Alþýðublaðið - 17.06.1940, Síða 1

Alþýðublaðið - 17.06.1940, Síða 1
RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN XXI. ARGANGUR MÁNUDAGUR 17. JÚNÍ 1940. 138. TÖLUBLAÐ Stjórnarskipti á Frakklandi. Pétain marskálkur hefir myndað stjórn með Weygand yfirhershöfðingja og Dar- lan yfirflotaforingja sem aðalráðherrum. -------4------ EFTIR MIÐNÆTTS í nótt var tilkynnt um franskar útvarps- stöðvar, aö Reynaud, fersætisráðherra Frakka, Siefði i gær- kveldi feeðizt iausnar fyrir sig @g ráðuneyti sitt, sem statt var í Bordeaux. Jafnframt var tilkynnt að ný stjérn hefðl verið mynduð und- ir forsæti Petains marskálks, sem var varaforsætisráðherra í stjérn Reynauds, og eiga sæti í stjorninni með honum Wey- gand yfirhershöfðingi og Oarlan flotaforingi. Herlina Frakka suðaustur af Parfs rofin og Maginotlínau er nú nmkringd af Þjóðverium. —------4 — . Áður en fréttin af stjórnarskiptunum í Frakklandi barst hingað í morgun, voru komnar fréttir frá vígstöðvunum suðaustur af París í gær, sem sýna, að ástandið er nú alvarlegra fyrir Frakka en nokkru sinni áður. í látlausri sókn í suðausturátt frá París hefir Þjóðverjum tekizt að rjúfa herlínu Frakka í annað sinn í þessu stríði ofarlega við fljótin Signu og Marne, milíi bæjanna Troyes og St. Dizier, og voru seint í gærkveldi komnir fram hjá Chaumont, upp á há- sléttuna við Langres og alla leið til Gray, við fljótið Saóne, um 150 km. suðaustur af St. Dizier, og aðeins 70 km. fyrir norðaustan Dijon. Eiga Þjóðverjar nú ekki nema stutta leið ófarna með vélahersveitir sínar á þessum slóðum til landamæra Frakklands og .Sviss og því langt komnir með það, að króa alla Maginotlxnuna inni og aðskilja þann her, sem Frakkar hafa í henni, frá aðalhernum sunn- an og vestan við Signu. Samtímis segjast Þjóðverjar hafa hrotizt inn í Maginotlínuna suður af Saar og suð- ur í Elsass, þar sem þeir hafa farið yfir Rín hjá Neu-Breisach. Segja Þjóðverjar að Frakkar haldi ekki lengur uppi vörnum nema í einstökum virkjum Maginotlínunnar. Strax á laugardagskvöldið tilkynntu þeir að þeir væru búnir að taka Verdun, hið fræga vígi úr heimsstyrjöldinni. Frá vígstöðvunum við Signu berast fréttir um látlausar orustur vestur í Normandie, fyrir sunnan Signuósa, þar sem hinar nýju hrezku hersveitir taka þátt í vörninni og Þjóðverjum miðar mjög lítið áfram. Suður af París hafa Þjóðverjar hrotizt yfir Signu milli Melun og Fontainebleau. Roosevelt lofar slvax-' andi vopnasendlngnm. ---,--- Franska stjórnin, sem fór frá Tours á föstudaginn til Bor- deaux, hefir setið á stöðugum fundum síðustu tvo sólarhringa og hefir verið talið að hún hafi verið að athuga svar Roosevelts Bandaríkjaforseta við hjálpar- beiðni Reynauds, en það barst frönsku stjórninni á laugardag- inn. Svar Roosevelts var á þessa leið: „Ég sendi yður hér með svar mitt við málaleitun yðar, sem mér barst í gær, og veit ég, að þér munuð ekki efast um, að hún hefir verið athuguð í vin- semd og af gaumgæfni. Bandaríkjastjórn hefir þegar tekið ákvarðanir, sem af leiðir, að Bandaríkin munu láta Bandamönnum í té öll þau her- gögn, sem unnt er, flugvélar, fallbyssur og önnur vopn, og verður því haldið áfram, með- an Frakkar halda áfram að verja land sitt og frelsi. Her- gagnasendingar þessar munu aukast með viku hverri. Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefir ákveðið, að viðurkenna ekki neina landvinninga árás- arþjóðar. Bandaríkjastjórn mun aldrei viðurkenna landvinninga Þjóðverja í Frakklandi, né heldur neitt það, sem af leiðir, að sjálfstæði Frakklands verði skert. Það er ekki á valdi Banda- ríkjastjórnar, að taka ákvörðun um að senda herlið til Frakk- lands. Slíka ákvörðun getur þjóðþingið eitt tekið. En her- gagnasendingarnar til Banda- manna verða stórum auknar og farið eins langt í því efni og frekast er unnt.“ Flóttinn frá Spáni heitir amerísk kvikmynd frá Fox. sem Nýja Bíó sýnir núna. Að- alhlutverkin leika Lorette Young og Don Ameche. SfBUSTU FRÉTTIR: Franski herinn að leg gfa niðnrvopn? __ ——--♦----- PéfaÍH marokálkur hefir peg^ ar snúlð sér fil Þféðver|a. !: . .........♦---- RÉTT um leið og hlaðið var að fara í pressuna til- kynnti útvarpið í London, að Petain væri nýhú- inn að flytja útvarpsávarp til frönsku þjóðarinnar, þar !: sem hann hefði lýst yfir því, að í gærkveldi hefði orðið j: að stöðva vopnaviðskipti Frakka við Þjóðverja og jafn- framt hefði hann snúið sér til óvinanna, í von um að ji unnt verði að koma á friði með samkomulagi, sem her- möhnum sæmdi. í lok ávarpsins hvatti Petain alla þjóð- jj ina til þess að fylkja sér einhuga um stjórn hans á þess- ari örlagan'ku stundu. Brefar halúa áfram stríðinuy hvað sem gerist á Frakklandi. Hafnbanmié og yfirráðin á sjén^ um ráða árslitnm f styr|i$ldinni. Hálfopinber yfirlýsing í London. ---------4-------- BREZKA STJÓRNIN sat á fundi allan daginn í gær og var sendiherra Frakka í London, Corbin, mættur þar. Búizt er við að Winston Churchill muni flytja ræSu í hrezka þinginu á þriSjudaginn og gera grein fyrir hinu breytta viSliorfi í styrj- öldinni. En strax síSari hluta dagsins í gær var því lýst yfir í Lond- on, af mönnum, sem starfa mjög nærri brezltu stjórninni, að sögur, sem gengju um væntanlegar friSarumleitanir á næstunni, hefSu ekki viS neitt aS stySjast. Samkvæmt þessari hálfopinberu yfirlýsingu í London er Bretland staSráSiS í því aS halda stríðinu áfram, hvað sem það kostar og hve lengi sem stríðið kann að standa, þar til sigur er unninn. Það er bent á það í yfirlýsingunni, að Bretland hafi aldrei í sögu sinni kallað eins marga menn undir vopn eins og síðustu vikurnar. ÞaS hafi enn ótakmarkaða möguleika til þess að vinna stríSiS, en eina von Þýzkalands sé, að þaS vinni stríðið á örfáum vikum eða mánuðum. Það er einnig bent á það í yfirlýsingunni, að jafnvel þó að Varnir Frakka á landi biluðu, þá eigi Frakkar herskipaflota, sem að stærð og siyrkleika gangi næst þeim brezka í Evrópu, og það sé undir yfirráðunum á sjónum komið, hver sigur vinnur í þessu stríði. Bandamenn myndu, hvað sem gerðist á landi, lialda hafn- banninu áfram gegn Þýzkalandi og þeim löndum, sem væru k valdi þess, og hafnbannið væri nú ekki aðeins orðið Þýzkalandi miklu hættulegra, vegna þess að Ítalía væri komin í stríðið og hliðinu, sem þar var, lokað, heldur og vegna þess, að Þýzkaland hefði ausið út hráefnahirgðum sínum í sókninni á vesturvígstöðv- unum. (Frh. á 4. síðu.)

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.