Alþýðublaðið - 11.06.1940, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 11.06.1940, Blaðsíða 3
AUÞYlHJBLIU&IÐ ÞRlblUDAGUR 11. JÚNI 1940. ---------ALÞYÐUBLAÐID ---------------------- Ritstjórl: F. R. Valdemarison. 1 fjarveru lians: Stefán Pétursson. Símar 4902 og 5021 (heima). Ritstjórn: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4902: Ritsljóri. 4901: Innlendar fréttir. 5021: Stefán Pét- ursson (heima) Sellandsstíg 16. 4903: Vilhj. S. Vilhjálms- son (heima) Brávallagötu 50. Afgreiðsla: Alþýðuhúsinu gengið inn frá Hverfisgötu. Slmar: 4900 og 4906. Verð kr. 2,50 á mánuði. 10 aurar í lausasölu. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN H . ,F . Heiður Ítalíu. Lið Bandamanna llntt frá Noregl til annara vigstöðva. ---------- Konnngnr og rikisstjórn Noregs komin til Englands. ; ..... v HVERNIG sem menn líta á þá ákvörðun Mussolinis að ganga opinberlega í liö með Hit- ler og segja Englandi og Frakk- laridi strí8 á hendur, þá getur eitt ekki veri8 neinum vafa und- irorpið: Sjálfur þykist hann nú vera orSinn viss um það, að Hit- ler. muni vinna stríði8. Annars hefði hann ekki hætt sér út í það glæfraspil, sem ófriður við England og Frakkland er fyrir ítalru. Mussolini hefir valið augna- blikið til þess að blanda sér í stríðið eins og hans var von og vísa. Hann talaði sjálfur um það í ræðu sinni frá svölum Palazzo Venezia i gær, að heiður ítalíu heíói verið i veði. En þaö, sem honum hugkvæmdist til þess að bjarga honum, var að ráðast að haki Frakklandi meðan það verð- ur á öðrum vígstöðvum að heyja ægilegustu orustuna, sem það hefir nokkru sinni háð, fyrir Xrelsi sinu oig sjálfstæði, já meira að segja fyrir frelsi og framtíð alls mannkynsins. Það er sami leikurinn og Stalin lék í Póllandi í haust, þegar hann réðist að baki þvi landi, eftir að það hafði orð- ið að senda allan sinn her til varnar gegn innrás Hitlers. Ein- ræðisherrarnir eru hver öðrum líkir. Mussolini þykist nú vera orð- inn viss um það, að Hitler muni vinna striðið og treystir því, að lítiÖ verði um vamir af hálfu Frakka gegn árás hans, af því að þeir eigi í vök að verjast gegn Þjóðverjum í Norður-FraWdandi. En gæti ekki skeÖ, að honum hefði skjátlast og að hann cetti eftir að lifa þá stund, að óska þess, að hann hefði beðiÖ ofur- lítið lengur, áður en hann tók þá endanlegu ákvöröun, hvoru megin hann skyldi fara i stríðið? Ve,l mætti hann sjálfur minnast þess úr heims- styrjöldinni, þegar ítalía réðist að haki Austurriki þá, að það land þarf að vera nijög langt leitt, sem ítalía getur ráðið við á vígvellinum. Við Austurríki réði hún ekki í heimsstyrjöldinni, þótt það ætti í mörg önnUr horn fið líta. ítölum lét betur að flýja cn sækja fram. Og það leið ekki á löngu, þangað tíf Frakkar og Bretar urðu að senda hjálparher suður á ítalíu til þess að stöðva flöttann. Óhugsanlegt væri það ekki, að Hitler ætti eftir að fá einhverja svipaða reynslu af sín- úfn nýja bandamanni i yfirstand- andi stríði. Og þó var aðstaða ítaliu i heimsstyrjöldinni, í stríði við Austurríki og Þýzkaland, öll önn- ur og betri en nú, í stríði við England og Frakkland. Austurríki og Þýzkaland áttu ekki neinn flota í Miðjarðarhafi, sem orðið gat lta.Uu hættulegur. En Eng- land og Frakkland hafa nú öfl- ugri flota þar en sézt hefir í allri sögunni á þyí hafi, og ítalía er með sinni löngu strandlengju og sínum dreifðu nýlendum veik- arí fyrir i sjóstríöi en nokkurt land getur verið, og ifátækt sinni að flestum þeim hráefnum, sem til hernaðar þarf, háðara stöðug- um aðflutningum en nokkurt annað stórveldi í Evrópu. Undir kötlunum á hinum nýju herskip- um Mussolinis er ekki hægt að kynda með marmara. Til þess þarf kol. Og á flugvélamötorana er ekki til neins að hella ítölsku landvíni. Á þá þarf olíu og ben- zín. En