Alþýðublaðið - 13.06.1940, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 13.06.1940, Blaðsíða 4
FIMMTUDA6UR 13. JÚNl 1M#. Öll prentun lljótt og vel af teendi leyst. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Alþýðuprentsnaiðjan fe.l, Aiþýðuhósinu, Hverfis- i götu 8—10. SÍBtí 49®5. j FIMTUDAGUR Næturlæknir er Þórarinn Sveins- son, Ásvallagötu 5, sími 2714. Næturvörður er í Reykjavíkur- og Iðunnar-Apóteki. ÚTVARPIÐ: 19.45 Lesin dagskrá næstu viku. 20.00 Fréttir. 20.30 Garðyrkjuþáttur (Jóhann Jónasson ráðunautur). 20.45 Einleikur á celló (Þórhallur Árnason): Nocturno o. fl., eftir Chopin. 21.00 Frá útlöndum. 21.20 Útvarpshljómsveitin: Syrpa af lögum eftir Reethoven. Eggert Stefánsson söngvari heldur íslenzka hljóm- leika í kvöld kl. 7.15 í Gamla Bíó. Við hljóðfærið dr. Victor von Ur- bantschitsch. Dansleik heldur Fimmtudagsklúbburinn í kvöld kl. 10. K.I.B.S.-kvartettinn hélt söngskemmtun í Gamla Bíó í gærkvöldi við góða aðsókn. Söng hann mörg lög, aðallega skemmti- söngva, og gerðu áheyrendur góð- an róm að söngnum. íslendingum í Noregi líður vel. Vilhjálmur Finsen fulltrúi íslands segir í skeyti, sem ríkisstjórninni barst í morgun, að hann standi í stöðugu sambandi við íslendinga í Noregi og líði þeim öllum vel. Á flótta heitir myndin, sem Gamla Bíó sýnir. Er það amerísk sakamála- mynd. Aðalhlutverkin leika: Lloyd Nolan/ Shirley Ross og John Ho- ward. Knattspyrnumóti Akraness, milli knattspyrnufélags Akra- ness og knattspyrnufélagsins Kára lauk 9. júni s.l. Keppt var í fjórum flokkum. í fyrsta, öðrum og þriðja flokki var keppt um bikara og einnig í kvennaflokki. í fyrsta fl. sigraði knattspyrnufélag Akraness með þrem mörkum gegn tveim. I öðrum flokki sigraði Kári með 3 mörkum gegn engu, og var það í þriðja sinn í röð, sem sá flokkur vann og hlaut því verðlaunagrip- inn, vandaðan silfurbikar til fullr- ar eignar. í þriðja ílokki vann Kári með fjórum mörkum gegn 3 og i fjórða flokki Kári með 3 gegn engu. í handknattleik kepptu stúlk ur og sigraði Kári með átta mörk- um gegn engu. Glímufélagið Ármann. Æfing í kvöld kl. 9—10. í hand- knattleik og frjálsum íþróttum fyr- ir stúlkur. - Forðum í Flosaporti. Síðasta sýning þessarar bráð- fyndnu revyu er í kvöld kl. 8Vz. Þetta er allra síðasta tækifærið til að sjá þennan skemmtilega leik. BOÐ TIL ENGLANDS Frh. af 1, síðu. eða um 120 kr. Er ætlast til að mestum hluta tíma’ns verði var- ið til náms í enskri tungu. Nám- skeiðin eiga að hefjast 19. næsta mánaðar, Frekari upp- lýsingar um þetta gefur Mr. MacKenzie í Edinborgarhúsinu, 3. hæð. InnbanpstðskHr ijóst svínsleður, einnig í svörtu. Margar praktiskar töskur og nýtízku eftirmið- dagstöskur komaar. Hliðartoskur fyrlr ungar síúlkur. Hanskar í fallegu úrvali, nýjasía tíska. Hljóðfærahúslð VESTURVÍGSTÖÐVARNA R Frh. af 1. síðu. yfirhershöfSingja Bandámanna- hersins. Ekkert var látiö ttppi, hvar ráðstefnan hefbi farið fram annað en það, að lvún, hefði ver- ið í Frakklandi. Brezku ráðherrarnir komu aftur til London í gærkveldi. í útvarpserindi, sem flutt var í London í gær, var frá þvi skýrt, að miklir herflutningar færu nú fram frá Englandi yfir til Frakk- lands, og væri þeim hraðað hér um bil eins og heimflutningi hersins frá Flandern á dögunum. STRÍÐIÐ í AFRÍKU Frh. af 1. síðu. í brezka útvarpinu er fregn Jtessi talin ólíkleg, efeki síður en sú fregn frá Rómaborg, að allir íbúar Abessinfu hafi óskað að iruega veroa þess heiðurs aðnjót- andi, að berjast með Itölum. Það er kunnugt, að í hremur lands- hlutum Abessiníu hefir verið ó- eirðasamt, einkanlega í Gondar, fyrir norðan Tanavatn, og varð fyrir nokkru að beita vopnavaldi lil þess að bæla óeirðirnar niður. 