að hún beri öll svip þeirra hugsjóna og dirfsku, sem íslenzka þjóðin hafði þegar ráðizt var í bygginguna og hún fullgerð. Það má vel verá að við verðum að leggja á okkur þungar byrðar í framtíðinni vegna þessa musteris, en þegar kvartanirnar um þunga þessara byrða eru fyrir löngu þagnaðar mun háskólinn verða minnisvarði yfir framtak og áræði þeirrar kynslóðar, sem nú lifir. Svona verk lifa lengi, þau verpast ekki moldu, þau gleymast ekki. Háskólinn er og verður okkar pýramídi, þó að hann hafi ekki og muni ekki kosta eins marga blóð- dropa og hinir egypzku pýramídar. ÞAÐ HEFIR ÞEGAR verið deilt mikið um háskólann. Ég hefi ekki fengið tækifæri til að skoða hann að innan. Það hefir verið rifizt út úr hinu og þessu — og svo héfir virzt, að sjónarmið sparnaðarins hafi alltaf ráðið mestu um þessi skrif, en þó að ég telji sparnaðinn góðan, þá er það einhvern veginn svo, að þeir, sem hafa staðið fyrir háskólabyggingunni, eins og hún er, og þá fyrst og fremst rektor háskólans, eiga aðdáun mína og samúð, en svo geta aðrir haft þá skoðun á málinu, sem þeir vilja. Háskólinn verður vígður 17. júní, á þjóðhátíðardegi okkar. á afmæl- isdegi þess manns, er sagði að há- skólinn ætti að verða háskóli allr- ar þjóðarinnar. Hann á líka að verða miðstöð andlegrar vakningar — og verklegrar. Hann á að verða útvörður tungu okkar og sögu, ís- lenzkra vísinda. Hann á að skapa framtíð okkar. BYGGINGIN ER FÖGUR þarna sem hún stendur, en því aðeins nýtur hún sín á þessum stað, að lokið verði til íuilnustu við allar framkvæmdir í kringum hana og mér til mikillar ánægju sé ég að undanfarið hefir verið unnið af kappi að því að rýma allan stað- inn, leggja hann grózku og fegra hann. Tel ég líka að sjálfsagt sé að ljúka öllu til fullnustu innan húss og utan áður en húsið er tek- ið til afnota, en þannig hefir sjaldnast verið farið að þegar merkar byggingar hafa verið teknar til afnota. Það hefir verið látfð nægja að verkið væri jafnvel ekki nema hálfnað. VERKAMAÐUR SKRIFAÐI MÉR á þessa leið í gær: „Fyrir nokkrum dögum birtist bréfkafli í Morgunblaðinu frá manni, sem nefndi sig „Þóri Jökul“. Hellti þessi maður sér af heilagri vand- lætingu yfir verkamenn í bænum og atvinnuleysingja og lýsti þeim sem ræflum, sem ekki nenntu að vinna, þó að þeim byðist vinna. Talaði hann mikið um sveitavinnu í því sambandi. Sem dæmi um leti og ómennsku verkamanna skýrði þessi maður frá því, að hann hefði þá fyrir nokkrum dögum lagt inn beiðni á Ráðningarskrifstofu bæj- arins um 20 menn í vinnu, en að hann hefði engan mann fengið til þessa.“ „MÉR FANNST ÞETTA vnjög undarlegt,“ heldur verkamaðurinn áfram. ,.ég snéri mér því til ráðn- ingarskrifstoíunnar og bað um upplýsingar viðvíkjandi þessu. Var mér sagt, að framkvæmdar- stjóri nokkur hér í bænum, Þórar- inn Arnórsson að nafni, á Grett- isgötu 2, hefði óskað eftir nokkr- um drengjum í nokkra daga til að setja niður kartöflur. Engar aðrar upplýsingar var hægt að fá við- víkjandi þessu. Þetta var ölí vinn- an, allt tilefnið fyrir árásinni og brigslunum í garð verkamanna. Það væri synd að segja, að þeir kunni ekki að sparka niður fyrir sig þessir durgar. Mín reynsla er sú, að þó að verkamenn lifi sultar- lífi með sig og sína, þá þurfi þeir FIMMTUDAGUR 6. JÚNI 1940. samt að þræla fyrir þessu sultárlífi margfalt meira en margir upp- skafningar, sem kalla sig fTam- kvæmdarstjóra. Oít er það svoleið- is, að þeir fá mörg þúsund króna laun fyrir að bera stöðunafn, sem þeir svikjast svo um að inna af hendi.