Alþýðublaðið - 10.06.1940, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 10.06.1940, Qupperneq 2
MÁNUDAGUR 10. JÚNl 1040. ALÞÝÐUBLAÐIÐ Oliuhreinsunarstöðin Þórsgötu 26, símar 3587 og 2587, kaupir óhreina smurolíu, selur hreina smurolíu. Kaupir óskemda olíu- og bensínbrúsa, Nú er veður tll að 4-------———T------------------1---♦ íslandsgllman verður háð annað kvðld I Iðnð -----4---- Þrettán þátttakendur fráfjórum félögum þar af eru þrjú félög utan Reykjavíkur — .»— — UM DAGINN OG VEGINN Loftvarnaæfingin. Yíirvöldin gefa almenningi frémur góð'an vitn- isburð. Hvaða reynsla fékkst af æfingunni. Loftvarnabyrgin í miðbænum of lítil og tónar lúðranna of daufir. Viðtal við menn um æfinguna. ------- ATHUGANIR HANNESAR Á HORNINU.----------- SLANDSGLÍMAN verður háð annað kvöld. Að þessu sinni verður keppt um glímukonungstitilinn inni, í Iðnó — og hefst keppnin kl. 9. Að þessu sinni em 13 þátttak- endur frá 4 félögum, en þar af aðélns cinu hér I Reykjavík, Ár- manni. Pátttakendurnir eru frá ung- mennafélaginu SamhyggÖ í Gaul- verj abæjarhrep pi, K n att s p y rn u- félagi Vestmannaeyja og Ung- mennafélagi Mývetninga. Kunn- ugur rnaður fullyrÖir, að ómögu- legt sé að spá nokkru um það, hver bfcri sigur úr býtum í þfcss- ari viðureign, Pað eru 4 og jafn- vel 5, sem virðast allir hafa jafnmíklar líkur til að vinna sigur. Meðal þátttakenda eru: Ingi- nrundur Guðmundsson, núver- andi glimukóngur. Skúli Þorleifs- son, glímusnillingur, Sigurður Brynjðlfsson, núverandi skjaldar- hafi Ármanns, Jón ó. Guðlaugs- son, þriggja álna risi úr Sam- hyggð, Geirfinnur Þorláksson, skæður Mývetningur, og Sigurð- ur Guðjónsson, glímujarl Vest- mannaeyja. Auk þessara snill- inga em t. d. nefndir hættulegir menn eins og Andrés Bjamason frá Vestmannaeyjum og Kjartan Guðjónsson. Húsrúm er lítið, en glíman er þó háð inni að þessu sinni vegna þess, að talið er, að hún hafi ekki notið sín úti undanfarið. Að þessu sinni verður enguni boðið að horfa á glímuna. — Verða því allir, sem hafa áhuga fyrir lienni, að kaupa sig inn. ------------------------------H „Doctor Rhytm“ heitir amerísk gamanmynd, sem Gamla Bíó sýnir núna. Er hun samin af hinum fræga ritJxöfundi O'Henry. Aðalhlutverkin leika: — Beatrice Lillie og Bing Crosby. LOFTVARNAÆFINGIN á laug ardaginn var fýrst og fremst gerð í þeim tilgangi að fá yfirlit um það skipulag, sem loftvarna- ncfndin hefir skapað og einnig að fá nokkra reynslu um það, hvern- ig almenningur snérist við slíkri æfingu. Um síðara atriðið fékkst ekki fullnægjandi reynsla. Þeir, sem úti voru, til dæmis í Mið- bænum, höguðu sér að minnsta kosti flestir, eins og raunveru- lega loftárás væri að ræða, en full- yrða má, að svo að segja engar varúðarráðstafanir hafi verið gerðar á heimilunum. EN SAMT SEM ÁÐUR fékk loftvarnanefnd ýmsa nauðsynlega reynslu af þessari æfingu. Má full- yrða, að ef loftárás hefði orðið hér, án þess að loftvarnanefnd fengi þessa reynslu, þá hefði getað farið illa. Loftvarnabyrgi í miðbænum eru of lítil og hættulúðrarnir hafa ekki nógu hátt. Fullyrða