Alþýðublaðið - 15.06.1940, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 15.06.1940, Blaðsíða 1
RITSTJORI: F. R. VALDEMARSSON ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN XXI. ÁRGANGUK LAUGARDAGUR 15. JÚNI 1940. 137. TÖLUBLAÐ r Sfððiigir herflntiilngar Breta til Frakkhmils* -----------------------------L^------------------------------- Hersveifirirar fara belna leið til vfgstððvanna sunnan við Slgnu* STÓRKOSTLEGIR HERFLUTNINGAR fara nú fram frá Bretlandi til Frakklands og er þeim hraðað svo sem frekast er unnt. Talið var í frásögn Lundúnaútvarpsins í gærkveldi, að sá her, sem nú færi til meginlandsins, væri mun fjölmennari en herinn, sem sendur var í byrjun ófrið- arins í fyrrahaust og sagður var hafa numið um 300 000 manns. Hinn nýi meginlandsher er búinn öllum fullkomn- ustu hernaðartækjum nútímans. Jafnskjótt og hinar brezku hersveitir koma til Frakk- iands eru þær sendar til vígstöðvanna fyrir sunnan Signu, þar sem æðisgengnar orustur halda áfram. Koma brezku hermannanna vekur mikinn fognuð meðal Frakka. Orusturnar halda áfram á allrl herlínuniii. í tilkynningum frönsku herstjórnarinnar í gærkveldi og í morgun er sagt frá því, að orusturnar haldi áfram af sama ákai'a og áður vestan frá sjó og austur að enda Maginotlínunnar. Sunnan við Farís hafa Frakkar haldið skipulega undan tíí himia nýju varnarstöðva. Vestast á orustusvæðinu, í Nor- mandie standa yfir blóðugir bardagar, en þar sögðust Þjóðverjar í gær vera búnir að taka Le Havre, hafnarborg Parísar við ósa Signu að norðan. Harðastir hafa bardagarnir þó verið austan við París, þar sem Frakkar eru nú á hægu undanhaldi fyrir sunnan Marne og Þjóðverjar eru komnir til Vitryi-Ie-Franeois, nokkru fyrir sunnan Chalons sur Marne og um 75 krn. suðaustur af Reims. í»á gerðu Þjóðverjar í gær í fyrsta skipti meiriháttar skrið- drekaárás á Maginotlínuna sjálfa, fyrir véstan Saar, og höfðu stuðning fjölda flugvéia. En áhlaupunum var hrúndið. Hltler lætur flagga og hrlngja Hrlijuldukkuni mr um s skalasifi yflr falli Parfsar. ITLER hefir fyrirskip- að, að flaggað skuli í 3 daga um allt Þýzkaland og kirkjuklukkum hringt í 2 sólarhringa í tilefni af her- töku Parísarborgar. Þýzka útvarpið segir, að mik- ill fögnuður sé meðal almenn- ings í Þýzkalandi yfir töku borgarinnar og blöðin í Berlín komast svo að orði, að Þjóðverj- ar hafi nú unnið það á fjórum vikum, sem þeir gátu ekki unn- ið á fjórum árum í heimsstyrj- öldinni. Þýzkir hermenn eru nú á verði um alla Parísarborg og þýzkir herflokkar á stöðugum ferli um götur borgarinnar. Fólk, sem ekki hafði verið farið frá París, hélt sig innan húss í gær og göturnar voru þöglar ög auðar, annarsstaðar en þar, sem þýzkar hersveitir voru á ferli. Eltsabeth Bretadrotnmg ávarpar franskar konnr. Elizabeth Bretlandsdrottning flutti ávarp í brezka útvarpið í gærkveldi til franskra kvenna. Hún talaði um baráttu frönsku pióöarinnar fyrir frelsi sínu, og sagði drottningin, að þessi bar- átta hennar hlyti að verða .sigur- sæl að lokum. (Frh. á 4. síðu.) Yfír 40 íí langar að fara Englands. iga til YFIR FJÖRUTiU umsóknir hafu borizt Mr. MacKenzie um pátttöku í förinni til Eng- lands og dvölinni þar í sumar. Umsækjendurnir eru flestir ungir námsmenn, en pó ýmsir eldri. Nefnd íslenzkra manna á að velja úr umsæk]*endunum. Þess skal getið ab gefmi til- efni, að Mr. MacKenzie skrifaði í marzmánuði rektor Háskólans, dr. Alexander Jóhannessyni, og utanríkismálaráðuneytmu um jþetta mál. Nýtt „friðartiiboð" frá