“ MÉR BERAST nú mjög mörg bréf mð aðfinnsium Við lögregíuna út af óreglú á úmferðinni í bæn- um. Ég vil geta þeSs vegna þess bréfs, er ég birti hér á eftir, að lögreglustjóri mun oftar en einu sinni hafa reynt að koma lagi á þetta mál, en það er mjög erfitt. Þá vil ég líka minna á það, að það hefir aldrei verið eins erfitt að vera lögreglustjóri í Reykjavík og einmitt nú. Mega menn gjarnan taka þetta með í reikninginn, þeg- ar þeir fella dóma sína. Lögreglu- stjóri hefir 50 lögrgluþjóna til um- ráða, þar af eru 3 nú venjulega í fríi á hverri vakt. Vöktum er þrí- skipt. Á vöktunum eru 15, 15, og 14 lögregluþjónar. Þar af eru 4 inni til að gegna kalli og auk þess varðstjóri og stöðvarstjóri. Þá eru 9 lögregluþjónar á vakt úti, og þeir gæta bæjarins frá Vatnsgeymi út á Seltjarnarnes og frá Skerjafirði að höfninni. Þess má geta, að þegar Þjóðverjar tóku Kaupmannahöfn voru 2 þúsund lögregluþjónar sett- ir út á götuna. Hér heíir engin aukning orðið. BRÉ FRÁ UGGA er svohljóð- andi: „Er lögreglan hér í bænum hópur af sofandi sauðum, eða er hinn nýi lögreglustjóri alls ófær um það verk, er honum hefir ver- ið falið? Ég hefi á undanförnum vikum gengið dálítið um bæinn, sérstaklega vegna þeirrar breyt- ingar, sem nú er orðin á högum okka'r Reykvíkinga, og mér þykir leitt að verða að játa, að ég hefi aldrei gert mér jafn Ijósa gr^in fyrir því, á hve lágu menningar- stigi hluti íslendinga er.“ „FYRSTU DAGANA, sem hiiin erlendi her var hér á landi, bar mjög mikið á forvitni manna, eins og hér hefði aldrei sést hermaður áður. Þetta mátti telja fyrirgefan- legt, vegna þess, hversu sérstak- lega stóð á komu þessara manna. En þegar frá leið dró úr forvitni fullorðna fólksins, en nú fór fyrir alvöru að bera á ósæmilegri fram- komu unglinga og barna. Þar sem hermenn hafa aðsetur eða eru á verði, hópast stelpur og strákar á öllum aldri og er framkoma margra þessara unglinga þannig, að þjóðarskömm er að. En lögregl- an, hvar er hún,? spyrja margir.“ Frh. á 4. síðu. Vikingar unnu aðra umf erð mðtsins. ----4—;-- Val unnu peir með fjórum gegn einu. VÍKINGUR vann Val með allmiklum yfirburðum í gærkveldi og hefir því fengið 6 stig í fyrri umferð, Valur hefir 4 stig, K. R. 2 og Fram 0. Þar með hefir Víkingur fengið mesta möguleika til að vinna mótið í heild og getur fengið 12 stig, ef hann vinnur öll félögin aftur í annarri umferð, sem mun hefjast upp úr miðjum mánuðinum. Fyrri hálfleikurinn í gær- kveldi kom mönnum alveg á ó- vart. Víkingar léku undan vindi og hófu þegar í stað sókn. Þar með naut sín aðalkostur Vík- inga, frábær kraftur og mikill vilji. Maður sér aldrei „dauðan mann“ í liði þeirra, en hið sama er ekki hægt að segja um önn- ur kapplið. En Víkingar gerðu meira en að sýna hraða og vilja. Þeir léku vel, sýndu ,,fín- an“, smáan samleik, oft mjög viturlegan og hnitmiðaðan, enda höfðu þeir algera yfirhönd í hálfleiknum. Þetta kemur og fram í markafjöldanum, því að Víkingar settu 4 mörk, en Vals- menn aðeins 1. í síðari hálfleik lék Valur undan vindi og lá nú knöttur- inn alla jafna á vallarhélmingi Víkinga, en þeir voru sterkari í vörninni en Valsmenn, eins og þeir voru líka sterkari í sókn- inni og allar sóknartilraunir Valsmanna strönduðu. Beztu mennirnir í liði Vík- inga voru Isebarn, sem aldrei hefir leikið jafnvel og hratt, Þorsteinn Ólafsson og Berndsen markvörður. Nú gekk líka liði hans vel og minna var um tafir en áður. Lið Vals var undarlega óvíst og hikandi. Það var eins og liðs- mönnum öllum væri illt í mag- anum. Slíkan leik hafa Völs- ungar ekki sýnt í mörg ár. Eini maðurinn, sem stóð sig reglu- lega vel, var Ellert Sölvason. Frímann var raunar góður líka, en ekki eins góður og venju- lega. Jafnvel Hrólfur, sem allt- af er duglegur, var nú linur. Ekkert mark var sett í síðari hálfleiknum. Eitt af mörkum Víkinga var úr vítisspyrnu. Það er líklegt að kappleikirn- ir í 2. umferð verði enn skemmtilegri en þeir, sem búnir eru. Víkingar hafa stigið á stokk og strengt þess heit, að vinna mótið. — Hin félögin munu vera jafnákveðin í því að láta þá ekki vinna það. Sakamálasaga erftir Seamark ósigrandi heima hjá yður næst komandi þriðjudagsnótt.