Alþýðublaðið - 07.06.1940, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 07.06.1940, Blaðsíða 4
FÖSTUDAGUR 7. JCNI 1940. Munið Alþýðuprentsmiðjuna h,f., ef þér þurfið að láta prenta. Alþýðuprentsmiðjan h.f. prentar fyrir yður fljótt og vel. FÖSTUDAGUR. Næturlæknir er Bergsveinn Ól- afsson, Hringbraut 183, sími 4985. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfsapóteki. ÚTVARPIÐ: 19.30 Hljómplötur: Tataralög. 20,00 Fréttir. 20.30 Erindi: Seljalíf í Noregi (Sveinn Tryggvason mjólk- urfræðingur). 20.45 Hljómplötur: a) Norsk þjóð lög (Grieg). b) 21.20 Har- monikulög. 21,10 íþróttaþáttur (Pétur Sig- urðsson). 21,25 Hljómplötur (harmoniku- lög). 21.45 Fréttir. Dagskrárlok. 7 0 ára * er í dag Jón Jónsson, verkamað- ur á Hverfisgötu 68. Fundur verður í Skipstjóra- og stýri- mannafélagi Reykjavíkur í kvöld kl. 9V2 e. h. í Oddfellow. Ferðalög til Svíþjóðar. Samkvæmt tilkynningu frá sænska aðalkonsúlatinu í Rvík hefir sænska ríkisstjórnin ákveð- ið að frá 26. maí 1940 þurfi allir íslendingar, sem ætla að ferðast til Svíþjóðar, að fá staðfestingarárit- un (visum) á vegabréf sín hjá sænska aðalkonsúlatinu í Reykja- vík. Ennfremur hefir verið ákveð- ið, að norræn ferðaskírteini skuli ekki lengur gilda fyrir ferðalög til Svíþjóðar. Fimmtugsafmæli átti í fyrradag Sveinn Bjarman, Það bezta verðnr ávalt ódýrast. DAGLEGA NÝTT: Nautakjöt Kindakjöt Bjúgu Pylsur Fars Alls konar álegg. Pantið í matinn í tíma. Pantið í hann í slma 9291 — 9219. Stebbabúð. Hárnet fín og gróf. NIEVA og PIGMENTAN sólarolíur. Sportkrem. Hreinsunarkrem. Dagkrem. Sitroncoldkrem. Tannkrem og rakkrem. BREKKA Ásvallagötu 1. Slmi 1678 Tjaroarbúóin Sími 3570. Hamarstíg 2 á Akureyri. Hann hefir verið aðalbókari Kaupfélags Eyfirðinga um 13 ára skeið og einnig lengi starfandi félagi í söngfélaginu Geysi. Vinir hans og starfsfólk K.E.A. heimsóttu hann á afmælisdaginn og árnuðu honum heilla og söngfélagið Geysir gerði hann að heiðursfélaga. Kaupsýslutíðindi. 18. hefti yfirstandandi árgangs er nýkomið út. Efni: Verðbréfa- markaðurinn, Gjaldeyris- og bankamál, Ýms stéttartíðindi, Reikningar Landsbankans 1939, Frá Bæjarþingi Reykjavíkur o. m. fl. LOFTVARNIR. (Frh, af 3. síðu.) greiðfæra útganga. hvorn í sín- um enda skýlisins. Glugga má nota sem varaútgang, ef hann er nógu stór. í skýlinu þarf að vera reka, fata full af sandi, slökkvitæki eða fata með vatni. Ef nauðsynlegt er að brjóta tilmburþil, eða hurðir til þess að komast að varaútgangi, þarf öxi eða sleggja að vera í byrginu. Ennfremur drykkjarvatn í brúsa' eða flöskum, kerti eða helzt vasa- ljós, sárabindi og nokkrar tau- rýjur, sem væta má og halda rök- um fyrir vitum sér til varnar gegn reyk. Ef eigi er greiður aðgangur úr loftvarnabyrgi að salerni, má bæta úr því með fötusalerni, sem komið er fyrir í einu horni byrg- isins. Hengja má t. d. strigatjald fyrir salerni þetta. 2. Loftvarnaskurðir hafa víða reynst mjög vel sem skýli í loft- árásum. Eru þeir gerðir í garði húss eða næsta umhverfi. Verða þeir þó að vera það langt frá hús- inu, að eigi sé hætta á, að húsið hrynji yfir þá. Bezt er að skurður- inn sé 6 fet á dýpt og 2 fet á breidd við botn. (Grynnri skurður getur vitanlega einnig komið að góðu gagni). Við annan enda skurðsins þurfa að vera þrep niður í hann. Verður skurðurinn að vera svo langur, að hann geti rúmað alla íbúa eða starfsmenn hússins. Skurð urinn verður að vera þurr í botn- inn. , Opinn skurður getur veitt ágæta vörn gegn brotum og flísum, sem þeytast út frá sprengjum, er springa í nágrenni hans. Líka má loka skurðinum. Skal þá refta yfir hann, nema við endann, þar sem gengið er niður í hann. Ofan á raftana má leggja bárujárn eða tréhlera og moka síðan allþykku moldarlagi þar ofan á. Ef gerður er langur skurður, er bezt að hafa hann krókóttan með hvössum hornum. 