má að lúðrarnir veki ekki fólk af svefni. Þá er það líka athyglisvert, að tveir lúðrarnir biluðu og hafði ver- ið gert við þá báða hér. Má vera — að ef allir lúðrarnir eru í lagi, þá sé hávaðinn nógu mikill. Hann verður að vera allmiklu meiri en hann var á laugardaginn. Eitthvað hefir verið sagt um það, að raf- magnsstraum eigi að taka ai bæn- um, ef loftárásarhætta er, en vitan- lega verður það ekki gert, því að þá gætu lúðravélarnar ekki starf- að. ANNARS LITU MARGIR á æf- inguna, eins og smáskemmtun, og margir vildu vera í Miðbænum meðan æfingin færi fram. Undir eins og merkið var gefið, hröðuðu menn sér til loftvarnabyrgjanna, en einstaka maður þóttist þó svo merkilegur, að vilja ekki hlíta sett- um reglum. Kom þetta fyrir í Mið- bænum, en þó aðallega í úthverf- unum, þar sem menn héldu störf- um áfram, eins og ekkert væri um að vera. Þá bar mikið á því, að fólk héngi í gluggum. Má gera ráð fyrir því, að minna beri á þessu, ef raunverulega hættu ber að hönd um. enda væri það mlkið ábyrgð- arleysi af fólki undir slíkum krign- umstæðum að gæta ekki fyllstu var fairni. ÞAÐ ER ÓVENJULEGT, að yf- irvöldin séu ánægð með almenn- ing. En að þessu sinni ljúka allir upp einum munni um það, að al- menningur hafi yfirleitt hagað sér mjög samkvæmt settum reglum. Er þessi ánægja sprottin af þvi fyrst og fremst, að ekki var fyrir- frarn talið líklegt, að menn hlýddu. Eitt það versta, sem kom fyrir, var á Arnarhólstúni. Þar lá all- margt fólk, þegar æfingin hófst og flestir hreyfðu sig ekki úr stað, en lágu kyrrir. — Einnig bar og nokkur á því, að bifreiða- stjórar héldu áfram akstri og er það sérstaklega vítavert af þeim. Hafa bifreiðastjórar þó fengið fyr- irskipun um að aka bifreiðum sín- um tafarlaust sem næst næsta loft- varnabyrgi eða inn á milli húsa. ÞAÐ VORU EKKI MARGIR, sem köstuðu sér niður, þar sem þeir stóðu á götum úti, en nokkrir voru þó staddir á Austurvelli og einhverjir þeirra leituðu út á gras- ið og köstuðu sér þar flatir. Þetta var brot á reglugerðum og auglýs- ingum og lögregluþjónn, klæddur hjálmi miklum, kom og rak pilt- ana. Myndu þeir þó hafa verið látnir kyrrir, ef um loftárás hefði verið að ræð.a. ÉG HEFI FENGIÐ tvö bréf um þessa loftvarnaæfingu. Br. segir.: „Það er náttúrlega ástæðulítið að vera með kvartanir út af loft- varnabyrgjunum, af því að undir svona kringumstæðum er hver „skúti betri en úti.“ Ég flýði til loftvarnabyrgisins í lögreglustöð- inni, þegar merkið var gefið. Það er allt of lítið og Ioftið slæmt. Veggirnir eru hvítkalkaðir eg má ekki koma við þá. Ég held, að loft- varnanefndin ætti fyrst og fremst að auka loftvarnaskýlin í Miðbaén- um, því að reynslan sýndi, að þau eru alltof lítil. En meðal annarra orða: Hversvegna var æfingin ekki alger? Ég á við, að sjálfboðalið- arnir og hjúkrunarfólkið hefði átt að taka „slasaða’* menn á götunum og bera til sjúkraskýlis.