Alþýðublaðið - 07.06.1940, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 07.06.1940, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 1940. ALÞÝÐUBLAÐIÐ --------- ALÞTÐUBLAÐIÐ —-------------------- Ritsíjóri: F. R. Valdemarsson. í íjarveru hans: Steíán Pétursson. Símar 4902 og 5021 (heima). Ritstjórn: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4902: Ritstjóri. 4901: Innlendar fréttir. 5021: Stefán Pét- ursson (heima) Sellandsstíg 16. 4903: Vilhj. S. Vilhjálms- son (heima) Brávallagötu 50. Afgreiðsla: Alþýðuhúsinu gengið inn frá Hverfisgötu. Símar: 4900 og 4906. Verð kr. 2,50 á mánuði. 10 aurar í lausasölu. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN H . ,F . Ferðalög ¥? FTIR venjunni ættu sum- arferðalög nú að fara að byrja íyrir alvöru. Ferðalög um landið hafa vaxið gífurlega síð- ustu 10 árin og veldur þar fyrst og fremst um hinar mjög svo bættu samgöngur, hraðinn í ferðunum og lágt fargjald með bifreiðunum. Má segja að á þessu hafi orðið gagnverð bylt- ing á síðasta áratug, hvað þá ef tekið væri lengra árabil, eða allt til 1920, en þá var ekki rnikið um slík ferðalög. Þá er þess að geta, að á síð- ustu árum hafa flestar stéttir hér í bænum- komið því inn í samninga sína við atvinnurek- endur að fá sumarfrí og þar með hefir fjölmennum hópum, mörgum þúsundum manna, hér gefizt kostur á því að kynnast landinu sínu og fara um það í eina viku eða hálían mánuð. Hafa menn hlakkað til þessara ferðalaga allt árið og sparað til þeirra fé af mánaðarkaupi sínu í hvert sinn er þeir hafa fengið útborgað, og eru mörg dæmi til slíks. Fyrir nokkru hefir sam- gönguleiðin norður verið opnuð og er nú allsæmileg færð norð- ur í land. Jafnframt er verið að taka upp áætlunarferðir á aðra staði á Vesturlandi og Norður- landi. Það er líklegt að aldrei hafi •bæjarbúar haft eins mikla þörf fyrir að létta sér upp með sum- arferðalagi og einmitt nú. Ó- íriður geisar kringum okkur, ægilegar fréttir berast daglega í blöðum og útvarpi, land vort er hernumið. og borgin full af hermönnum og víða sjást her- gögn, sem við erum ekki vön að umgangast. Við þetta bætist til- finningin um yfirvofandi hættu hér, þó að hún, sem betur fer, verði að teljast ástæðulíti'l, að minnsta kosti í bráð. En það er því miður lík- legt, að færri geti nú farið í sumarfríum sínum út úr borg- inni en undanfarin sumur, og allt bendir til þess að margir verði að eyða sumarfríi sínu heima hjá sér og láta sér nægja að sleikja sólskinið á bekkjun- urn á Austurvelli, á Arnarhóls- túni, uppi í Rauðhólum eða ann- ars staðar í nánasta umhverfi bæjarins. í sumar. Ástæðan fyrir þessu er sú, að fargjöld hafa hækkað stórkost- lega á öllum leiðum. í fyrra kostaði farið til Akureyrar kr. 29,50. Nú kostar það kr. 40,50. í fyrra kostaði farið til Þing- valla kr. 3,00, en nú kostar það kr. 4,40. í fyrra kostaði farið til Eyrarbakka kr. 4,35, en nú kostar það kr. 6,10. I fyrra kostaði farið til Laugarvatns 6 krónur, en nú er gert ráð fyrir að það fari að minnsta kosti upp í 8 krónur. Þess'i hækkun er mjög skilj- anleg. Allt til bifreiða hefir hækkað stórkostlega og er ben- zínhækkunin vitanlega tilfinn- anlegust. Það breytir hins veg- ar ekki þeirri staðreynd, að þessi mikla fargjaldahækkun hefir það í för með sér, að fjölda márgir, sem annars hefðu farið, verða nú að sitja heima, því að auk þessa kemur líka hækkun á öllu öðru, sem menn þurfa, er þeir taka sér ferð á hendur frá