Alþýðublaðið - 06.06.1940, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 06.06.1940, Blaðsíða 3
FIMMTUÐAGUR 6. JONl 1940. ALÞÝÐUBLAÐIÐ ------- ALÞYÐUBLAÐIÐ --------------------- Ritstjóri: F. R. Valdemarsson. í fjarveru hans: Stefán Pétursson. Símar 4902 og 5021 (helma). Ritstjórn: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4902: Ritstjóri. 4901: Innlendar fréttir. 5021: Stefán Pét- ursson (heima) Sellandsstíg 16. 4903: Vilhj. S. Vilhjálms- son (heíma) Brávallagötu 50. Afgreiðsla: Alþýðuhúsinu - gengið inn frá Hverfisgötu. Símar: 4900 og 4906. Verð kr. 2,50 á mánuði. 10 aurar í lausasölu. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN H. ,F. Eftir orustuna í Flandern. Gamall verkstjórl skritar mn Hlunnindi vegavinnumanna ----♦---- kostinttm", ókéypis oliu tii eld- "O YRSTA þættinum í hinní miklu sókn Þjóðverja á vesturvígstöðvunum er nú lok- ið með brottflutningi þess liðs Bandamanna, sem undankomu varð auðið í hinni ægilegu við- ureign í Flandern. Það væri synd að segja, að Bandamönnum hafi gengið vel það, sem af er þessum fyrstu alvarlegu átökum á vesturvíg- stöðvunum. En verri hefði út- korrian getað orðið. Fyrir viku síðan var ekki útlit á öðru en að svo að segja allur sá her Bandamanna, sem í Flandern, nyrzt í Frakklandi og syðst og vestast í Belgíu hafði orðið við- skila við aðalher þeirra sunnan við Somme, yrði gereyðilagður af flugvélum, fallbyssum og skriðdrekum Þjóðverja, eða tekinn til fanga. En endalok orustunnar í Flandern urðu að minnsta kosti betri en á horfðist. Með ótrúlegu harð- fylgi tókst einum þ íiðja úr milljón brezkra og franskra hermanna að brjóta sér braut í gegnum herkví ÞjóðVerja til Dunkerque, nyrzt við Ermar- sund, og þaðan hefir þetta lið nú verið flutt til Englands. En þó að þessu liði væri bjargað og undánhald þess og brottflutningur frá Flandern með hjálp brezka og franska flotans og brezka flughersins muni lengi verða talið til fræki- legustu afreka hernaðarsögunn- ar, þá tjóar ekki í móti því að mæla, að einangrun og undan- hald hersins í Flandern var mjög alvarlegur ósigur fyrir Bandamenn. Hitler var áður búinn að leggja undir sig Hol- land og taka hér um bil allan hollenzka herinn til fanga. Nú hefir hann náð allri Belgíu á sitt vald, hafnarborgunum aust- an við Ermarsund, þar sem skemmst er yfir til Englands, og öllu Norður-Frakklandi suð- ur að ánum Somme og Aisne. Belgiski herinn hefir gefizt upp og Bretar og Frakkar orð- ið fyrir ógurlegu hergagna- tjóni, sem langan og dýrmætan tíma þarf til þess að bæta úr. En þá má ekki heldur gleyma því, að Þjóðverjar hafa keypt þessa sigra dýru verði Hitler talar að vísu ékki um mann- t.jón og hergagnatjón sitt af slíltri hreinskilni og Churchill sagði í fyrradag frá þeim töp- um, sem Bandamenn hefðu orð- ið fyrir — og það sýnir meðal margs annars, hve miklu meiri styrkleika Bandamenn finna með sér hið innra en núver- andi valdhafar Þýzkalands. En það getur engum efa verið und- irorpíð, að Þjóðverjar hafa í þessúm fyrsta þætti sóknar SÍnnar þeðið ægilegt tjón á mönnuni, flugvélum, skriðdrek- um og brennsluefni, sem miklu erfiðara vérður fyrir þá að vinna upp aftuf en fyrir Banda- menn það tjón, sem þeir hafa orðið fyrir, vegna þess, hve miklu minni möguleika Þjóð- verjar hafa