“ „EINN ÚR MERGÐINNI“ segir: „Það var ékki fyrr en „verndar- englarnir“ komu hingað, að við Sá- um ástæðu til að gera ýmsar ráð- stafanir okkur til verndar. Það var sett á laggirnar loftvarnanefnd, sem hefir verið svo ákaft starfandi, að menn hafa jafnvel viljað kalla hana lofthræðslunefnd. Þegar þessi nefnd hafði komið fyrir daun illum sandpokum við kjallara- glugga lögreglustjóra og á öðrum þýðingarmiklum stöðum, sett upp rafmagnslúðra á kirkjuturna og víðar og gefið út margar og mál- skrúðugar tilkynningar og IeK5- beiningar, þá var kominn tími til að sjá, hvaða árangur starf þess- arar næstum allt-of-vel-vakandi nefndar hafði borið. Tíminn var á- kveðinn upp á mínútu, (er von- andi að alltaf megi vera svo, og til- vonandi árásarmenn, ef nokkrir verða, fari að dæmi loftvarna- nefndar.) Klukkan 2 átti tilraun- in að hefjast. Hópur forvitinna ungra manna höfðu safnast saman í Austurstræti rétt fyrir tvö. Það var engin loftárásarstemning rikj- andi hjá þessu fólki — þvert á móti. Allir virtust í bezta skapi. Og á mínútunni tvö hófst ,,árásin.“ „ÞETTA ÁMÁTLEGA hvínandi væl, sem menn höfðu vanizt í „taugastríði“ loftvarnanefndarinn- ar í útvarpinu, hljómaði nú í blíðu vorveðrinu eins og meinlaust og vingjamlegt beljubaul. Sumir tóku strax á sprett í loftvarnabyrgin, en aðrir gengu bara í hægðum sínum með kæruleýsisbros á vör. í loft- varnarbyfginu var þéttskipað. •— Mest var það ungt fólk, sem hafði að gamni sínu. En allt var það ró- legt. Þar/ heyrðist einu sinni ekki þaulið í blessaðri loftvarnakusunni. Menn kveiktu sér í sígarettu með- an þeir biðu. Svo kom loksins veikt, en stöðugt hljóð úr fjarska, sem þeir einir heyrðu, sem næst stóðu dyrunum. Þá hafði næsta hljóðpípan gefist upp. Hættan vár liðin hjá. Undir hinum glaðléga svip almennings kann að hafa leynst sá ótti, sem kom fram j orð- um aldri orpinnar konu, sem blöskraði léttlyndi strákanna í einu loftvarnarbyrginu: „í»ið mynduð ekki hlæja svona, ef þáð væri alvara.“ En „lóftárás“ verð- ur ekki alvara, án flugvéla, ekki frekar en Sjálfstæðisverkámanna- fundur er það, án nokkurra verka- manna, sem þó átti að hefjast sól- arhring síðar.“ ÉG HITTI KJARVAL í Austur- stræti, þégar æfingunhi var lókið. Hann ságði: „Þetta er fakegt hljöð, hreimfagurt og göfgándi, alvég eins og tímarnir nú, mér fannst þó ekki jafn fallegt að heyra í öll- um flautunum.“ „Heldurðu að þú Frh. á 4. síðu. Sakamálasaqa eitir Seamark ósigrandi Tansy. var aðeins öbreyttur liðsmaður. Hann hafði aldrfci verið glæpamannaforingi og ætlaði aldrei að verða það. En Tansy vissi fckki, hvað til bragös skyldi taka. Lyall hefði veriö fijótur að átta sig á [>ví hvað gera skyldi. En Tansy sat kyr, óráðinn í því, hvað gera skyldi Hann starði á manninn, sem sat andspænis honum og vissi ekki sitt rjpkandi ráð. f5afn hafði ekki hugmynd um, að horft var á hann Og fletti blöðum dagbókar sinnar áhyggjulaus með öllu Dain lokaði bókinni og stakk henni í ,vasa sinn. Skartgripasalinn var iöngu kominn framhjá þeirri stöð, sem hann hafði ætlað sér að stanza á og stíga af iestinni. En hann var svo lémagna, að hann gat ekki hreyft sig, og auk þess langaði hann til að vita ein- hver meiri deili á þessum kyniega manni. Dain horfði út um