3. í Reykjavík hafa verið vald- ir allmargir kjallarar á víð og dreif um bæinn, er nota á sem opinber loftvarnabyrgi, ef koma kynni til loftárásar hér. Við val þessara kjallara hefir, að svo miklu leyti sem unnt var, verið farið eftir þeim meginreglum, sem teknar eru fram undir lið 1. Mikið af fallegum blómkáls- og blómaplöntum á torginu við Steinbryggjuna og Njálsgöta ag Barónstíg á morgun til hádegis. Mæöirastyrktarnefnd. FunWiiir á morgun 8. júní kl. 4 á skrifstofu nefndarinnar i Þingholtsstræti. A- riðandi að allar mæti. LOFTVARNAÆFING. (Frh. af 1. síðu.) tíðkast hefir um loftvarnaræfing- ar í öðrum löndum. Merki úm hættu verður gefið með rafmagnsflautum og sírna- hringingum stundvíslega kl. 2. Samtímis verða menn, að hraða sér niður í afdrep, eða flytja í öruggasta herbergi íbúðarhúss ^íns í kjallara eða á neðstu hæð. Fólk er mjög ákveðið beðið um að gera allar varúðarráðstaf- anir tafarlaust, þegar hættumerk- ið er gefið, eins og um raun- verulega hættu væri að ræða, það getur haft mjög mikla þýð- ingu ef óvæntir atburðir bera að höndum. Munið að hættumerkið er lang- ur síbreytilegur sónn, sem stend- ur meðan hættan er og síma- hringing og mega menn ekki snerta shnann á meðan. Þegar hættan er liðin hjá heyrist lang- ur óbreyttur sónn og fer fólk þá úr skýlum sínum. FERÐAFÉLAGIÐ. (Frh. af 1. síðu.) Hin ferðin er á Garðskaga. Fyrst ekið suður Krísuvíkur- veginn að Kleifarvatni og geng- ið á Sveifluháls. Ekið þaðan suður með sjó út í Garð og að Stafnesi. Vitarnir skoðaðir. í heimleið staðnæmst í Sandgerði og Keflavík. Lagt á stað kl. 8 frá Steindórsstöð. Farmiðar seldir í Bókaverzlun ísafoldar- prentsmiðju á laugardaginn til kl. 1, en á laugardagskvöldið kl. 7 til 9 á skrifstofu Kr. Ó. Skag- fjörðs, Túngötu 5. ORUSTAN VIÐ SOMME OG AISNE. (Frh. af 1. síðu.) an við vígstöðvarnar. Hafa Bretar og Frakkar gert nýjar loftárásir á iðnaðarborgirnar við Rín, og Þjóðverjar á borgir víðs vegar á Frakklandi. Áætlun Hltlers er fariu At um púfnr. Starfsmaður hollenzku sendi- sveitarinnar í Berlín, sem slopp- ið hefir þaðan, og er kominn til Englands, fullyrðir að hernaður- Ínn í Hollandi, Begíu og Frakk- landi gangi alls ekki samkvæmt þeirri áætlun, sem Hitler var bú- inn að gera, og hann á að hafa verið búinn að 'tjá xMussoIini. Hann heldur því fram, að Hitl- ©r hafi sagt Mussolini, að Hol- land myndi yerjast í 24 klukku- stmndir, Belgía litlu lengur, en að Frakkar og ; Bretar i myndu verða búnir að biðjast friðar fyr- ir 24. maí. Úíbreiðið Alþýðublaðið. 8 nAIBLA BÍÚ IGE-FOLUES með JOAN CRAWFORD og JAMES STEWART. Enn fremur hinir heims- frægu skautahlauparar „The International Ice- Follies“. I mm bio m Hefndln. Spennandi og æfintýrarík cowboymynd. Aðalhlut- verkið leikur hinn karl- mannlegi og djarfi cow- boyleikari DICK FORAN, ásamt Alma Lloyd, Addison Richard o. fl. Aukamynd: ÞJÁLFUN HERNAÐAR- FLUGMANNA. Hernaðarmynd. Börn fá ekki aðgang. Það tilkynnist hér mcð vinum og vandamönnum, að jarðar- för okkar hjartkæru dóttur, Önnu Katrínar Þorsteinsdóttur, fer fram frá dómkirkjunni á morgun, laugardaginn 8. júní, og hefst með húskveðju á heimili okkar, Gretlisgötu 44, kl. 11 f. h. Jarðað verður í gamla garðinum. Agnes Theódórsdóttir. Þorsteinn Þorkclsson. Loftvarnaæfinff. Tilkynning frá Loftvarnanefnd. Loftvarnanefnd hefir á fundi sínum þann 6. þ. m. ákveðið að loftvarnaæfing skuli haldin laugardag- inn þann 8. þ. m. kl. 14,00, þ. e. 2 e. h. með bæjar- búum og öllum þeim aðilum, sem vinna í sam- bandi við loftvarnir nefndarinnar. Merki um hættu verður gefið kl. 14,00. Um leið og hættumerkið (frá rafflautum eða sím- anum) heyrist her öllum að hegða sér samkvæmt áður gefnum fyrirmælum frá loftvarnanefndinni. Undanþegnir frá þesari æfingu eru sjúklingar og gamalmenni. Fólk skal dvelja í íbúðum sínum (á neðstu hæð húsanna eða í kjöllurum í hinum opinberu loft- varnabyrgjum) eða halda kyrru fyrir á víðavangi (liggja niðri) þar til merki er gefið um að hættan sé liðin hjá. Nauðsynlegt er að allir sýni fullan vilja á að fara eftir gefnum leiðbeiningum og fyr- irmælum nefndarinnar hér að lútandi. Þeir, sem vísvitandi brjóta settar reglur, verða látnir sæta ábyrgð. Munið! Merki um hættu cr síbreytilegur tónn meðan hætta er yfirvofandi. Merki um að hættan sé liðin hjá er sam- felldur tónn í 5 mínútur. LOFTVARNANEFND. Happdrætti Háskóla íslands. I dag er næst síðasti söludagur fyrir 4. flokk. Mnnið að endurnýja áður en þér farið burt úr bænnm.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.