4 ðrepnir op 19 sœrtir i Mtárfeiui á Genf. Samk-væmt tilkynningu frá Svisslandi biðu 4 menn bana en 19 særðust í loftárás þeirri, sem gerð var á staði við Genfarvatn » fyrrinótt. Skem-dir urðu á skóla- húsi og jámbrautarstöð við Lau- zanne, auk þess sem tjón varð í 'úthverfi borgarinnar Genf. BANDARÍKIN Frh. af 1. síðu. Bandamönnum unnt að fá inn- an skamms fallbyssur og skot- færi þaðan fyrir 35 V2 milljón sterlingspun.da. GAMLA BM> k llótta. I (Prison Farm). Spennandi amerísk saka- málakvikmy nd. Aðalhlutverkin leika: Lloyd Nolan, Shirley Ross og John Howard. Aukamynd: Skipper Skræk-teiknimynd Börn fá ekki aðgang. NÝJA bíú b Neyðarópið i frumskóginum Spennandi og viðburðarík kvikmynd er sýnir sér- kennilega viðburði er ger- ast í frumskógum Afríku. Aðalhlutverkið - leikur of- urhuginn HARRY PIEL, sem er eftirlætisleikari allra þeirra er vilja óvenju spennandi myndir. Börn fá ekki aðgang. FIMMTUDAOSDANSKLÚBBURINN DANSLEIKUR i Alþýðuhúsinu við Hverfisgðtu i kvöld klukkan 10. Aðgöngumiðar á kr. ■§ BSRL seldir eítir kl. 8 í kvöld ■“ N.B, Ölvuðtmi mönuum stranglega bannaður aðgangur. Bl G.T.H.. eiDsöÐp eldri dansarnif. verða í G.T.-húsinu laugardagskvöldið kl. 10. Áskriftarlisti og aðgöngumiðar frá kl. 2. Sími 3355. Hljómsveit G.T.H.. Fulltrúadeild Bandaríkja- þingsins hefir nú samþykkt að veita 1760 milljónir dollara til landhersins og er'það 310 millj- ónum dollara meira en Roose- velt fór fram á. Var þessi fjár- veiting samþykkt með 401 at- kvæði gegn aðeins 1. Sýnir sú atkvæðagreiðsla, hve einhuga stjórnmálamenn í Bandaríkjun- um eru nú orðnir um það að hraða vígbúnaðinum. William Green, forseti lands- sambands verkalýðsfélaganna í Bandaríkjunum, flutti ræðu í Indianapolis í gær, og lýsti yfir því, að verkamenn myndu forð- ast verkföll eftir því, sem unnt. væri, til þess að framleiðslan gæti gengið sem bezt. Green kvað verkalýð Bandaríkjannai krefjast þess, að Bandamönnum væri veittur allur sá stuðning- ur, sem unnt væri að láta í té. Green fór hörðum orðum m Mussolini fyrir þá ákvörðun hans, að segja Bretlandi og Frakklandi stríð á hendur. BnMBHBBHnunm DRENGJAFÖT, matrósaíöt, jakkaföt, frakkar. Sparta, — Laugavegi 10, sími 3094. Hinn Sakamálasaaa eitlr Seamará ie. yður tókst að koma i veg fyrir rániö á skartgripum hertogafrúarinnar af Renburgh." Dain leit á klukkuna, er hann hafði lokið við bréfiö. — Jæja, þá er klukkan orðin tiu. Svo hitaði hann lakkið og lét það drjúpa á bréfið. Því næst þrýsti hann þumalfingri hægri hanöar & vaxið, meðan það var heitt. Svo fór hann út, tók bílinn sinn og ók tii Wilic seden. Þar kom hann bréfinu í póst. * Áður en klukkan sió ellefu var hann kominn afíur heim til sín. Hann skipaði þjónum sínum að opna húsið og draga sig svo í hlé, því að hann yroi að vinna fram eftir nóttu og ef til vill alla nóttina. SíðasU skipun hans var sú, að hann yrði ekki ónáðaður, hvað sem í skærist. Svo kveikti hann öll Ijós í herberginu, þannig að það flóði allt í snjallhvitu ljósi eins og það, sem not- að er við kvikmyndasýningar. Á skrifborði hans var ferkantaður kassi með tveirrmr smárúöum á lokinu, sem líktust ugluaugum. Önnur rúðan var hvít, en hin rauð. Við þennan kassa tengdi hann grannan vír, sem leiddur var undir gólfteppið fram að dyrunum. 