Alþýðublaðið - 11.06.1940, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 11.06.1940, Qupperneq 1
XXI. ÁRGANGUR ÞRIÐJUDAGUR 11. JCNI 1940. 133. TÖLUBLAÐ andi og Frakk dur I gærdag. Italfia di Engin vopnaviðskipti vora pó byrjuð í morgun við frðnsku og ítölsku landamærin -------4------- MM USSOLBNI tiBkynnti í ræðu, sem hann flutti af svölum Pa- *“■ *■ lazz® ¥enezia í gær kl. 4,3®, að Italía hefði sagt Engiandi og Frakklandi stríð á hendur. Sagii hann aö Italía liti svo á, aö hún væri í stríÖi viö þessi tvö lönd frá og meö deginum í dag, 11. júní, að telja. í hernaðartilkynningu Frakka í morgun er þó íekið fram, að Italir hafi enga árás gert enn á landamæri Frakklands í Alpaíjöllum, sem eru einu sameiginlegu landamær- in milli Ítalíu og Frakklands. Aðrar fréttir í morgun herma, að Victor Emanúel Ítalíukonungur hafi skipað Mus- solini æðsta foringja hersins, en að Badoglio marskálkur, sem stjórnaði herför Itala til Abessiníu, verði æðsti ráðunautur hans. Áður en Mussolii.í fluiti ræðu sína af svölum Palazzo Vene- zia, hafði fasistasveitum hans verið safnað í þúsundatali á torgið fyrir framan höllina til þess að hylla „foringjann“ — og láta líta svo út, að ítalska þjóðin stæði á bak við stríðsyfirlýsinguna. Mussolini sagði í ræðu sinni, að ítalir hefðu orðið að fara í stríðið vegna þess, að heiður þeirra hafi verið í veði. Þeir færu í stríðið til þess að leiða til lykta mörg deilumál — til þess að varpa af sér hlekkjunum. Þá sagði Mussolini, að um væri að ræða átök milli tveggja alda — tveggja hugsjóna — og enn fremur, að ítalir myndu berjasí með Þjóðverjum þar til sigur væri unninn. Hann kvað það undir Tyrkjum, Grikkjum, Jugo- slövum, Svisslendingum og Egyptum komið, hvort þessar þjóðir drægjust inn í stríðið, og bað þær að leggja sér vel á minni þessi orð hans. Samveldislðnd Breta segja Italio stríð á hendnr. KANADISKA ÞINGIÐ sam- þykkti í gær einróma að segja Ítalíu stríð á hendur. Mackenzie King, forsætisráð- herra Kanada, lét svo um mælt við það tækifæri, að ákvörðun ítala um að snúast gegn Banda- mönnum, kæmi Kanadabúum enganveginn á óvart. Fyrir Frh. á 4. síðu. Þjóðverjar nálg- ast París norðvest an og norðanstan. ------4------ En herlína Frakka er órofin SÓKN ÞJÓÐVERJA í Norður-Frakklandi hélt áfram allan daginn í gær, en það er tilkynnt af frönsku her- |! stjórninni í morgun, að varnarlína Frakka sé þó allsstaðar enn órofin. Þjóðverjum hefir miðað nokkuð áfram vestast á vxg- ;! stöðvunum, þar sem þeir komust í fyrsta sinn með vélaher- ;! sveitir suður yfir Signu milli Rouen og Vernon, en í morgun höfðu þessar sveitir verið stöðvaðar. ;! Fyrir sunnan Soissons hefir þeim hersveitum Þjóðverja, ;; sem komist hafa suður yfir Aisne einnig miðað nokkuð á- ;! fram í áttina til árinnar Ourcq norðaustur af París og nálgast hann nú sömu vígstöðvarnar og mest var barizt á í orustunni ;!' við Marne árið 1914. ;! Það þykir augljóst, að ætlun Þjóðverja sé að komast með ;j her sinn suður fyrir París bæði að austan og vestan og um- kringja horgina á þann hátt. ;! Byrjað er að flytja fólk frá París. Stjórnarskrifstofurnar voru fluttar hurt í gær. Brezki sendiherrann er einnig farinn !; úr borginni, en Bandaríkjasendiherrann William Bullit !; heldur þar kyrru fyrir. ;! í London var tilkynnt