Alþýðublaðið - 10.06.1940, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 10.06.1940, Blaðsíða 4
MÁNUDAGUR 10. JÚNI 1940. Munið Alþýðuprentsmiðjuna h.í., ef þér þurfið að láta prenta. MÁNUDAGUR Næturvörður er í Reykjavíkur- og Iðunnar-Apóteki. Næturlæknir er Eyþór Gunnars- son, Laugaveg, sími 2111. ÚTVARPIÐ: 13.05 Fjórði dráttur í Happdrætti Háskólans. 19.30 Hljómplötur: Valsar. 20.00 Fréttir. 20.30 Sumarþættir (H. Hjv.). 20.45 Hljömplötur: ísl. söngvarar. 21.00 TJtvarpshljómsveitin: Tékk- nesk þjóðlög. 21.30 Hljómplötur: Lög leikin á ýms hljóðfæri. 21.15 Fréttir. Dagskrárlok. Nýja Bíó sýnir um þessar mundir amer- íska söngvamynd, sem heitir Cas- ino de Paris. Aðalhlutverkin leika Al Jolson, Ruby Keeler og Glenda Farrel. Vegna veikinda Björns Ólafssonar fiðluleikara verður tónleikum hans og Páls fs- ólfssonar, sem fyrirhugaðir voru í dómkirkjunni í kvöld, frestað. Forðum í Flosaporti, revyan 1940, verður sýnd í kvöid klukkan 8,30. K.R. tilkynnir: Fyrsti og annar flokkur karla og kvenna, úrvalsflokkur drengja, knattspyrnumenn, yngri og eldri, ennfremur skíða og sundmenn fé- lagsins, eru beðnir að mæta á f- þróttavellinum kl. 9 í kvöld. Póstferðir á morgun, 11. júní 1920. Frá Reykjavík: Mosfellssveitar-, Kjalarness-, Kjósar-, Þingvellir, Laugarvatn, Hafnarfjörður, Meðal- lands- og Kirkjubæjarklausturs- póstar. Akranes. Borgarnes. Dala- sýslupóstur. Austur-Barðastranda- sýslupóstur. Snæfellsnesspóstur. Norðanpóstur. Til Reykjavíkur: Mosfellssveitar-, Kjalarness-. Reykjaness-, Kjósar-, Ölfuss- og Flóapóstar. Þingvellir. Hafnar- fjörður. Rangárvallasýslupóstur. Vestur-Skaftafellssýslupóstur. — Akranes. Borgarnes. Snæfellsnes- póstur, Breiðfjarðarpóstur.' Skriðufall. Aðfaranótt hins 1. þ. m. vakn- aði fólk á Ysta-Kamphóli í Arnar- neshreppi við Eyjafjörð við gný Hárnet fín og gróf. "nIEVA og PIGMENTAN sólarolíur. .. .. Sportkrem. Hréinsunarkrem. Dagkrem. Sitroncoldkrem. Tannkrem og rakkreml BREKK Ásvaliagötu 1. Sími 1678 TjarnarbnOln Sími 3570. mikinn — og er út var komið, var fallin skriða fast að bfiepum. Hafði hún klofnáð um fjárhús er stend- ur ofan við bæinn og fallið síðan niður, yfir túnin beggja megin bæjarins óg niður á.' jafnsléttu. Bæjarhús skemmdust ekki, en fólk yfirgaf þó bæinn. Tún og engjar urðu fyrir miklum skemmdum. (FÚ). Ailflestir stærri bátar á ísafirði eru hætt- ir veiðum og á ýmsum bátum er lokið skiptum, en öðrum ekki. Hlutir samvinnubáta eru frá 1200 til tæplega 1700 kr. frá áramótum. Hlutir báta h/f. Njarðar, Dísanna fimm, eru frá rúmlega 700 til tæp- lega 1400 kr. á sama tíma. D ýr averndarinn. Maí-hefti Dýraverndarans er komið út. Efni þess er m. a.: Dýra- verndun, eftir Guðmund Friðjóns- son. Um meðfefð og aflífun loð- dýra, eftir Njál Friðbjörnsson. Hetta mín. eftir Ásgeir Guðmunds- son í Æðey og ýmislegt fleira. Farsóttir og manndauði í Reykjavík vikuna 12.