Alþýðublaðið - 12.06.1940, Side 1

Alþýðublaðið - 12.06.1940, Side 1
/ ALÞÝÐUBLAÐIÐ RITSTJORI: F. R. VALDEMARSSON ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN XXI. ÁRGANOUR MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNI 1940. 134. TÖLUBLAÐ Flugvélar Balbos í Lybiu. Hann sjálfur stendur til vinstri í fremsta^ bílnum. Bretar urðu fyrri til og réð- ust á nýlendur ítala i Afríku. ------«------ Loftárásir á flugveUi og vopnabirgða" stððvar ítala i Libyu og Austur-Afrfku. I MORGUN höfðu en engar fréttir borizt af vopnavið- skiptum við frönsku og ítölsku landamærin. En sírax seinnipartinn í gær skýrðu Bretar frá því, að flugvélar þeirra hefðu greitt ítölum fyrsta höggið í gær- morgun — suður í Afríku. Brezkar Blenheim sprengjuflug- vélar gerðu stórkostlegar loftárásir á flugvelli og vopna- birgðastöðvar ítala í Libyu, ítölsku nýlendunni í Norður- Afríku, við vesturlandamæri Egyptalands, og við Asmara í Erythreu, ítölsku nýlendunni við Rauðahaf, við norður- landamæri Abessiníu. Bretar telja að árásirnar hafi komið Itölum mjög að óvörum og valdið miklu tjóni. Sjálfir misstu þeir þrjár flugvélar í árásunum. í gærkveldi gerðu franskar flugvélar loftárásir á ýmsa staði, sem hernaðarlega þýðingu hafa, á Norður-Italíu. Uppr@isn I Abessioío? ------«------ Það var tekið fram í fréttunum, að brezku flugvélarnar, sem fiugu til Asmara, hefðu farið yfir Abessiníu, en þar væri nú upp- reisnarhreyfingin gegn ítölum þegar byrjuð. Einn af hinum gömlu . herforingjum Haile Selassie Abessiníukeisara, sem árið 1936 varð að flýja til brezku nýlendunnar Kenya í Austur-Afríku, hefði þegar tekið að sér forystu uppreisnarinnar gegn ítölum og reist upp merki lands síns. Haile Selassic keisari, sem dvalið hefir á Englandi, er kom- inn til London og fylgist þar vel með öllu, sem gerisi suður í Afríku. Flugvélar frá Suður-Afríku, sem nú einnig hetir sagt ftalíu stríð á hendur, gerðu loftárás í gærkveldi á bækistöðvar ítala við suðurlandamæri Abessiníu, Hafiiliiiiiii s@tt á Ítalin! Ítalía (efst) og nýlendur hennar í Afríku (einkenndar með svörtum lit). Stóra svarta svæð- ið, sem er næst efst, er Libya. Þá Erythea (fyrir ofan Abessin- íu á kortinu). J uliana HoJlandsprins essa konin vestur nm haf. Ítalíe a á þrezka flot- Frh. á 3. síðu. JULIANA HOLLANDSPRINS- ESSA er komin til Kanada með dætnr sínar. Fá þær aðsetur I húsi hins brezka landstjóra í Ottawa, —■ Hollenzkt herskip fiutti prinsessuna og dætur henn- ar vestur um haf. Það var Wilhelmiha drottning, sem tók ákvörðun um, að þær skyldu fluttar til Kanada til auk- ins öryggis. Ný Marneorusta i aðsigi? Franski herinn austan við París hefir tekið sér varnastððvar sunnan við fijótið ----- —«---— r I1 ILKYNNING frönsku herstjórnarinnar í morgun er -t mjög stutt. Hún er á þá leið, að engar þýðingarmiklar breytingar hafi orðið á vígstöðvunum í Norður-Frakklandi síðan í gær. í öðrum fregnum frá París segir, að það sé augljóst, að Þjóðverjar ætli sér að knýja fram úrslit í þeirri baráttu, sem