í gær, að aukið brezkt herlið hefði !! nú verið sent til Frakklands. Enosevelt lofar Bandamðnn* um átakmörkuðum stuðnlngi. ------4----- Fyrsta afleiðingin af stríðsyfirlýsingu ttalíu: Hún fær engin hergögn framar frá Ameríku. ------4----- ROOSEVELT Bandaríkjaforseti flutti ræðu þá, sem boðuð hafði verið í gær, í Charlottesville í Virginia kl. 11,15 í gærkveldi eftir íslenzkum tíma, og gerði hann stríðsyfirlýsingu Italíu að umtalsefni. Forsetinn lýsti því yfir, að Bandaríkin myndu héðan í frá veita Bandamönnum allan þann stuðning, fjárhagslgan og viðskiptalegan, sem þau gætu, í hinni aðdáunarverðu barátíu, sem þeir yrðu nú að heyja gegn ofbeldi árátöarríkj- anna, Bandamönrtum yrði framvegis látin í té hergögn og allt annað, er þeir þyrftu. „Auðlindir Bandaríkjanna standa þeim opnar,“ sagði forsetinn. ítaiir nlssta prjA skip fyrsta dag striðsins. FYRSTA afleiðingin af þátttöku ítala í styrj- öldinni er sú, að þeir hafa misst þrjú flutningaskip. Eitt þeirra, 3700 smál. var nýfarið frá Montreal í Kanada, en því var veitt eftirför, og rendi skipstjór- inn því á land fyrir neðan Quebec og kveikti í því, en eldurinn var slökktur. Á- hafnir tveggja ítalskra skipa, sem lágu í Algecir- as á Suður-Spáni, sökktu skipunum er stríðsyfirlýs- ingin hafði verið birt. Annað þeirra var 6000 smálestir. Fjöldi ítala var hand- tekinn í gærkveldi og nótt á Bretlandi og víðsvegar annarsstaðar í brezka heimsveldinu. Síðar. í gær varð það kunnugt, að sendiherrum Breta og Frakka í Rómaborg liaföi veriÖ afhent striðsyfirlýsing Itala af Ciano greifa utanríkisráðhérra Musso- linis, áður en Mussolini flutti ræðu sína. Hafði sendiherra Frakklands, Francois Ponoet, spurt utanríkisráðherrann, hvaða ástæðu italía 'teldi sig hafa til að fara í stríð við Frakkland, og hafði Ciano greifi pá svarað, að Mussolini væri með því aðeins að halda pau loforð, sem hann hefði gefið Hitler. Striðsyfirl$slngnnni tek- ið með ró af Banda- mðnnum. Reinaud forsætisráðherra Frakk- lands, flutti ræðu í franska út- varpið skömmu eftir að Musso- lini hafði talað í Rómaborg og sagði, að heimurinn rnyndi kveða upp sinn dóm yfir Italíu á sínum tíma. Frakkland kysi að segja ekki neitt á pessari stundu; pað vissi, að Bandamenn væru hvergi sterkari fyrir á pessari stundu en við Miðjarðarhaf, og Frakkar Frh. á 4. síðu. Ennfremur sagði Roosevelt: ,,Ég tók það skýrt fram við Mussolini, að sú skoðun væri ríkjandi meðal Bandaríkja- þjóðarinnar og Bandaríkja- stjórnar, að ef styrjöldin breiddist út til Miðjarðarhafs- ins, kynni afleiðingin aö verða sú, að styrjöldin næði til enn fleiri landa — og gæti enginn neinu spáð um það hve víða styrjöldin yrði háð um það er lyki, ef til þátttöku Ítalíu í styrjöldinni kærpi- Þá kvaðst Roosevelt hafa lýst yfir því við ítölsku stjórnina, að hann hefði boðizt til þess að biðja aðrar þjóðir að lofa því, að ef ítalir tækju ekki þátt í styrj öldinni, skyldu þeir fá sæti við samningaborðið, er friðarsamn- ingar yrðu ræddir, eins og þeir hefðu verið styrjaldaraðili, svo að ítalir hefðu aðstöðu til þess að láta þar til sín heyra. En Mussolini vildi því miður ekki fallast á þessar tillögur. Fyrstu ráðstafanir Banda fikjastjdrnar. I morgun var tilkynnt, að Frh. á 4. síðu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.