—18. maí (í svigum tölur næstu viku á und- an): Hálsbólga 47 (49). Kvefsótt 120 (117). Blóðsótt 22 (26). Iðra- kvef 20 (34). Kveflungnabólga 3 (1). Taksótt 1 (2). Munnangur 2 (0). Hlaupabóla 2 (0). Kossageit 0 (1). Mannslát 5 (4). Landlæknis- skrifstofan. Farsóttir og manndauði í Reykjavík vikuna 19.—25. maí (í svigum tölur næstu viku á und- an): Hálsbólga 42 (47). Kvefsótt 114 (120). Blóðsótt 10 (22). Iðra- kvef 18 (20). Kveflungnabólga 1 (3). Taksótt 1 (1). Munnangur 0 (2). Hlaupabóla 2 (2). Ristill 1 (0). — Mannslát 10 (5). — Land- læknisskrifstofan. (Frh. af 1. síðu.) OEUSTAN í FRAKKLANDI. þeim. Óvinaherinn hefði þegar beðiði ógturlegt tjón, og sókn hans væri nú að komast á loka- stig, og nú væri allt undir því komið að halda út. Kjörorðið væri nú, að horfa fram og hopa hvergi. Sfórkostlegl tjón af loft- árásnm Bandamanna. Flugherir Breta og Frakka héldu uppi í gær stöðugum á- rásum á hersveitir Þjóðverja, samgönguleiðir og birgða- stö*ðvar og voru gerðar loftárás- ir með miklum árangri á staði, þar sem Þjóðverjar hafa safnað saman herliði og skriðdrekum. Einnig hafa verið gerðar nætur- Næsta ðættiunarferð til Kirkjubæjarklausturs er á morgun, þriujudagmn 11. júní. Afgreibsla Bif- reiðastöð íslands. Siggeir Lánusson. Bifréiðáverkstæði Tryggva Ásgrímssonar Frakkastig ~~ Skúlagðtu — Sfmi 4748. Allar liifreiðawlðgerðlr fram* kvæmdar fljétt og vel. Hleð ra%eyma. Sanogjarnt verð. árásir á olíubirgðastöðvar í Hollandi, Belgíu og Vestur- Þýzkalandi. Þýzka útvarpið er nú farið að hvetja almenning til þess að geta ekki um tjón það, sem verður í loftárásum Banda- manna, hvorki í bréfum til kunningja sinna eða á annan hátt. Er tekið fram, að þetta sé fyrirskipað til þess að koma í veg fyrir, að Bandamenn fái upplýsingar um það tjón, sem verður í árásunum. í London og París er litið svo á, að fyrirskipunin sanni, að tjónið af völdum loftárásanna sé svo mikið, að þýzka stjórnin sé til neydd að gera það, sem hún getur til þess að fregnir um það berist ekki út um land- ið. Samkvæmt fregnum, sem borizt hafa frá hlutlausum löndum, er talið, að einn þriðji af olíubirgðum Þýzkalands hafi eyðilagzt * í loftárásum Banda- manna. BANDARÍKIN. (Frh. af 1. síðu.) brezki, hefir lokið miklu lofs- orði á það verk, sem Sir Kings- ley Wood fjármálaráðherra vann meðan hann var flugmála- ráðherra. Kvaðst Beaverbrook- lávarður hafa byggt starf sitt á þeim grundvelli, sem Sir Kings- ley lagði vel og traustlega. LOFT V ARN AÆFINGIN. Frh. af 1. síðu. hefir verið komið upp hér í bænum, 2) að fá nokkra reynslu fyrir því, í hverju hinum opinberu loftvarnabyrgjum, sem til þessa hafa verið valin og auðkennd, væri helzt ábótavant um stærð, legu o. s. frv., 3) ,að samæfa hinar mörgu hjálparsveitir loftvarnanna: slökkvilið, ruðningssveitir, lög- reglu, rannsóknarlögreglu-, — lækna- og hjúkrunarlið, hjálp- arsveitir skáta o. fl. 4) að reyna hversu bæjarbú- ar almennt brigðust við aðvör- unarmerkjunum og byggju um sig. Loftvarnaæfingin hófst kl. 2 stundvíslega með því að raf- flauturnar og sími gáfu merki um yfirvofandi hættu. Hringdi sérhvert símatæki í bænum lát- laust í 30 sekúndur, en