Alþýðublaðið - 18.06.1940, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 18.06.1940, Blaðsíða 1
RITSTJORI: F. R. VALDEMARSSON ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN XXI. ÁRGANGUR ÞRIÐJUDAGUR 18. JONI 1940 139. TÖLUBLAÖ Bretar ráðnir í að berj- ast áf ram, segir Churchill —.—.—«,—.— WINSTON CHURCHILL forsætisráðherra Breta flutti mjög stutt ávarp 'til brezku þjóðarinnar í Lundúnaút- [ varpið í gærkveldi og lýsti því yfir, að þau alvarlegu tíðindi, sem borizt hefðu frá Frakklandi, ínyndu engin áhrif hafa á þann ásetning Breta, að berjast áfram þar til sigur væri unninn ' og mannkynið leyst undan bölvun Hit- lers. Við berjumst nú einir til varnar málstað alls heimsins, sagði Churchill. ;En við munum gera allt, sem í okkar valdi stenidur til þess að reynast þéssa hlutverks verðugir. Við jerum þess fullvissir, að jallt muni fara vel um það |er lýkur. | Churchill talar í neðri Imálstofu brezka þingsins í dag og mun þá gera nánari grein fyrir því, sem gerzt hefir. upp á stofnnn torezks*' f ransks sambandsrikis! Pað átti að sameina þing og stjörnir og hafa' sameigMegan ríkisborgararétt. BREZKA ÚTVARPIÐ skýrði frá því í gærkveldi, að brezka ríkisstjórnin hefði á sunnudaginn áður en stjórnarskiptin urðu í Frakklandi og leitað var hófanna um vopnahlé af hálfu Frakka, sent frönsku ríkisstjórninni tilboð um að sameina England og Frakkland í eitt sambandsríki og uppkast að hátíðiegum sáttmála um það. Það var tekið fram í brezka útvarpinu, að þetta tilboð hefði verið gert til þess að veita Frökkum allan þann stuðning, efnalegan, hernaðarlegan, póli- tískan og siðferðislegan, sem unnt væri, í baráttunni gegn hinum hættulega óvini, og örva þá til áframhaldandi sameigin- legrar baráttu. Sir Ronald Campbell sendi- herra Breta í Frakklandi af- henti frönsku stjórninni tilboð- ið og uppkastið að samningnum og var það í aðalatriðum á þessa leið: Stofnað skal brezkt-franskt sambandsríki, allir franskir rík- isborgarar þegar í stað fá brezk ríkisborgararéttindi og brezkir ríkisborgarar frönsk. Brezka og franska þingið skal sameinað í eitt þing og sameig- inleg stríðsstjórn mynduð, sem fari með völd bæði á Englandi og Frakklandi og hafi á hendi æðstu yfirstjórn landhers, flug- hers og herskipaflota beggja þjóðanna. Öll hermál og landvarna, f jár mál, atvinnumál og viðskipta- mál skulu vera sameiginleg og Bretar og Frakkar bera sameig- inlega allt tjón af stríðinu og jafnframt reisa allt sameigin- Iega úr rústum að stríðinu Frh. á 4. síðu. Og orustur héldu áfram á ðlium vígstöðvum í Frakkiaiidi í gær _-------------------<,---------------------- Hitler og Mussolini hittast í iinchen sennilega í dag. ----------------------«.