til þess að endur- nýja vopn sín, hráefni og mann- afla en Bandamenn. Og þar að auki hefir orustan í Flandern veitt Frökkum dýrmætan frest til þess að ná sér eftir hin óg- urlegu og óvæntu áhlaup Þjóð- verja fyrir sunnan Sedan og norðan Amiens fyrir hálfum mánuði síðan og gert þeim unnt að koma sér fyrir i nýjum varnarstöðvum yfir þvert Norður-Frakkland meðfram án- um Somme og Aisne. Síðustu fréttir frá vesturvíg'- stöðvunum benda til þess, að það muni ekki líða langt til stórra tíðinda þar á ný. Fyrsta þætti hinnar þýzku sóknar virð- ist ekki fyrr hafa verið lokið en sá næsti var byrjaður með áhlaupunum, sem hófust á hin- ar nýju vígstöðvar Frakka við Somme og Aisne. Sá hraði í sókn Þjóðverja og sú stefna hennar kemur engum á óvart. Þeir hafa sjálfir verið með bollaleggingar um einhvers konar árás á England sjálft og ógnað því með núverandi ná- lægð sinni við Ermarsund. En þó að erfitt sé að segja, hvað Hitler kunni að reyna í fram- tíðinni til þess að sigrast á Eng- landi, ef allt gengi að óskum á meginlandinu, þá mátti þó sjá það fyrir, að hann myndi í næsta þætti stríðsins taka á öllu því, sem til er, til þess að brjóta vörn Frakklands á bak aftur, áður en það hefir aftur fengið þann liðstyrk, sem það á von á frá Englandi, en vantar til- finnanlega á þessari stundu. Það er því mikið, sem nú veltur á vörn Frakka. Takist þeim að halda út, þar til hjálpin kemur, þá er stríðið tapað fyrir Hitler, þótt það kunni að dragast eitt- hvað, að vopnin verði til fulls slegin úr hendi hans. En bili vörn Frakka fyrir ofureflinu, sem nú verður teflt fram gegn þeim, þá er lengri styrjöld fyr- ir höndum en nokkurn hefir hingað til órað fyrir. Það vitum j við af yfirlýsingum Churchills í fyrradag. Brezka heimsveldið ætlar sér ekki að leggja niður vopn, fyrr en Hitler er að velli lagður, hvað svo sem á megin- landi Evrópu gerist, áður en því takmarki er náð. FORNSALAN, Hafnarstræti 18, kaupir og selur ný og notuð húsgögn, lítið notuð karlmanna- föt o. fl. Sími 2200. Útbveiðið Alþýðublaðið. í tilefni af því, að vega- vinna er nú í þann veginn að hefjast, hefir Alþýðublaðinu verið send eftirfarandi grein um hlunnindi vegavinnu- manna, sem mikið hefir ver- ið rætt um síðan fjárveit- inganefnd alþingis varð til þess að fetta fingur út í þau á síðastliðnu hausti. Greinin er eftir gamlan, starfandi verkstjóra, sem er kjörum vegavinnumanna þaulkunn- ugur. IÁLITI fjárveitinganefndar frá síðasta þingi, 1939, skaut sú tillaga upp kollinum, að rétt væri að spara ríkinu nokkur útgjöld með því að afnema að nokkru þau hlunnindi, er vegagerðar- menn hafa notið um alllangt skeið. í áliti nefndarinnar segir svoi „Þá hefir sá siður verið upp tekinn á nokkrum stöðum við opinbera vinnu í sveitum, að vinna ekkí nema nokkum hluta laugardagsins, þó að greitt sé fullt kaup fyrir þann dag, og auk þess að flytja verkamennina í bifreiðum á landsins kostnað, án þess að þau ferðalög væru við- komandi vinnunni. Fólk i sveit, sem \annUr fullkomna erfiðis- vinnu laugardagana, eins og aðra daga, finnur enga eðlilega skýr- ingu á þessum hlunnindum hjá rikissjóði, og þessi nýbreytni á þátt í að skapa óánægju hjá mörgu fólki, sem annars vill eða getur unnið að framleiðslu i sveit. Ef haldið er áfram flutn- ingunr í bifreiðum á ’landsins kostnað um helgar á surnu því fólki, sem starfar að nauðsynlegri vinnu, eru ekki mörg skref yfir í það ástand, að sjómenn vilji að fiskiflotanum sé siglt i höfn síð- ari hluta laugardags, svo aó yf- innenn og hásetar geti tekið sér hvíld i kaupstöðum yfir sunnu- daginn. Dýrleiki á benzíni mun væntanlega, með fleiri orsökum, leiða til, að sunnudagsflutningar á landsins kostnað falli niður“. Ég ætia mér ekki að bræða þann „hjartans ís“, sem sendir frá sér slíkan úrsvala í garð verkamanna. En ég vil í fyrsta lagi leiðrétta þann leiðinlega mis- skilning, sem virðist koma fram i þessum tilfærðu ununælum fjár- veMi igarefndar alþingis. Enda tel ég fyllstu þörf leiðréttingar m. a. vegna þess, að nefndarálitið, án skýringar, er vel til þess fall- ið, að vekja þá óánægju sveita- fólks og sjómanna, sem fjárveit- inganefnd kveður mikil brögð að en mun lltið hafa gætt hingað til, nema þá í höfðum fjárveit- inganefndar. í öðru lagi skulu tilfærð hér nokkur rök fyrir réttmæti þeirra hlunninda, er verkamenn vega- gerðar rikisins hafa notið und- anfarin ár, ef vera mætti aðþau vekti fleiri meim til viðnáms, þvi að réttlæti þeirra verði af þeim teldn, jafnvel þó það sé gert i þcim góða tilgangi að aðrir leið- ist ekki í freistni. En sé það nú hinsvégar aðeins sparnaðúr, sein fyrir nefndinni vakir ,má húast við, að verði á'ður nefnd hlunnindi verkamanna afnumin, þá verði þess skannnt að bíða, að þau fari öll sömu leiðina. Um það eru aliir sammáia að á erfiðum timum verði þjóðin að spara. En menn greinir á um hvað beri aö spara fyrst og fremst. Því hefir verið aft yfirlýst á alþingi, að útgjöld ríkisins væri ekki hægt að lækka svo neinu verulegu nemi, nema dregiðværi úr verklegum framkvæmium, vegna þess að flest önnur út- gjöld (bæði þörf og óþörf) væru lögbundin. En eins og kunnugt er, fer all- mikill timi hvers þings til að breyta eldri lögum — til bóta auðvitað. Er það þá nokkur fjar- stæða, að gera þá kröfu, að gerðar væru lagabreytingar til lækkunar á óþörfum, eða miður þörfum útgjöldum rikisins? Þann ig spyrja margir alþýðumenn nú. Hlunnindi þau er verkamenn hjá vegagerð ríkisins hafa notið, og fram eru tekin í samningi frá 1934, milli rikisstjórnar Is- lands og Alþýðúsambandsins, eru auk tjalda og vinnuáhalda þessi: 1. Ókeypis aðflutningur á mat- vælum úr kaupstað. 2. Að verkamenn hafi ókeyp- is matreiðslu. 3. Verkamenn hafi daglega kaffitíma Vs klst. án frádráttav á kaupi. '4. Ókeypis flutningur verka- manna til næsta kauptúns, um helgar. Um fyrsta liðinn er það að segja, að alla tíð, síðan \-ega- gerð hins opinbera hófst hér á landi, hefir vegagerðin annast aðflutning matvæla og annarra nauðþurfta verkamanna þeim að kostnaðarlausu. Var venja áður er bifreiðar komu til sögunnar, að sendur var maður einu sinni í viku hverri í næsta kauptún með kerru eða kþdjahest til að sækja það er með þurfti. Þótti þetta bæði sanngjamt og sjálf- sagt, vegna þess að verkamenn- irnir gátu ekkl. annast þetta sjálfir, og einnig vegna þess að vinnuveitandanum bar skylda til að draga nokkuð úr erfiðleikum útilegunnar, og þeim aukakostn- aði, er af henni leiddi fyrir verkamenninai. Mörg fyrstu ár vegagerðarinn- ar urðu verkamennirnir áð bera sjálfir allan kostnað af matreiðsl- unni. Menn höfðu þá