heimili sínu. Það er vönandi að þetta geti orðið til þess, að æskulýður höfuðstaðarins auki gönguferð- ir sínar um landið og fari meira á reiðhjólum en hann hefir gert til þessa. Eru slík ferðalög líka jafnvel enn skemmtilegri og heilbrigðari en bifreiðaferða- lögin, þó að margir geti ekki ferðast nema með bifreiðum. Þá hefir það mjög farið í vöxt, að fólk hefir tekið sér tjald- stæði einhvers staðar ekki all- langt frá bænum og má gera ráð fyrir því að enn fleiri geri það í sumar en undanfarin sum- ur einmitt af þeirri ástæðu, sem er greind hér að framan. Ferðalögin eru mikill liður í lífi mörg þúsund Reykvíkinga á sumrum. Nú gera ýmsar á- stæður það að verkum, að í sumar verður minna um ferða- lög, að minnsta kosti um ferðalög með bifreiðum, en áður. í þessu sem öðru verðum við að haga okkur eftir ástæðunum, gera breytingar á áætlunum okkar og láta okkur nægja minna en við óskuðum eftir. Það er kúnst að kunna þetta á hvaða sviði sem er, en þá kúnst verðum við að læra. Hraðferðir daglega um Akranes eða Borgarnes. Bifreiðástöð Akureyrar. Bifreiðastöð Steindórs. LOFTVARNIR ---—- Leiðbeiningar um loftvarnir til almennings. Merki um hættu. Rafflautur, sem komið er fyrir víðs vegar um bæinn, senda frá sér síbreytilegan tón allan tímann, á meðan árásarhætta er yfirvofandi og á meðan árás stendur yfir. Öll símatæki bæjarins munu einnig hringja látlaust í 30 sek- úndur, jafnskjótt og aðvörunar- merki er gefið með rafflautunum. Á öðrum aðalstöðvum brezka setuliðsins munu verða . gefin snögg, tíð hljóðmerki með vasa- flautum hermanna. Merki um að hættan sé liðin hjá. Stöðugur, jafn tónn rafflaut- anna í 5 mínútur eða lengur. Hvað ber yður að gera, ef merki er gefið um yfirvofandi loftárás? Ef þér eruð staddur úti á götu eða bersvæði, ber yður þegar í stað að leita skýlis í næsta opinberu loftvarnabyrgi, traustum kjallara með steinsteyptu lofti, skurði eða lægð. Ef þér eruð staddur innanhúss, ber yður þegar í stað að leita skjóls í loftvarnabyrgi hússins, fara í skurð eða gryfju í garði hússins, eða leita skjóls í næsta húsi, ef skjól er þar betra og stutt að fara. Hlýðið húsverði án tafar og skil- yrðislaust. Forðist að fara út úr húsum til þess að horfa á loftárás. Hefir það orðið mörgum manni að bana. Standið ekki nálægt gluggum. Þar eð hætta er á, að skemmdir geti orðið á sjálfvirka símakerf- inu í Reykjavík, ef of margir sím- ar eru opnaðir í einu. eru menn varaðir við að taka upp heyrnar- tæki sín, þegar aðvörunarhringing er gefin, eða á næstu 5—10 mín. á eftir nema mjög brýn nauðsyn beri til. Það er því góð regla að temja sér, að taka heyrnartæki sitt að jafnaði ekki upp fyrr en við aðra hringingu! íkveikjusprengjur eru aðallega tvenns konar: ' 1) Sprengjur, sem valda íkveikju á einum stað. og 2) sprengjur, sem sundrast í fall- inu og þeyta frá sér fjölmörg- um minni sprengjum, er hver um sig getur valdið íkveikju. Sprengjuhylkið. sem oftast er úr magnesíum, er mjög þykkt. Er það fyllt með eldfimu efni. Þyngd og stærð íkveikju- sprengjanna er mjög misjöfn, 0,5 —50 kg. Sprengja, sem er 10 kg. að þyngd. og fellur á hús úr 1500 —2000 metra hæð, fer auðveldlega í gegnum venjulegt þak og oft jafnvel gólf háaloftsins, ef það er úr tré. Þegar sprengjan kemur niður, kviknar í innihaldi hennar og brennur það upp með ofsalegum hita á nál. 1 mín. og bræðir og' kveikir í hylkinu. Hylkið .brennur síðan upp á nokkrum mínútum, eða allt að stundarfjórðungi, og