--------------------_ EBNT § GÆRKVELDB varð þs® kunn- ygf, a® Pétain marskálkyr hefði þá enn ekki veri^ húinn að fá neitt svar frá Hitier vli máialeitun sinni um vopnahEé á heiSarlegum grundvelig og að hardagar héldu áfram milli Frakka eg Þjóðverja á öBlum vígstölívum. En í frétíum frá Berlín og Rómaborg var hins vegar frá því skýrt, að Hiíler og Mussolini hefðu ákveðið að hitt- ast til þess að taka saman ráð sín áður en Hitler svaraði orðsendingu Pétains marskálks. Var frá því skýrt að Ci- ano greifi utanríkismálaráðherra hefði verið kvaddur til Rómaborgar í gær í mesta flýti og farið þaðan með Musso- lini í gærkveldi til móts víð Hiiler, og hefðu þeir ætlað að hittast í Miinchen, sennilega í dag. Frakkar berjast áfram, fái peir ekki heiöarlegan frið. YfMýsing nýja utanríkismálaráðherraiis Baudoin, hinn nýi utanríkismálaráðherra Frakka, flutti ræðu í Bordeaux í gærkveldi og gerði grein fyrir því, hvað Pétain hefði átt við með því að fara fram á það við Þjóðverja, að þeir semdu við Frakka um „heiðarlegan" frið. Sagði Baudoin, að Frakkar myndu aldrei fallast á neina skil- mála, sem þeír teldu sér til vansæmdar. Frakkar hafa alltaf met- ið þjóðarheiður sinn framar öllu — sagði ráðherrann. Frakkar hafa farið fram á, að leitast verði við að ná samningum, heiðar- Iegum samningum. En siðferðislegur þróttur franska hersins og frönsku þjóðarinnar hefir ekki verið hrotinn á bak aftur. Náist ekki samkomulag þannig, að þjóðarheiðri Frakka sé borgið, veit öll franska þjóðin hvað henni ber að gera. Hún mun aldrei svíkja hUgsjónir sínar — hún mun heldur berjast áfram en gefast upp skilyrðislaust — heldur velja dauðann en gera það. Pétain. Stlörn FétalÐS marskðlks Hin nýja stjórn, sem mynd- 'uð var í Frakklandi í fyrra- kvöld, er þannig skipuð: Pétain marskálkur forsætis- ráðherra, Chautemps varafor- sætisráðherra, Weygand land- varnaráðherra, Fresnecourt dómsmálaráðherra, Colson her- foringi hermálaráðherra, Dar- lan aðmíráll flotamálaráðherra, Pugeot flugmálaráðherra, Bau- doin utanríkismálaráðherra, Reibaut menntamálaráðherra, Frossard ráðherra opinberra framkvæmda, Chicbery land- búnaðarráðherra og Favier at- vinnumálaráðherra. Reynaud á ekki sæti í stjórn- inni. Bonnet, Flandin og Laval. sem allir eru kunnir stjórn- málamenn og fyrrverandi ráð- herrar, var boðið að fá sæti í stjórninni, en þeir höfnuðu boð- inu. Lík rekur. Nýlega fannst lík rekið á Kald- baksfjöru við Skjálfanda. Er tal- ið víst, að það sé lík Halldórs Ár- mannssonar, er drukknaði á Húsa- víkurhöfn síðastliðinn vetur. Leikfélagið sýnir skopleikinn ,,Stundum og stundum ekki" annað kvöld kl. 8%. í tilkynningu frönsku hermála- stjórnarinnar seint í gærkvöldi segir, að barizt hafi verið áfram á öilum vígstöðvunum, og hefðu bardagarnir verið harðastir á austasta hluta bardagasvæðisins. Floti Frakklands og flugher eru ésigraðir, var sagt í útvarpi frá Bordeaux í . gærkvöldi, en að^ staða landhersins er hin ískyggi- legasta, þar sem ekki er lengur um samanhar^gandi vígstöðvar að ræða, heldur barizt á fjórum vig- stöðvum og yofði því sú hætta Frh. á 4. síðu. itler og Stalin hjálpast að til pess að kfiga siáríkin. Forseíi Lithaua tekinn fastur i Þýzka- landi og senniiega framseldur Russum. SAMBANDI við hina nýju nauðungarsamninga, sem Sovét-Rússland hefir þröngvað upp á Eystrasaltsríkin þrjú, fyrst Lithauen á laugardaginn og síðan Eistland og Lettland í gær, yekur það mikla athygli, að fullkomin samvinna virðist vera milli Rússa og Þjóðverja um að'kúga þessi ríki. Þannig er skýrt frá því í Frh. á 4. sí&a.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.