1 > Svo fór hann yfir að dyrunum og kom við hurðina. Á höndunum hafði hann þyfcfca gúmmíhanzka, en mn leíð og hann snerti hurðina, kviknaði ijós í hvitu rúð- unni á kassanum. llm leið heyrðist Iág suða við vegg- inn belnt á móti. Ekkert sýndi að þetta stæði í sam- bandi bvað við annað, aðeins sást biría undir rúðunni og su&an heyrðist hinu mpg-in í herbergin-u. Dain virbst ánægðuT með þessa ráðstöfun sina og tók nú straurninn af og tók af sér gúmmíhanzkana. Þvi næst gekk hann að skrifborði sínu. Þar opnaðl hann skúffu og tók :upp skammbyssu. Hann -gkítti háðslega um leið og bann hlóð byssuna og svipur hans harðnaði og augun urðu kuldaleg. Hann lét að- eins eiít skoí í skammbyssuna, svo lagði hann hana á vinstri brún skrifborðsins, næst dyrunum. Hann lagði hana þannig frú sér, að handfangið snéri frá honum. Svo skrifaði hann bréf og Iagði það á ofurlítinn kassa, sem virtist vera utan af spilurn og virtist hæfiíega stór til þess að geyma í honum skammbyssti. Uíanáskriftin á bréfinu var einkénnileg. Það var skrifað til manns, sem ekki var til, og heimilisfang- ið var í Ástralíu, á hóteli, sem ekki heldur var, til. Utanáskriftin var þannig: Til T. Z. Hengel, Eldarado Hótel, Melboume í Ástralíu. Að þvi er hann bezt vissi, yar enginn maður til sem hét T. Z. Hengel, og hann var sannfærður um það að í Melboume var ekkert hótel til, sem hét Eldarado Hötel. Er hann haföi skrifað utan á bréfið, skrifaði hann eftirfarandi orð aftan á umslagið: „Ef viðtakandi finst ekki, sendið þá bréfið aftur til Valmon Dains í Hen- tíon í Englandi. ; Svo lét hann fáeina bakka á skrifborðið hjá sér og fyllti þá af ýmsum efnasamsetningum. Beint fyrir framan sig lagði hann stóra bók um efnafræði og hafði hana opna. — Þetta held ég að honum iítist vel á, tautaði hann við sjálfan síg. f : Svo kom hann sér þaagilega fyrrir í stólnum og bjó sig undir að bíða eftir morðingjanum. I ^ Mínúlurnar liðu. Hann kveikti sér í vindlingí, saug að sér fáeina reyki og fleygði svo vindlingnum afrur í öskubikarinn. f Allt í einu stirðnaði hann. Það sást ljós undir litltii rauðu rúðunni á kassanum. — Jæja, þá er nú gesturinn kominn að gar'ðshliðinu,. sagði hann við sjálfan sig. Hann lagði handleggina fram á borðið og laut höfði.,13 að leit svo út, sem Valmon Dain hefði stein- sofnað i stólnum sínum. En hann hélt öðru auganu: opnu og starði án afláts á litla kassann á borðinu og beið eftir því, að ájá hvíta Ijósið, sem boðaði það að Willard Lyall væri kominn að dyrunum á vinnu- stofunni. Andlit kom í ljós við gluggann. Það var LyaU. 1 svip hans mátti lesa greinilega óánægju. Hann hafðl ekki búist við að Dain væri enn á fótum. En svo birti skyndilegia aftur yfir svip hans, begar lijann sá hve allt var vel í haginn búið fyrir hann í herberginu. Hin glettnu örlög virtust hafa leikið svo» svo á Dain, að honum væri ekki undankomu auðir. Svo hvarf andlitið aftur af glugganum og í eina mmínútu var dauðaþögn í herberginu. Það var eins og hlé rnilli bylja. Dain hallaði sér enn fram á skrifborðið hreyfing- arlaus. Höfuðið hvíldi á handlegg hans, og hann sfiarði á litla kassann á skrifborðinu. Það voru engar inngöngudyr frá garðinum og inn í vinnustofuna. Einu dymar sem voru á vinnustof- unni voru þær, sem vora á veggnum vinstra megin við skrifborðið. Ef einhver ætlaði sér að fara inn í herhergið varð hann annaðhvort a'ð fara inn um dyrnar, eða inn um einhvern gluggann, en það var örðugra, því að þeir lágu svo hátt frá jörðu. Dain bjóst við því að komið yrði enn um dyrnar. i

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.