hve lengi endast þær litlu birgðir, sem ítalía á af slik- um hráefnum, eftir að landinu hefir verið lokað fyrir öllum að- flutningum sjöleiðina? En það er ekki aðeins Musso- lini sjálfur, sem nú sér höfnum sínum lokað fyrir öllu því, sem Italía þarfnast, ekki sízt í striði. Einnig í hring hafnbannsins um- hverfis Þýzkaland lokast nú stærsta hliðið, sem hingað til hefir verið opið og gert hefir Hitler unnt að fá fram á þennan dag mörg þau hráefni til hern- aðarins, sem hann annars hefir vantað. Það eru hin einkenni- legu álög á Þýzkalandi í þessu stríði, að allir hernaðarlegir og pólitískir sigrar þess á megin- landi Evrópu snúast tafarlaust tupp í ósigra á sviði viðskiptalifs- ins, þar sem að endingn verður gert út um það, hver ofan á verður. Þannig var það með á- rás Þýzkalands á Danmörku og Norcg. Þannig með árásina á Holland og Belgíu. Og þannig verður það einnig nú meö þátt- töku ítalíu í stríðinu á hlið þess. Að sjálfsögðu er það ekki ætl- Un einræðisherranna í Rómahorg og Berlín, að láta stríðið drag- ast það á langinn úr þessu, að hafnbann og viðskíptastriÖ Banda- manna verði þeirn að fótakefli. feeir treysta á skjötan sigur í Frakklandi. En ef hreysti og þrautseigja Frakka skyldi reyn- ast meiri en þeir ætla? Og hjálp Breta og Bandarikjamanna fljöt- ari en þeir búast við? Hvað verður þá úr þeim heiðri Italíu, sem Mussolini telur nú ekki borgið með öðru en því aö ráð- ast aftan að FrakkLandi? Það ætti í öllu falli ekki að skaða, að varpa slíkum spurning- um fram um Ieið og Mussolini .fer í striðið með Hitler, svo að ekki sé minnst á þann vafasama heiður, sem biður Italíu, ef Hit- ler sigraði og yrði einráður á meginlandi Evrópu, þar með einnig ítalíu. ÚTSVAES- OG SKATTA- KÆRUR skrifar Pétur Jakobs- son, Kárastíg 12, ■ 15 ROTTFLUTNINGUR liðs Bandamanna frá Norður-Noregi var ekki til- kynntur í London fyrr en kl. 4 í gær. Jafnframt var til- kynnt, að Hákon Noregskon- ungur, Ólafur ríkiserfingi og norska stjórnin hefði stigið á land í brezkri höfn sama dag. í útvarpinu frá London kl. 5.30 var gerð að umtalseíni yf- irlýsing norska stórþingsins 9. apríl, þar sem það er tekið fram, að ríkisstjórnin verði að vera fullkomlega frjáls og óháð til þess að geta starfað, jafnvel þótt hún yrði að hverfa burt úr landinu sjálfu. Ennfremur var sagt, að Bandamenn hafi brugðist fljótt og göfugmannlega við, þegar Norðmenn báðust hjálpar, eftir innrás Þjóðverja í Noreg, en nú sé málum þannig komið, að Bandamenn þurfi á öllum liðs- afla sínum að halda á öðrum víg'stöðvum, og hafi þessvegna orðið að flytja her sinn burt úr Noregi. Þá úoru lesnar upp 2 tilkynningar frá Hákoni kon- ungi og Riige hershöfðingja. — Var meðal annars sagt, að vegna þessara atburða hefði yfirhers- höfðingi norska hersins, Ruge, ráðlagt konungi, ríkiserfingja og ríkisstjórn að hverfa burt úr Noregi á öruggan stað og stjórna landinu þaðan, og fyrir- skipað norska hernum að leggja niður vopnin. Samkomulagsum- leitanir fara nú fram milli Þjóðverja og Norðmanna. Yfir- hershöfðinginn segir þó, að bar- áttunni fyrir frelsi Noregs sé engan veginn lokið. Hann hvet- ur norsku þjóðina að taka þess- um tíðindum með stillingu og geðró og rasa ekki um ráð fram, og gera ekkert það, sem skaðað geti norsku þjóðina. ,,Ég hefi,“ segir hershöfðinginn ennfrem- ur, „óbifanlega trú á því, að þess verði ekki langt að bíða, að Noregur verði aftur frjáls og óháð ríki, og sú tilhugsun ætti að vera okkur styrkur í þeim hörmungum, sem nú dynja yfir landið.