Alþýðublaðið - 08.06.1940, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 08.06.1940, Blaðsíða 2
ALÞVÐUBLAÐIÐ LAUGARDAG 8. JÚNÍ 194« Valencia Dansleikur í IÐNÓ í KVÖLD. Hinar tvær vinsælu hljómsveitir leika: Hljómsveit Iðnó undir stjórn F. Weisshappels. Hljómsvit Hótel íslands undir stjórn C. Billich. Dansið þar sem þessar ágætu hljómsveitir eru, því þar verður fjöldinn í kvöld. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 6. Ölvuðum mönnum bannaður aðgangur. Vestmannadagur í Reykja- vik seint í pessum mánuði. UM DAGINN OG VEGINN Vinnuskilyrði starfsmanna bögglapóststofunnar. Lýsing á því og vinsamleg tilmæli til póstmeistara. Kommúnistarnir og hin breytilega lína. Grasblettirnir aukast. Staurinn, sem verður að hverfa. ATHUGANIR HANNESAR Á HORNINU. A KVEÐIÐ er, að Vest- mannadagur verði hér í Reykjavík 23. þ. m. Vestmannadagur var fyrsta sinni haldinn hér í fyrra sumar og þá á Þingvöllum. Að þessu sinni er það þjóð- ræknisfélag íslendinga, sem gengst fyrir hátíðahöldunum og er nefnd frá því að undirbúa daginn. í upphafi var ætlazt til að Vestmannadagurinn yrði hald- inn að Þingvöllum eins og í fyrra, en á fundi nefndarinnar í gær þótti heppilegast af ýms- um ástæðum að hafa hann hér í Reykjavík. Hátíðahöldin munu fara frám með þeim hætti, að fólk safnast, saman við Alþingishús- ið. Þar leikur lúðrasveit og af svölum hússins munu verða fluttar tvær ræður. Talar þar einn Vestur-íslendingur, að lík- indum Gunnar Björnsson, og auk hans forsætisráðherra. j Verður þessum raéðum útvarp- að. Um kvöldið verður kynning- arhátíð að Hótel Borg. Þar munu taka til máls Vestur-ís- lendingarnir, sem hér eru, Ás- mundur P. Jóhannesson, Soffo- nías Thorkelsson og Árni Egg- ertsson. Auk þess munu ýmsir fleiri taka til máls. Þá verður söngur og ýms fleiri skemmti- atriði. Vestmannadagurinn á að vera einn liðurinn í vaxandi samstarfi og samhyggð milli ís- lendinga vestan hafs og austan. Er þess að vænta að Reyk- víkingar geri þennan dag sem hátíðlegastan með mikilli þátt- töku. Eooert JóhannessoB |árnsnriður. F. 11. júní 1892. D. 31. maí 1940 IDAG verður jarðsunginn Eggert Jóhannesson járn- smiður. Hann andaðist eftir uppskurð þann 31. maí síðast- liðinn, tæpra 48 ára að aldri. Mér er erfitt að átta mig á því, að Eggert sé dáinn. — Dá- inn! — Með því orði er í einu vetfangi slitið vináttu og nær þrjátíu ára samstarfi að hugð- armálum okkar beggja. Aldreí framar sést hann í okkar glaða hópi, hæglátur en öruggur, maðurinn, sem við allir treyst- um. Aldrei oftar heyrum við hina undurfögru tóna úr hljóð- færinu hans. — En minningin lifir þótt maðurinn deyi. Minn- ingin um góðan dreng, tryggan félaga og ótal margt, sem ekki verður skilgreint með orðum, en er ætíð einkaeign einstak- lingsins. Og að horfnum vinum eru góðar endurminningar dýr- mæt eign. — Það er bauta- steinn, sem ekki veðrast í hret- um þessa lífs — og máske ekki heldur hins komanda. Blessuð sé minning hins góða félaga. Ó. J. Plöntur og grænmeti selt dag- lega frá kl. 9—12 á daginn við Steinbryggjuna og á laugardög- um einnig á torginu við Njálsg. og Barónsstíg. MÉR DATT í HUG þegar ég gekk fram hjá Pósthúsinu í fyrradag og sá að búið var að liláða sandpokum fyrir alla kjall- aragluggana, að ekki myndu nú batna vinnuskilyrðin hjá starfs- mönnum bögglapóststofunnar. Ég gekk því inn í póststofuna og leit yfir vinnuplássið. Það er líklegt að þetta sé einhver allra aumasti vinnustaður, sem til er hér í Reylcjavík. Kjallarinn er meira en hálfur undir yfirborði jarðar. gluggar eru fáir og litlir og saggi og fúalykt yfirgnæfir þegar inn er komið. ÞETTA HÚSNÆÐI var alltaf ó- forsvaranlegt, en vitanlega verður það gersamlega ófært eftir að svo er komið, að ekki er hægt að opna gluggana. Loftræsting er sama og engin. Gluggarnir, sem hægt var að opna áður, voru 4, en nú er raunverulega engan hægt að opna. Áður þyrlaðist