stafar aðalbrunahættan af því. Ef eigi tekst að fjarlægja sprengjuna í tæka tíð, getur hún brennt sig niður um hvert loftið af öðru í timburhúsum og valdið þannig mörgum íkveikjum í sama húsinu. Varnir gegn íkveikjusprengjum: a) Ef unnt er, ætti að flytja í burtu af háaloftinu allt, sem eld- fimt er. — Hafið þar jafnan tvær fötur, aðra fulla af þurrum sandi, hina með vatni; enn fremur reku. Ef hægt er að koma því við, er gott að þekja allt gólfið með sand- lagi, er sé 2 cm. á þykkt, eða meira; er þetta þó óþarft, ef gólf- ið er steinsteypt. Ef gólf háaloftsins er úr timbri, eins og hér er í öllum timburhús um og mörgum hinna elztu stein- ------------4----------- húsa, er rétt að hafa einnig sand- fötu, reku og vatnsfötu á næstu hæð fyrir neðan. b) Falli íkveikjusprengja á hús- ið skal þegar brugðið við og nál. % af sandinum úr fötunni hellt yf- ir sprengjuna, þannig að hann hylji hana sem bezt. Hættulaust er að koma í 1 m. nálægð við sprengjuna; er því óþarfi að kasta sandinum úr mikilli fjarlægð. 14 af sandinum á að vera kyrr í föt- unni. Takið nú sprengjuna upp á rekublaðinu og látið hana í fötuna, stingið rekuskaftinu undir hanka fötunnar og berið hana hið skjót- asta út úr húsinu og kastið henni á bersvæði, í skurð. vatn eða sjó. Ef eigi vinnst tími til að koma sprengjunni fyrir í fötu, ber að taka hana upp á rekublaðinu ,bera hana.eða kasta henni út, en þess verður vel að gæta, að valda eigi með því tjóni á öðrum húsum eða mannvirkjum. c) Varist að hella vatni á sjálfa sprengjuna! Forðist einnig að nota venjuleg slökkvitæki við bruna þeirra. Hvorttveggja getur gert illt verra. Vatnið og slökkvitækin á aðeins að nota til að slökkva eld þann, sem kann að hafa kviknað út frá sprengjunni. Leiðbeiningar um varnir gegn loftárás. Leiðbeiningar fyrir þð, sem staddir eru innanhúss: 1. Þegar gefið er aðvörunar- rnerki um loftárás, ber öllum að gæta þess vel, að forðast allt fum og óðagot. en fara skipulega til loftvarnaskýlis þess, sem þeir áð- ur hafa valið sér, í eða við hús sitt. Slíkt skýli getur verið í kjall- ara, herbergi á neðstu hæð húss- ins, eða skurður, sem grafinn hef- ir verið í garði hússins, eða næsta umhverfi þess. Ef fólk leitar skjóls innanhúss, á það að halda sér sem næst burðarveggjum hússins, en forðast að standa við glugga eða útidyr með glerrúðum í. 2. Þeim. er umráð hafa yfir loftvarnaskýli, ber einnig að heim- ila öðrum. sem úti eru staddir þeg- ar aðvörunarmerki er gefið, að fá þar athvarf, ef þeir æskja þess og rúm leyíir, enda sé ekkert opin- bert loftvarnaskýli þar nærri. 3. Enginn má yfirgefa skýli sitt fyrr en merki hefir verið gefið um, að hætta af loftárás sé liðin hjá. Ber öllum þá að hverfa rólega og skipulega úr skýlum sínum. 4. a) Vegna eldhættu í timbur- húsum (og steinhúsum með timb- urloftum) ættu þeir, sem þar eru staddir, ekki að leita skjóls í kjall- ara hússins. nema þar séu tvennar eða fleiri greiðfærar útgöngudyr, — eða nægilega stórir gluggar, sem auðvelt sé að komast út um, ef nauðsyn krefur. Útgöngudyrnar eiga helzt að vera á mótstæðum hliðum hússins. Ef kjallarinn ekki uppfyllir þessi skilyrði, er ráðlegast fyrir þá, sem í húsinu dvelja, að leita sér heldur skjóls: b) á neðstu hæð hússins, t. d. í gangi, eða í því herbergi, er fæsta heíir glugga. Þétt vírnet (möskvastærð: 14 —1 cm.), sem þanið er fyrir glugga innanverðan, hefir víða reynst á- gæt vörn gegn rúðubrotum. í stað vírnets