Alþýðublaðið - 08.06.1940, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 08.06.1940, Blaðsíða 1
r RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN XXI. ÁRGANGUR LAUGARDAG 8. JÚNÍ 1940 131. TÖLUBLAÐ Flugvöllur við París: Franski og brezki fáninn við hún, Bandamenn fá 8000 fiugvélar frá Amerfiku. .-.— -»- Þegar búið að afhendaj 2000. ORMAÐUR nefndar, sem Bandamenn hafa nú í Bandaríkjunum til þess að gera innkaup á flugvélum og hergögnum, skýrði frá því í gær, að Bandamenn hefðu gert þar samninga um kaup á 8000 flugvélum síðan stríðið hófst. Þar af væri þegar húið að afhenda 2000. En 1000 verða allra næstu daga send- ar til Kanada, þar á meðal steypifíugvélar, og þaðan tafarlaust austur um haf. Binnio fallhyssur. Roosevelt Bandaríkjaforseti hefir skýrt frá því, að hann hafi farið fram á það, að þjóðþingið Ijjar varúðarráðstafan- ir við strendnr Bretlands BREZKA flotamálará'&uneytið tilkynnir, að frá í dag gangi í gildi nýjar reglur um siglingar við Bretlandsstrendur. Frá sójsetri til sólaruppkomu mega engin flutningaskip koma nær ströndinni en 3 mílur, nema þau sigli í skipaflota undir vernd brezkra herskipa. Skip, sem ekki hlíta þessum reglum, eiga það á hsettu, að það verði skotið á þau. Er og á það bent, að skipin geti lagst fyrir akkeri, þar til birtir af degi, eða haldið áfram ferðum sínum utan þriggja mílna Hnunnar. / samþykkti lög, sem heimila rík- isstjórninni, að láta framleið- endur fá aftur fallbyssur sem Bandaríkjastjórn hefir keypt, með það fyrir augum, að fram- leiðendur selji Bandamönnum fallbyssurnar, en framleiði nýj- ar handa Bandaríkjunum. Aðferðin yrði hin sama og er flotamálaráðuneytið lét Curtis- flugvélaverksmiðjurnar fá 50 flugvélar, sem verksmiðjurnar þar næst selja Bandamönnum. Er búizt við, að Bandamenn fái meðal annars fjölda margar fallbyssur með 75 mm. hlaup- vídd, af sömu gerð og hinar frægu frönsku 75 mm. fall- byssur, sem þegar hafa reynst skæðar í baráttunni við þýzku skriðdrekana. Forsetinn sagði, að slík skipti gætu ekki komið til greina, þeg- ar um ný hergögn væri að ræða, en „flugvélar og fallbyssur yrðu svo skolli fljótt úreltar nú á dög um,“ bætti hann við. Blaða- menn, sem hlustuðu á mál hans fóru að skellihlæja, þegar hann gaf þessa skýringu á stuðningi sínum við Bandamenn. U tanríkismálaráðuney tið tilkynnir: Samkvæmt símskeyti, sem ríkisstjórninni barst í dag, hefir finnska ríkisstjórnin ákveð- ið, að íslendingar, sem ætla að ferðast til Finnlands, þurfi að hafa fengið staðfestingaráritun (visum) á vegabréf sín. Enn fremur hefir verið ákveðið, að norræn ferða- skírteini skuli ekki lengur gilda fyrir ferðalög til Finnlands. Orustan í Frakklandi heldur áfram án nokkurra úrslita. ---«--- Þjóðverjum miðað lfitið eitt áfram vestast á orilstu svæðinu en áhlaupum peirra annars hrundið. 400 skriðdrekar eyðilagðir* fyrir Þjóðverja aftur í gær? --------»------ /^RUSTAN VIÐ SOMME OG AISNE er nú á fjórða degi án þess að til nokkurra úrsiita hafi dregið eða nokkurt lát virðist á henni. I hernaðartilkynningu Frakka í morgun er viðurkennt, að vélahersveitir Þjóðverja hefðu ofarlega við ána Bresle, vestast á orustusvæðinu, komizt nokkuð áleiðis til þjóð- vegarins milli hafnarborgarinnar Dieppe og Parísar, og væru nú, þar sem þær væru komnar lengst, um 40—50 km. suðaustur af Dieppe. En alls staðar annars staðar á orustusvæðinu hefði áhlaupum Þjóðverja verið hrundið. Sérstaklega harðir hafa bardagarnir verið hjá fljótinil Aisne, austan við Soissons, þar sem Þjóðverjar hafa gert tilraunir til að komast yfir fljótið, en verið brytjaðir