yfir stendur. Á vesturhluta vígstöðvanna, milli Rouen og Vernon gera Þjóðverjar ítrekaðar tilraunir til að komast yfir Signu með vélahersveitir sínar og nota reykský sér til hlífðar. En þeim hefir ekki tekizt það enn sem komið er. Frakkar hafa gert þarna mörg og hörð gagnáhlaup. Norðaustan við París, við ána Ourcq um 60 km. frá höf- uðborgfnni, var barizt mikið um tvö þorp í gærkveldi, en þar voru aðeins baksveitir Frakka fyrir. Aðalher Frakka á þessum slóðum hefir haldið undan suð- ur fynr Marne-fljót, og hefir hann tekið sér stöðu þar, höfuð- borginni til varnar, á svipuðum slóðum og 1914. Fólk heldur áfram að streyma úr París suður á bóginn, og eru hvers konar farartæki notuð. í leigubifreiðum eru farþegar stundum allt að 15 talsins. Flest- ar sölubúðir eru lokaðar, og þær, sem enn eru eftir, flestar nærri tómar. 1 borginni eru aðallega varnarsveitir eftir. Lögreglan gizkar á, að um 1 milljón manna hafi flúið borgina. Allar stjórnarskrifstofur hafa verið fiuttar á brott, og loft- skeytastöðin er ekki lengur í notkun, en útvarpað frá öðrum stöðvum. Loftárðs ð HeinkelHno- rélavetksntiðjnrnar. Fxanskar flotaflugvélar hafa gert loftárásir á ýmsa staði í Þýzkalandi, við Mannheim, Frank- furt am Main og Neustadt og víðar. Loftárás var einnig gerð á Heinkelflugvélaverksmiðjurnar í Rostock, og kviknaði í verktemiðj- unum. — Eius og kunnugt er, voru það flugvélar úr franska flotanum, sem gerðu loftárás ný- lega á verksmiðjur í úthverfum Berlinar. fslandsglfman f gær • ---«--- „Hægt að veita ollum pátttak* endum fegurðarglímuverðlaun6(. ¥ SLANDSGLÍMAN fór fram í Iðnó í gærkveldi. Þar komiu saman tólf röskir glímukappar úr fjórum félögum, þar af þrem utan Reykjavíkur. Ingimundar Guðmundsson lagði alla keppi- nauta sína að velli og hélt þar með glímubelti í. S. I. og sæmd- arheitinu glímukappi Islands. Kjartan Bergmann hlaut fegurð- arglímiuskjöldinn, sem Skúli Þor- leifsson hafði í fyrra. Röð keppenda í kappgiímunni varð þessi. 1. Ingimundur Guðmundsson (Á.) 10 vinn. 2. Sigurður Bryn- jólfsson (Á.) 8 vinn. 3. Kjartan Bergmann (Á.) 7 vinn. 4.—5. Geirfinnur Þorláksson (U. M. F. M.) 6 vinn. 4.-5. Skúli Þorleifs- son (Á.) 6 vinn. 6. Guðm. Hjálm- arsson (Á.) 5 vinn. 7.—9. Stg- urður Guðjönsson (K. V.) 4 vinn. 7.—9. Andrés Bjarnason (K. V.) 4 vinn. 7.—9. Jón Ó. Guðlaugs- Son (U. M. F.S.) 4 vinn. 10- Krist- mundur Sigurðsson (Á.) 1 vinn. 11. Þorkell Þorkelsson (Á.) 0 vinn. 12. SigurÖur Hallbjörnsson (Á.) gekk úr í miðri glímu vegna smávegis meiðsla, og voru því glí'mur hans ógildar allar. Mörgum hefir þótt brenna við, að glímurnar undanfarin ár sýndu afturför og hnignun þess- Frh. á 4. síðu. Kanada sendir fnll trúa til Orænlands. AÐ var tilkynnt í dönsku fréttunum frá London í gærkveldi kl. 1, að stjórn Kanada hefði sent fulltrúa til Græn- lands. Auk þess var tilkynnt að Kanada hefði einnig sent birgðaskip til lands- ins og myndi stjórnin liafa vakandi auga á ástandinu þar.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.