rykið af götunni inn, ef gluggar voru opnaðir, en póstmennirnir vildu það þó held- ur en saggann og fúalyktina. Nú er ekki hægt að opna gluggana og þó að þeir væru opnaðir, þá legg- ur fyrir megna ýldulykt úr sand- pokunum og geta menn gert sér í hugarlund hvort þetta muni batna þegar pokarnir hafa legið þarna lengi. ÞARNA í KJALLARANUM vinna 4 menn allt upp í 10 til 11 tíma hver á sólarhring og þarna eru afgreidd hundruð manna. Þetta er ein aðaldeild pósthússins, einnar veglegustu stofnunar hins opinbera. Vitanlega nær það ekki nokkurri átt að hafa bögglapóst- stofuna í þessu húsnæði áfram. Uppi í húsinu, í ágætum vistarver- um, eru ýmsar skrifstofur, sem ættu að fara þaðan og stofurnar að vera teknar fyrir bögglapóst- stofuna. Vona ég að Sigurður Bald- vinsson póstmeistari, sem hægt er að vænta hins bezta af; taki nú rögg á sig og kippi þessu máli í lag. Það á að leigjá kjallarann fyr- ir geymslu á vörum, en útvega gott húsnæði fyrir bögglapóststofuna. BLAÐ KOMMÚNISTA hamast nú daglega á Bandamönnum og þá sérstaklega Bretum. Þó að mér sé alveg sama hvað þýtur í þeim tálknum, þá vil ég í þetta sinn segja þetta við ritstjórana tvo: Viljið þið ekki bíða svolítið með þessi skrif. Nú skuluð þið fara að draga úr árásunum á Breta. Ef þið gerið það. þá verður ekki alveg eins álappaleg't að sjá til ykkar, þegar þið þurfið að breyta uni línu, ef til þess kæmi, að Rússum snérist hugur og þeir yrðu það hræddir við Hitler, að þeir hölluðti sér meira að Bandamönnum. Gár- ungarhir hérna í bænum eru farn- ir að hlakka til að sjá blaðið ykk • ar eftir að breyting hefði farið' fram á stríðspólitík Stalins, því að allir vita, að þið hafið ekki aðrn pólitík en hann og munið aldri. ' hafa. UNDANFARNA DAGA hafa verkamenn unnið af kappi að því að laga grasblettina á Hringbraut- inni, bæði í Austurbænum og Vest- urbænum. í Austurbænum hefir verið lokið við það, en þar hafði verið mjög illa farið með þá og er það til skammar fyrir íbúana við grasblettina, og gef ég þeim nú ástæðu til að verða vondir. Þarna hefir verið aukið svolítið við blett- ina. í Vesturbænum hefir verið farið miklu betur með blettina — og er það talinn vottur um meiri menningu þeirra, sem búa þar í grennd, hvort sem það er nú rétt; eða ekki, en vel má koma keppni í þessu efni milli Vesturbæjar og Austurbæjar --- og hafa þeir þá oftar elt grátt silfur. VIÐ HRINGBRAUT í Vestur- bænum er nú verið að auka mjög við grasblettina og má segja að þeir séu nú orðnir stolt bæjarins. „Hringurinn er að þrengjast“ er sagt í fréttunum af vígstöðvunum. Hið sama getum við Jika sagt um græna mittisbeltið um Reykjavík. Frh. á 3. síðu. Hin leiða praut. ----*--- Hugleiðing um slátrara. ENSKUR rithöfundur einn hef- ir tekiö sér fyrir hendur að krýfja til mergjar hugtakiö „slátrari“, en slátrari er „butcher" á enska tungu og er jafnframt algengt ættarnafn í Bretlandi. Athuganir sínar hóf hann á sima- skrá Lundúnaborgar, sem er, eins og nærri má geta, gríðarmikið rit, þéttprentað smáa stílnum og í gizkastóru brofi. Eru símanot- endur, sem bera petta siátrara- heiti, svo margir í Lundúnum, að nafnaregistur peirra nær yfir fúllan hálfan fjórða dálk skrár- innar. Aðeins einn peirra er pó í reyndinni slátrari, allir hinir stunda mjög hreinleg störf og næsta fjarskyld pví að hræra í gori og hella út blóði. Jafnvel pessi eini slátrari, sem ber nafn sitt með rentu, og mikill fjöldi slátrara í Lundúnaborg yfirleitt, hvað sem peir kunna aö heita, koma ekki nálægt pví a'ð aflífa skepnur, heldur eru snyrtilegir kjðtkaupm$n» á bgrö við hjnn mæta Reykjavíkurborgara, Tómas okkar Jónsson, en hafa þjóna sína til hinna grófari sláturstarfa. Svo aö fljólt sé yfir sögu fariö, er niðurstaðan sú, að pað sé að eins í stjórnmálunum, sem slátr- araheitið sé helzt í fullu gildi. Það er mönnum minnisstætt, að hinn loflegi dánumaður og ást- sæli leiðtogi, fyrrverandi