Alþýðublaðið - 13.06.1940, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 13.06.1940, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN XXI. ÁRGANGUR - FIMMTUDAGUR 13. JÚNI 1940. 135. TÖLUBLA© Frakkar byrjaðir gagn- sókn norðan vlð Paris. ------♦----- ÞaO er nn attnr barlzt á sðmu vigstðOtr* um og baustlO 1914 og vorið 1918. ITILKYNNINGU FRÖNSKU HERST.TÓRNARINNAR í morgtm er sagt, að barizt sé áfram af sama ákafa á allri herlínunni frá sjó og austur í Argonneskóg, en litlar breyt- ingar hafi orðið frá því í gærkveldi. Talsmaður frönsku herstjómarktnar skýrði hins vegar frá því í morgun, að Frakkar hefðu hafið gagnsókn 30 km. fyrir norðan París og hefðu hersveitir þeirra á skömmum tíma sótt fram um 8 km. vegarlengd. Engar nánari fregnir hafa emi borizt af þessari gagn- sókn. Vígstoðvarnar eru nú mjög nærri París bæði að norð- vestan, norðan og austan. Það var viðurkennt í tilkynning- uffi Bandamanna í gærkveldi, að þýzkum hersveitum hefði nú loksins tekizt að konmst suður yfir Signu á ýmsum stöð- um milli Rouen og Vernon og hefðu þær farið yfir fljótið í skjóli reykjarskýja. í morgun var einnig frá því sagt, að Þjóðverjar væru ko-mnir suður yfir Signu vestan við Rouen, á svæðinu milli þeirrai’ borgar og hafnarborgarinnar Le Havre. Norðan við París voru Þjóðverjar í gærkveldi komnir til Persan við fljótið Oise, sem rennur í Signu rétt vestan við París. Voru þeir þar aðeins 30 km. frá höfuðborginni. Austar á herlínunni hafði þeim í gærkveldi tekizt að kom- ast yfir Mamefljót á einum stað, hjá Chateau Thierry, 75 km. fyrir austan París, sem tvisvar sinnum var barizt ógur- lega um í heimsstyrjöldinni, í orustunni frægu við Mame haustið 1914, þegar sókn Þjóðverja til Párísar var stöðvuð, og aftur í hinni miklu vorsókn þeirra 1918. Reims í tiöndum Þjóðverja? Reynaiid biónr loosevelt nn hernaðarlega hjálp! --------»------- Hjálpin verður að koma nú þegar annars getur hún komið of seint. —......--------- I "> AUL REYNAUD forsætisráðherra Frakklands hefir sent Roosevelt Bandaríkjaforseta boðskap og beðið hann um fullkomna hernaðarlff.a hjálp þegar í stað. Þetta var tilkynnt í dag klukkan 1 frá útvarpinu „Paris Mondiar4. I boðskapnum, sem var sendur í morgun til Washing- ton, þakkar Reynaud Roosevelt fyrir alla þá hjálp, sem Bandaríkjamenn hafi þegar veitt Bandamönnum með her- gögnum og öðru. „En þetta er ekki nóg,“ segir forsætisráðherrann. „Vér liöfum barizt nú sleitulaust í 6 daga og 6 nætur gegn ofurefli liðs og hergagna og nú standa óvinirnir við dyr Parísar. Ég bið yður að skýra þetta fyrir þjóð yðar, sem ég ber djúpa virðingu fyrir og treysti til hins bezta í hvívetna.“ Ennfremur segi r í boðskapnum, að bandaríska þjóðin hafi barizt við hlið Bandamanna í síðustu heimsstyrjöld. „Nú er hættan gífurlegri, en nokkru sinni í síðustu styrjöld — og ég bið yður um fullkomna hernaðarlega hjálp til bjargar Frakklandi, heimsmenningunni og Iýðræðinu, áður en það er of seint.“ Þá er sagt í lok boðskaparins, að Frakkar muni verjast fet fyrir fet, og ef þeir verði sigraðir á eigin landi, muni þeir halda áfram baráttunni frá Norður-Afríku. Egiptaland slftnr stférn málasambandi viðítalin Tilhynning um afstððn Tyrk- lands mun verða gefin út i dag. ------4----- T-* AÐ var tilkynnt í Kairo í gær, að Egyptaland hefði nú slitið stjórnmálasambandi við Ítalíu, en engin formleg stríðsyfirlýsing hefir þó verið gefin út. í frétt frá London í morgun er skýrt frá því, að tyrk- neska stjórnin komi saman á fund í Ankara í dag og muni að þeim fundi loknum verða gefin út tilkynning um afstöðu Tyrkja til hins breytta viðhorfs, sem skapast hefir við stríðs- yfirlýsingu Ítalíu á hendur Englandi og Frakklandi. tslensbnmnðmsmðim nm boðið til Englands BREZKUR félagsskapur, — British Counsel for Relat- ions with Foreign Countries“ en þessi félagsskapur starfar sjálfstætt, en er rekinn af hinu opinbera, hefir boðið 10 fs- lendingum til Englands í sum- ar