skrínukost, sem svo er kallað, og enn tíðk- ast í smávinnuflokkum. Matar- arfélög vegagerðarmanna þektust ust ekki fyrr en Iteinur fram á árin 1917—20. Og matreiðslu fyrstu matarfélaganna kostuðu verkamenn að öllú leyti1 sjálfir. En vegamálastjóri er lætur sér mjög annt um að verkamenn hafi góða aðbúð, kvatti til þess að þeir hefðu matarfélög, þar sem því yrði komið við og gaf kost á að vegagerðin greiddi kaup ráðskonu og eldsneyti. Var þvi þetta fyrirkomulag upptekið við brúargerðir i stæm vinnuflokk- um við nýbyggingu vega. En mun algengara varð þetta fyrir- komulag eftir 1924, og eftirþann tíma fcngu einnig þeir vinnu- flokkar, sem héldu áfram'-„skrínu unar. Ekki verður því neitað, að rik- inu væri nokkur útgjaldasparn- aður að þvi að þessi hlunnindi matreiðslunnar væri niður felld. En það þýddi aftur á móti kaup® lækkun verkamanna, því rneð sameiginlegri ókeypis matreiðslu verður fæðið bæðí betra og ó- dýrara. Þó hið gagnstæða ha#i átt sér stað er það undantekning frá meginreglunni, og verkamönn um sjálfrátt að kippa slíku i lag. Vonandi kemur efcki til þess, . að matreiðslan verði aftur aftek- in, sem hhmnindi, enda væri með því stigið stórt spor aftur á bak. Þá kemur að þeim hlunnindum er verkameuu öðlast fyrst með áðurnefndum samningum frá 1934, og sem fjárvæitinganefnd síðasta alþingis taldi vera óþarfa eyðslu og auk þess stórhrettuleg velferð lands og lýðs. Er þá fyrst að nefna kaffi- hálftímann. Sumum verkstjórum þótti ekki hagfcvæmt að slita í sundur vinnutima milli raáltiða með kaffidrykkju og vildu þvi gera á þvi aðra skipan. Enda er öilttm, er til vinnu þekkja ljóst, að með hálftima vinnustöðvu* tapar verkið raunverulega lengri tíma. Varð því að saankomulagi við verkamenn, að fella niður þennan daglega kaffitíma of vinna fullar tíu stundir fimm daga vikunnar, en ekki nema sji tima á laugardögum. Er þettá beinn gróðí fyrir verkið, og tnikil þægindi fyrir verkamennina. Þó sérstaklega fyrir þá er fyrir heim'- iii hafa að sjá, og margt þurfa iað annast í þarfir þess. Ég held að varia gæti talist aðfinnsluvert, að sameina hags- muni beggja — vinnuveitandans og verkamannsins. Ekki skal hér dómur á það lagður, hvort meira vínnist í 14 st. eða 91/2 stund. Enda fer það eftir ýmsum aðstæðum, sem ekki er hægt að ræða i stuttri blaða- grein. En ýmsir iðjuhöldar teija langan vinnutima ekki gefa hlut- fallslega eins góð afköst, sem til er ætlast. En þá er þess að gæta hvort þessi kaffitími verkamanna, hafi svo spillandi áhrif á sveitafólkið er heyskap 0g aðra framléiðslu- vinnu stundar, að þess vegna verði óhjákvæmilegt að afnema hann. En eins og áöur er, sagt mun þessara áhrifa lítið hafa gætt að þessu. Sveitafóllrið skilur betur en svo, hve erfitt og á- nægjusnautt lif verkamannsins ei’, sem vinna þarf larvgt frá heim- ili og kemúr þar aðeins sem gestúr einu sinni í viku, að það finnur ekki til minnsfu öfundar yfir því, að hann eigi þess kost að bæta þrem klst. við hvíldar- daginn á þann hátt að vinna þær af sér hina daga vikunnar. Þá er og vert að skoða þessi hlunnindi i enn öðru Ijósi. ■f gerður er samanburðúr á á kaupi og kjörum verkamaatis- ins í vegagerðinni og skrifstofu- mannsins, cr báðir starfa i |rjó«- Fi’h. á 4. fnðii.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.