studi- osus theologiae, rnildur faðir pjóðar sinnar og hin dýrlega sól verkalýðsins um alla heimskringl- una (p. e. a. s. Stalin) tók sér nýlega fyrir hendur að frelsa og endurleysa finnsku pjóðina og bjarga henni undan þreeldómsoki böðla hennar og kúgara. Menn hafa og ekki gleymt pvi, aÖ Finn- ar gerðust svo hlálegir aö leggja kollhúfur og bregöast ólundar- lega við. Þeir vildu hreint ekki endurleysast né frelsast: Þakk' yÖur fyrir, góði félagi Stalín, við viljum helzt fá aö vera í friði. Lpfiö okktir að vera ófrelsuöum a. m. k. enn um stund. Þegar frelsisher Rússa steypti sér engu að siður yfir Finnland og lét hinum endurleysandi sprengikúl- um sínum rigna í náð yfir ó- víggirtar borgir og býfi, vopn- lausa og friðsama borgara: verka- menn O’g konur, bændur og búa- lið, börn og gamalmenni, sjúka og heilbrigða, voru Finnar svo frámunalega heimskir, að þeim skildist ekki, að verið var að endurleysa pá, og svo smánar- lega vanpakklátir, að þeir risu gegn velgerðarmönnum sínum 'og höföu þá heimskuvon að hafna frelsara sínum og endurlausnara. Þetta fór sem vonlegt var í taug- arnar á Þjóðviljanum okkar og öðrum rétttrúuöum kommúnista- blöðum um víða veröld. Þau töldu Finna úrþvætti ein, og það sem verra var, úrþvætti á bandi slátrarans Mannerheims, og hér var „slátrari“ ekkert gælunafn eða guðsorö, heldur táknaði ó- útmálanlega grimmd, lostugan blóðporsta og mannhættulegt djöfulæði. Nú er finnska styrjöldin um garð gengin, en finnska pjóðin pó jafn-óendurleyst og hún var, nema siður sé (að fráskiklum þessum púsundum, sem leystar voru með öllu undan vandanum að lifa). Ekki minna en hálf milljón finnskra manna er svo forhert, að hún hefir kosið að láta kjötkatla sína, góss og akra í Ka-' relíu og gefa sig allslausa á vald slátraranum Mannerheim fremur en að njóta sælunnar og sálu- hjálparinnar í náðarfaðmi frels- arans Stalíns. Þetta gefur vissu- lega tilefni til að íhuga nánar slátrarahugtakið einnig að pví leyti, sem pað snertir stjórnmál. Slátrari og slátrari er auðsjá- anlega sitt hvað — að minnsta kosti í augum kommúnista. Þeir eru ekki andvígir slátrurum og sláturstörfum sem slikum, ef að- eins er slátrað réttu fólki og í réttan tima. Tími er til að slátra, og tími er til að slátra ekki. Til skamms tíma hefðu peir þannig ekkert haft á móti því, að nazistum væri slátrað — eða þangað til faðir Stalín tók svo eftirminnilega hjartanlega í hönd Ribbentrops og bað innilega að heilsa vini sínum elskulegum og hróður í andanum, Adolf Hitler: F’eginn vildi ég eiga hann að — og gæ-ti ég ekki gert honum ein- hvern greiða? En megum við pá ekki, góðir bræöur, þó alltaf gera ráð fyrir pví, að kommúnistar hafi andúö á þeim slátrurum, s««i slátra koinmúnistum? ÞaÖ Skyldi nú vera, að málið væri svo einfalt. Tökum tii dænús slátraran* Chiang-Kai-Shek. Kommúnistar kölluðu hann til skamms tinia „sporhund — ef ekki hlaupatíkj — heimsveldisstefnunnar". O'J víst hafði hann ekki unnið til aðdáunar. Undir stjórn hans var slátrað púsundum og aftur þús- undum verkamanna í Kanton, og annars staðar stakk hann hinuiH rauðustu leiðtogum kommúnista inn í rauðkynt eldhólfin und- ir eimreiðarkötlum sínum og sagði: Nú lorar Mangi! Hann lét hengja heimspekinginn Li-Ta- Chao og sá um, að hann fengi hægt andiát, þ. e. að sem lengst- ur tími liði frá pví, aÖ snaran var lögð að hálsi honum og pangað til lífinu lauk, sem raá hafa verið dýrmæt stund fyrir heimspeking. Hann upphugsaði af mikilli nærfærni og bjó kvala- fullan dauða verkalýÖsforingjum og róttækum stúdentmn hundr- uðum saman. Þó klígjar ekki kommúnista við pví að heimta nú pjóðarsamfylkingu Kínverja undir forustu Chiangs. En ef Finnar mátfei ekki verja land sitt undir forustu slátrans Manner- heims, hví ættu þá Kínverjar að mega verja sitt Iand undir for- ustu slákarans thiangs?

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.