til að kynna sér enska tungu og ensk þjóðareinkenni. För íslendinganna og dvöl þeirra ytra verður þeim að kostnaðarlausu. Ætlast er til að tveimur íslenzkum stúdent- um, sem vilja stunda nám í eitt ár við brezka háskóla verði veittur allverulegur styrkur og byrjar styrkveitingin í septem- ber og október. Annar þessara stúdenta verður að vefa kandi- dat frá Háskólanum og nemur styrkur hans um 250 sterlings- pundum, eða 5000 ísl. kr. Er ætlast til að þessi stúdent stundi vísindalegar rannsóknir. Hinn stúdentinn verður að vera kennari í ensku, eða ætla sér að verða það, og nemur styrkur hans 200 sterlingspundum eða. um 4 þúsundum króna. - Ætlast er til að menn sæki um þátttoku í þessu boði út og og nefnd íslenzkra manna verði beðin að velja úr hópi umsækj- endanna. Áætlað er að dvölin í Engiandi standi yfir í mánuð, og dvelji þátttakendumir aðal- lega í Oxford og London. Er talið, að kostnaður verði fyrir hvern þátttakanda um 60 stpd. Frh. á 4. síðu. IGÆR var 93 stórum sprengjuflugvélum flogið frá Bandaríkjunum til Kanada og afhentar þar til þess að hægt væri að senda þær tafarlaust austur um haf. Kunnugt er, að flugvélaverk- smiðjurnar í Bandaríkjunum hafa nú þegar fengið 263 flng- Norúaustar á berlmunni stantía yíir ógturlegar orustur umhverfis hina fornfrægu borg Reims, þar sem ein af fegiursta miðaMa- kirkjum Frakka er. I faeimsstyri- öldinní var faúm stórskemmd með þýzkri stórskotahríð, en eítir styrjöMina var gert við skemmd- vélar frá Bandaríkjahernimi, og að sumar þessara flugvéla eru þegar farnar af stað til Englands. Þá hefir einnig náðzt sam- komulag milli Bandaríkja- st jómarinnar og vopnaverk- smiðja í Ameriku, sem gerir Frh. á 3. síðu. irnar, Þjóðverjar héldu því fram i hemaóartllkynningu sinni í gær- kveldi, að þeir væru búnir að tiaka Reims, en sú frétt hefir ekki enn verið staðfest af Banda- mönnum. Harðastir hafa bardagarnir ver- iö vio smábæinn Attigny, norö- austan við Reims, og er það staðfest af þýzkum föngum, sem Frakkar tóku þar, að mannfall hafi verið gífurlegt i liði Þjóð- verja. Á vígstöðvunum í Argonne- skógi hefir Þjóðverjum ekkert miðað áfram. Niklir brezkir herflntn- ingar tii Frakklanda. Það var tilkynnt í London i gær, að Winston Churchill for- sætisráðherra Breta, Anthony, Eden hennálaráðherra og Sir John Dill, forseti brezka herfor- ingjaráðsins hefðu i ga>r og fyrtradag verið á ráðstefnu með Reynaud forsætisráðherra Frakka, Pétain marskálki og Weygand Prh. á 4. siðu. Brezkar loftirásir i Tortno og Genúa. Engin vopnaviðskipti hafa enn orðið við landamæri ítalíu og Frakklands, en loftárásir eru byrjaðar á báða bóga. Brezkar flugvélar flugð í fyrri- nótt frá bækistöðvum sínum á Bretlandi alla leið suður á Norð- ur-ítalíu, um 900 km. vegar, og gerðu loftárás á iðnaðarborgina Torino og liafnarborgina Genua. Þé gerðu hrezbar flugvélar og brezk hei’skip sameiginlega árás á hafnarborgina Marsa Tobrouk í Lybíu í gær, um 100 km frá landamærum Egyptalands. Bret- ar telja, að stórkostlegt tjón hafi orðið af völdum þeirrar á- rásar, gamalt orustuskip m. a. verið eyðilagt og tveir kafbátar. 1 hemaðartilkynningu ítala er viðurkennt, að þessi árás hafi átt sér stað, en lítið gert úr tjóninu af henni. Fregn frá Kalkutta hermir, að halska skipið „Kalabra", 9000 smálestir að stærð, hafi verið hertekið. Ástralskt herskip stöðv- aði ítalska skipið „Romola", 9700 smál., á miðju Kyrrahafi. Skip- verjar á „Romola" kveiktiu í skipi sínu, áður en þeir yfirgáfu það. Skipshöfninni var bjargað. ftðlsb árás á Dlibontt! Fregnir hafa borizt um, að ítalir hafi gert árás á hafnar- borgina Djibouti í Franska-So- malilandi, en italska nýlendan Eritrea og Abessinia liggja að því. Þessi fregn hefir enga stað- festingu fengið. Frh. á 4. 9Íðu. Bandarikin hraðs npna- sendingnnnm tU Evripn. -----» i" — Bandarík|alierinBi heflr petfar afr hent 263 af flMgvéfiam< S3finnBH«

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.