niður. Frakkar bera á móti öllum staðhæfingum Þjóðverja um það, að varnarlína þeirra hafi verið rofin, enda nefni Þjóðverjar í hernaðartilkynningum sínum ekki neina staði, sem þeir hafi tekið. Frakkar halda því einnig fram, að skriðdrekatjón Þjóðverja hafi í gær verið ógurlegra en nokkru sinni áður, og hafi aftur verið ejrðilagðir fyrir þeim 400 skriðdrekar á einum sólarhring, eða jafnmikið og á tveimur sólarhringunum á undan. I London og París er litið svo á, að horfurnar á vígstöðvun- um séu ekki mjög slæmar. Varað er við of mikilli hjartsýni, en jafnframt tekið fram, að ástæður séu fyrir hendi til þess að vona að vel fari. Færrl skriödrekar og lé- legar æft Uð en áðnr? Það er talið, að skriðdreka- sveitir og annað herlið, sem Þjóðverjar hafa teflt fram á öðrum vígstöðvum, taki nú þátt í orustunum á Sommevígstöðv- unum. Hermálasérfræðingar ætla, að Þjóðverjar kunni að hafa skriðdrekasveitir, sem ekki hafa enn tekið þátt í or- ustum, en það er talið víst, að mikill hluti vélahersveita þeirra, sem börðust í Flandern, hafi ekki enn teki þátt í bar- dögunum nú. Þeirrar skoðunar gætir því mjög í London, þótt menn geri sér góðar vonir um, að úrslit yfirstandandi bardaga verði önnur en Þjóðverjar ætla, að varlegast sé að spá ekki miklu eins og sakir standa. Því er haldið fram af sumum hermálasérfræðingum, að í skriðdrekahersveitum Þjóð- verja séu nú hvorki eins margir menn eða skriðdrekar og áður var, enn fremur að meirihluti hins bezt æfða fótgönguliðs Þjóðverja hafi þegar tekið þátt í orustum og séb nýlega æfð herfylki komin til vígvallanna og hafa sum þeirra beðið mikið manntjón. Samkvæmt fregnum, sem borÍ2;t hafa frá vígstöðvunum, sjást þess merki, að hugrekki þýzkra flugmanna, er stjórna hinum svokölluðu steypiflugvél um, sé farið að bila. Þetta er Frh. á 4. síðu. Pröf í Hðskólaniin. UÁSKÓLAPRÓFUM er lok- ið fyrir nokkru. Embsettisprófi luku þessir stúdentar: Úr læknadeild: Ólafur Bjarnason, I. eink. 160Vá stig. Ragnar Ásgeirsson, I. eink. 151 stig. Sigrún Briem, I. eink. 154Vá stig. Skarphéðinn Þorkelsson, I. eink. 165 stig. Þórarinn Guðnason, I. eink. 160Vá stig. Þórður Oddsson, II. eink. betri, 125% stig. Úr lagadeild: Benedikt Sigurjónssón, I. eink. 138% stig. Prófi í forspjallsvísindum luku þessir stúdentar: I. ágætiseinkunn hlutu: Bergþór Smári, Björn Guð- brandsson, Jón Gunnlaugsson, Richard Thors, Margrét Stein- grímsdóttir, Teodoras Bielias- kinas, Björn Sveinbjörnsson, Helgi Halldórsson, Logi Einars- son, Emil Björnsson, Matthías Ingibergsson, Ólöf Bénedikts- dóttir, Unnur Samúelsdóttir. I. einkunn hlutu: Henrik Linnet, Jón Guð- mundsson, Grímur Jónsson, Guðjón Kristinsson, Sigfús Guðmundsson, Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Þorsteinn Valdimarsson, Jón Bjarnason, Frh. á 4. síðu. Rússar vlta ekki hvora megin peir eiga að vera. -----4------ Orðnir hræddir við sigur Þjóðverja og vilja vera við búnir að sættast við Bandamenn. R ÚSSAR virðast nú vera mjög á báðum áttum um það, hvaða afstöðu þeir eigi framvegis að taka til styrjaldarinnar. Þeir óttast, að standa einangraðir og hjálparlausir gagnvart vold- ugra Þýzkalandi en nokkru sinni áður, ef Hitler sigraði, og vilja hins vegar vera við því búnir, að geta komið sér saman við Bandamenn, ef þeim skyldi fara að ganga betur. Það liefir vakið eftirtekt í þessu sambandi, að tónninn gagnvart Bandamönnum í blöðum og útvarpi Rússa hefir tekið miklum breytingum upp á síðkastið. Það er varað við að gera of mikið úr sigurvinning- Frh. á 4. sfftu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.