“ I norsku stjórninni eiga nú sæti fulltrúar allra þingflokk- anna norsku, þar sem Arne Sunde málafærslumaður, sem er í flokki vinstri manna og Anders Fjeldstad, bændaflokks- maður, hafa tekið sæti í stjórn- inni, en áður höfðu hægri menn fengið sinn fulltrúa þar. Hákon konungur og Ny- gaardsvold forsætisráðherra hafa gefið út yfirlýsingu til norsku þjóðarinnar, þar sem . Norðmenn eru hvattir til að standa sarnan og bregðast aldrei málstað hins frjálsa og óháða Noregs. í yfirlýsingunni segir einnig, að þeir vonist til þess að geta innan skamms snú- ið aftur til Noregs með heiðri og sæmd. Loks segir í tilkynningu yfir- herstjórnarinnar norsku, að bardagar hafi hætt í Noregi í fyrrinótt kl. 12 á miðnætti. í tilkynningunni eru Norðmenn hvattir til þess að gleyma aldrei þeim, sem létu lífið fyrir ættjörðina, heldur horfa fram á veginn og vona, að blóðfórnirn- ar hafi ekki verið færðar til einskis. Ruge yfirhershöfðingi gat þess í tilkynningu sinni, að það væri ef til vill í síðasta sinni, sem hann ávarpaði norsku þjóðina, þar sem hann yrði nú eftir nokkurar klukkustundir fangi fjandmannanna. Þegar þessar fréttir höfðu verið lesnar í útvarpið, voru leiknir þjóð- söngvar Noregs, Bretlands og Frakklands. í hinni brezku tilkynningu um þetta segir ennfremur, að taka Narvíkur hafi leitt það af sér, að Þjóðverjar gátu ekki notað höfnina þar til útflutn- ings á járnmálmi talsvert lang- an tíma. Herlið og hergögn frá Norður-Noregi, er nú hægt að nota svo að meiri notum komi annarsstaðar, þar sem aðalbar- áttan er hafin til þess að koma í veg fyrir, að áform Þjóðverja um að ná yfirráðum í álfunni, heppnist, en sjálfstæði Noregs er að lokum undir því komið, að Bandamenn sigri í þeirri bar- áttu. Happdrætti Háskólans. ¥ GÆR fór fram 4. dráttur í Happdrætti Háskóla ís- Iands. Þessi niuner komu upp: 10 000 kr. 14409 5000 kr. 1975 2000 kr. 13242 24185 1000 kr. 12607 15828 500 kr. 3668 7916 11722 13045 15135 15972 18240 21101 200 kr. 833 1204 2408 4124 4846 5182 5619 6129 6704 6716 7609 8649 9601 10624 12115 12328 13160 1Í337 14570 14584 15651 16410 17219 18347 18910 19209 20849 22332 22374 23924 100 kr. 11 23 199 268 273 498 617 633 796 848 862 901 1078 1173 1255 1259 1345 1351 1487 1529 1637 1844 1904 1940 2122 2136 2214 2386 2400 2424 2567 2596 2670 2678 2884 3157 3396 3822 3863 3891 3903 4036 4209 4217 4739 4779 4835 4906 5180 5246 5401 5611 5762 5770 6222 6225 6394 6696 6718 6807 6821 6932 7062 7079 7126 7320 7391 7546 7610 7664 7690 7794 7876 7897 7929 8017 8020 8080 8151 8166 8273 8475 8527 8554 8580 8816 8914 9080 9160 9270 9326 9368 9401 9431 9649 9703 8765 9863 10058 10309 10397 10536 10622 10625 10660 10895 10945 11071 11157 11338 11405 11458 11471 11518 11567 11571 11578 11631 11780 12109 12198 12411 12553 12877 12924 12938 12971 13085 13350 13400 13416 13473 13560 13579 13874 13966 14133 14405 14416 14479 14496 14530 14618 14870 14968 14980 15001 15083 15114 15115 15136 15198 15295 15365 15370 15558 15891 15899 16115 16197 16242 16266 16402 16450 16491 16521 16625 16659 16697 16716 16823 16963 17084 17199 17276 17369 17460 17533 17558 17723 17740 17746 17806 17858 17877 17957 18051 18059 18234 18323 18532 18670 18708 18829 18862 18868 19137 19164 19274 19376 19487 19601 19621 19946 20139 20143 20209 20282 20379 20416 20497 20518 20674 20717 20865 20912 21051 21064 21109 21200 21353 21583 21630 21798 21677 21845 21863 21881 21938 21953 22125 22519 22529 22593 22770 22775 22861 23134 23283 23288 23373 23385 23390 23423 23506 23603 23931 24127 24135 24195 24221 24406 24677 24977. (Birt án ábyrgðar). Verkafólk! ~ Ráðningarstofa landbúnaðar- ins í Alþýðuhúsinu er opin kl. 6—9 síðdegts alla virka daga nema laugardaga. SÍMI 13 2 7. T** Margar ágætar vistir í boði. Nýtt úrval af KARLMANNAFATAEFNUM, KÁPUTAUUM og DRAGTAR- EFNUM tekið upp i gær. Ennfr. KARLMANNASOKKAR og SPORTSOKKAR nýjar gerð ir úr pelbandi. Verkamiðjuútsalan Gef jun Iðunn Aðalstræti. ----—---------------------------f

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.