raf- flauturnar sendu frá sér sí- breytilegan tón í 10 mínútur. Jafnskjótt og heyrðist í raf- flautunum voru gefin tíð og snögg hljóðmerki með vasa- flautum hermannanna á öllum stöðvum brezka setuliðsins, sem einnig tók þátt í æfingu þess- ari. Að 10 mín. liðnum gáfu raf- flauturnar merki um að hættan væri liðin hjá, með því að senda frá sér jafnan, óslitinn tón í 5 mínútur. Loftvarnaæfing þessi gaf nefndinni mjög mikilsverða reynslu um öll fyrrnefnd atriði og verður nú leitast við að ráða bót á ágöllum þeim, er komu í ljós á loftvarnakerfi bæjarins. Útbreiðið Alþýðublaðið. AlþýðuprentsmiBjan h.f. prentar fyrir yður fljótt og vel. I CAMLA BIO Doctor Rhjrthm Amerísk gamanmynd, sam in af kýmniskáldinu fræga O'HENRY. — Aðalhlut- verkin leika: Beatrice Lillie og Bing Crocby og syngur m. a. lógin ,,On the sentimental side" og „My Heart is taking less- ons." mm bío Casino de París. Hressandi og f jörug amer- ísk tal- og söngvamynd. — Aðalhlutverkið leikur lang- frægasti ,,Jazz"-songvari Ameríku AL JOLSON, ásamt Ruby Keeler, Glenda Farrel o. fl Okkar kæra dóttir og systir, Ebba Unnur Jónsdóttir, andaðist að Vífilstöðum fimmtudaginn 6. júní. Verður jarðsung- in frá fríkirkjunni föstudaginn 14. júní. Athöfnin hefst með hús- kveðju á heimili okkar, Ránargötu 5 A kl. 1% e. h. Jarðað verður í Fossvogskirkjugarði. Halldóra Jónsdóttir. Jón Sigurðsson og systkini. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðar- för dóttur okkar, Önnu Katrínar Þorsteinsdóttur, og ölíum hinum mörgu, nær og fjær, sem fyrr og síðar sýndu henni vinsemd og kærleika biðjum við guðsblessunar. Agnes Theódórsdóttir. Þorsteinn Þorkelsson. leykjavíh — Iknreyri. Hraðferðir daglega um Akranes eða Borgarnes. Bifreiðastöð Akureyrar. Bifreiðastöð Steindórs. HANNES Á HORNINU Frh. af 2. sfóu. gætir málað svona hljóð?" Ég veit ekki, góði, ég held það nú samt." Og svo brosti Kjarval og í bros- inu fólst, að mér fannst, sorg og hálfgerð uppgjöf yfir öllum þeim djöfulgangi, sem nú geisar. Ég hitti Tómas Bprgarskáld. „Hvern- ig fannst þér?" „Þetta var ekkert, En ég veit um einn borðalagðan embættismann með skegg, sem ætti að setja af, áður,en nazistarn- ir koma." Ég hitti Bjarna Björns- son: ,,Ég varð bara hræddur," — sagði hann, ,,ég skreið undir slökkviliðsbílana meðan á þessu stóð." Þetta var eina fyndnin, sem hann hafði á takteinum við þetta alvarlega tækifæri. En honum var líka enginn hlátur í hug, frekar en öðrum, þrátt fyrir allt. Hannes á horninu. . T. Notað timbur og þakjárn til sölu. Uppl. í síma 2551. ST. VERÐANDI nr. 9. Fundur annao kvöld kl. 8. ^ 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Kogning fulltrúa til Stór- stúkuþings. 3. Um daginn og veginn: Karl Bjarnason. 4. Píanósóló: Eggert Gilfer. 5. Harmonikuspil. ^ Revyan 1940. Forðum í Flosaporti. Sýning í kvöld kl. 8.%. Aðgöngumiðar eftir kl. 1 í dag. Lægra verðið eftir kl. 3. Sími 3191. Næst síðasta sinn. Útbreiðið Alþýðublaðið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.