Hitierí aðsioi? AðstoðarötbreiðslBmálaráð- herra Breta býst við nví. AROLD NICOLSON, að- stoðarútbreiðslmnálaráð- herra Bretlands, flutti ræðu í gær og komsí svo að orði, að búast mætti við, að Hitler gerði nú nýja tilraun til þess að binda enda á styrjöldina, með því að setja fram friðarskilmála, ex, hann teldi Baudamenn hú neydda til að fallast á. Telur Nicolson líklegt, að Hitler muni lýsa yfir því, að Þjóðverjar hafi enga löngun til þess að leggja undir sig lönd Breta og Frakka, óg geti þeir því náð samningum við Þjóð- verja. En Hitler myndi hins vegar setja þau skilyrði, að her- ir Breta og Frakka verði af- vopnaðir, að Bretar láti af hendi flota sinn, og loks, að Þjóðverjar fái aftur nýlendur þær, sem þeir urðu að láta af hendi í heimsstyrjöldinni. Nicolson viðurkenndi, að Hit- ler hefði tekizt að ná því marki, að París félli í hendur Þjóðverja fyrir 15. júní, en minnti á, að hann hefði einnig lofað Þjóð- verjum því, að þýzki herinn yrði búinn að hertaka London 15. ágúst. Það myndi honum hins vegar aldrei takast. Nicolson ræddi horfurnar nokkru nánar, kvað Hitler eiga Frh. á 4. síðu. Herlínan liggur nú meðfram Signu (Seine) að sunnan, vestan frá sjó, fram hjá Rouen, sunnan við París og Marne og austur yfir það fljót nokkru sunnan við Chalons, en þaðan beygir hún í norð- austur og liggur vestan og norðan við Verdun, norðaustur að enda Maginotlínunnar, skammt frá Longuyon. Roosevelt ætlar il svara belðnl Rei und ©pibei lega —.—*---------------- SAMKVÆMT útvarpsfregnum í morgun hefir það verið til- kynnt í Washington, að Roosevelt Bandaríkjaforseti muni svara hjálparbeiðni Reynaud forsætisráðherra Frakka opinber- lega innan skamms. Ekkert var nánar tekið fram um það, hvenær það yrði. Mr. Green, forseti landssam- bands amerisku verkalýðsfélag- anna (American Federation of Labor) endurtðk i blaðagrein i gær það', sem hann sagði í tæðu í Indianapolis nýlega, að Banda- rikin ættu að auka eftir getu þá h|álp, sem þau veita Banda- mönnum- Verkalýður Ameríku stendur með Bandamönnum, segir Mr. Green, af því að hann veit, hver hætta stafar af nazismanum, ekki áðeins í Evrópu, heldur og vest- an hafs. Hin miklu landváma- áform í Bandarikjunum eru að- vörun til Hitlers um að ráðast ekfci á ríkin í Vesturheimi. Greininni lýkur með ávarpi til brezkra og franskra verkamanna, og er þeim heitið fullum stuðn- ingi,amerískra verkamanna. sfiskflotann vant r ís tii veioanna. T@^ar^r fiaafa orðið að ^ækfa SEtfé inn í JiHfnlfirðL 1^1 JÖG HEFIR verið ¦*¦ -^kvartað undan því und- anfarið, að illmögulegt væri að fá ís handa fiskiflotanum. Bátaeigendur hafa staðið uppi algerlega í vandræðum af þessum sökum og ekki fengið nema lítinn hluta af þeim ís, sem þeir hafa þurft til fiskveiðanna. Ekki hefir verið betra með tog- arana. Sumir hafa jiafnvel orðið að fara sérstakar ferðir inn í Jökulfirði til að taka snjó. Sænska frystihúsið hefir haft ísframleiðsluna með höndum, en það hefir alls ekki getað fram- leitt nógu mikinn ís, af því að það hefir vantað ísframleiðslu- tælri, og einnig hefir það skort ammoníak, sem er notað yið ís- framleiðsluna. Framkvæmdastjóri frystihúss- ins sagði Alþýðublaðinu í morg;- un, að hann vonaðd, að hægt yrði bráðlega að fullnægja eftir^ spurninni. Bæði er verið að auka við framleiðslutækin, og svo hef- ir frystihúsið fengið ammoníak bæði frá Ameríku og Englandi. I vetur var rætt um það, að koma upp ísframleiðsluhúsi í Frh. á 4. síðw.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.