“ Svö ritaði hann heimilisfangið og rétti þjóninum skeytið. Því næst hélt hann áfram til matsölustaðarins. Um sama leyti gekk Willard Lyall hægum skrefum heim til sín frá hliðargótunni í Notting HiII. Hann ve'.ti fyrir sér án aflats hinni leyndardómsfullu gátu, hver það gæti verið, sem sat á svikráðum við hann. Hann vissi ekki, hve lengi hann hafði gengiö, en varð dálítið undrandi, þegar hann rankaði við sér 0g varð þess var, áð hann var kominn í námunda við heimili sitt. Fyrsta orðið, sem hann heyrði, þegar hann kom inn voru: ö, þarna ertu þá, pabbi. Það er skeyti til þín inni í vinnustofunni. Það kom fyrir örfáum mín- útum. Mercia sat við píanóið og drap fingrunum á nóíurnar. — Þakka þér fyrir, vina mín, sagöi Lyail og hrað- aði sér inn í vinnustofuna. Rétt á eftir sat hann náfölur og starði á skeytið. Aldrei hafði neitt komið honum svo á óvart sem þetta skeyti. Og hann hafði aldrei á ævi sinni verið jafn skelfdur. Það var tæpur klukkutími Iiðinn frá því hann fór frá Notting Hill og nú hafði samtal hans og skartgripasalans heyrst. Honum fannst herbergið hringsnúast fyrir augum sér. Mercia hætti að spila og sagði: — Hvað stendur í skeyt'mu? En hún fékk ekkert svar. Þjóharnir heyrðust á gangi um húsið, en að öðru leyti var steinhljóð. — Hvað er að, pabbi? kallaði hún? Ekkert svar. — Hvað er að. pabbi? kallaði hún aftur. Enn var steinhljóð. Me'cia hljóp inn í v.'nnuherle g ð. Þar lá faðir hennar endilangur á gólfinu nærri því kafnaður. — Marama, komdu fljótt, hrópaði hún út um hálf- opnar dyrnar — pabbi hefir fallið í ómegin hringdu fljótt í lækni. Hún kraup á kné við hlið föður shis og lyfti höfði hans frá gólfinu. Unt leið og hún snerti hann sá hún b!að í henrli hans. Það var skeytið og hann kreppti fingurna utan um það. Frú Lyall flýtti sér inn í herbergið. Hún var mjög föl yfirlitum og ótta brá fyrir i svip hennar. Þær mæðg- urnar lyftu Lyall upp og lögðu hann á legubekk. — Hvað hefir komið fyrir? Mercia, hvað hefir komiö fytir? Frú Lyali var mjög óttaslegin. Mercia benti henni á skeytið. — Það lítur svo út sem skeytið hafi haft þessi á- hrif á hann, sagði hún. — Hjálpaðu mér við að ná skeytinu. Þær voru néfölar meðan þær iásu skeytið. Mercia horfði á móður sína og hún var mjög á- kveðin á svipinn. , — Mamma, sagði hún — Hér virðist eitthvað ó- hreint vera á seiði og pabbi er á einhvern hátt við það riðinn. I — Þei, jrei, vina mín, láttu þjónana ekki heyra til þín. nr. Uíttu á þetta skeyti. Og mundu svo eftir því, að pabbi hafnaði boði Dains. Hann ætlaði ekki í spilaklúbbinn. Það er eitthvað mjög alvarlegt á seiði, svo alvarlegt, að pabbi vill ekki einu sinni skýra þér frá því. Við morgunverðarborðið i morgun var hann mjög utan við sig. Og skömmu seinna kemur svo þetta einkennilega skeyti og hann fellur í ómegin. — Þei, þci, vina mín, sagði hún 'iaftur. — Láttu ekki þjönana héyra til ,þhi. Auðvitað getur *rerið margt til ,sem þarfnast útskýringar, en við skulum ekki ræða um það hér. Ég miín tala við föður þinn um leið og hann er búinn að ná' sér. Frú Lyall var mjög hrædd. Hana var farið að gruna að ekki væri allt rneð felldu um viðskipti föður hennar. Og hún þorði ekki einu sinni að minnast á þetta við IV. KAFLI Klukkan var orðin tvö uni nóttina. Stöku bílar sáust á ferli um nærri því auðar götumar í London. Nálægt Hyde Park sáust dökkir skuggar. Það var mjög þögqlt og skuggalegt, þvi að ský dró fyrir tunglið. Ofurlitlu regni ýrði úr lofti. Stöku sinnum kom vindþot og ofurlítill kliður heyrðist frá trjánum í Park Lane. i En í nánd við Kingsland Mews var dauðaþögn. I hcsthúsinu blakti Ijós á skari, en þa'ð sást ekki að utan. Að öðru leyti griifði myrkur yfir öjlu. Það var eins og öll náttúran stæði á öndinni. Gamanleikur getur oft breyst í harmleik og harm- leikur í gleðileik. Þannig val nú ástatt. Mennirnir,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.