má nota tréhlera eða dýnu, sem hengd er fyrir gluggann. c) í loftvarnaskurði. sem gerður hefir verið í garði hússins eða næsta nágrenni (sjá síðar). d) í næsta húsi, ef þar er örugg ara skýli; en þá þurfa menn að hafa samið áður um slíkt við ná- granna sinn. 5. Ráðlegt er að hafa dyr og glugga herbergja, sem enginn dvel- ur í, opin á meðan á loftárás stendur. Gluggar og dyr herbergja, sem notuð eru sem loftvarnabyrgi, eiga að vera lokuð á meðan á loftárás stendur. Innan við gluggann ætti að strengja vírnet, festa hlera eða heng'ja dýnu. Bezt er þó að skýla gluggunum með sandpokum, en á því eru sjaldnast tök, nema byrg- ið sé í kjallara. (Sjá síðar). Leiðbeiningar fyrir þá, sem staclcl- ir eru á götum úti. 1. Jafnskjótt og aðvörunarmerki er gefið um loftárás, ber öllum, sem staddir eru á götum úti, að leita skýlis í: a) næsta opinberu loftvarnabyrgi, eða, — ef ekkert slíkt byrgi er nálægt, — b) í næsta örugga kjallara, er þeir ná til. 2. Öll opinber loftvarnabyrgi í bænum eru greinilega merkt með rauðum örvum. Á næstu húsum beggja megin byrgisins, eru örvar, sem stefna í áttina að byrginu. En á eða við innganginn að byrginu er límd rauð ör. er stefnir niður og er letrar fyrir ofan hana: Loft- varnabyrgi. Sérstökum byrgisvörðum mun verða falið að gæta byrgjanna, og leiðbeina þeim, er til þeirra leita, ef loftárás ber að höndum. Verða bráðlega settar nánar reglur um þetta og verða þær þá birtar al- menningi. 3. Þeir, sem leitað hafa skjóls í loftvarnabyrgi. verða að hafast þar við uns merki verður gefið um, að hætta sé liðin hjá. Bér þeim þá þeg ar að hverfa brott úr byrginu, ró- lega og skipulega. Forðast ber að safnast saman í þyrpingu eða hópa, er gæti hindrað eða tafið lögreglu, slökkviliðsmenn, hjúkrunarfólk eða aðrar hjálpar- eða björgunar- sveitir í starfi þeirra. Leiðbeiningar fyrir þá, sem stadd- ir eru á bersvæði. 1. Þeir, sem staddir eru á ber- svæði þegar aðvörunarmerki er gefið um loftárás, og eigi ná að komast í opinbert loftvarnabyrgi, né annað skýli innan húss, eiga að kasta sér niður, helzt í skurð eða í lægð. og liggja þar kyrrir, uns gefið er merki um að hættan sé liðin hjá. 2. Ber þeim að gæta þess vel, að líta ekki upp á meðan á loftárás stendur. heldur liggja á grúfu og hylja sem bezt höfuð sitt, t. d. með kápu, frakka, hatti, handtösku eða þ. u. 1. Um loftvainabyrgi og loftvarna- skurði almennt. 1. Sérhver húseigandi. verzlun- arfyrirtæki, verksmiðja, vinnustöð, og skóli, verður nú þegar að gera allar nauðsynlegar ráðstafanir um útbúnað hæfilegra loftvarnaskýla fyrir þá, er í húsum dvelja, þegar aðvörunarmerki kann að verða gef ið um loftárás, Ef skýli er valið í húsinu (ath. þó það, sem áður er sagt um timb- urgólfin), er að jafnaði bezt að það sé í kjallara þess, enda sé loft hans úr steinsteypu. Skýlið getur verið gangur, anddyri, eða herbergi, eitt eða fleiri. Ef tök eru á því, skal fjarlægja allt, sem eldfimt er. •— Skýla ber gluggum með sandpok- um, ef unnt er. Ekki er nauðsyn- legt að sandpokarnir liggi alveg upp að rúðunum. Má hlaða garð úr þeim fyrir utan gluggann, 30—40 cm. frá rúðunum, þannig, að ljós og loft geti komist inn um glugg- ann. Verður þessi garður þá að vera nokkru lengri en breidd glugg ans er, og ná 15—20 cm. upp íyrir hann. Loftræsting verður að vera góð í loítvarnakjallara. Ef unt er, á að vclja skýli, sem hefir tvo Frh. á 4. sí6u:

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.