gluggann um leið og lestin nálg- aðist Mansion House, fleygði dagblaðinu á gólfið og stöð á fætur. Tansy stóð líká á fætur, vék sér til hiiðar og hleypti Dain fram hjá sér. Svo snéri Tansy ser við og horfði á eftir honum. iTönum datt skyndilega í hug að elta hinn leynd- ardómsfulla mann. Hann reikaði út á stöðvarpallinn, Svo ruddist hann gegn um mannþyrpinguna og komst að baki Dain. Veður var bjart og loftið tært eftir regnið undan- farna nótt. Dain horfði upp í loftið og sá hvít ský sigla um himinhvolfið'. Svo d,ró hann djúpt andann O'g fyllti lungun af lofti. Svo komst hann að þeirri niðurstöðu, að hollara væri að fá sér gönguferð til Kingsway en að fara í *bíi. Hann gekk rösklegá eftir hliðarstræti og raulaði lagstúf. Og rétt á eftir honum, hinum megin götunnar, gekk Tansy. Eltingaleikurinn hætti, þegar kom að Kingsway. Dain gekk inn í húsið, án þess að líta til hapgri eða vinstri. Hann fór upp í lyftunni, og Tansy fór á eftir honum inn í forstofuna. Skartgripasalinn beið rólegur, þangað til lyftan kom ofan aftur. Svo gekk hann brosandi til iyftuvarðarins. — Hver var þessi náungi, sem þér voruð að flytja upp? — Hann býr hér. Hvers vegna spyrjið þér að því? — Hann bað mig að hitta sig á morgun. Ég fæ ef til vill vinnu hjá honum. Annað var það nú ekki. En ég veit ekki, hvað maðurinn heitir. — Hann heitir Dent og hann á heima á efstu hæð- inni, sagði lyftumaðurinn. Tansy kinkaði kolli og fór út. Hann fór inn í sima- klefa, hringdi til Willard Lyalls og bað hann að finna sig. — Ég hefi góðar fréttir. Ég véit, liver njósnarinn er, og ég veit enn frernur, hvar hann á heima. — Komdu og finndu mig. Farðu í bil. sagði Lyall. — Ég bíð eftir þér. Tansy fór í bi.I í fyrsta skipti á æfinni. 0g í fyrsta skipti á æfinni hringdi hann dyrabjöllu hússins í Greydene. Willard kom sjálfur til dyra og hauð honum iirn í vinnustofuna sína. — Jæjia? sagði hann, þegar hann hafði lokað dyr- unum. — Ég hefi fundið manninn, sem hefir valdið okkur öllum >erfiðleikanum. —- Ég veit hver hann er og hvar hann á heima. — Einmitt það. Lyall lét ekki sjá á sér neina hrifn- ingu. — Segðu mér frá því. Tansy sagði honunr nú sögu sína og gerði sig sem mestan af öllu saman. Póttist hann vera hinn sniðug- asti Sherlock Holmes. — Og þarna sat hann og skrifaði öll sín leyndarmál í vasahókina sína. Þannig iauk hann máli sínu. — Og það var nákvæmlega sama rithöndin og á bréfspjaM- inu, sem þú fékkst. — Og þú segir, að hann heiti Dent, sagði Lyall. — Já, herra, hann hefir skrrfstofu í Kingsway. — Og hvernig lítur hann ut? — Ég hefi séð hann áður, en ég man ekki, hvar það var. Hann er svarthærður og augun nístandi. Lyall hrökk við og undronarsvipur kom á andlit hans. Hann tók eitt af morgunblöðunum af borðinu og öpnaði það. Par var mynd af Valmon Dain. — Pað er þió ekki þessi maður? spurði Lyall og stóð á öndinni af eftirvæntingu. Tansy spratt á fætur mjög æstur — jú, jú, það fcr cinmitt hann, hröpáði lianu. Lyall náföinaði og veikindagljái kóm í augun. Hinn

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.